Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 8
c
8
*r T3U0Á .7 HUO/.rnjKnflc
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
Utlönd
Stuttar fréttir i>v
Rúmlega 300 létust í jaröskjálfta í Tyrklandi í nótt:
Hús hrundu og
eldar kviknuðu
Albright vildi
ekki í prófið
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna sem seg-
ist eitt sinn
hafa getað
nefnt öll lönd-
in innan vé-
banda Samein-
uðu þjóðanna,
baðst undan
því að taka
þátt þegar
marokkóskur
piltur skoraði
á hana í gær að svara spurning-
um um landafræði.
„Sjáðu til, ég er þegar komin í
starfið," sagði hún þegar piltur-
inn taldi við hæfi að spyrja hana
um höfuðborgir heimsins.
Pilturinn var í hópi arabískra
og ísraelskra unglinga sem heim-
sóttu utanríkisráðuneytið. Ung-
mennin taka þátt í sumarbúðum
unglinga frá löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins sem eiga
að auka skilning þeirra á friðsam-
legri sambúð.
Albright sagði ungmennunum
að þau ættu að íhuga að leggja fyr-
ir sig stjórnarerindrekastörf. Hún
minnti á að þegar hún var fimmt-
án ára hefði hún unnið keppni SÞ
í Kólóradó þar sem hún gat nefnt
öll löndin í samtökunum.
U.S. IMTEBIMATIOMAL
Bráðvantar fólk
1000-2000 $, hlutastarf
2500-5000 $, fullt starf
Þjálfun og frítt flug
til Los Angeles.
Viðtalspantanir í síma
698 4200 og 898 9995.
Netfang: iris@mmedia.is
Útleiga á alls konar
leiktækjum
í harnaafmæli
Herkúles
Sími 568-2644
GSM 891-9344
SKÓinFHTnflÐU
Meira en þrjú hundruð manns
týndu lífi í vesturhluta Tyrklands í
nótt þegar gríðarlega öflugur jarð-
skjálfti reið þar yfir. Mjög þéttbýlt
er á þessum slóðum. Að sögn tyrk-
neskrar fréttastofu mældist jarð-
skjálftinn 6,7 stig á Richter. Þúsund-
ir óttasleginna ibúa þustu út á göt-
ur borga og bæja.
Upptök skjálftans voru nærri
borginni Izmit við Marmarahaf þar
sem tugir húsa hrundu til grunna
og eldur kom upp í olíuhreinsunar-
stöð. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi
í kjölfar aðalskjálftans og mældust
margir þeirra meira en fjögur stig á
Richter.
Svo virðist sem flestir hinna
látnu hafi verið i fjölbýlishúsum
sem hrundu í hamforunum. Fólk
var almennt í fastasvefni.
„Hann var mjög öflugur. Við dutt-
um fram úr rúmunum. Allir eru
komnir út á götu,“ sagði Mehmet
Cankaya, einn íbúa Izmit.
Opinbera tyrkneska fréttastofan,
sem tók saman fregnir af skjálfta-
svæðunum, sagði að 325 manns
hefðu týnt lífi. Neyðarmiðstöð var
sett á laggirnar í höfuðborginni
Ankara eftir að skjálftinn reið yfir.
Svo virðist sem Izmit, sem er um
90 kílómetra suðaustur af Istanbúl,
hafi orðið verst úti. Tyrkneska
fréttastofan sagði að margir hefðu
einnig farist í borgunum Bursa, Ist-
anbúl og Eskisehir.
í morgun höfðu ekki borist áreið-
anlegar fregnir frá mörgum bæjum
við Marmarahafið sem talið er að
hafi orðið illa úti. Yasar Okuyan at-
vinnumálaráðherra sagði aö hátt í
hundrað manns hefðu farist í kjör-
dæmi hans einu.
Sjónarvottar sögðu að björgunar-
sveitir beröust við að ná til fólks
sem væri grafið undir rústum tuga
húsa i Izmit.
Turnar í bænahúsum brotnuðu
og vegir til borgarinnar voru teppt-
ir vegna flýjandi mannfjöldans. í
sjónvarpinu mátti sjá myndir af
dasaðri móður með lík sonar síns í
örmunmn.
Að minnsta kosti fjörutíu manns
létust í Istanbúl og hundruð til við-
bótar slösuðust þegar þau urðu fyr-
ir braki úr húsunum. Rafmagns-
laust varð í Istanbúl af völdum
skjálftans. Þúsundir óttasleginna
íbúa borgarinnar þustu út á helstu
göturnar og héldu þar til.
Björgunarsveltamenn ræða við konu sem er föst undir rústum húss síns í Istanbúl. Hús konunnar var eitt fjölmargra
sem hrundu f gríðarlegum jarðskjálfta sem varð í nótt í vesturhluta Tyrklands. Á fjórða hundrað manna lét lífið.
Dúman samþykkir Pútín með 253 atkvæðum gegn 84:
Heitir hörðum aðgerðum
- í Dagestan og krefst aga og reglu heima fyrir
108 Reykjavík
0
.o
I gær samþykkti rússneska þing-
ið, Dúman, Vladímír Pútín í emb-
ætti forsætisráðherra. Hinn 46 ára
gamli fyrrum KGB-njósnari er
fimmti forsætisráðherra Jeltsíns
forseta á 17 mánuðum.
í skörulegri 15 mínútna ræðu fyr-
ir kosninguna sagði Pútín að hörð-
um aðgerðum myndi verða beitt til
að koma á reglu í Norður-Kákasus
og átti þar fyrst og fremst við
Dagestan þar sem skærur milli ísl-
amskra skæruliða og rússneska
hersins hafa staðið yfir í 10 daga.
