Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV Dómsmálaráðherra: Lögregl- an fer með rangt mál „Ég verö að segja að uppátæki stéttarfélags lögreglumanna í Reykjavík um síðustu helgi kom mér á óvart. Það kallaði á neikvæða umfjöllun um lögregluna í Reykja- vik ásamt ýmsum beinlínis röngum fullyrðingum,“ sagöi Sólveig Pét- urssdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi í gær. Sólveig vísaði á bug öllum full- yrðingum formanns Lögreglufélags- ins í Reykjavík um niðurskurð og versnandi tekjur lögreglumanna. Laun lögreglumanna í Reykjavík heíðu hækkað um 1,42% á fýrstu átta mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra, og framlag til Reykjavíkurlögreglunnar hefði hækkað um 100 milljónir króna frá fyrra ári. Loks sagði Sólveig að með- almánaðarlaun lögreglumannanna væru tæpar 252 þúsund krónur. Sðlveig sagði lögregluna í Reykja- vík hafa orðið aö halda rekstrinum innan heimilda fjárlaga en að þau mæltu fyrir um nær 1,5 milljarða króna árleg útgjöld. Meðal annars hafi skipan á yfirvinnu starfsmanna verið breytt. „Hafi yfirvinnan minnkaö er hún þó enn mjög mikil á hvaða mælikvarða sem notaður er,“ sagði hún. -GAR Niðurskurður hjá lögreglunni i Reykjavík: Einn á vaktinni - öryggi stefnt í hættu, segir Ómar B. Dabney sem sagði upp „Ég tel einfaldlega öryggi mínu stefnt í hættu,“ segir Ómar B. Dabn- ey, fangavörður á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, en Ómar sagði starfi sínu lausu í fyrradag. „Ég ákvað þetta eftir síðustu tilkynningu um sparnað sem felur í sér að á virkum dögum er aðeins einn fangavörður á vakt yfir daginn. Mér fmnst það, í al- vöru talað, ekki ganga. Það þarf til dæmis að fara með fólk fram á sal- erni og það gengur alls ekki að vera einn þarna uppi,“ segir hann. Nýja vinnutil- högunin gekk í gildi í fyrradag og var Ómar einn á vakt. Sjö fangar voru í geymslu um morguninn en fjórir þegar DV ræddi við Ómar eftir hádegi í gær. Ómar B. Dabney: „Þetta endar með ósköpum, það er engin spurning." „Ég var í Síðumúlafangelsinu á sín- um tíma og lenti þar í hremmingum og þegar fjölskyldan er farin að hafa áhyggjur segi ég bara hingað og ekki lengra. Þetta endar meö ósköpum," segir hann. „Ég hef óskað eftir að fá að hætta strax því mér stendur önn- ur vinna til boða. Ég hef ekki mikla trú á því að þeir láti staðar numið núna í niðurskurðinum." -GAR ttúSfltFT rí'ý'* i Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hitti fyrir nokkra tugi reykvískra lögreglumanna þegar hún kom til fundar með blaðamönnum í gær. Þeir fengu ekki að fara inn á fundinn en voru boðaðir til fundar við ráðherra síðar um daginn. Ók á stúlkur til að hlífa bílnum Ungur ökumaður greip til þess örþrifaráðs að aka upp á gangstétt í Bankastræti á háannatíma skemmt- analífsins í höfuðborginni aðfara- nótt sunnudagsins til að verja bremsulausa bifreið sína skemmd- um. Gangstéttin var krökk af gang- andi vegfarendum sem áttu fótum sínum fjör að launa þegar bifreiðin kom æðandi niður gangstéttina og urðu þrjár ungar stúlkur fyrir henni áður en hún stöðvaðist á stólpa á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Tvær stúlknanna voru erlendar og ein innlend. Voru þær allar fluttar á