Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 37
DV LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 0/fiun 45 Fram undan... Ágúst 14.H20-hlaupið (***) 90 ára afmælishlaup Vatns- veitu Reykjavíkur Hlaupið hefst klukkan 13 og byrjar og endar á Jaðri í Heið- mörk. Boðið er upp á 3,5 km skemmtiskokk og 10 km hlaup með tímatöku og aldursflokka- skiptingu. Allir þátttakendur fá bol, verðlaunapening og drykkkjarbrúsa þegar þeir koma í mark. Skráningargjald er ekk- ert - í boði Vatnsveitunnar. Upplýsingar gefur Kolbeinn Bjamason í símum 569 7051 og 897 7051. 22. Reykjavíkur-maraþon (***) Hefst í Lækjargötu. Vega- lengdir: 3 km og 7 km skemmtiskokk án tímatöku og flokkaskiptingar hefst kl. 12.30. 10 km, hálfmaraþon og maraþon með tímatöku hefst kl. 10.00. Meistaramót íslands í háifmara- þoni. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri, 15-17 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára (10 km og maraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, 50 ára og eldri konur (hálfmaraþon og maraþon), 50-59 ára, 60 ára og eldri. Allir sem Ijúka keppni fá verölaunapening og T-bol. Verð- laun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Útdráttarverðlaun. Sveitakeppni. Ath. forskráningu lýkur 19. ágúst, eftir þann tíma hækkar skráningargjald á öllum vegalengdum um 300 kr. nema í skemmtiskokki, þar verður eng- in hækkun á þátttökugjaldi. Upplýsingar á skrifstofu Reykja- víkur maraþons í Laugardal í síma 588 3399. 26. Víðavangshlaup UMSE (*) Upplýsingar á skrifstofu UMSE í síma 462 4477. September: 4. Brúarhlaup UMF Selfoss (***) Hefst kl. 14.00 við Ölfusárbrú, hálfmaraþon hefst kl. 13.30. Vegalengdir: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Einnig er keppt í 12 km hjólreiðum og hefst sú keppni kl. 13.00. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T- boi. Úrslit send i pósti. Upplýs- ingar gefur Kári Jónsson í síma 482 3758 og skrifstofu UMFÍ, Fellsmúla 26, Reykjavík. 11. Grafarvogshlaup Fjölnis (**) Hefst kl. 14.00 við verslunarmið- stöðina Torgið og skráning frá kl. 12.00-13.45. Vegalengdir: 2,5 km án tímatöku og flokkaskiptingar og 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 39 ára og yngri, 40 ára og eldri. Sveitakeppni. Upplýs- ingar veita Jónína Ómarsdóttir í síma 899 2726 og Hreinn Ólafsson í síma 587 8152. 25. Öskjuhlíðarhlaup ÍR (***) Hefst kl. 11.00 viö Perluna og skráning frá kl. 9.30. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokka- skipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefa Ólaf- ur I. Ólafsson í síma 557 9059 og Jóhann Úlfarsson í síma 587 2853. Október: 2. Sparisjóðshlaup UMSB (**) 30 km boðhlaup. Hver sveit skal skipuð 10 hlaupurum, þar af skulu vera a.m.k. 4 konur. Hver hlaupari hleypur 3x1 km, (1 km i senn þrisvar sinnum). Skráningar skulu berast skrif- stofu UMSB, Borgarbraut 61, Borgarnesi, sími 437 1411. Reykjavíkur maraþon 22. ágúst Martha keppir í hálfu maraþoni í síðustu viku bárust þær fréttir að hlauparinn Martha Emstsdóttir, sem verið hefur um langt skeið ókrýnd drottning lengri vega- lengda, hefði hætt við þátttöku í maraþoni á HM í Sevilla. Martha ætlaði ekki að vera meðal þátttak- enda í Reykjavíkur maraþoni vegna keppni í Sevilla en hefur nú endur- skoðað þá ákvörðun sina. Martha hefur skráð sig til þátttöku í hálfu maraþoni i Reykjavíkur maraþoni og fagna eflaust margir þeirri ákvörðun hennar, enda á hún ís- landsmetið