Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ aðeins 248 m.kr. ... Mest með hlutabréf 144 m.kr.... Mest með bréf Samherja 37 m.kr.... Landsbankinn 25 m.kr. og gengið hækkaði um 5%. ... FBA 22 m.kr. ... Sam- vinnusjóður íslands hækkaði um 15,38% ... Skagstrendingur lækkar um 5,26% ... Hátæknifyrirtækið Össur: Átak starfsfólks skilar árangri - skránmg á Verðbréfaþing í haust Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Góður hagnaður var fyrstu sex mánuði ársins hjá Össuri hf., eða 77,2 milljónir króna, en var 88,3 milljónir allt árið í fyrra. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins fyrstu sex mán- uði ársins voru 728,4 milljónir en var um einn milljarður allt árið í fyrra. Vert er þó að hafa í huga að á undangengnum árum hafa u.þ.b. 60% af tekjum félagsins myndast á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagn- aður fyrir skatta nam U8,milljónum króna og var arðsemi eigin fjár 83,8% og arðsemi heildarfjármuna 29,3%. Skráning á Verðbréfaþing í haust Össur hf. stefnir að skráningu á Verðbréfaþing íslands í haust og mun almennt hlutaijárútboð fara fram samhliða skráningu. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össur- ar hf., er markmið hlutafjárútboðs tvíþætt: „Annars vegar höfum um nokkurt skeið haft augastað á því að verða almenningshlutafélag og við teljum að nú hafi fyrirtækið náð þeim þroska að getað axlað þá ábyrgð sem því fylgir og því höfum við samið við Kaupþing hf. um að annast útboð og skráningu. Hins vegEir sjáum við mörg ónýtt tæki- færi bæði á þeim mörkuðum sem við nú störfum á og svo ýmsum grenndarmörkuðum. Við teljum það fýsilegan kost að sækja okkur fjár- magn til hlutabréfamarkaðar til að nýta enn frekar þá þekkingu sem við höfum byggt upp hér innan fyr- irtækisins og það orðspor sem Öss- ur hf. hefur áunnið sér á heilbrigð- isvörumarkaði," segir Jón. Fyrsta fyrirtækið í sinni grein Jón sagði að hann gæti vel unað við árangurinn þótt alltaf megi gera betur: „Markaðurinn sem við störf- um á er að mörgu leyti mjög frum- stæður og lítil samþjöppun hefur átt sér stað en við sjáum fram á að fyr- irtækjum á honum muni fækka og þau stækka á næstu árum enda er stærðarhagkvæmni veruleg á heil- brigðisvörumarkaði þar sem reglu- gerðir og gæðakröfur verða æ meiri. Össur hf. ætlar sér að verða leiðandi í þeirri þróun og því leggj- um við allt kapp á arðbæran vöxt. Össur er fyrsta fyrirtækið í heimin- um í sinni grein sem verður skráð á skipulegan hlutabréfamarkað, það veitir okkur aðgang að fjármagni sem keppinautar okkar hafa ekki.“ Samhentur stjórnendahópur Aðspurður um hverju hann þakkaði þennan árangur sagði Jón: „Árangurinn nú er fyrst fremst að þakka markvissu og samstilltu átaki starfsfólks. Núver- andi stjórnendahópur Össurar hef- ur starfað hjá fyrirtækinu frá 1996, sá tími hefur verið afar lærdóms- rikur og það er því ánægjulegt að sjá árangur erfiðisins. Össur hf. er fýrst og fremst þekkingarfyrirtæki og í anda þess verður öllu starfs- fólki boöið að kaupa hlutafé og fyr- irtækið lánar vaxtalaust fyrir kaupunum. En fyrir okkur er skráning á Verðbréfþing ekki endapunktur heldur einungis nýr kafli í sögu þess,“ segir Jón að lok- um. -bmg Þormóöur rammi - Sæberg hf.: Jafet S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfa- stofunnar. Skiptir ekki Hagnaður 183 milljónir Hagnaður Þormóðs ramma - Sæbergs hf. nam 183 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en