Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 37 Hlynur Hallsson er annar lista- mannanna sem sýna. Ljósmyndir, málverk og vídeóverk Á sýningu Hlyns Hallssonar og Aidas, sem opnuð var um síðustu helgi í Listasafni Akureyrar, eru ljósmyndir, málverk og vídeóverk sem munu gefa áhorfendum inn- sýn í ólíka menningarheima sem byggjast á eða visa til nýrra og fomra hefða heimalands lista- mannanna. í framlagi Aidas mun íslensk- um listunnendum koma ýmislegt á óvart, enda höfum við haft lítil kynni af verkum yngri japanskra listamanna.en þeir fjalla gjaman um vandamálin sem skapast hafa af innreið vestrænnar listar í hina rótgrónu listahefð sem Japanar sjáltir höfðu stundað frá því í fornöld. Neyslusamfélag nútim- ans, ímyndir , “ þess og einnig Sýtllílgðr áhersla á kyn-------------- líf og ungar stúlkur er afar áber- andi í japanskri menningu. Þetta eru aðalviðfangsefnin í list Aidas. Hlynur kýs hins vegar aö ein- beita sér að því sem einfalt er og tengist daglegu lífi og reynir þannig Eif hógværð að höfða til sameiginlegrar reynslu og vekja fólk til vitundar um eigið lif og möguleikana sem í því búa. Hann hefur ekki áhuga á listaverkum í hefðbundnum skilningi heldur áhrifum og breytingum í hegðun sem listaverkið getur kallað á, hinni siðrænu hlið verksins þar sem fagurfræðin og siðfræðin renna saman í eitt. Sýningin stendur til 7. október. Hljómsveitin Sixties leikurfyrir gesti á Kaffi Reykjavík. Sixties á Kaffi Reykjavík Hinn vinsæli skemmtistaður í hjarta borgarinnar, Kaffi Reykjavík, er einn þeirra veitingastaða sem halda uppi merki lifandi tónlistar og er þar tónlistarflutningur á hverju kvöldi. Hin margreynda hljómsve'it Sixties skemmtir gestum á Kaffi Reykjavík i kvöld og annað kvöld. Sixties flytur aö hluta til gömul og vinsæl lög sem allir kann- ast við en einnig lög eftir þá félaga sem komið hafa út á hljómplötum með þeim. Söngvaka í kvöld verður Söngvaka í Minja- safnskirkjunni á Akureyri. Þar munu Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja sýnis- hom úr íslenskri tónlistarsögu í tónum og tali. Söngvakan hefst kl. 21 og miða-______________ kerðinn;“ Skemmtaiiir inn í verð--------------- inu er aðgangseyrir að Minjasafn- inu sem opið er alla daga, frá kl. 11-17, og einnig þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. Ferðamenn og bæjarbúar eru hvatt- ir til þess að missa ekki af þessari einstöku söngdagskrá. Stefnumót á Gauknum Fjórtándu tónleikamir í tónleika- röð Undirtóna, Stefnumót, fara fram í kvöld á Gauki á Stöng. Hljómsveit- imar sem þar koma fram em Klamedía X, sem mun kynna efbi af nýrri plötu sinni, Pilnes fyrir kóng- inn, Brain Police, sem á tvö lög á nýrri safnplötu MSK-útgáfúnnar og Suð, sem er ný og fersk hljómsveit sem til þessa hefur lítiö látið á sér bera. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Skemmtanir Stefnumótin á Gauknum hafa notið vinsælda og hafa nú rúmlega fimmtíu hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar hafa til þessa komið fram á Stefnumótum og hafa flestar tónlistarstefnur og straumar fengiö að njóta sín. Meðal þeirra sem kom- ið hafa fram er Biogen, Botnleðja, Dip, Dj Frímann, DJ Grétar, Ens- imi, Herb Legiwitz, Jagúar, Maus, Móa, Mínus, Sigurrós, Sjón/Baldur, Súrefni og Quarashi. Brain Police er ein þriggja hljómsveita á Stefnumóti á Gauki á Stöng í kvöld. Veðrið í dag Norðaustlæg átt víðast hvar Kl. 6 í morgun var norðaustlæg átt, 5-10 m/s víðast hvar. Víðast var léttskýjað vestan til, rigning með köflum suðaustan til og austur á Firði en annars skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti var 5 til 11 stig, svalast í Mývatnssveit. Næsta sólarhringinn verður norð- austlæg átt, 8-13 m/s austan til en lítið eitt hægari um landið vestan- vert. Léttskýjað verður víðast hvar vestan til, dálítil súld eða rigning með köflum allra austast en annars stöku skúrir. Fremur hæg breytileg átt verður seint í nótt og léttskýjað um mestallt land, hiti 10 til 15 stig vestanlands en 7 til 11 austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustlæg átt, 5-8 m/s., léttskýjað og hiti 5 til 15 stig, hlýjast síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 21.38 Sólarupprás á morgxrn: 05.