slysadeild þar sem gert var að meiðslum þeirra. „Maðurinn var bersýnilega að hlífa bifreið sinni þegar hann tók ákvörðun um að aka inn í mann- þröngina á gangstéttinni og þó var þetta bara Toyota árgerð ‘87. Hann afsakaði sig með því að hann hefði þeytt bílflautuna án afláts á meðan á akstrinum niður gangstéttina í Bankastræti stóð,“ sagði Guðmund- ur Sigmundsson í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Umræddur bílstjóri heldur öku- réttindum sínum þrátt fyrir þennan glannaakstur. Hann virtist ekki undir áhrifum áfengis þegar lög- regla kom á staðinn en beðið er nið- urstöðu úr rannsókn á blóðsýni sem tekið var úr honum í ljósi akst- urslagsins. -EIR </) o' Bíllinn endar á stólpa á horni Austurstrætis og Lækjargötu og brýtur hann. Okumaöur virtist allsgáöur en máliö er í rannsókn. Ökumaöur gerir sér grein fyrir aö bíll hans er bremsulaus og reynir aö faratækinu meö því aö aka upp Þrjár ungar stúlkur á kvöldgöngu veröa fýrir bílnum og eru fluttar á slysadeild. Aörir vegffarendur eiga fótum fjör sitt aö launa þegar bíllinn rennur stjórnlaus niöur gangstéttina. Löggan marhaðssetur sig —— DngiufJ Rekstur Reykjavíkurlögregl- unnar snýst ekki lengur um að snara bófa og reka burt illþýði heldur það eitt að löggan verði í árslok innan þeirrar fjárhagsá- ætlunar sem gerð var fyrir emb- ættið. Um það eitt hugsar Böðv- ar lögreglustjóri. Það er skiljan- legt og mannlegt enda verður hann að hugsa um eigið skinn. Hann stóð tæpt fyrir nokkrum misserum þegar fyrri dóms- málaráðherra, Þorsteinn Páls- son, vildi losna við hann úr embætti og réö við hlið hans Georg, sériff í Eyjum. Goggi átti stutt en litríkt tímabil á toppn- um í Reykjavík en hefur nú snúið sér að öðru. Böðvar held- ur því djobbinu en verður að passa sig. Þessi vonda staða Böðvars veldur nokkurri óhamingju óbreyttra lögreglumanna. Kaup- ið í löggunni hefur aldrei verið neitt til að hrópa húrra fyrir en menn hafa gegn- um árin bætt sér það upp með yfirvinnu, nokkuö eftir hentugleikum. Nú bannar Böðvar slíkt og því er löggan á strípuðum taxta, rétt í kringum hundraðþúsundkallinn. Það sér hver heilvita maður aö svoleiðis nokkuð gengur ekki upp. Þeir óbreyttu vilja því fá vinnu annars staðar en hjá Böðvari og hafa auglýst krafta sína á almennum markaði. Það var sniðugur leikur hjá þeim enda getur verið fengur i löggu á fæti. Löggan verður samt að gæta sín í markaðssetn- ingunni. í gær sagði talsmaður lögreglumanna að þeir væru í svipuðum sporum og sjómenn er smyglið var tekið af þeim á sínum tíma. Þá átt- uðu sjómennimir sig á því hver launin vora í raun og vera. Löggan samsamar sig þarna við það sem glæpsamlegt er og vor- kennir sjómönnum augljóslega að geta ekki stundað þá iðju sem fyrr. Fulltrúinn kórónar síðar sam- líkingamar þegar hann segir lögreglulið Reykjavíkur í ná- kvæmlega sömu sporum og eist- nesku sjómennirnir á ryðkláfn- um Ódinkóvu. Þeir, líkt og Eist- arnir, géti hvorki hætt né farið. Þeir sem tileinkað hafi sér lög- reglustörf i ár og áratugi kimni ekkert annað. Þeir séu því nauð- beygðir að halda áfram í lögg- unni þótt þar vanti bæði skip- stjóra og útgerðarmann. Miðað við þessa stöðu verður þess varla langt að bíða að reyk- viskir