var 127 milljónir króna fyrir sama tímabil 1998. Rekstrartekjur á fyrri helm- ingi ársins voru 1,9 milljarðar samanborið við 1,77 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Eigið fé Þormóðs ramma - Sæbergs hf. 30. júní síðastliðinn var 2,66 milljarðar króna en var 2,4 miljlarðar á sama tíma á síðasta ári. Eiginfjár- hlutfall var 47% samanborið við 43%, veltufé frá rekstri nam 365 milljónum króna en var 274 milljónir króna og veltufjárhlutfall var 1,2 á móti 1,1 á sama tíma í fyrra. Nettóskuldir félagsins voru 2,13 milljarðar en voru 1,95 milljarðar 30. júní 1998 og 2,14 milljarðar í árslok 1998. Þormóður rammi - Sæberg hf. gerir út 8 togara og rekur rækjuverksmiðju og rækju- ^ mM pökkunarstöð. Fjórir tog- gAA I ■ arar félagsins eru nú H gerðir út á ísrækjuveiðar, ™ ™ “ einn á rækjufrystingu og þrir frystitogarar eru á bolfiskveiðum. Starfsemi félagsins er á Siglufirði og Ólafsfirði. Starfsmenn eru um 220. í júní keypti félagið framvirkt 10% hlut í sjáv- arútvegsfyrirtækinu Hraðfrystihúsinu - Gunn- vöru hf. á ísafirði. Kaupverið var 310 milljónir og fyrir skömmu keypti félagið 60% hlut í Siglfirð- ingi ehf. á Siglufirði. -bmg Gengi Þormóðs ramma - Sæbergs - frá áramótum 6.1. 1999 - I Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa i félaginu hækkaö um 32,9%. Gott milliuppgjör nú ætti aö stuöla aö áframhaldandi hækkun bréfanna. 4.8.1999 hver á félögin - segir Jafet Ólafsson Eignarhaldsfélög hafa verið mjög í umræðunni undanfarið. I DV á föstudaginn var birt yfirlit yfir ýmis eignarhaldsfélög og skoðað hversu mikið þau eiga i hinum ýmsu fyrir- tækjum. Þar kom fram að mjög erfitt getur reynst að komast að því hver á hin og þessi félög. Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar, sagði í samtali við DV í gær að i almennt skipti ekki máli hver ætti þessi félög. „Eignarhaldsfélög eru farin að Skipamiðlunin Bátar & Kvóti I Sími: 568 3330 r5 WmmttBL ; littp:/ w vvw.viirtex.is/~skip/: gegna sívaxandi hlutverki varðandi kaup á hlutabréfum. Ákveðin félög hafa kosið að setja hlutabréfaeign sína í sér félag, samanber Olíufélag- ið með Ker hf. og Olís með Nafta hf. Langstærsta eignarhaldsfélagið er Burðarás sem er alfarið í eigu Eim- skip. Svo eru náttúrlega Þróunarfé- lagið og Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn og allir vita hverjir helstu eigendur þeirra eru. Einstök fyrir- tæki og fjölskyldur hafa stofnað eignarhaldsfélög um hlutabréfaeign. sína Almennt á það ekki að skipta máli hverjir eiga þessi félög en yfir- leitt er það talið styrkleikamerki hjá fyrirtækjum ef stóru eignar- haldsfélögin kaupa hlut í þeim. Það getur reynst mjög erfitt að grafa upp hverjir eiga minni eignarhaldsfélög- in, hvort hann heitir Jón Ólafsson eða bara Jón,“ segir Jíifet S. Ólafs- son. -bmg Bílasala fylgir hagsveiflunni Bflainnflutningur á ári 23.459 15.078 Ef bílasala veröur svipuö á seinni hluta ársins og þeim fýrri má gera ráö fyrir aö um 18-19 þúsund nýir bílar veröi skráöir á árinu. 