Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 19
27
i F?!: " r ■ r:r!--;v
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
Sviðsljós*
Karl og Camilla saman heim úr sumarfríinu:
Öfgamenn ógn-
uðu prinsunum
Karl Bretaprins andar nú rólega
heima í höllu sinni á Englandi eftir
viðburðaríkt sumarleyfi með ást-
konunni Camillu, sonum sínum
tveimur og vinum þeirra og skyld-
mennum.
Já, breski ríkiscirfmn komst í
hann krappan fyrir helgi þegar
hann var að synda í í mestu
makindum í Miðjarðarhafinu und-
an Kýpurströndum. Prinsinn vissi
þá ekki fyrr en að kominn var bát-
ur fullur af bálreiðum Kýpur-
Grikkjum sem otuðu að honum
skutli og helltu úr skálum reiði
sinnar yfir hann. Atvik þetta er lit-
ið svo alvarlegum augum heima í
Lundúnum að búið er að fyrirskipa
endurskoðun á öryggisgæslu prins-
ins.
Karl Bretaprins var hætt kominn
þegar æstir Kýpur-Grikkir otuðu að
honum skutli á Miðjarðarhafinu.
Karl tróð marvaðann á meðan að-
komumennirnir létu öllum illum lát-
um. Honum tókst að þrýsta á neyðar-
hnapp sem hann bar um úlnliðinn.
Skömmu síðar kom lífvörður hans,
Peter Brown, sem á sínum tima gætti
Díönu heitinnar prinsessu, á fleygi-
ferð á kraftmiklum hraðbáti. Lífvörð-
urinn stillti sér upp milli aðkomubáts-
ins og prinsins og bað bátsverja að
bara á brott. Þeir urðu við þeirri ósk.
Ráðamenn íBuckinghamhöll voru
ekki kátir þegar þeir fréttu af atburð-
inum og sögðu að Karl hefði verið í
stórhættu.
Þegar hinir óboðnu gestir höfðu
hypjað sig klifraði Karl upp í bát líf-
varðarins, svo og Alexandra
prinsessa, frænka Karls, sem var á
sundi skammt þar frá.
Játningar Michelle Pfeiffer:
Alls ekkert fyrir að
koma nakin fram
Michelle Pfeiffer er ekki eins
og leikkonur eru flestar. Henni
líkar best að koma fullklædd
fram á hvíta tjaldinu, eða að
minnsta kosti ekki ósiðlega fá-
klædd á sama tíma og margar
stallsystur hennar keppast við
að fækka fotum sem oftast fyrir
framan myndavélarnar. Ein-
hver skýring hlýtur að vera á
því.
„Nú er það vegna barnanna
minna,“ segir Pfeiffer í viðtali
við kvikmyndatímaritið Premi-
ere. „Áður fyrr var það vegna
pabba. Hann hefði ekki viljað
kannast við mig.“
Leikkonan viðurkennir jafn-
framt að hún sé heldur ekkert
allt of hrifin af því að sýna á sér
kroppinn:
„Ef ég væri ánægðari með lík-
amann á mér hefði ég líklega
komið fram í fleiri nektaratrið-
um. Kannski hefur þetta ekkert
með pabba og börnin að gera.“
Michelle Pfeiffer segist ekki vera
allt of ánægð með kroppinn á sér.
Því eiga margir bágt með að trúa.
Gamla þjóðlagabrýnið Richie Havens setti upp í sig góminn og skundaði
með gítarinn sinn að bóndabænum hans Max Yasgurs í Bethel í New York-
ríki þar sem Woodstock-rokkhátíðin eina og sanna var haldin fyrir þrjátíu ár-
um. Richie og fleiri góðir komu saman þar um helgina og spiluðu nokkur vel
valin lög til að minnast dýrðardaganna sumarið 1969.
Susan Sarandon segir frá:
Gleymir ekki ástarsen-
unum með Deneuve
Þau eru orðin sextán, árin síðan
þær Susan Sarandon og Catherine
Deneuve brutu blað í kvikmynda-
sögunni í Hollywood. Þá
léku þær saman í erótíska
vampírutryllinum Hungr-
inu og komu fram í eldheit-
um ástarsenum. Aldrei fyrr
hafði Hoflywood sýst ástir
tveggja kvenna á hvíta
tjaldinu.
Susan rifjar upp í viðtali
við fréttablað lesbía að hún
hafi þurft að drekka í sig
kjark til að leika í atriðun-
um. Annars hugsar hún
Sarandon rifjar
upp Hungrið.
með hlýhug til frönsku stórleikkon-
unnar.
„Núna harma ég að ég var undir
áhrifum áfengis," segir Sarandon,
og heldur áfram: „Hvert var málið
eiginilega? Ég meina, ef maður kýs
að fara í rúmið með konu og
konan er Catherine Deneuve
þá þarf maður ekkert á drykk
að halda,“ segir Sarandon.
Hún heldur því fram að
ástarsenumar séu ekki það
merkilegasta við myndina.
„Þegar maður leikur i ást-
arsenum eru þær ekki það
sem er mest spennandi, held-
ur aðdragandinn og svo ekki
síst það sem gerist á eftir,“
segir Susan Sarandon.
Deneuve leikur blóðsugu í Hungr-
inu og popparinn David Bowie leik-
ur eiginmann hennar.
Hefner hugar að
stjörnuleikurum
Viagraætan og Playboykóngurinn
Hugh Hefner er farinn að pæla I því
hver eigi að leika hann í væntan-
legri ævisögukvikmynd. Best líst
honum á Nicolas Cage og Rupert
Everett en hefur þó ýmsar efasemd-
ir. Cage gæti reynst ótrúverðugm'
vegna útlitsins og Everett, sem er
yfirlýstur hommi, gæti átt í erfið-
leikum með að leika karl sem stund-
aði stóðlíf í mörg herrans ár.
Sendlar óskast
á afgreiðslu blaðsins
á aldrinum 13-15 ára.
Vinnutími kl. 13-18.
Mjög hentugur vinnutími með skólanum.
Upplýsingar í síma 550 5000.
Taktu sumarmyndirnar þinar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax.
Þú getur lagt myndimar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þær
beint til DV, Þverholti II, 105 Reykjavík. merktar “SUMARMYNDAKEPPNI”.
Keppt verður í tveimur flokkum: A) 16 ára og yngri, B) Allir aldurshópar.
CANON IXUS pakki
MargverðUunoð APS myndivél með
CANON EOS IX-7 með 22-55 USM
lintu.
Einsuldega tkemmtileg EOSAPS mynóavéi
; Canon uska fylgir
Verðmatl 28.900.
CANON IXUS POLAROID
FF25 myndavélar myndavélar
CANON IXUS M-l pakki.
Þeui netta APS myndavél vegur aðems 11 Sg.
Sérmerkt Canon leðurtaska Isamt filmu fylgir.
KODAK filma og
námskeið I Ijósmyndi
KODAK filma með
afslátt af framköllun
CANON IXUSAF
I vinning fyrir bestu innsendu
sumarmynd mánaðarins úr biðum
flokkum i júli og ágúst.
Verðmæti 9.900.-
Aukaverðlaun
2. vcrðlnun
3. verðlaun
A) 16 ára og yngri:
% 1. verðlaun WM
A
t