Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 4
4 frettir LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 JLj"V Össur Skarphéðinsson um afstaðu umhverfisráðherra til Eyjabakka: Seldi sannfæringuna fyrir ráðherrastól Össur Skarp- héðinsson alþing- ismaður og fyrr- verandi umhverf- isráðherra segir Siv Freiðleifsdótt- ur hafa „selt sann- færingu sína fyrir ráðherrastól" vegna ummæla hennar um virkj- un á Eyjabakka- svæðinu. „Mig rekur í rogastans að hlusta á Siv Friðleifsdóttur tala núna um að hún sé gegn umhverfismati,“ sagði Össur. „Hún hef- ur algerlega snú- ist um 180 gráður frá því að þessi ágæti þingmaður var að berjast fyr- ir því að fá sem flest atkvæði í átökum um vara- formannsembætti Framsóknarr- flokksins. Þá höfð- aði hún til ungs og frjálslynds fólks innan Framsóknar- flokksins með því að stilla sér upp sem umhverfísvemdarsinna. Þá lét hún taka við sig viðtal í Morgunblað- inu 15. nóvember 1998 þar sem kom fram að hún væri þeirrar skoðunar „að Landsvirkjun eigi að láta um- hverfisathuganir sínar í sama ferli og lögformlegt umhverfismat“. Hún segir hreinlega í viðtalinu „að nátt- úran eigi að njóta vafans og það eigi að nota bestu tæki eins og umhverf- ismat til að dæma um áhrif fram- kværnda". Þetta var skoðun hennar þá. Nú hefur þessi þingmaður við það að verða ráðherra breyst algerlega. Það er enginn vafi í mínum huga að hún hefur selt þessa mikilvægu sannfær- ingu sína fyrir ráðherrastól." Össur segir trúverðugleika Sivj- ar hafa beðið mikinn hnekki við þetta. Það sé einfaldlega ekki boð- legt í dag að þingmaður haldi fram einni tiltekinni skoðun í mjög veigamiklu máli, sem allir hafa tek- ið afstöðu til með einum eða öðrum hætti, en snúist síðan eins og skopparakringla bara af því að honum er kippt upp í ríkisstjórn. Þetta sé hreinasta vanvirða við ráðuneyti ráðherrans og vanvirða gagnvart því fólki sem hún hafi verið að „tala við í gegnum tíðina og höfða til“. -JSS Össur Skarp- héðinsson. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður: Snýst ekki um fegurð „Ég er ekki sammála þessu,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson alþing- ismaður um ummæli Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra að hún teldi atvinnu- og byggðasjónar- miö sterkari en náttúruverndar- sjónarmiö á Eyjabakkasvæðinu. Hún kvaðst ekki bergnumin eftir komuna þangað. „Það snýst ekki um eitthvert feg- urðarmat þegar menn koma þama inn, hvort þeir heillast eða heillast ekki,“ sagði Ólafur. „Þama er um náttúrufarsleg verðmæti að ræða sem snúa ekki eingöngu að því sjón- ræna heldur að gróðri, fuglum og landslagsheild sem verið er að tala um að halda óspilltri. Eyjabakkar eru ekki svæði sem maður tekur einhver bakföll yfir þótt þarna sé mjög fallegt. Það er ekki eina sjón- armiðið heldur hið náttúrufarslega. En náttúrufarslegu rökin hafa ekki veriö lögð fram þótt ég hafi beðið um það.“ Ólafur Öm sagði afar áríðandi að öll spil yrðu lögð á borðið varðandi málið þannig að menn gætu tekið endanlega ákvörðun. Það yrði ein- ungis gert með því að farið yrði í mat á umhverfisáhrifum. Ónnur leið, síðri, væri sú að skýrsla Lands- virkjunar yrði lögð fram. Til þessa hefðu rannsóknirnar ekki verið sýndar eða almenningi boðið að koma að málinu á nokkurn hátt. „Án mats á umhverfisáhrifum fá almenningur, fræðimenn og samtök ekki tækifæri til að gera sínar at- hugasemdir. AUar yfirlýsingar rík- isstjómarinnar og Landsvirkjunar, sem hefur þegar virkjanaleyfi, hníga í þá átt að láta það duga. Að knýja þetta fram núna er ekki í samræmi við gjörbreytt viðhorf til umhverfismála og ekki er komið til móts við þær háværu kröfur sem eru uppi um málið. Það er aldrei sátt þegar annar aðilinn hefur allt sitt fram. Hún næst ekki með þess- um hætti. Það er blindur og heym- arlaus maður sem sér ekki að al- menningur er að biðja um að það verði staldrað við í þessu máli og það metið upp á nýtt. Þetta er mik- ið óráð að gera þetta svona.