Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 25
eeei rauo* \i auoAírjiŒíw
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
33
Myndasögur
VeiðivoiV
Risafiskur
rétti öngulinn
„Maður er bara enn þá að jafna sig
eftir að sjá stóri fór af á veiðistað fjög-
ur. Það gerðist fyrir nokkrum mínút-
um. Þetta var feikna fiskur," sagði Jó-
hannes Helgason, annar af leigutök-
um Andakíslá í Borgarfirði, í fyrra-
kvöld. Andakílsá hefur gefið 110 laxa
og er það miklu betri veiði en í fyrra.
„Þessi barátta stóð yfir stuttan tíma
en var snörp. Hann tók og reif út alla
línuna og sagði bless en ég sá ástæð-
una þegar ég hafði dregið inn, laxinn
hafði rétt öngulinn. Ég var með
míkró-túbu, en svona er bara veiðin.
Við erum búin að fá einn og missa
nokkra. Það er mikið af fiski í ánni,“
sagði Jóhannes og var að jafna sig eft-
ir baráttuna við þann stóra sem því
miður slapp.
Það eru til vænir laxar í Andakílsá
en áin hefur sinn stofn og ekki
ólíklegt að þetta hafði verið lax af
hennar stofni sem slapp. Hann tekur
kannski seinna í sumar hjá einhveij-
um öðrum, við skulum vona það.
Veiddu 4 á svæði tvö í Norð-
urá
Vatnið hefur mikil áhrif á veiði-
skapinn, sérstaklega þegar árnar eru
veiðitúra án þess að fá nokkuð. Hann
hafði veitt fyrir austan þar sem allt
var litað og fisklaust. Hann ákvað því
að fara með fjölskylduna í sumarbú-
stað í staðinn fyrir að fara með félög-
unum í veiði. Konan haföi tekið bú-
stað á leigu rétt hjá laxveiðiá til að
friða veiðimanninn. Hann gat gengið
út að ánni og látið sig dreyma um
veiði. Það gerði hann eitt kvöldið þeg-
ar veiðimenninrir voru komnir heimT
í hús. Vatnið var lítið í ánni eins og
víða þessa dagna svo steinarnir voru
víða upp úr.
Hann kastaði nokkrum steinum á
steinana í ánni og gekk síðan niður að
hylnum fyrir neðan.
Hann leit í hann. Skyldi vera þarna
lax? Allt í einu sá hann eitthvað koma
fljótandi niður ána, alveg eins og lax.
Hann hljóp af stað og athugaði fyrir-
bærið. Jú, það var ekki um að villast,
þetta var þriggja pund lax sem hann
hafði greinilega rotað skömmu áður.
Hann fór beint heim í sumarbústað og
sýndi konunni hann. Hún var ekkert
sérstaklega kát yfir fengnum. Skrýtið,
fimm fisklausir veiðitúrar og svo...
c
(Jmsjón
Gunnar Bender
vatnslitlar eins og þær eru margar
núna. Veiðimenn sem voru að hætta-
veiðiskap á svæði tvö í Norðurá sögð-
ust aldrei hafa séð ána svona vatns-
litla. Ofarlega rennur hún varla sums
staðar en þar sást lax fyrir fáum dög-
um. Hollið veiddi 4 laxa. Smáskúr
kom en það hafði lítið að segja. Það
þarf stórrigningar víða við veiðiárn-
ar.
Færri komast að en vilja
Hún lætur ekki mikið yfir sér,
Tjarnará á Vatnsnesi, en þar komast
færri til veiða en vilja á hverju sumri.
Kvóti er í ánni og hafa veiðimenn ver-
ið að fá ágæta veiði þar. Tjamará er
að gefa þetta 40-50 laxa á hverju
sumri. Mikið er um að sömu veiði-
mennirnir veiði I ánni og sumir
nokkrum sinnum á hverju sumri.
Rotaði laxinn
Margt getur gerst í veiðiskapnum
eins og veiðimenn vita. Við fréttum af
einum sem var búinn að fara nokkra
Veiðieyrað
Laxveiðin í Gljúfurá í Víðidal
hefur verið frekar róleg í sumar
en núna hafa veiðst innan við
10 laxar. Hellingur hefur veiðst
af bleikju neðarlega í ánni.
Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á
Blönduósi, og félagar voru þar
fyrir skömmu. Þá höfðu veiöst 3
laxar en þegar þeir hættu veið-
um höfðu bæst viö 3 laxar. Þeir
hafa oft veitt vel í Gljúfurá.
ÞiN FRISTUND
-OKKAR FAG
V
llNTER
SPORT
Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík « 510 8020
• www.intersport.is
CQRTLANO
Sérfræðlngar j
i flnguveioljj
Sportvörugerðin hf.,
Mávahlfð 4i.s. 562 8383.