Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 32
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
^ fréttaljós
Hið mikla Waves-
gróðaævintýri sem
þeir Heimir Karls-
son, fyrrverandi
íþróttafréttamaður
á Stöð 2 og Sjónvarpinu, og Birgir
Viðar Halldórsson, fyrrum rallkappi,
veitinga- og athafnamaður, og loks
Einar Vilhjálmsson, fyrrum íþrótta-
garpur, færðu inn í landið haustið
1998 varð aldrei að neinu. Um eitt þús-
und íslendingum var lofað var gulli
og grænum skógum, auðæfum og
virðingu gegn greiðslu á 1450 dollara
upphæð fyrir að gerast meðstofnend-
ur, 2000 dollara fyrir að gerast stofn-
endur og loks 3000 dollara fyrir að ger-
ast stórstofnendur. Um eitt þúsund
manns keyptu sig inn í píramídasölu-
kerfi, eða fjölþrepa- á Waves - miklum
undraúða með fæðubótarefnum sem
áttu að vera allra meina bót.. Greið-
endumir áttu að fá fyrstu vörsending-
una með í kaupunum. Þeir fengu bara
aldrei neinar vörur og sitja enn þá eft-
ir með sárt ennið. Gera má ráð fyrir
því að þetta fólk hafi látið af hendi
alls 1,5 til 2 milljónir dollara eða milli
100 og 200 miiljónir króna án þess að
fá nokkrar vörur í hendur. Þetta hlýt-
ur að teljast talsvert hátt verð fyrir
innantóm loforð. Einar Vilhjálmsson
staðfesti við DV í gær að upphæðin
sem um ræðir sé að líkindum í kring
um 100 milljónir, en kveðst ekki hafa
nákvæmar upplýsingar, enda hafi
hann komið inn í Waves dæmið á eft-
ir þeim.
Súperstjörnur Waves
DV sagði frá Waves-„ævintýrinu“
fyrst fjölmiðla í frétt 25. september í
fyrra. í henni segir að milli 300 og
400 íslendingar séu meðal stofnenda
í bandarisku fyrirtæki, Waves
Intemational, sem á næstunni setji
á markað úðabrúsa með næringar-
efnum. Ætlunin sé að koma á sölu-
kerfi í Bandaríkjunum, íslandi og
víðar og íslendingarnir sem um
ræðir muni njóta sérréttinda og
arðs umfram venjulega sölumenn.
Heimildarmaður DV að fréttinni
gerði mikið úr gróðavoninni. Hann
sagði að viðskiptin ættu eftir að
Draumar um
skjótfengið fé
Þetta með læknana og vísinda-
mennina orkar þó tvímælis: DV átti í
vikunni samtal við lyfjafræðing sem
kom að Wavesmálinu á fyrstu stigum
þess ásamt lækni. Frásögn þeirra var
birt í frétt DV í gær, en þeir drógu sig
út úr viðræðum við Bandaríkjamenn-
ina, stjómendur Waves International,
þar sem þeir þóttust verða þess
áskynja að hrein gróðafíkn lægi að
baki og fullkomið skeytingarleysi um
það hvert efnainnihald vörunnar
væri.
Á kynningarfund um sölu á undra-
úðanum sem haldinn var í fyrrahaust
á Grand Hótel og á stofnfund hags-
munafélags í Háskólabíói skömmu
síðar komu fleiri hundruð manns og
stóðu í biðröð eftir því að gerast stofn-
endur piramídasölukeðjunnar. í upp-
hafi var um að velja þrjú stig. Fyrir
stöðu sem nefndist founder eða stofn-
andi greiddu menn 2000 dollara, fyrir
stöðuna superfounder eða stórstofn-
andi borguðu menn 3000 dollara. Síð-
ar kom til þriðja staðan sem nefndist
co-founder, eða meðstofnandi. Hún
kostaði 1450 dollara.
