Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Page 11
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 11 Kvikmyndir Svartur köttur, hvítur köttur (Crna macka, bell macor): Litríkar persónur í vafasömum samböndum **** Emir Kusturica sannar enn einu sinni snilld sína í kvik- myndinni Svartur köttur, hvítur köttur, einhverjum skemmtilegasta farsa sem sést hefur í langan tíma. Myndin sem kemur í kjölfarið á meistaraverki Kusturica, Und- erground, er laus við alla pólitík sem hefur yfirleitt verið að finna í myndum Kusturica. Hér er hann að- eins að skemmta sér og öðrum í bráðskemmtilegri sögu um frændur og frænkur í smábæ á bökkum Dónár þar sem hver persónan af annarri er litríkari. í byrjun fylgjumst við með Matko Destanov og syni hans virða fyrir sér skipaumferðina um Dóná. Matka skuldar glæpaforingja hér- aðsins peninga og til að geta borgað fer hann í heimsókn til foðurbróður síns sem stýrir annarri voldugri glæpaklíku, segir fóður sinn látinn og biður um lán sem hann fær í virðingarskyni við látinn fóður, sem er á lífi, en á að vísu stutt eftir að mati Matko. Foringinn sem á inneignina hjá Matko hefur samt annað i huga en peninga til að inn- heimta skuldin. Hann vill að sonur Matko giftist systur hans, en það er honum kappsmál að gifta systur sínar sem eru ekki beint snoppu- fríðar, svo ekki sé meira sagt. Hefst nú lífleg og ærslafull atburðarás sem nær hápunkti í brúðkaupi sem fer á annan veg en ætlast var til. Þrátt fyrir ærslin og hraða at- burðarás er sem fyrr einhver töfra- máttur í flestum myndskeiðum Kust- urica sem oftar en ekki dregur at- hyglina frá ærslunum að því sem er baksviðs. í þessum myndskeiðum gegna lykilhlutverki kettirnir tveir, annar svartur og hinn hvítur, gæsir, þar sem ein þeirra fær í lokin nýtt hlutverk sem gæsir hafa ekki gegnt áður og svín sem af og til í myndinni er að fá sér tuggu af ryðguðum bíl. Þessi tilvitnun Kusturica i dýraríkið á sér svo hliðstæður í þeim kostu- legu persónum sem við erum að fylgjast með alla myndina. Þá er sem fyrr í myndum Kusturica stórkostleg tónlist sem bindur myndina saman, sígaunatónlist, dansar og gróf rokktónlist sem er eins og sniðin að mannlífinu sem við fylgjumst með. Leikarar eru í einu orð sagt frábærir. Kusturica hefur í öll- um sínum myndum blandað saman at- vinnuleikurum gegn leikurum sem hann hefur fundið á göt- unni, fólki sem hefur hingað til enga reynslu haft af leik, aðferð sem hefur heppnast og gerir það enn. Það er nú samt svo að þrátt fyrir jafnan og skemmtilegan hóp þá er það einn leikari sem stendur upp úr, Srdan Todorovic í hlutverki dópkóngsins Dadan. Það er ótrúleg- ur kraftur og leikgleði i leik Todorovic (lék einnig í Und- erground) og þegar líða fer á mynd- ina má kannski segja að hann skyggi um of á aðra, þvílík er út- geislun hans. Kusturica sagði eftir Und- erground að hann ætlaði sér ekki að gera aðra kvikmynd, sem betur fer hefur honum snúist hugur og þegar fylgst er með allri snilldinni sem hann framkvæmir í Svörtum ketti, hvítum ketti og hugsað er til fyrri mynda hans er ekki laust við að upp í huga manns komi sú hugsun að hann hafi ekkert fyrir þessu, hann geti nánast gengið með sínu fólki og kvikmyndað alþýðuna og töfrað fram úr einfaldleikanum eitthvað sem enginn annar getur gert og slíkt töfraverk er þessi nýjasta kvik- mynd hans. Kvikmynda GAGNRÝNI Leikstjóri: Emir Kusturica. Handrit: Emir Kusturica og Gordon Mihic. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Tónlist: Voja Aralika, IMele Karjalic og Dejo Sparavalo. Aðalleikarar: Severdzan Bajram, Florijan Ajdini, Salija Ibraimova og Branka Katic. Hilmar Karlsson Kvikmyndahátíð DV í Reykjavík hófst á föstudaginn. Opnunarmynd hátíðarinnar var Svartur köttur, hvítur köttur og var hún sýnd í Háskólabíói fyrir fullu húsi og var hrifning áhorfenda mikil. Áður en sýning myndarinnar hófst ávarp- aði leikstjóri myndarinnar, Emir Kusturica, heiðursgestur hátíðarinnar, sýningargesti og sló á létta strengi ásamt höf- undi tónlistarinnar, Dr. Nele Karjalic, og er myndin af þeim tekin við það tækifæri. Þeir eru báðir í hljómsveitinní No Smoking Band sem hélt tónleika í Laugardalshöll ásamt Sigur Rós á laugardagskvöld. Dagskrá mánudaginn 30. ágúst SNORRABRAUT 16:40 The Big Swap 17:00 Barry Lyndon 18:00 Beloved 18:50 The Big Swap 21:00 Full Hetal Jacket A Clockwork Orange The Shining 23:15 Full Metal Jacket 23:30 A Clockwork Orange The Shining "wiy 4 Ati i/ /nndlsVJ/hi erklúbbur hátíðannnar vefssða ibánððnmar FLUGLEIDIR fWr 16:00 Happiness 17:00 Last Days Three Seasons 18.30 Happiness 19:00 HalfaChange Children of Heaven 21:00 Happiness Trick 23:00 Arizona Dream 23:30 Happiness Bílaleiga HUGfÉlAG ÍSIANOS Air tcrlnmni É HASK LABÍ 17:00 My Mom is a Gangster Ratcatcher 19.00 Do You Remember Dolly Bell 18:45 Tea With Mussolini 21:00 Black Cat White Cat Tango 23:00 Lucky People Center Int. TVG-ZIMSEN PRIMAVERA RISTORANTt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.