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.35 Árdegisflóð á morgun: 11.05 Veðrið kl. Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg 6 í morgun: skýjað 8 léttskýjaó 6 léttskýjað 7 7 hálfskýjaó 8 alskýjaö 8 léttskýjaó 7 léttskýjað 8 skýjaö 12 skýjað 12 skýjað 13 14 léttskýjað 11 heiðskírt 20 skýjaó 13 léttskýjað 23 rign. á síö.kls. 14 heióskírt 23 rigning 11 heiöskírt 16 skýjað 14 rign. á síó.kls. 13 léttskýjaó skýjaö 11 skýjað 12 þokumóða 23 heiöskírt 19 skýjaó 5 heióskírt 23 skýjaó 26 skýjað 13 léttskýjað 24 þokuruðningur 15 hálfskýjað 23 alskýjað 16 Þorbjörn Óskar Litli drengurinn á myndinni, sem fengið hef- ur nafhið Þorbjöm Óskar, fæddist 7. apríl síðastlið- inn. Við fæðingu var Barn dagsins hann 16,5 merkur og 55 sentímetrar. Foreldrar hans eru Ingunn Rós Valdimarsdóttir og Arn- mundur Sigurðsson og er Þorbjöm Óskar þeirra fyrsta bam. Fjölskyldan er búsett í Keflavík. Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið eru nú færir en vegur- inn í Kverkfjöll er lokaður vegna vatnaskemmda. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagð- ir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öörum vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yflr í Landmanna- laugar frá Sigöldu em þó færir öllum bílum. 4^ Skafrenningur 0 Steinkast O Hálka Q} Ófært 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (£) Fært fjallabilum Tarzan og Tarzan og Jane. Casper Van Diem og Jane Mars (hlutverkum sínum. týnda borgin % Tarzan and the Lost City, sem Saga bíó sýnir, er gerð eftir fyrstu Tarsanbókinni. Þar fer með hlut- verk Tarsans Casper Van Diem, ungur leikari sem lék aðalhlut- verkið í kvikmynd Pauls Ver- hoevens, Starship Troopers. í hlutverki Jane er Jane Mars sem varð fræg þegar hún lék í hinni umdeildu kvikmynd Jean-Jaques Annauds, The Lover. Leikstjóri er Carl Schenkel, sem er svissneskur en hóf '////////> feril sinn í Þýska- ' ■ Kvikmyndir landi, þar sem hann leikstýrði um nokkurt skeið. í Bandaríkjunum hefur hann leik- stýrt þremur kvikmyndum: Knight Moves, Silence Like Glass og The Mighty Quinn. í myndinni segir frá því þegar Tarsan, sem í byijun hýr í Englandi, fær köllun og fer til Afríku þar sem hann berst gegn veiðiþjófum og fyrir verndun náttúrunnar. Nýjar myndir i kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Resurrection Saga-Bíó: Tarzan and the Lost Crty Bióborgin: The Other Sister Háskólabíó: Notting Hill Háskólabíó: Allt um móöur mína Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Star Wars: Episode II Stjörnubíó: Universal Soldiers * Krossgátan 1 2 3 4 S 6 7 e 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lárétt:l hjálp, 5 gröf, 8 hljóða, 9 þögul, 10 eða, 12 rölti, 14 ílát, 16 ang- ur, 17 sigta, 19 óbreyttur, 21 bor, 22 viöur, 23 magri. Lóðrétt: 1 aukast, 2 stofú, 3 bátur, 4 málmur, 5 hagvirkir, 6 vafa, 7 ýfa, 11 gufa, 13 bergmálar, 15 ólmar, 18 fæði, 20 pissaði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 heygja, 7 vil, 8 ólga, 10 ökum, 11 ógn, 12 tæran, 14 at, 15 óri, 16 röst, 19 að, 20 narta, 22 inntak. Lóðrétt: 1 hvöt, 2 eik, 3 ylurinn, 4 gómar, 5 aggast, 6 pant, 9 lón, 13 ærði, 15 óar, 17 ört, 18 tak, 21 an. Gengið Almennt gengi LÍ17 .08. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,990 73,370 73,540 Pund 116,490 117,090 116,720 Kan. dollar 49,180 49,480 48,610 Dönsk kr. 10,3180 10,3750 10,4790 Norsk kr 9,3510 9,4020 9,3480 Sænsk kr. 8,7840 8,8330 8,8590 Fi. mark 12,9038 12,9813 13,1223 Fra. franki 11,6962 11,7665 11,8943 Belg. franki 1,9019 1,9133 1,9341 Sviss.franki 47,9000 48,1700 48,8000 Holl. gyllini 34,8150 35,0242 35,4046 Þýskt mark 39,2275 39,4632 39,8917 ít. líra 0,03962 0,03986 0,040300 Aust. sch. 5,5756 5,6091 5,6700 Port. escudo 0,3827 0,3850 0,3892 Spá. peseti 0,4611 0,4639 0,4690 Jap. yen 0,63620 0,64000 0,635000 írskt pund 97,417 98,002 99,066 SDR 99,00000 99,59000 99,800000 ECU 76,7200 77,1800 78,0200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.