Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 * Sport i>v Sigurvegararnir á unglingagolfmótinu sem fram fór á Seltjarnarnesi um helgina. Frá vinstri: Magnús Ingi Magnússon, Ragna Karen Sigurðardóttir, Ingvaldur Ben Erlendsson og Hjörleifur Þórðarson. Ungu golfararnir voru margir klæddir eins og atvinnumenn og setti það skemmtilegan svip á mótið. Einbeit- ingin leyndi sér ekki hjá kepp- endunumá ^ golfmótinu á Seltjarnar- nesi um helgina. Kappsfullir - unglingar kepptu á golfmóti unglinga um helgina Spron-unglingamótið í golfi fór fram á velli golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi. Rúmlega 40 þátttakendur mættu á völlinn í veðri eins og best er á kosið fyrir golfmót. Keppt var í þremur flokkum, drengjaflokki, 14 ára og yngri, piltaflokki, 15-18 ára, og stúlkna- flokki, 18 ára og yngri með og án forgjafar. Mjög góður árangur náðist í flestum flokkum. Heiðarlegir unglingar Keppnin var hörð og bráðabana þurfti til að úrskurða um annað sætið í piltaflokki án forgjafar. Keppendur nutu þess að spila i góða veðrinu en flestir eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir landsmót ung- linga sem fram fer í Vestmannaeyj- um um næstu helgi. „Krakkarnir eru svo áhugasamir og kappsfullir og svo voru foreldrar að ganga með sumum. Skorið var bara mjög gott hjá sumum. Þetta eru efnilegir krakkar. Mér fannst standa upp úr hve allir voru ánægð- ir og jákvæðir í spilamennskunni. Þeir eru svo agaðir, kurteisir og heiðarlegir og gáfu upp vafasama hluti sem hefði geta veikt skorið þeirra. Þetta er þannig íþrótt, heið- ursmannaíþrótt. Þeir læra góða framkomu við aðra og að aga sjálfa sig og stilla skap sitt, það er það sem þarf í golfíþróttinni, þú mátt ekki missa stjóm á skapi þínu,“ sagði Sigríður Krjánsdóttir móts- stjóri. Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Þarf að bæta púttin „Mér gekk alveg ágætlega, það bara gekk illa að pútta. Ég þarf að vinna í púttstrókunni mér, hún er skökk. Ég er bú- inn að æfa í þrjú ár. Ég ætla nú stefna á eitthvað af þremur efstu sætunmn á landsmóti. Ég er með 9 í forgjöf. Ég hef staðið mig ágætlega í sumar. Ég er að vísu búinn að vera meiddur í baki og það truflar mig stundum,“ sagði Ingvaldur Ben Erlendsson, sigurvegari í piltaflokki án forgjafar. Á myndinni eru samankomnir þeir keppendur sem höfnuðu í efstu þremur sætunum á unglingamóti SPRON sem fram fór á velli Ness um helgina. Keppendurnir fengu veglega bikara að gjöf. Tvöfalt „Ég vann tvöfalt, með og án forgjafar. Ég var að bjarga vel í kringum flatim- ar. Stutta spilið er besti hlutinn hjá mér og ég æfl það mest. Ég er búinn að æfa í tvö ár. Það er gaman að spila i mótum. Ég stefni á að sigra í landsmótinu í Vestmannaeyjum og að komast í meisí- araflokk. Sem stendur er ég með 13 í forgjöf en ég stefni á 10 í sumar. Það er gott ástand á völlunum hjá GR. Ég reyni að æfa 5-6 sinnum í viku, ég spila og æfi stutta og langa spilið í ákveðinn tíma á dag. Mér finnst þetta bara gam- an,“ sagði Magnús Ingi Magnússon, GR. Vantar fleiri stúlkur í golf Ragna Karen Sigurðardóttir, NK, var eina stúlkan sem keppti á unglingamóti SPRON um helgina. Ljóst er að fleiri stúlk- ur vantar í íþróttina ef nást á meiri breidd í framtíðinni. Ragna stóð sig vel á mótinu og var í ráshópi með þremur piltum. „Mér gekk svona þokkalega miðað við að þetta er fyrsta mótið mitt í tvö ár og eig- inlega bara fyrsta sinn sem ég spila 18 hol- ur í tvö ár. Ég er í Gróttu/KR í handbolt- anum líka og það getur verið erfitt að skipuleggja báðar íþróttagreinar. Maður er stundum þreyttur eftir æfmgar og nennir þá ekki að koma út á golfvöll og svo er ég að vinna líka á Árbæjarsafni. Ég ætla að reyna að halda eitthvað áfram. Það var mjög gott veður og þetta var ekki neitt erfitt en samt er sumt sem ég þarf að laga, ég er svolítið ryðguð. Ég fann mig best í upphafshöggunum og löngu höggunum," sagði Ragna. úrslit - á golfmóti unglinga á Seltjarnarnesi: 15-18 ára piltar með forgjöf: 1. Hjörleifur Þórðarson. 2. Sigurjón Ólafsson. 3. Stefán Öm Melsted. 15-18 ára án forgjafar: 1. Ingvaldur Ben Erlendsson. 2. Ámi Egill Ömólfsson. 3. Hjörleifur Þórðarson. Strákar, 14 ára og yngri, með forgjöf: 1. Magnús Ingi Magnússon. 2. Kristján Marteinsson. 3. Aron Kristbjöm. Strákar, 14 ára og yngri án forgjafar: 1. Manús Ingi Magnússon. 2. Hilmar Njáll Þórðarson. 3. Gunnar Harðarson. 18 ára og yngri stúlkur: 1. Ragna Karen Sigurðardóttir. Bráðabani Hjörleifur Þórðarson fór í keppni í bráðabana um annað sætið á unglingamótinu í golfi um helgina. „Það var gott veður og ég var að spila vel fyrir utan síðustu tvær holumar. Mér finnst völl- urinn finn, góðar aðstæður, ég hef aldrei spilað hér áður. Þetta tekur á taugarnar og það þykir mér skemmtilegast við golfið," sagði Hjörleifur. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.