Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 36
44 formúla LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 JjV Eddie irvine með átta stiga forskot: óheppnin hefur elt hann um Mið-Evrópu Eftir að Michael Schumacher fótbrotnaði á Silverstone í Bret- landi fyrir fimm vikum hefur þró- imin orðið á ailt annan veg en búist var við. Spá flestra var að heims- meist- arinn Mika Hákkinen ætti annan titil vísan úr því að eini raunverulegi keppinautur hans væri úr sögunni þetta árið. En annað hef- ur komið á daginn. Kjaftfori írinn Eddie Irvine tók við forystuhlut- verki Ferrari, hefur unnið tvö siðustu mót og einu sinni hafn- öðru sæti sem alls hefur skilað honum 26 stigum. Hann er því kominn með átta stiga forystu í stigakeppninni á Mika Hakkinen sem hefur átt skeifílega daga, aðeins nælt sér í fjögur stig á þessum sama tíma. Hakkinen hefur ekki unnið mót síðan í júní þegar hann vann kanadíska kappaksturinn. Gengi Ferrari og Irvines er ekki síst að þakka lítilli bilanatíðni bíl- anna og ótrúlegri óheppni Mika Hákkinens sem hefur verið átta sinnum á fremsta rásstað i tíu keppnum, en aðeins þrisvar kom- ið fyrstur í mark. En það er ekki nóg með að óheppnin hafi elt Hákkinen, jafnvel þótt hann hafi tapað hefur hann sýnt ótrúleg tOþrif, bæði í Frakk- landi og í Austurríki. í síðustu þremur mótum hefur hann tapað þrem nær öruggum sigrum af völdum félaga sinna í McLaren-lið- inu. Á SUverstone féll afturdekk undan bílnum eftir mistök við- gerðarmanna, í Austurríki ók Coulthard hann út af eftir tvær beygjur og nú síðast í Þýskalandi hveUsprakk hjólbarði hjá honum vegna of lágs þrýstings í dekkinu. í sömu keppni var búið að klúðra fyrir honum forystunni með mis- heppnuðu viðgerðarhléi. Hákkinen gerir nær aldrei mis- tök, ef frá er talið Imola þegar hann ók út úr brautinni og þá í fyrsta sæti, þess vegna er það blóðugt fyrir hann að þurfa að sjá á eftir hverjum 10 stigunum á fætur öðrum í hendur keppinauta sinna á meðan hann gerir ekki nein mistök. Eddie Irvine, sem hefur lokið öUum mótum utan einu með stig- um, hefur gengið á lagið og náð að nýta sér tU fuUs slæmt gengi McL- arenliðsins, sem þó er án vafa það lang- hraðskreiðasta. Hann á nú vísan stuðn- ing aUs Ferr- aðstoða Irvine í baráttunni um tit- Uinn sem hefur ekki komist í hendur Ferrari-manna í tuttugu ár. Það er því á brattann að sækja fyrir Hákkinen sem verður að fara að hlaða inn stigum á ný því hann á aðeins einn verri óvin en Ferr- ari og Irvine, en það er bUana- tíðni McL- aren. -ÓSG arUiðsins og hins nýja félaga sins Mika Salo sem vék fyrir félaga sínum og veitti honum sigur á Hocken- heim fyrir hálf- um mánuði. De MontzemeUo, forseti Ferrari, hef- ur einnig tUkynnt að þegar Schumacher verð klár í slaginn í haust muni hann Formúla 1: Hverjir verda Þessa dagana eru liðin að stokka upp hjá sér fyrir næsta ár. Einhverjir fá reisupassann en aðrir eru þegar komnir með und- irritaðan samning upp á vasann. Nú eru aðeins sex keppnir eftir af mótaröðinni í Formúlu 1 kappakstrin- lun í ár. Þeir ökumenn sem ekki hafa fast sæti á næsta ári eru farnir að leita * að nýjum samastað. Sumir þeirra eiga þó ekki afturkvæmt í þennan flokk manna sem eru í einu eftirsóttasta starfi akstursíþróttanna. Ökumenn Formúlunnar eru stjömur og það þyk- ir mikil upphefð að komast í þetta úr- valslið. Þeir era fáir sem hljóta slíkt tækifæri hjá þeim liðum sem eru að berjast um toppsætin i keppninni og heimsmeistaratitil ökumanna. Áfram hjá McLaren Mercedes Nokkur liðanna hafa þegar tOkynnt hverjir verða við stýrið hjá þeim á næsta ári. McLaren Mercedes hafa ákveðið að halda báðum ökumönnum sínum, þeim Mika Hakkinen og David Coulthard. Um tíma var Coulthard tal- inn eiga litla möguieika á að halda sæti sínu, eftir fremur slælega frammistöðu, en Norbert Haug, tækni- stjóri Mercedes Benz, og eigandinn, Ron Dennis, trúa greinilega enn þá á f piltinn. Engu að síður heyrast þær raddir að í samningi hans sé