Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 13 Lúxuslíf lífeyrisþega? Kjör aldraöra eru allmisjöfn í dag, íjöldi ellilífeyrisþega lepur dauðann úr skel, þrátt fyrir að hafa lagt grunninn að þeirri velmegun sem stór hluti þjóðarinnar nýtur. Lifeyrir aldraðra er ærið misjafn, jafn- vel úr opinberum sjóðum sem byggðir ættu að vera á jöfnuði framlags en hátekju- menn hafa getað tek- ið sér athugasemda- laust meiri rétt á örfá- um árum en almennir launþegar vinna sér alla starfævina af al- mannafé. - Ellilífeyr- ■ " ........ ir sem nægir til daglegs brauðs hlýtur að vera eitt af aðalmark- Kjallarinn Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson verkamaður miðum og einn af hornsteinum í kjör- um launamanna. Vel rekinn lífeyrissjóður Einn af þeim sjóðum sem talinn er vera vel rekinn er Lífeyris- sjóðurinn Framsýn og er lífeyrissjóður ófaglærðra. Lifeyris- sjóðurinn Framsýn 'hefur meira en tvö- faldar tekiur útgjalda og eru iðgjöld þá ekki talin með, en útlagð- ur kostnaður sjóðsins er um 61% af iðgjöld- um sjóðfélaga. Þessi afkoma sjóðsins —— ætti að vera væntan- legum ellilífeyrisþegum allmikill áhyggjuléttir, gerir með öllu óþarf- an aukaspamað, þar sem sjóðfé- lagar ættu samkvæmt yfirliti sjóðsins að hafa ellilífeyri, sem er þurftaminni þóðfélagsþegnum all- „Er svo nauðsynlegt að kosta áróður fyrir, eða að vera með einhvern séreignalífeyrissjóð, til viðbótar því sem er jafn ríflegt og lífeyririnn er, þ.e. 10-15 þús- und krónum hærra en lágmarks- laun (samkvæmt upplýsingum Framsýnar ) fyrir þá sem á annað borð ná því marki að verða lifeyr- isþegar?“ sem er að stórum hluta til með meira en eigin framfærslu. Þessi frábæra afkoma ætti jafnvel að vekja vonir manna um að hægt verði í nánustu framtíð að lækka lífeyrisaldur enn frekar. ríflegur, um 11% hærri en lág- markslaun vinnandi sjóðfélaga Fleiri rök en frábær staða lífeyrissjóða eru fyrir því að lækka lífeyrisaldurinn; t.d. minna strit með breyttum lífs- venjum. - Kynslóð sem varð að kyrrsetumönnum er að súpa seyðið af skyndibitum, og tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma hækkar ört. Lækkun lífeyrisaldurs Það eru að sjálf- sögðu mörg önn- ur rök fyrir því að lækka lífeyr- isaldurinn, önn- ur en frábær staða lífeyris- sjóðs, til dæmis breyttar lífsvenj- ur, minna strit og óhollara fæði, kynslóð sem varð að kyrrsetu- mönnum er að súpa seyðið af skyndibitunum, og sífellt minnk- andi neysla sjávarfangs hækkar ört tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Enn er sú staðreynd til staðar sem ekki verður fram hjá litið og marg- sönnuð með vísindarannsóknum, að samsvörun er á milli óheil- næmra lifnaðarhátta og lægra menntunarstigs, hinum betur menntuðu í hag. Annars vegar ætti því í ljósi þeirra upplýsinga, sem allflestir geta staðreynt, að vera óþarfi fyrir hvem sem er að afla sér sér (auka) eignalífeyrissjóðs. - Hins vegar ætti ekki að þurfa að hvetja menn til spamaðar vegna þess að það sé svo nauðsynlegt, nema þá að við- miðunin, taxtakaupið, sé svo bág- borin að úrbóta sé þörf. Þess vegna spyr ég: Er svo nauð- synlegt að kosta áróður fyrir, eða að vera með einhvem séreignalíf- eyrissjóð, til viðbótar þvi sem er jafn ríflegt og lífeyririnn er, þ.e. 10-15 þúsund krónum hærra en lágmarkslaun (samkvæmt upplýs- ingum Framsýnar ) fyrir þá sem á annað borð ná því marki að verða lífeyrisþegar? Guðmundur Rúnar Guðbjamarson Málvernd og nafngiftir Fjölmargir málvöndunarmenn hafa miklar áhyggjur af framtíð ís- lenskrar tungu. Það er jafnvel ekki ástæðulausu. Tungutak