í kvennaflokki í þessari grein (1:11:40 klst.). „Ég tók þessa ákvörðun vegna þess að útlit er fyrir mikla hita í Sevilla á Spáni en þeim er ég alls óvön. Ég hef æft fyrir hiaupið héma á íslandi í 10-15 C° hita og það yrðu mikil viðbrigði fyrir mig að fara þessa vegalengd í 40°C hita,“ segir Martha. „Ég hlakka mikið til þess að taka þátt í hálfu maraþoni enda er ég í ágætri æflngu um þessar mundir. Ég hef sennilega aldrei verið í betri maraþonæfingu en einmitt nú. Annars er aldrei að vita hve vel það dugar mér í hálfu maraþoni í Reykjavík, það fer aflt eftir dags- forminu, veðri og vindum. Þrátt fyrir að ég hafi hætt við þátttöku í maraþoni í Sevilla hef ég þó ekki lagt þessa vegalengd á hilluna í ár. Ég stefni að því í staðinn að taka þátt í einhverju borgarhlaupi í lok september eða byrjun október. Lík- legt má telja að ég fari í Berlínar- maraþonið síðustu helgina í sept- ember en til vara í maraþonhlaup í „Eg hlakka mikið til þess að taka þátt f hálfu maraþoni enda er ég í ágætri æfingu um þessar mundir," segir Martha Ernstsdóttir. Köln eða Frankfurt sem verða á næstu vikum þar á eftir. Gera má ráð fyrir hagstæðara hitastigi í Þýskalandi á þessum árstíma. Ég geri mér góðar vonir um að bæta þar besta tíma minn í heilu maraþoni, en þar á ég tímann 2:35,16 klst. Það er ekki ráðlegt fyr- ir mig að fara í meira en hálft maraþon í Reykjavík, svo stuttu fyrir átökin í Þýskalandi," segir Martha. Maraþonið hentar best Martha hefur lagt mikið á sig á æflngum undanfarnar vikur. Æf- ingarnar hafa miðast við árangur í heilu maraþoni. „Þannig hef ég verið að fara 30-35 km einu sinni í viku á æfingum. Ég er smám sam- an að fikra mig yfir í lengri hlaup- in. Sennilega hentar heila mara- þonið best minni líkamsbyggingu og mínum hlaupastíl. Ég hef mjög gaman af því að fást við allar þess- ar vegalengdir, hvort sem það eru 5 km, heilt maraþon eða allt þar á milli. Ég hef alltaf meira og meira gaman af þessu og ég býst við því að hlaupa alveg fram á grafar- bakkann,“ segir Martha og hlær. „Auðvitað er þetta tímafrek íþrótt og leggja þarf mikið á sig til að ná árangri. Ég er hins vegar svo heppin að hafa góðan stuðning frá fjölskyldunni." Það verður fróðlegt að fylgjast með Mörthu í hálfu maraþoni sunnudaginn 22. ágúst næstkom- andi og vel má vera að metið í þeirri vegalengd falli í ár. -ÍS Lofsvert framtak - Bónus styrkir Barnaspítala Hringsins í Reykjavíkur maraþoni Verslunarkeðjan Bónus ætlar að styrkja Barnaspítala Hringsins á myndarlegan hátt í Reykjavíkur maraþoni og fer upphæð styrksins eftir fjölda yngri þátttakendanna í hlaupinu. „Við höfum ákveðið að borga 1000 krónur til Bamaspítala Hringsins fyrir hvem þátttakanda í Reykjavíkur maraþoni sem er 12 ára og yngri. Búast má við því að þeir verða á bilinu 1000-1500 og þvi gæti vel farið svo að styrkurinn næmi einni til einni og hálfri millj- ón króna. Því fleiri krakkar undir 12 ára aldri sem taka þátt í hlaupinu, þeim mun hærri verður styrkurinn. Ég hvet því sem flest börn til að vera með og vonast til þess að þau styðji við bakið á sjúkum meðbræðrum sínum á Barnaspítala Hringsins með þessum hætti," segir Guð- mundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Bónus hefur frá stofnun styrkt fyrst Landvernd og siðar Bamaspít- ala Hringsins með því að leggja hluta af pokasölu fyrirtækisins til spítalans. „Það eru því viðskipta- vinir verslunarinnar sem em í raun þeir sem styrkja