Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 it og stnt Barnagæsla á líkams- ræktarstöð- um Líkamsræktarstöðvar eru fyrir- bæri sem verða að vera í stöðugri endurskoðun til að halda athygli viðskiptavina sinna. Stöðugt er verið að bjóða upp á nýjungar í þjáliun og tækjum en á síðustu misserum hafa menn æ meir verið að gera sér grein fyrir gildi bama- gæslu í stöðvunum sjálfum. Nefna mætti fjölmargar líkamsræktar- stöðvar sem leggja vaxandi áherslu á þennan þátt. Þar hafa stjómend- ur stöðvanna komið auga á að mæður og feður ungra bama hafa ekki síður þörf fyrir líkamsrækt en miðaldra kyrrsetumenn. Þá er gott að geta áhyggjulaust tekið bömin með sem jafnvel fá að leika sér í léttri leikfimi eða einhverjum tækj- um á meðan foreldramir puða. • • • • Líkamsræktar- stöðvar: Ekki bara fyrir unga fólkið - áttræðir sækja þær líka Stöðug færist í vöxt að fuilorðið- og jafnvel rígfulloröið fólk sæki í þjónustu líkamsræktarstöðva. Þor- steinn hjá Þokkabót segir að aðsókn- in að líkamsræktarsöðvunum sé alls ekki bundin við ákveðna aldurs- hópa. Yngra fólk sé eðlilega mjög fjölmennt en það sé fólk í þessu alveg upp í áttrætt. Hann segir að þeir sem byijuðu fyrir tuttugu ámm hafi haldið áfram og því sé aldursdreif- ingin hjá þeim sem sækja líkams- ræktarstöðvamar sífellt að verða meiri. Hjá mörgum sé þetta orðinn partur af tilverunni og ákveðinn lífs- stíll. Líkamsræktarstöðvarnar hafi því síður en svo orðið að tískubólu eins og margir héldu að yrði þegar þær hófu feril sinn. Hins vegar segir Þorsteinn að innan stöðvanna séu stöðugt í gangi nýjar og nýjar tísku- sveiflur í ákveðnum námskeiðum. Þar sé alltaf eitthvað nýtt að gerast. • • • • Sálfræði- aðstoð - sjálfsögð þjónusta í nútímaþjóðfélagi Sálfræðiaöstoð hefur löngum þótt feimnismál og alþekktir em brandarar af ýmsum toga um þessi mál. Á síðari áram hefur viðhorfið þó smátt og smátt verið að breytast og farið er að viðurkenna þörf á sálfræðiaðstoð þó fólk sé ekki orðið andlega verulega illa farið. Menn hafa þá gjaman horft slíka aðstoö sem fyrirbyggjandi og kannski ekki síður til að byggja upp per- sónulega ímynd einstaklinga. Und- ir þetta flokkast t.d. vinnusálfræöi. Sálfræðistöðm er meðal þeirra að- ila sem bjóða upp á slíka þjónustu en hún hóf starfsemi 1983. Þar er boðið upp á persónulega sálfræði- þjónustu jafnt sem þjónustu við hópa og fyrirtæki í námskeiða- formi um vinnusálfræði. Mörg þekkt fyrirtæki hafa nýtt sér þessa þjónustu og má t.d. nefna Flugleið- ir, Eimskip, Reykjavíkurborg, Rik- isspítala, sjávarútvegsfyrirtæki og banka. Þá heldur stöðin námstefn- ur og fyrirlestra sem tengjast líðan fólks í einkalífi og starfí. Fastagestir í Laugardalslaug eldsnemma að morgni. Laugardalslaug fjölsóttasti líkamsræktarstaður landsins: Hálf milljón gesta á ári - margir koma daglega, hvernig sem viðrar Það getur svo sannarlega verið gaman I lauginni. Sundlaugarnar eru án efa þeir líkamsræktarstaðir sem mesta aðsókn hafa hér á landi. Þar trónir Laugardals- laugin á toppnum með um hálfa milljón gesta á ári. Ein- hvern veginn hafa sundlaug- arnar þó öðlast þann sess að vera frekar sjálfsagður hluti af daglegu lífsmunstri fjölda fólks en að litið sé á þær sem einhverjar sérstaklega skilgreindar líkamsræktar- stöðvar. Bjami Kjartansson, umsjónarmaður í sundlaugunum f Laugardal, segir fólk byrja að streyma að strax þegar opnað er tíu mínútum fyrir sjö á morgnana. „Það em fastagestimir okkar sem koma þá og síðan er venjulega tölu- verður reitingur fram að hádegi. Þeir sem koma fyrst er mikið fólk sem er að fara í vinnu og fær sér sundsprett og gerir sig klárt fyrir átök dagsins. Síðan era ellilifeyrisþegar sem koma og liðka sig á morgnana og hitta kunningjana í leiðinni. Það er mjög mikið um að þeir sem byrja komi síðan aftur og aftur jafnvel áratugum saman. Það er bestu meðmælin sem við fáum með starf- seminni hér.