lögreglumenn taki sér stöðu fyrir framan Stjórnamáð- dð, með spjöld í stað kylfa, og ákalli ráðherra og vegfarendur. Ólíklegt er að ráðherrar svari því kalli en því líklegra að góð- hjartaðir vegfarendur sjái aumur á lögreglu- mönnunum og hendi til þeirra þúsundkalli eða jafnvel fimmara éf þannig stendur á. Lögguhúfumar geta nefnilega verið ágætar sem söfnunarbaukar. Dagfari Kvenleg fegurð Biskupinn yfir íslandi, hr. Karl Sigurbjörnsson, kallaði yfir sig al- menna reiði Austfirðinga með því að upplýsa landslýð um hvaða tilfinn- ingar færu í gegnum hjarta hans varðandi fyrirhugaða stíflugerð sem myndi sökkva Eyjabökkum i kaf. Á fjölmenna- sta fundi sem hald- inn hefur verið austanlands, allt frá því Kristján heitinn Eldjárn hélt fund á Egils- stöðum fyrir for- setakosningarnar 1968, var mönn- um heitt_ hamsi. Fengu biskupinn ásamt Ómari Ragnarssyni og Hrafnkatli A. Jónssyni, safnverði og keðjustrekkjara, föst skot frá ræðumönnum. í setningarræðu sem Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri á Fáskrúðsfirði, hélt sagði hann: „Mér fellur betur við þá sem hafa auga fyr- ir kvenlegri fegurð heldur en þá sem horfa á mýrarfláka uppi á öræfum og dæma þá með hjartanu." Fundar- menn hlógu dátt að orðum Eiríks og klöppuðu vel og lengi. Lok og læs? Nú lítur jafnvel út fyrir að Keisar- anum, hinu ágæta vertshúsi við Hlemm, verði lokað. Heyrst hefur að klukkubúðin við hliðina muni kaupa staðinn af Margeiri Margeirssyni. Spyrja þá sumir mið- borgarbúar hvað verði um hinar keis- aralegu hátignir sem gert hafa starfsfólki heilbrigðisráðu- neytisins og Trygg- ingastofnunar gramt í geði. Er ekki laust við að þeirri spurningu blandist dálítill uggur, ekki síst þar sem lögreglan er að draga saman seglin vegna blankheita og lögreglu- menn eru í óðaönn að hverfa til annnarra starfa, samanber atvinnu- auglýsingu á vegum Lögreglufélags- ins... Stjarnan En það er engin ástæða til að senda hina gestina út í kuldann. Vegna mannfæðar mun örugglega skapast pláss á lögreglustöðinni, handan götunnar, þar sem með lagni má innrétta barholu. Komi til vandræða losna lögreglumenn, með Böðvar Braga- son i broddi fylk- ingar, við að fara út í misjöfnum veðr- um. Þeir fara bara milli hæða og leysa málin, „leggja menn á“ eins og það hét hér áður fyrr. Er víst að af slíku fyrirkomulagi verður hið mesta hagræði. Nýja staðinn má síðan kalla Stjörnuna... Margir mótmæla Yfir 30 þúsund Reykvíkingar hafa nú mótmælt fyrirhuguðum bygging- aráformum Landssímans og Jóns Ólafssonar í austurhluta Laugardals með undirskrift sinni. Þetta er hvorki meira né minna en þriðjungur borgarbúa eða um 40 prósent borgarbúa á kosningaaldri. Sandkomsritari man ekki nákvæm- lega hversu margir mótmæltu bygg- ingu ráðhússins í Tjörninni á sinum tíma en voru örugglega ekki fleiri en mót- mæla byggingaráformum i dalnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur rifjað mótmælin gegn ráðhúsinu upp nú undanfarið og enn fremur viðbrögð borgaryfirvalda þá, að hunsa vilja mótmælenda. Því fylgj- ast margir spenntir með hver við- brögð hennar verða... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn (wff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.