ungu kyn- slóðarinnar eykur ekki á bjartsýn- ina. Erlendir straumar í kvikmynd- um og fjölmiðlun gefa tilefni til að full aðgát sé höfð gagnvart furðu- legustu tökuorðmn sem skotið hafa rótum í móðurmálinu. Baráttunni fyrir varðveislu móðurmálsins verður vart við komið af neinni hörku annars staðar en í skólum. Óviðeigandi nafngiftir Snúum okkur að einum þætti þessa mikilvæga máls. Það er orðið mjög algengt að fyrirtæki sem standa i einhvers konar milliríkja- viðskiptum séu skráð erlendum nöfnum. Það er þá jafnvel ofarlega í huga þeirra sem að fyrirtækjun- um standa að auðvelda samskiptin. En þarf það að vera? íslensk tunga er auðug af nöfnum af öllu tagi og auðvelt ætti að vera að finna næg þjál heiti sem geta leikið í munni útlendra sem islenskra. Þetta skipt- ir máli. Auðvitað höfum við engin áhrif á alþjóðleg vöruheiti eins og Kentucky Fried Chicken, Mc Don- alds eða Coca Cola. Þetta eru orðin svo rótgróin vöruheiti um allan heim. Það er þó virðingarvert að Coca Cola-fyrirtækið heitir Vífilfell frá fyrri tíma. Mannanöfn á skipum eru sífellt að verða algengari og eru vafa- laust notuð i þeim tilgangi að sýna viðkomandi virðingu. Þetta getur verið viðunandi ef viðkomandi hefur verið viðriðinn sjósókn og sjómennsku. En nafngiftin getur verið mjög óviðeigandi ef viðkom- andi hefur aldrei migið i saltan sjó svo að gripið sé til sjómanna- málsins. Það er t.d. ekki smekk- legt þegar sagt frá því að góð- borgarinn Jón Jónsson hafi tek- ið niðri, eða fengið aftan í sig, þ.e. fengið trollið í skrúf- una. Ekki tekrn- betra við þegar fréttir skýra frá því að mektarkonan Guðrún Guð- mundardóttir hafi brætt úr sér. Erfiður framburður Löng íslensk mannanöfn eru heldur ekki í öllum tilfellum þjál í munni útlendinga. Það er hægt að nefna dæmi. Fyrir mörgum árum lenti undirritaður um borð í togar- anum Steingrími trölla sem var í siglingum með ísfisk dragnótabáta frá Vestmannaeyjum og til Grimsby. Nauðsynlegt var að láta vita af sér í gegn- um talstöð því þetta var löngu fyrir tíma GSM-síma. Humber radio svaraði kalli og nefndi aðeins númer skipsins. Þeir báðu um að heitið yrði stafað. Það var gert samviskusamlega. Eigi að síður gat loft- skeytamaðurinn alls ekki kveðið að þessu magnaða og rammís- lenska heiti. Einnig kom í ljós að á öllum nótum vegna af- greiðslu skipsins var heitið brenglað því að viðkomandi gátu ekki kveðið að þessu íslenska nafni og áttu því einnig í erfiðleikum með að skrifa það. Það er því alls ekki nægilegt að velja íslensk nöfn á skip heldur verður nafngiftin að vera þjál fyr- ir alla, íslenska sem útlenda. Oft misskilningur Fyrr á árum báru togarar í Hafnarfirði nöfnin Maí, Júní, Júlí og Ágúst, svo eitthvað sé nefnt. Þau nöfn voru afar þjál í notkun fyrir alla. Full mannanöfn verða aldrei þjál og verða stundum óvið- eigandi. Það má í gamni ryfja upp að Spegillinn tók upp fyrirsögn úr dagblaði á sinum tíma og smjatt- aði á hugsanlegum misskilningi: „Albert kemur Maríu til hjálpar." Þetta lá vel við höggi því þá voru þessi nöfn alkunn í stjórnmálaheiminum og velt var vöngum yfir því hvar Albert hefði sýnt þennan höfðingsskap. Snubb- ótt fyrirsögnin í blað- inu sagði ekki nema hálfa söguna því að það var varðskipið Albert sem kom vél- bátnum Maríu til hjálpar og dró bátinn til hafnar vegna véla- bilunar. íframhaldiafþess- ari hugleiðingu, sem aðeins er varpað fram í gamni til um- hugsunar, má gjarn- an rifja upp gömlu gamansöguna af unga manninum sem kom til Suður- lands fyrir mörgum árum frá Norðurlandi í leit að vertíðar- plássi. Hann hafði heppnina með sér og fékk skipspláss. í ofboði sendi hann skeyti norður til mömmu sem var eitthvað á þessa leið: „Elsku mamma. Er á Sigríði og verð á henni. Sendu mér sæng- ina strax. Þinn Nonni.