“ Er þá sama hvemig viðr- ar? „Nei, kannski ekki fyrir allan hópinn, en það er ákveð- inn kjami sem kemur hvemig sem veðrið er, bæði vetur og sumar. Sum- ir koma líka alla daga vik- unnar. Mað- ur getur þannig fylgst með því hvenær fólk fer í sumarfrí, því þá vant- ar einhvem í hópinn. Þegar sólin skin þá breytist munstrið hins vegar og hér fyllist allt af fólki, laugin, bakkar og langt upp í stúku. Besta líkamsrækt sem völ er á Mjög margir læknar telja þetta vera hvað bestu líkamsrækt sem hægt er aö hugsa sér. Það er m.a. vegna þessa að slitmeiðsl þekkjast varla hjá fólki sem stundar sund. Svo ef menn era ívið of þungir, þá er miklu betra að synda en hlaupa. Við hlaup era liðimir undir miklu álagi sem menn losna við þegar líkaminn er fljótandi í vatni. Þá eru menn að hreyfa vöðva í sundi sem menn hreyfa sjaldan undir öðram kringum- stæðum. Brennslan verður því miklu meiri en í venjulegu skokki. Ef menn vilja svo virkUega taka sér tak og ná af sér aukakílóunum, þá er bara að synda nokkuð hraustlega og bæta síð- an við nokkrum metrum á dag. Brennslan eykst líka við það að halda hita á líkamanum, því vatnið er venjulega sjö gráðum kaldara en skrokkurinn. Þannig brenna menn miklu meira í sundi en í annars kon- ar líkamsrækt." /Efa fastagestirnir eitthvað eftir fostu plani? „Það era öll blæbrigði á því. Það er aUt frá því að fólk syndi mikið á hveijum degi í það að synda stutt og ræða þá meira við kunningjana. Það er þess vegna hægt að vera hér aUan daginn,“ segir Bjami Kjartansson. Fyrir fuUorðna kostar 200 krónur að fara einstaka ferð í laugina. Ellilif- eyrisþegar hafa þó í mörg ár fengið fritt í laugarnar. Þá er hægt að kaupa 10 miða kort á 1.300 krónur og er þá hver sundlaugarferð á 130 krónur. Síðan er 30 miða kort á 3.600 krónur sem færir hveija sundlaugarferð nið- ur í 120 krónur og árskort kostar 15.000 krónur. Með árskorti getur fólk stundað laugamar eins oft og það vUl. Sundlaugin í Laugardal er opin frá kl. 6.50 tU 22.00 á kvöldin en um helgar er opið frá kl. 8.00 til 20.00. Bjarni segir Laugardalinn og um- hverfi laugarinnar mjög faUegt. Hver árstimi hafi sinn sjarma og segir hann ekkert síður faUegt þar á vet- urna. Þó segir Bjami að sólin auki verulega aðsóknina að sundlaugun- um. Þrátt fyrir dumbung og rigningu lengst af sumri, þá segir Bjarni að það hafi ekki dregið eins mikið úr að- sókninni og við mætti búast. Sagði hann að það væra líka aUtaf að koma nýir gestir sem fyUtu þá í skörðin. Heilsurækt með austurlensku og afrísku ívafi: Hvað er á bak við skrýtnu nöfnin? í líkamsræktarstöðvum er boðið upp á fjöldann aUan af námskeiðum í ýmiss konar afbrigöum leikfimi. Stöðugt koma ný afbrigði á dagskrá og eitt það heitasta í dag er kaUað TAE BO. Þykir ekki ónýtt fyrir óbreytt líkamsræktarfólk hér á landi að Tae Bo er i dag leiðin sem ríka og fræga fólkið í Hollywood fer til aö vera í fuUkomnu formi. í þess- ari grein er lögð áhersla á vöðva- uppbyggingu og mikla brennslu. Eins og nafniö bendir tU, þá er inn- tak Tae Bo komið frá austurlensk- um sjálfsvamaríþróttum. Þetta er í raun sambland af sparkboxi, boxi og austurlensku sjáLfsvamaríþrótt- inni Tae Kwon Do. Sparkbox er eitt fyrirbrigðið sem er sett saman úr ýmsum öðrum grein- um. Það er m.a. blanda af þolfimi, hnefaleikum og Tae Kwon Do. Þarna er um að ræða alhliða líkamsrækt þar sem iðkendur sparka og kýla hnefaleikasekk undir stjóm kennara. Talið er.'sparkboxi tU tekna, að þar fáist fjölþætt hreyfing auk æfmgar í einbeitingu og betri stjómun á líkam- anum. Þá er það talin góð leið til að fá jákvæða útrás fyrir tilfmningar á skemmtUegan hátt. Sparkboxarar era taldir brenna fleiri hitaeiningum en venjulegir þoffimiiðkendur, eða á miUi 700 tU 1000 hitaeiningum á klukkustund miðað við 300 til 400 hitaeiningar hjá þoUlmiiðkendum. Afró er enn eitt afbrigði hreyfiþjálf- unar sem iðkuð er í líkamsræktar- stöðvum. Þar er um að ræða dans- form sem sagt er vara eitt helsta tján- ingarform Afríkubúa í gegnum ald- irnar. Þeir sem iðka Afró nota alla vöðvahópa líkamans og er brennslan mikU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.