Á geysifjölmennum stofnfundi
Waves-hagsmunafélags á íslandi í Há-
skólabíói var mikið um dýrðir og þar
mætti meðal annars öll stjórn Waves
International, forstjórinn Lawrence
Barrett og markaðsstjóri fyrirtækis
að nafni Biozone sem framleiddi úð-
ann fyrir Waves International. Þeir og
frumkvöðlamir hér á landi, þeir
Heimir Karlsson og Birgir Viðar Hall-
dórsson, lofsungu framleiðsluvörurn-
ar og þá tekjumöguleika og heilsubót
sem af þessum efnum myndi hljótast.
Loks var kjörin stjórn hagsmunafé-
lagsins og var Einar Vilhjálmsson
kjörinn formaður fimm manna stjórn-
ar félagsins.
Maður sem hafði áður gerst stór-
stofnandi og greitt fyrir það 3000 doll-
ara eða um 220 þúsund krónur segir í
samtali við DV að þessi stórfundur
hafi gefið sér mikla trú á að þama
væri um vænlegt tækifæri að ræða til
að afla sér góðra tekna með lítilli fyr-
irhöfn.
Á Grand Hótel sl. haust á kynningarfundi sem frumkvöðlar Waves héldu. Menn standa í biðröð, óðir og uppvægir að lát
bólað á þeim.
Waves-úöaævintýrið á ísiandi:
teygja sig um allan heiminn og þar
sem íslendingar væru þeir fyrstu
sem skráðu sig í píramídann þá
væri eðli málsins samkvæmt hagn-
aðarvon þeirra langtum meiri en
þeirra sem á eftir kæmu. Lawrence
Barrett, framkvæmdastjóri Waves
International, bætti síðan um betur
í frétt DV 9. október og sagði: „Allt
virðist fara í gegnum ísland og nú
er það ætlun okkar að gera Islend-
inga að súperstjömum fyrirtækis-
ins og í gegnum ísland mun heims-
salan fara fram í framtíðinni."
Ekki var minna gert úr sjálfri
söluvörunni. Hún væri byltingar-
kennd nýjung sem myndi örugglega
ná hraðri útbreiðslu, jafnvel meiri
en sjálft Herbalife og íslendingarnir
kæmu inn á þeim tímapunkti að
varan væri rétt að koma á markað i
Bandaríkjunum, sjálfu upphafsland-
inu, og myndu njóta mjög góðs af
þegar efnin tækju að breiðast út
þar.
Þessi heimildarmaður sagði
blaðamanni DV að næringarefnin
væru í úðabrúsum. I úðanum sem
úr þeim kæmi væru litlar blöðrur
og í þeim virku efnin sem öll væru
náttúruleg og skaðlaus. Þegar þessu
væri úðað undir tunguna kæmust
efnin þegar í stað inn í blóðrásina
og virkuðu undireins. Þannig vissi
hann til að fólk hefði losnað við höf-
uðverk á tveimur mínútum. Hann
sagði að í hópi stofnendanna væru
læknar, lyfjafræðingar, líffræðingar
og efnafræðingar og það út af fyrir
sig væri viss trygging.
En eftir þennan stórfund heyrðu
stofendurnir lítið frá Waves
International þar til í febrúar sl. vet-
ur. Þá barst stofnendum fréttabréf. í
því voru viðruð ýmis góð áform um
framhaldið og m.a. birt ný vinnuáætl-
un fyrir sölufólk. Allt var mjög já-
kvætt í fréttabréfinu og loforð frá Há-
skólabíósfundinum ítrekuð um að við
öll fyrirheit um gríðarlegan ágóða
yrði staðið. Síðan heyrðu félagsmenn
ekki neitt lengi uns þeim barst bréf
frá Einari Vilhjálmssyni formanni. Af
því má lesa að hlutirnir voru ekki
eins og þeir áttu að vera og að nú ráði
ekki Bandarikjamenn lengur ferðinni,
íslenska félagið sé búið að yfirtaka
bandaríska félagið Waves
International. í bréfi Einars er sagt að
þessi breyting sé öllum fyrir bestu.
Syrtir í álinn
Félagsmenn sem DV hefur rætt
við segja að við þessar fréttir hafi
þeim brugðið nokkuð og nokkrir
munu hafa haft samband við Einar
vegna málsins og óskað skýringa.
