Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 33
JL>'V LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 ~ - r; J> fréttaljós« teknu efni fengjust ekki seld á ís- landi. „Hjá fyrirtækinu vestra eru um 180 aðrar vörulíiíur á borðinu, meðal annars hefðbundin vítamín og steinefni. Þessar sex fyrstu flöskur voru einfaldlega settar fram til að fá viðbrögðin undir, eins, viðbrögð sem finnast ekki við hefðbundnum vítamínum. Þetta er gert til að fólk öðlist trú á því að þessi tækni sé virk,“ sagði Heimir Karlsson við DV um málið. Hann bætti síðan við að efnisinni- haldi úðans yrði breytt í samræmi við lög þeirra landa sem úðinn yrði seldur í. Á við álverið Þann 7. október sagði DV frá þvi að einn bandarískra starfsmanna Waves í Bandaríkjunum hefði. stungið af frá fyrirtækinu með milljónir dala sem hann hafði stolið úr sjóðum fyrirtækisins. Heimir Karlsson staðfesti í sam- tali við blaðið að starfsmaðurinn Joe Simpson hefði horfið og tekið eitthvert fé með sér. Waves International myndi hins vegar taka að sér að greiða allt tjón af völdum þessa manns. I sömu frétt var viðtal við einn þeirra sem höfðu keypt sig inn í Waves og greitt fyrir um 150 þús- und krónur, enda hafi sér verið sagt: „Þú átt eftir að græða millj- ónir.“ Manninum fannst það þó sérkennilegt að þegar hann fór í bankann til að greiða upphæðina hefði hún veriö send á nafn einmitt þessa Joe Simpsons. Þessi maður kvaðst vilja vara fólk við gullæðinu í kringum Waves. Fannst í pósthólfi Enn jukust undrunarefnin þegar fréttaritari DV í Bandaríkjunum, Val- ur Blomsterberg, hrossabóndi í Kali- forniu, tók sig til og fór að heimsækja höfuðstöðvar Waves International í ( smábænum Murietta í Kaliforníu. Þegar hann kom á staðinn þar sem gefið var upp að fyrirtækið væri til húsa, kom Valur að lítilli kytru, póst- hólfaleigu í verslunarmiðstöð bæjar- ins. Þegar þetta var borið undir frum- kvöðlana á íslandi og í Bandaríkjun- um gáfu Birgir Viðar Halldórsson og Lawrence Barrett aðalframkvæmda- stjóri þá skýringu að sökum mikils vaxtar væri fyrirtækið í millibilsá- standi vegna þess að verið væri að flytja það í stærra húsnæði. Stefán Ásgrímsson :a fé sitt af hendi í þeirri von að milljónatekjurnar bíði á næsta leiti. Ekkert hefur enn tarrj ItWL n J‘[en?‘”Sar veffti ^'0™,,Waves m brást Lawrence Barrett, framkvæmdastjóri Waves International, sagðist ætla að gera tækisins og í gegnum ísland mun heimssalan fara fram i framtíðinni". mestu aftur og sluppu þar með nokkurn veginn á sléttu út úr dæm- inu. Þeir segja að mjög vel hafi gengið að losna við úðann, brúsam- ir hafi hreinlega verið rifnir út. Ekkert svindl Hjón sem DV ræddi við í gær sem fóru þá leið vildu ekki taka svo djúpt í árinni að segja að Waves-ævintýrið hefði verið svikamylla. „Okkur var alltaf sagt að við fengjum engar vörur, heldur eignuðumst við inneign vegna þess að vörurnar væru ekki leyfðar á íslandi. Við fengum siðan allar okkar vörur sendar á heimilisfang í Banda- ríkjunum og þar eru þær. Við fengum allt sem okkur bar,“ sögðu hjón þessi. Þau sögðust hafa átt samskipti við starfsmenn Waves í Bandaríkjunum beint og þau samskipti gengið snurðu- laust fyrir sig og allt sem lofað var staðið eins og stafur á bók. Þeir sem ekki hafa farið sömu leið og þessi hjón hafa ekki hafa getað bjargað sínu á þurrt. Einn þeirra sem þannig er ástatt um sagði að þeir sem hefði tekist að bjarga sínum málum í horn með fyrrnefndum hætti hefðu engan áhuga á að draga menn eins og sig í land. Auk þess sé stór hópur þeirra siðastnefndu fullur af skömm og sjálfsásökun fyrir að hafa látið ginnast og af þeim ástæðum ekki til- búinn að grípa til einhvers konar að- íslendinga „að súperstjörnum fyrir- gerða, eins og t.d. að krefjast opin- berrar rannsóknar á málinu öllu. Þessi maður vill alls ekki kenna Einari Vilhjálmssyni alfarið um hvernig komið er. „Svo mikið er víst að menn greiddu þetta út og Einar kom ekki inn í þetta sem forystumað- ur fyrr en eftir það var búið. Ef ein- hverjir hafa fltnað á þessum pening- um, þá ættu það að vera aðrir en Ein- ar. Svo mikið er víst að á þessum fundi í Háskóiabíói í fyrrahaust þá þá mætti þar auðugur Bandaríkjamaður sem hafði lagt mikla fjármuni í dæm- ið, m.a. eftir það áfall þegar Joe Simp- son hvarf frá fyrirtækinu í Bandaríkj- unum með fleiri milljónir í vasanum," sagði