spítalann með kaupum sínum á plastpokum. Þetta er orðin dágóð upphæð, en í vor taldist okkur til að 25 mifljónir króna hefðu rannið tfl spítalans með plastpokasölunni," segir Guð- mundur. „Við eram ákaflega ánægðir með þennan stuðning Bónuss og við- skiptavina verslunarinnar sem hef- ur komið sér vel fyrir spítalann," segir Ásgeir Haraldsson, læknir á Barnaspítala Hringsins. „Það er sér- staklega ánægjulegt fyrirkomulag að krakkar sem era 12 ára og yngri geti styrkt önnur veik börn með þessum hætti,“ segir Ásgeir. -ÍS Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga veitir ráðgjöf: Mikilvægt að grípa til aðgerða í tíma „Vlð ráðleggjum fólki að leita á stofur með góðum fyrirvara ef það er með eitthvert fótamein sem gæti orðið því til trafala í hlauplnu, segir Margrét. Það verður seint lögð of mikil áhersla á að fætur hlaupara séu í góðu lagi og vel undir þær vega- lengdir búnir sem leggja á að baki í Reykjavíkur mciraþoni. Nú um nokkurra ára skeið hefur Félag ís- lenskra fótaaðgerðafræðinga lagt Reykjavíkur maraþoni lið og veitt hlaupurum faglega ráðgjöf. „Því miður hefur það oft verið þannig að hlauparar leita ekki til okkar fyrr en á laugardeginum fyrir hlaupið sjálft en þá er oft seint að grípa til aðgerða," segir Margrét Jónsdóttir, formaður Félags íslenskra fótaað- gerðafræðinga. „Við ráðleggjum fólki að leita á stofur meö góðum fyrirvara ef það er með eitthvert fótamein sem gæti orðið því til trafala í hlaupinu. Ann- ars höfum við verið með faglega ráðgjöf fyrir hlaupara daginn fyrir hlaup á sama stað og gögnin eru af- hent (í Laugardalshöllinni). Þar er öll aðstaða eins og best veröur á kosið, við lítum á fætur fólks, búum það undir hlaupið eins og best við getum og gefum góð ráð. Á hlaupa- daginn sjálfan eram við í hópnum sem sér um aðhlynningu fyrir hlauparana að aflokinni þrekraun- inni,“ segir Margrét. -ÍS 9. Víðavangshlaup íslands (**) Á eftir að ákveöa keppnis- | stað. Vegalengdir: Tímataka á öllum vegalengdum og flokka- ;; skipting: Strákar og stelpur 12 1 ára og yngri, piltar og telpur 13-14 ára (1 km), meyjar 15-16 ára (1,5 km), sveinar 15-16 ára, * drengir 17-18 ára, konur 17 ára | og eldri (3 km), karlar 19-39 ára, öldungaflokkur 40 ára og | eldri (8 km). Fjögurra manna | sveitakeppni í öllum aldurs- flokkum nema í öldungaflokki, þar er þriggja manna. 10. Sri Chinmoy friðarhlaup (**) Hefst kl. 14.00 viö Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 2 míl- ? ur (3,2 km). Flokkaskipting ákveðin síðar. Verðlaun fyrir | fyrstu í mark, einnig verður þeim veitt verölaun er ná best- ■ um árangri á heimsvísu í þessu alþjóðlega hlaupi. Upplýsingar ;; Sri Chinmoy-maraþonliðiö í | síma 553 9282. 23. Vetrarmaraþon (***) Hefst kl. 10.00 og 11.00 við ; Ægisíðu, Reykjavík (fyrri : tímasetningin er fyrir þá sem ætla sér að vera yfir 4:15 tíma að hlaupa vegalengdina). SVegalengd: maraþon með tímatöku. Allir sem Jjúka keppni fá verðlaunapening. j Upplýsingar Pétur I. Frantz- son í síma 5514096 og símboða I 846 1756. Nóvember: 13. Stjörnuhlaup FH (**) Hefst kl. 13.00 við íþrótta- 1 húsið Kaplakrika, Hafnar- firði. Vegalengdir, tímataka á öllum vegalengdum og flokka- j skipting, bæði kyn: 10 ára og ; yngri (600 m), 11-12 ára (1 | km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). Allir sem ; ljúka keppni fá verðlaun. Upplýsingar Sigurður Har- aldsson í síma 565 1114.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.