Einn þeirra sem DV ræddi við i gær
sagðist hafa skrifað Einari tölvupóst
og spurt hvað orðið hefði um fyrir-
tækið Waves Intemational sem í
millitíðinni hafði reyndar fengið
nýtt nafn; World Wide Waves og
hvers vegna allt í einu væri orðið til
íslenskt félag og öll tengsl við móður-
félagið slitin, að því er virtist. Þá
vildi þessi maður vita hvað orðið
væri um þá frumkvöðlana Heimi
Karlsson og Birgi Viðar Halldórsson
og hvar þeir stæðu í þessum svipt-
ingum. Loks vildi maðurinn vita
hvaða umboð stjórn íslenska félags-
ins hefði til þessara verka þar sem
enginn fundur hefði verið kallaður
saman til að samþykkja þessa gjöm-
inga. Loks vildi maðurinn vita hvort
til stæði að fólk fengi þær vörur sem
því hafði verið lofað og greitt fyrir,
eða hvort framlag fólks væri tapað
fé. Maðurinn lét þess jafnframt getið
að sér þætti stjórnin hafa sýslaö æði
frjálslega með umboð sitt.
Engin efnisleg svör bárust frá Ein-
ari önnur en tölvupóstur með at-
hugasemdum við tiltekið orðalag í
bréfi mannsins og kröfu um nánari
skýringar á hvað við væri átt. Mað-
urinn svaraði um hæl þótt hann
teldi að fyrra bréf sitt hefði átt að
vera skiljanlegt hverju barni og ít-
rekaði spurningar sínar. Hann segir
DV að hann bíði enn efnislegra
svara.
„Höfuðatriðið er það að maður fær
engin eða mjög óljós svör önnur en
eitthvert óljóst tafs frá Einari Vil-
hjálmssyni sem vekm- upp enn fleiri
spurningar. Á endanum gefst maður
upp og tekur þvi sem hverju öðru
hundsbiti að þessir fjármunir séu
bara glataðir," segir þessi viðmæl-
andi DV sem gekk í Waves-samtökin
í Háskólabíói í fyrrahaust og greiddi
yfir 200 þúsirnd krónur fyrir vörur
og titilinn Superfoimder eða stór-
stofnandi alheimssölukeðjunnar
Waves International.
NýttWaves-félag
Nýlega var haldinn fundur með
félögum í Waves-félögum og stofnað
nýtt félag, í þetta sinn hlutafélag, ís-
öldur hf. Forsvarsmaður þess er
Einar Vilhjálmsson. Félögum úr
gömlu samtökunum, Icelandic
Waves, eða ísöldum mun hafa verið
gefinn kostur á að- gerast aðilar að
nýja hlutafélaginu með fimm þús-
und króna framlagi.
Nokkrir þeirra sem aðstöðu hafa
haft til fóru sjálfir til Bandaríkj-
anna þegar þá tók mjög að lengja
eftir þeim vörum sem þeir greiddu
fyrir. Nokkrir fengu vörurnar af-
hentar og sumir komu þeim síðan
inn í landið og tókst að selja þær að
Heimir Karlsson um eigendur Waves:
Voru kunnáttulausir
Heimir Karlsson, einn frum-
kvöðla að Waves á íslandi, kennir
kunnáttu- og reynsluleysi þeirra
Bandaríkjamanna sem stóðu að
Waves-fyrirtækinu í Bandaríkjun-
um um að þær vonir sem bundnar
voru við starfsemina rættust ekki.
Hann var í Bandaríkjunum í sam-
tals um sex vikna skeið að vinna að
markmiðum gerðar voru til þeirra.
fyrirtækisins og Heimir segir hins vegar að hann
reyna að koma hafi aldrei séð nein merki þess að
því á koppinn vísvitandi hafi átt að féfletta
og komst þá að fólk.heldur sé vankunnáttu í fyrir-
því að þessir tækjarekstri um að kenna hvernig
menn stóðu fór.
ekki undir þeim Nánar verður rætt við Heimi i
væntingum sem DV eftir helgina.