þessi maður. Það varð til að ég fékk aftur traust á þessu. Það hefur hins vegar brugðist," segir viðmæl- andi DV. Hrakföll frá upphafi DV sagði fyrst íslenskra fjöl- miðla frá Waves-málinu. í áður- nefndri frétt, sem birtist 25. sept- ember í fyrra, segir frá því að 300-400 íslendingar séu meðal stofnenda i bandarísku fyrirtæki, Waves Intemational. Þegar blaðið tók að athuga málið kom sitthvað einkennilegt í ljós sem vakti grun- semdir um að ekki væri allt með felldu, auk þess sem ljóst þótti að sölustarfið yrði ekki auðvelt þar sem ólögleg virk lyfjaefni vom í heilsuúðanum góða og hann kom- inn beint á bannlista. í það minnsta varð niðurstaða Lyfjaeftirlitsins sú, eftir að hafa kannað innihald þeirra sex úða- tegunda sem ætlunin var að selja, að ekki mætti selja neina þeirra. Þessi niðurstaða var samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneyt- isins komin fram áður en bæði kynningarfundurinn á Grand Hót- el og stofnfundurinn í Háskólabíói voru haldnir, og búið að kynna forsvarsmönnunum, þeim Heimi, Birgi Viðari og Einari frá henni. Frá niðurstöðu Lyfjaeftirlitsins var sagt í ítarlegri frétt DV 6. októ- ber í fyrra. í fréttinni var rætt við Heimi Karlsson á heimili hans í Bretlandi um málið. Hann sagði það ekkert stóráfall þótt þessi til- Waves-úðinn: Kemur eftir 10 daga - menn fá mjólkina en verða að kaupa af okkur brauð, segir Einar Vilhjálmsson „Varan kemur eftir tíu daga,“ sagði Einar Vilhjálmsson þegar DV spurði hann í gær hvar Waves- málið væri á vegi statt. Einar sagði að þessar vörur kæmu ekki frá hinu bandaríska Waves-fyrirtæki heldur á vegum hins nýstofhaða hlutafélags, Isalda ehf., sem hefur yfirtekið viðskipti bandaríska fé- lagsins. Aðspurður hvar það fólk sem greiddi fyrir vörur sem það aldrei fékk sé á vegi statt og hvort það fái loks það sem það greiddi fyrir sagði Einar það háð því hvort það skráði sig í hið nýja hlutafélag, ís- öldur, og tæki þátt í því að búa til fyrsta íslenska netsölufyrirtækið eða fjölþrepasölufyrirtækið sem stofnað hefur verið undir íslensk- um einkahlutafélagslögum og verð- ur sameign allra þeirra sem skrá sig í félagið. „I fyrstu komast ekki aðrir í félagið en þeir sem lentu í þessari viðskiptalegu reynslu með Waves,“ sagði Einar Vilhjálmsson. „Það var niðurstaða stjómar ís- lenska hagsmunafélagsins, sem kosin var á fundinum í Háskóla- bíói í nóvember og ég var í for- svari fyrir, að forsendur frekari viðskiptalegra samskipta við Waves væru brostnar." En þýðir þetta þá að þeir sem eru búnir að greiða fyrir vörur en ekki hafa fengið þær séu nú loks að fá sínar vörur eftir 10 daga eða eru fjármunir þeirra glataðir? „í raun- inni ekki,“ segir Einar. „Það er al- veg ljóst að þeir sem ganga í félag- ið ísöldur þurfa þá að taka upp þráðinn og gera það sem þeir ætl- uðu að gera í hinu félaginu. Þar þurftu menn að sinna ákveðnum vörukaupum mánaðarlega til að vera virkir þátttakendur. í ísöld- um þarf að kaupa ákveðið skil- greint vörubox. í því eru tvö spray, eða úði, sem íslenska félagið legg- ur til. En til að hreyfa þessa úða verða menn að kaupa aðra stoð- vöru sem Waves var ekki búið að hanna en til stóð að gera sam- kvæmt áætlunum. Stjórn íslenska hagsmunafélagsins er búin að tryggja þessa vöru og hún verður í boxinu, Fyrir hana greiða félags- menn þegar þeir greiða fyrir vöru- boxið sitt, þannig að félagið geti komist að stað. Með öðrum orðum, Menn fá mjólkina sína en verða að kaupa af okkur brauð,“ sagði Ein- ar. En hversu mikið greiddu þeir hátt í þúsund manns fyrir vörur og sölurétt og hvert fóru peningarnir? „Samtals hafa örugglega - reyndar er ég að fá þessar upplýs- ingar frá mönnunum - ég hef beð- ið um þessar upplýsingar um hvað þeir gerðu, en það er alveg klárt mál að það er meira en 60-70 millj- ónir.“ Var það ekki meira ef um 1000 manns hafa greitt frá 1450 upp í meira en 2000 dollara hver? „Það er klárt mál að það er yfir 60-70 milljónum. Ég veit hins vegar ekki hve margir greiddu ekki í raun en fjöldinn er svona mikill... En mið- að við dreifinguna eins og þeir eru skráðir, hvort sem þeir greiddu eða ekki, er ástæða til að ætla að það sé ekki undir 60-70 milljónum og allt að 100 milljónum vegna þess að langflestir eru í svokallaðri Co- Founder stöðu,“ sagði Einar Vil- hjálmsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.