Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 34
n »
42
1 k k '
iðsljós
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 JÖ"V
Stick Express Teint Idole frá Lancome:
Hraðfarði í stiftformi
\ \
- smitfrír og tekur ekki meira pláss en varalitur
Eitt helsta vandamálið í sambandi
við farða hefur yfirleitt verið tilhneig-
ingin til að klínast í fatnað og annað
sem kemur nálægt andlitinu, t.d.
peysur, blússur, boli, skyrtur. Margir
verslunareigendur hafa gripið til þess
ráðs að skaffa viðskiptavinum sínum
hauspoka til að verja fatnað sem mát-
aður er, á meðan honum er smeygt
' yfir höfuðið.
En nú hillir undir það að vanda-
málið verði úr sögunni, því Lancome
hefur hannað smitfrían stiftfarða. í
farðanum er rokgjamt
silíkon sem gufar upp á
skömmum tíma, en þó
nægilega löngum til
þess að auðvelt sé að
dreifa úr farðanum.
í frétt frá Lancome
segir að Stick Express
Teint Idole tilheyri
nýrri kynslóð faröa og
sé fyrir nútímakonur
sem vilji ekki að farð-
inn taki meira pláss en
varaliturinn.
Einnig sé lögð
áhersla á að áferð-
in sé falleg og
myndi ekki grímu
á andlitið, auk þess
sem stiftfarðinn sé
svar við þeirri
kröfu að að hann
renni auðveldlega
á húðinni.
Enn fremur seg-
ir að með Stick
Express Teint Idole hafi vísinda-
mönnum Lancome tekist að hanna
farða sem endist lengi áferðarfalleg-
ur á húðinni. Farðinn sé nógu stífur
til þess að þola þann þrýsting sem
þarf við að bera hann á, en um leið
nógu mjúkur til þess að auðvelt sé
að dreifa úr honum á húðinni.
Stiftfarðann er hægt að nota eins
og hvem annan farða til þess að öðl-
ast hnökralausa, matta förðun sem
endist allan daginn.
Sætaferðir frá BSÍ á hálftíma fresti
frá kl. 20:30 með sérmerktum stoppistöðvum
í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði
Forsala hjá Olís
(grill innifalið til kl. 23:00)
SJÓNVARPIÐ
Miðaverð kr. 2.000.-
Næg tjaldstæði
I Straumi
laugardaginn 14. ágúst
kl. 21:00-03:00
Listamiðstoðin Straumur er i Straumsvik
einni af perlum íslenskrar náttúru
rétt við Reykjanesbraut, ca. 5 mín. frá Hafnarfirði.
4 ð
^'PP/ðÖÍOga?Um
— kemUr -
af9reið
^ - - - J
I
Quarashi
Skari Skrípó
Súkkat
Úlfur Skemmtari
Addi Rokk
MC Bjarni Böö!
og Stuðmenn
Arnold tortímir
hundi
Tröllið Arnold Schwarzen-
egger komst í gríðarlegt upp-
nám nýlega þegar hann drap
heimilishundinn fyrir slysni.
Amold var að bakka bílnum
sínum (sem kaldhæðnislega er
letrað á Tortímandinn) út úr
heimkeyrslunni þegar hinn
ólánssami labrador fiölskyld-
unnar var á gangi þar fyrir aft-
an og skaust umsvifalaust til
hundahimnaríkis.
Amold er sagður hafa tekið
dauða hundsins gífurlega nærri
sér, en þó var hann ekki eins
illa haldinn og bömin hans,
sem því miður horfðu upp á
slysið. Mamman, Maria Shriv-
er, flýtti sér með bömin inn í
hús, þar sem hún þurrkaöi tár-
in og útskýrði dauðann fyrir
þeim, en hún hefur nýlega gefið
út barnabók um efhið. Amie
vildi svo endilega bæta bömun-
um upp missinn, hringdi á
stundinni í labradorræktendur
í Kaliforníu og keypti tvo
hvolpa sem hvor um sig kostaði
um 70.000 krónur, án þess svo
mikið sem skoða gripina.
Hann fékk hvolpana senda
með hraði og samdi meira að
segja við hundaræktandann um
að hann gisti hjá fiölskyldunni
í nokkra daga til þess að auð-
velda fiölskyldunni og hundun-
um að kynnast. Svona er nú
Tortímandinn góður faðir.
Lýtalæknir eirin í Los Angel-
esborg, dr. Jerome Craft, hefur
sagt öllum sem vilja heyra að
Jennifer Lopez hafi látið fitu-
sjúga sinn fræga rass. Jennifer
er þekkt fyrir að draga hvergi
af sér í líkamsæfingum og seg-
ist beita sig gífurlega ströngum
aga en þakkar jafnframt einka-
þjálfaranum Radu fyrir þann
glæsilega líkama sem hún hef-
ur. En lýtalæknirinn er á öðra
máli og segir að það sé blátt
áfram ómögulegt að öðlast svo
nettan rass með megran og lík-
amsæfingum. Hann segir að
rassinn hafi greinilega verið
minnkaður með aðstoð skurð-
læknis.
Það er sama hvernig rassinn
er til kominn, Jennifer þarf
ekki að kvarta yfir neinu þessa
dagana. Fyrir utan glæsilegan
vöxtinn hefur henni einnig ver-
ið hrósað mikið fyrir leikhæfi-
leika upp á síðkastið. Fræg
söng- og leikkona - hverjum er
ekki sama um smáfitusog?