16.696 19.000 11.899 8.813 8.668 13.098 10.598 ■ 6.457 7.875 9.834 Heimild: Þjóöhagsstofnun ITÍV3 Nýskráning bifreiða hefur aukist mjög síö- ustu ár. Frá ár- inu 1994 hefur verið mjög stöðug aukning í skráningum og ef að líkum læt- ur verða um 19.000 nýir bílar skráðir á götuna í ár. Þessi mikla aukning er fyrst og fremst vegna bætts efnahagsá- stands og mikillar kaupmáttaraukn- ingar síðustu ár. Sterk fylgni er miiii fjölda nýskráðra bíla og efnahagsá- stands. Breyting kaupmáttar er fljót að skila sér í aukinni eftirspurn eftir nýj- um bílum. Á sama hátt er eftirspurn mjög fljót að dragast saman ef ástand efnahagsmála versnar. Nýir bílar eru nefnilega með þvi fyrsta sem fólk hætt- ir að kaupa þegar tekjur minnka enda ekki hægt að flokka sem nauðsynja- vöru. Önnur ástæða fyrir mikiiii fjölgun nýskráninga er mikil endurnýjunar- þörf á íslenska bdaflotanum. Allt til ársins 1997 fór meðalaldur flotans lækkandi þrátt fyrir að nýskráningum væri að fjölga. Því má segja að þessi aukning hafi verið nauðsynleg til að viðhalda eðliiegum flotaaldri. -bmg Gunnar Helgi hættir Gunnar Helgi Hálfdanarson, framk væmdastj óri sjóðasviðs Lands- banka íslands hf. og forstjóri Lands- bréfa hf., hefur ákveðið eftir tæp- lega 10 ára starf hjá Landsbankasam- stæðunni að hverfa til annarra starfa hjá samstarfsað- ila Landsbankasamstæðunnar til margra ára, þ.e. ACM International sem er dótturfyrirtæki Alliance Capital Management í New York. Gunnar Helgi mun láta af störfum fyrir 31. ágúst. Sigurður Atli tekur við Sigurður Atli Jónsson, for- stöðumaður eignastýringar Landsbréfa, mun taka við starfi Gunnars Helga sem forstjóri Landsbréfa. Sig- urður Atli Jóns- son er 31 árs gam- all hagfræðingur. Sigurður Atli starfaði hjá Þjóðhagsstofnun frá 1992 til 1993. í lok árs 1994 hóf hann störf hjá Landsbréfum, fyrst sem sjóðsstjóri og síðar sem for- stöðumaður eignastýringarsviðs fyrirtækisins. Rækjuverksmiðja seld Fiskiðjusamlag Húsavikur hefur selt rækjuverksmiðju sína á Kópa- skeri til nýs hlutafélags Geflu hf. Rekstur hefst hjá Geflu hf. á Kópa- skeri 1. september næstkomandi en fram að þeim tima mun Fiskiðju- samlagið starfrækja rækjuverk- smiðjuna. Að félaginu standa auk seljanda Öxarfjarðarhreppur og út- gerðaraðiiar sem veiða rækju í Öx- arfirði ásamt einstaklingum á Kópaskeri og Raufarhöfn. Við ofan- greinda eignasölu lækka skuldir Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. um 228 milljónir og afskriftir lækka um 38 milljónir á ári. Sölutap þessara eigna er um 27 milljónir. Aðeins eitt tilboð í ÚA- bréfin í gærmorgunn rann út frestur til að skila inn tilboði í hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðafélagi Akureyringa hf. Aðeins eitt tilboð barst, að nafnvirði fjórar milljón- ir króna á genginu 6,2-6,5. Síð- ustu viðskipti með bréf Útgerðafé- lagsins á VÞÍ voru á genginu 6,55. Samtals er til sölu 20% hlutafjár í ÚA að nafnverði 183,6 miiijónir króna. Sala bréfanna verður rædd á næsta fundi bæjarráðs Góð afkoma Jarðborana Hagnaður Jarðborana hf. fyrstu sex mánuði ársins var 48 milljónir króna, borið saman við 337,7 millj- ónir í fyrra. Þá hefur velta aukist mikið og er það einkum rakið til aukinna framkvæmda við virkjun háhita til raforkuframleiðslu. Verk- efnastaða félagsins er góð, bæði hér heima og í útlöndum. Eins og fram kom fyrir skömmu hefur dótturfyr- irtæki Jarðborana gert stóra samn- inga á Azoreyjum og styrkir það enn frekar félagið. Gegn atvinnuleysi Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði í gær að hann væri bjartsýnn á að það tæk- ist að ná markmið- um um 3,8% hag- vöxt í landinu á þessu ári og 3,9 á því næsta. Hann bætti því við að helsta vandamál landsins væri að ná tökum á at- vinnuleysi, sem nú er 10,3%, og nú yrði ráðist gegn því. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.