Enn fremur lagði hann, eins og
búast mátti við, áherslu á pólitískan
stöðugleika, reglu og efnahagsbata
en mörgum fannst áhersla hans á
aga og reglusemi minna um margt á
Andropov, fyrrum Sovétleiðtoga á
níunda áratugnum, sem einnig kom
úr leyniþjónustunni.
Hann sagði, líkt og Jeltsín hefur
Pútín á þingfundi í gær.
ítrekað lýst yfir, enga þörf á að lýsa
yfir neyðarástandi í landinu en
orðrómur hafði verið uppi um að
Jeltsíns hygðist grípa til þess ráðs
til að geta frestað þing- og forseta-
kosningum og haldið þannig völd-
um lengur.
Staðfesting Pútíns þótti aldrei
vera í vafa vegna þess hve skammt
er til kosninga.
Nýi forsætisráðherrann hyggur
ekki á neinar stórar breytingar á
ríkisstjórninni en það má túlka sem
viðleitni hans til að halda trausti er-
lendra lánardrottna.
Dúman samþykkti samhljóða yf-
irlýsingu eftir ráöninguna um harð-
ar aðgerðir í Dagestan og sagði upp-
reisnina þar ógna einingu ríkjasam-
bandsins.
Bæði Rússar og skæruliðar hafa
gefiö út yfirlýsingar um mikið
mannfall andstæðingsins og er erfitt
að sjá hvor segir satt. Skæruliðar
ráða enn 5 þorpum og sæta miklum
þrýstingi rússneska hersins.
Deila tækniþekkingu
Bandaríkjamenn og Japanar hafa
undirritað samkomulag um að deila
tækniþekkingu sinni um vamir gegn
flugskeytaárásum. Talið er þetta séu
viðbrögð þeirra við framfórum Norð-
ur-Kóreumanna í flugskeytasmíði.
Alexander gafst upp
Lamar Alexander, fyrrum ríkis-
stjóri í Tennessee,
dró sig út úr kapp-
hlaupinu um forseta-
efnistilnefningu
repúblikanaflokksins
í gær. Um helgina
varð Alexander í
sjötta sæti í óform-
legri skoðanakönnun í Iowa og taldi
möguleika sina litla i því ljósi.
Skriðdrekar í Peking
Mikill fjöldi skriðdreka og flug-
skeyta fór með miklum látum um
miðborg Peking í nótt. Hersingin
var æfing fyrir fimmtíu ára afmæl-
ishátíð kommúnistabyltingarinnar i
október.
Bók um Spies ritskoðuð
Fullyrðingar um að danski ferða-
skrifstofukóngurinn Simon heitinn
Spies hefði á stuttum nasistaferli
sínum verið þvingaöur til að drepa
fanga í þýákum þrælkunarbúðum
hafa verið fjarlægðar úr væntan-
legri ævisögu. Höfundurinn mun
ekki treysta heimildum sínum
nægilega vel.
Slæmir til heilsunnar
Ástand heilbrigðismála í kóngsins
Kaupmannahöfn er ekki upp á
marga fiska, að því er fram kemur í
nýrri könnun. Þar deyja fleiri undir
65 ára aldri en í fimmtán stórum
borgum sem voru með í könnuninni.
Thatcher svíkur skóla
Margaret Thatcher, fyrrum for-
sætisráðherra Bret-
lands, er farin að
safna fé fyrir háskól-
ann í Cambridge. Þar
með virðist hún vera
að svíkja gamla skól-
ann sinn í Oxford.
Thatcher hefur safn-
að tugum milljóna fyrir Cambridge í
Bandaríkjunum og eru ráðamenn
skólans að vonum kátir.
Trúðar í miðstöðinni
Félagsmiðstöð gyðinga í Los Ang-
eles, þar sem kynþáttahatari særði
fimm manns í síðustu viku, opnaði
dyr sínar á ný í gær. Trúðar mættu
og blöðrur voru um allt.
Hóta árásum
Harðlínumúslímar í Pakistan hóta
hefndarárásum á Bandaríkjamenn ef
þeir ráðast á talebana í Afganistan
eða hryðjuverkamanninn Osama bin
Laden.
Díönumálinu lokað
Franskir fjölmiðlar sögðu frá þvi í
gær að ríkissaksókn-
arinn hefði ákveðið
að fella niður kærur
gegn æsifréttaljós-
myndurum, tengd-
um bílslysinu er
varð Díönu
prinsessu og Dodi al
Fayed að bana fyrir tveimur árum.
Svikinn töfradollari
Auðtrúa Dani í bænum Nivá lét
tvo afríska svikahrappa plata sig til
þess að borga 50 þúsund danskar
krónur, um hálfa milljón íslenskar,
fyrir flösku af afrísku töfralyfi sem
átti að geta breytt venjulegum papp-
ír í ekta hundrað dollara seðla.
Svikahrapparnir höfðu áður svikið
milljón út úr öðrum manni.
Rokkaralögin staðfest
Hæstiréttur Danmerkur ákvað í
gær samhljóða að umdeild lög þar í
landi, sem gera yfirvöldum kleift að
banna ákveðnum aðflum aðgang að
vissum stöðum til að forðast vand-
ræöi, brytu ekki í bága við stjómar-
skrána. Lögin, almennt þekkt sem
Rokkaralögin, voru sett er stríðið
milli Hells Angels og Bandidos mótor-
hjólagengjanna stóð sem hæst. Hells
Angels-meðlimur kærði og hyggst
áfrýja tO Evrópudómstólsins.