“ Það skal því ítrekað að það kann að vera æskilegast að skipin séu nefnd sínum þjálu hefðbundnu skipsnöfnum en mannanöfnin prýði eingöngu fólk. Hundar og kýr haldi sínum gömlu, góðu, hefðbundnu nöfnum og við skul- um vona að ekki verði farið að skíra gæðingana í höfuðið á kærustunni eða eiginkonunni. Jón Kr. Gunnarsson „Það er t.d. ekki smekklegt þegar sagt frá því að góðborgarinn Jón Jónsson hafí tekið niðri, eða feng- ið aftan í sig, þ.e. fengið trollið í skrúfuna. Ekki tekur betra við þegar fréttir skýra frá því að mektarkonan Guðrún Guðmundar- dóttir hafí brætt úr sér.“ Kjallarinn Jón Kr. Gunnarsson framkvæmdastjóri Meö og á móti Eiga ofbeldisfullir tölvu- leikir rétt á sér? Um helgina var haldið mikið mót í þrívíddarleiknum Quake á vegum Landssímans. í stuttu máli sagt gengur Quake út á að drepa and- stæöinginn með hinum ýmsu vopn- um og í frétt DV um málið var fullyrt að sumir „lifðu nánast fyrir“ leikinn. Góð afþreying „Quake snýst ekki eingöngu um ofbeldi eða dýrkun á því. Til þess að vera góður í leiknum þarf þjálfaða rökhugsun, að sýna skjót viðbrögð og skyn- semi. Þó að leikurinn gangi út á að drepa and- stæðinginn með vopnum er það ekki bara ofbeldi. Leikurinn er góð afþreying og sterkir hóp- ar myndast í kringum hann sem aftur treystir vin- áttu manna. Til dæmis eru ýmsar gerðir af leiknum til þar sem mikið er gert út á samstöðu. Þá eru margir saman í liði og byggja á samspili og því að geta unnið saman sem heild. Mér þykir líka ólíklegt það sem einhverjir eru aö halda fram að geðveiki einstaklinga sé stjórnaö af tölvuleikjum. Ég held frekar að ef menn eru veik- ir fyrir þá finni þeir geðveiki sinni farveg, sama hvort eitt- hvað er til sem heitir Quake eða ekki. Svo er einnig hægt að líta á leikinn sem útrás, að þarna fái menn útrás fyrir ofbeldis- hneigð sína fremur en úti í samfélaginu. Ég verð líka að uppfræða fólk um það aö um- hverfi leiksins er allt fantasíu- kennt og ekki til þess fallið að gefa fólki hugmyndir sem hægt er að tengja við lífið sjálft. Þó að leikurinn snúist um að drepa er ekki þar með sagt að þú sjáir fyrir þér að geta slátrað ná- grannanum á sama hátt.“ Óheilbrigði „Böm og imglingar eru eins og óskrifað blað, þau eru enn að mótast sem manneskjur og tölvuleikir af þessu tagi hafa áhrif, hvað svo sem hver segir og hörmuleg dæmi hafa sannað að það er mik- ilvægt að vera vel á verði. Þegar ég var í námi í San Fransisco átti sér stað at- burður þar sem sló fólk gífurlega. Ungur dreng- ur á mótor- hjóli keyrði niður og drap gamla konu og í ljós kom að drengurinn hafði stundað að leika mjög vinsælan tölvuleik sem gekk út á að keyra niður ímyndaða vegfarendur á ímynd- aðri götu. Eftir miklar rann- sóknir kom í Ijós að hann hafði ekki gert greinarmun á ímynd- un og raunveruleika og þetta hörmulega slys mátti rekja beint til áhuga hans á þessum ógeðfellda tölvuleik. í Skandin- avíu fyrir nokkrum árum drápu líka ungir drengir félaga sinn en bjuggust við því að hann risi upp jafngóður eftir og hægt væri að byrja á leiknum aftur, eins og þeir höfðu vanist úr videomyndum og tölvuleikj- um. Það getvn aldrei verið til skemmtunar að drepa sem flesta þó það sé „bara leikur“. Það getur aldrei verið neinn sigur fólginn i svo óheilbrigð- um leik.“ -þhs Vlgfús Þór Árnason sóknarprestur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.