“ -JSS Settist niður í bíósæti Regnbogans í gær til að sjá áttfalda frumsýningu: Star Wars í sólarhring Þorsteinn Valur Thorarensen, 21 árs nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og starfsmaður í Húsasmiðj- unni, er Star Wars-aðdáandi númer eitt á íslandi. Frumsýning myndar- innar var í hádeginu í gær, fóstudag. Siðan verður myndin sýnd stanslaust allan sólarhringinn í sex bíóum. Þeg- ar lesendur þessa blaðs fá það í hend- ur hefur Þorsteinn að líkindum horft átta sinnum á myndina í Regnbogan- um þar sem hann settist niður klukk- an hálfeitt í gærdag. Myndin er tvær klukkustundir og tíu mínútur á lengd. Þorsteinn horfði á myndina með poppi og kóki, ánægju og siðar vænt- anlega geispum þegar líða tók á að- faranótt laugardagsins. Þegar DV fór i prentun hafði hann horft þrisvar á myndina en hann ætlaði að fá kærustuna til sín í bíóið þegar líða tók á föstudagskvöldið og horfa á myndina eins lengi og kraftar entust - helst í heilan sólarhring. „Ég ætla að gera mitt besta,“ sagði hann í gær. „Það var ótækt annað en að hafa uppi á Þorsteini og bjóða honum á myndina. Reyndar bauð ég honum að sitja í tvo sólarhringa í röð ef hann treysti sér en við skulum sjá hvað ger- ist. Ég held að hann muni nærast á mismunandi stemningu hverrar sýn- ingar,“ sagði Guðmundur Breiðfjörð, markaðs- og kynningarstjóri kvik- myndadeildar Skífunnar. Hundrað sinnum hver mynd - En hvers vegna þessi mikli áhugi, Þorsteinn? „Ég er búinn að hafa gaman af Star Wars frá því að ég var 4ra ára. Ég átti öll leikföngin og vinir mínir lika. Gömlu myndirnar þrjár hef ég horft ansi oft á - sennilega í hundrað og eitthvað skipti hverja. Síðast í gær- kvöld (á fimmtudagskvöld) horfði ég á fyrstu myndina en hafði ekki tíma til að horfa á hinar tvær. En ég er Þorsteinn Valur Thorarensen fyrir utan Regnbogann f gær. Hann er Star Wars-aðdáandi númer eitt á íslandi og var boðið að sitja ókeypis í tvo sólarhringa til að horfa á Star Wars. DV-mynd Hilmar Þór tilbúinn að horfa á nýju myndina og sitja í sólarhring. - Ætlar þú að sitja einn og horfa á? „Já, það er ætlunin en kærastan kemur á eina sýningu í kvöld.“ - Hvað finnst henni um þetta? „Hún er búin að fá alveg nóg. Ég er heldur ekki búinn að vera ég sjálfur undanfarna daga. Nei, nei, hún hefur gaman af þessu.“ - Ert spenntur fyrir fyrstu sýningu? „Já. Ég hlakka til. Það verður mjög gaman að sjá nýju myndina, ég er bara búinn að sjá „trailerana" tvo úr henni. - Hvað muntu hugsa þegar tjaldið fellur og sýningin hefst? „Hvað það er gaman að sjá þessa sögu halda áfram. Þetta er best heppn- aða ævintýrasaga sem ég hef séð.“ Betri en ég bjóst við DV talaði líka við Þorstein eftir að hann hafði horft á myndina í fyrsta skiptið: „Þetta var rosalegt. Myndin er betri en ég bjóst við og samt bjóst ég við myndinni góðri. Sagan og persónu- gerðimar eru frábærar. Þetta er snilld - það mest spennandi sem ég hef séð,“ sagði Þorsteinn. -Ótt Kærasta Þorsteins: Sofnaði eftir fyrstu myndina „Þorsteinn er búinn að vera að telja niður dagana. Ég er svo sem ekkert voða- lega hrifin af þessu sjálf. Við horfðum á fyrstu myndina í gærkvöld (á fimmtudags- kvöld) og Steini ætlaði að láta mig horfa líka á hinar tvær en ég sofnaði,“ sagði Stella Vestmann, 17 ara _. „ , , , , , . ,, , Stella Vestmann. kærasta Þorsteins Vals Thorarensens, Star Wars-aðdáanda sagði Stella sem sækir menntaskóla í númer 1. Brussel. -Ótt Aðspurð um hvort henni finnist kærastinn ekki dálítið „bilaður" að vera svona mikill aðdáandi Star Wars sagði hún : „Nei, hann hefur haldið sig á heilbrigðu nótunum enn þá.