klausa hvar? um að á brautunum skuli hann víkja fyrir félaga sínum, Mika Hákkinen, sem vill hafa forgang líkt og Michael Schumacher hefur hjá Ferrari. Schumacher öruggur Það bendir flest til þess að forystu- maður stigakeppninnar um þessar mundir, Eddie Irvine, sé á leið frá Ferrari og taki við sæti hjá Stewart Ford. Það hefur þó ekki verið staðfest ennþá og Irvine er sagður hlæja dátt að þessum getgátum. Hann er efstur í stigakeppni ökumanna og einbeitir sér að næstu keppni hveiju sinni. Það er löngu ljóst að hann sættir sig ekki við „nr 2“ stöðuna og vill keppa á sömu forsendum og Schumacher. Það eru skilyrðin sem hann setur fyrir að aka fyrir Ferrari á næsta ári. Ráðamenn hjá Ferrari eru sagðir vilja halda í ír- ann en geta ekki gengið að skilyrðum hans því Schumacher er samnings- bundinn Ferrari til 2002 sem fyrsti ökumaður liðsins. Það verður því fróð- legt að sjá hvernig Ferrari og undra- bamið Schumacher fagna ef Irvine lýkur tuttugu ára bið ítalska sportbíla- framleiðandans eftir heimsmeist- aratitli - með sigri sem var ætlaður Schumacher. Irvine undir merkjum Jaguar? Stewart Ford ætlar sér stóra hluti í Budapest Ungverski Formúia 1 kappaksturinn 11 keppni 15. ágúst 1999 Brautarlengd: 3.968 km Eknir hringir: 77 hringtr Keppnisiengd: 305.536 km Einkenni brautar: Hungaro-nng er erfið braut meS lágan meðal- hraða. Oflast mikill hiti sem reynir mikift á þol ökumanna. kælikerfi bilanna ogdekkjasliter mikið. Brautin býður ekki upp á mlkin framúrakstur og þvi rétt keppnisáætlun mikilvæg. Verðlaunapallur '98 O Michael Schumacher (Ferrari) 0 David Coulthard (McLaren-Morcedesí © Jacques Villeneuve (Válliams-Mecachrome) 98 Útsending RÚV Sunnudagur KL11:30 Brautarmet: Hraðsti hrinour: N. Mansell 1992 á Wliiams-Renault. á 1min18.308sek »111 framtíðinni í Formúlu 1. Ford-fram- leiðendumir hafa keypt liðið sem ekur hugsanlega undir merkjum Jaguar á næsta ári. Markið er sett á toppinn, vænar fúlgur eru í boði og hefur verið rætt við flesta af bestu ökumönnunum um sæti hjá liðinu á næsta ári. Sögu- sagnir af samningum hafa ekki verið staðfestar en Irvine þykir líklegastur. Bretinn Johnny Herbert er samings- bundinn út næsta ár en gæti misst sæti sitt. Eins og staðan er í dag þykir ólíklegt að hann verði með á næsta ári. Æfingaökumaðurinn Luciano Burti er einnig inni í myndinni svo og Rubens Barrichello, ef hann nær ekki samningum við Ferrari. Frentzen áfram hjá Jordan Hjá Jordan eru ekki miklar þreif- ingar. Eins og fram hefur komið mun Damon Hill hætta eftir siðustu keppn- ina í ár en Heinz H. Frentzen verður áfram hjá liðinu eftir glæsilega frammistöðu á þessu ári, þar á meðal sigur í Frakklandi. Jamo Trulli skrif- ar eflaust undir saming við Jordan eft- ir helgi en hann losnar frá Prost vegna slaks árangurs liðsins. Ólík örlög Alex Zanardi er að aka sig út út Williamsliðinu með afskaplega dap- urri frammistöðu. Það er fastlega gert ráð fyrir þvi að vonbrigði ársins verði látin taka poka sinn og fenginn verði í staðinn Mika Salo, sem nú ekur Ferr- ari-bíl Michaels Schumachers með góðum árangri, eða Juan Pablo Montoya úr CART. Hins vegar er eng- um blöðum það að fletta að sá maður sem hefur komið hvað mest á óvart í ár er Ralf Schumacher. Hann verður áfram með liðinu sem fær BMW-vélar á næsta ári. Nýir hjá Prost Peugeot? Búist er við að báðir ökumennirnr Oliver Panis og Jamo Trulli fari frá Prost Peugeot-liðinu og við taki efni- legir ökumenn úr F3000. Þar era helst nefndir til sögunnar þeir Frakkinn Stephane Sarrazin og Þjóðverjinn Nick Heidfeld. Líklegast þykir að Pan- is fari til Arrows. Af öðrum ökumönnum era Wurz og Diniz líklegir til að skipta um sæti milli Benetton og Sauber. Jean Alesi hefur staðfest saming við svissneska Sauberliðið eftir vangaveltur um að færa sig til. Villeneuve og Ricardo Zonta verða áfram hjá BAR með Honda í skottinu og verða eflaust heit- ari þá en núna. -ÓSG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.