“ - Þótt hann horfi á sömu bíómyndina í sólarhring? „Já, eflaust er þetta bilað en ég veit ekki hvort honum tekst að vaka í sólarhring," Málverkaferð þegar Nóg virðist vera af íslenskum mál- verkum í Kaupmannahöfn eins og igreint var frá í DV í vikunni. Sama : dag og fréttin birist voru tveir aðilar, sem vel þekkja til í myndlistarheim- inum, farnir af stað til Kaupmannahafnar, væntanlega til að gera góð kaup í myndun- um. Annars vegar El- ínbjört Jónsdóttir, eiginkona Tryggva P. Friðrikssonar í Gallerí Fold, og hins vegar Pétur Þór Gunnarsson i Gallerí Borg. Gallinn var hins vegar sá að Jónas Freydal Thorsteins- son, þekktur athafnamaður í Kaup- mannahöfn, hitti þau bæði á flugvell- inum í Kastrup þar sem hann var á heimleið með myndirnar... Nýtt Austurland Gróska virðist vera í fjölmiðlum á Austurlandi um þessar mundir. Fyr- ir nokkru tók hinn kunni blaðamað- ur, Karl Th. Birgisson, við blaðinu 1 Austurlandi og hefur breytingar á því ágæta jblaði. Fréttimar eru orðnar fleiri og útlitið nýtt. Þá skrifar sjálf- ur ritstjórinn harð- skeytta leiðara eins og honum einum er lagið og hefur gert fyrir Pressuna og fleiri. Leiðarinn í síðasta blaðið fjallar um baráttuna milli Daviðs Oddssonar og Jóns Ólafssonar og | Fjárfestingarbanka atvinnulifsins. En Karl er ekki eini maðurinn sem vinnur að því að bæta fjölmiðlaflór- una á Austurlandi því seinna i þess- um mánuði mun Skjávarp hefja göngu sína í Fjarðabyggö en því er stýrt af fréttamanninum fyrrverandi, Ágústi Ólafssyni... Hálogaland Undirskriftasöfnun, þar sem bygg- ingaráformum í Laugardalnum er mótmæit, er í fullum gangi á vegum Laugardalssamtakanna sem Skúli Víkingsson veitir formennsku. Fer sú söfnun bæði fram með gamla laginu og eins með nýmóðins hætti, á slóðinni www.laugardalur- inn.is á Netinu. í þessu sambandi er gaman að geta konu nokkurrar sem fædd er og uppalin í Laugardalnum. Hún benti á athyglisverða hlið málsins, þá að umræddar lóðir væru strangt tekið ekki í Laugardalnum. Hann hefði afmarkast af Holtavegi i austri og gömlu sundlaugunum við Sund- laugaveg í vestri. Hinn umdeildi jarðarskiki hefði tilheyrt Háloga- landi en eins og einhverjir muna var þar eitt aðalíþróttahús bæjarins forð- um... 4*1 Rekið til baka KR-ingar, undir stjórn Atla Eð- valdssonar, fögnuöu sætiun sigri á skoska liðinu Kilmarnock á fimmtu- j dagskvöld. Þóttu þeir vel að þeim Isigri komnir og mikil gleði í vestur- ' bænum í kjölfarið. INokkur fjöldi iskoskra áhangenda :var mættur á Laug- iardalsvöll til að hvetja sina menn en Iallt kom fyrir ekki. KR-ingum fylgir __ ' gjarnan lukkudýr, Rauöa ljón- jið, sem peppar stuðningsmennina upp. Meðan á leiknum stóð fór | Rauða ljónið yfir að nýju stúkunni, þar sem Skotarnir héldu til, og gerði sig líklegt til að striða þeim. Þeir til- burðir féllu í heldur grýttan jarðveg j hjá lögreglunni sem rak ljónið aftur að gömlu stúkunni. Leikurinn var jú í beinni á Eurovision og ekki gott lef ólætu hefðu brotist út á áhorf- ; endapöllunum.... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.