Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Fréttir i>v Kaupmenn hafa ekki áhyggjur vegna sýktra kjúklinga: Kjúklingarnir í skugga campylo - frosnir krónukjúklingar slógu í gegn en fáir keyptu ferska „Ég lít ekki svo á að umræðan um campylobacter komi sérstaklega við okkur. Við erum að selja allt aðra vöru en verið hefur í umræð- unni, þ.e. kjúklinga frá Fossgerðis- búinu. Við höfum alltaf verið með þessa kjúklinga og munum halda því áfram,“ sagði Elías Þorvarðar- son, verslunarstjóri í Nettó í Mjódd, við DV rétt áður en sala hófst á um tveimur tonnum af frosnum kjúklingum fyrir eina krónu stykk- ið. Fólk var ekki lengi að taka við sér þegar fréttist af tilboði Nettós og var stöðug örtröð við frystivagninn á fjórða tímanum í gær. Umræðan um campylobactersýkingar virtist engin hindrun. Lítil hreyfing var hins vegar við kælinn með ferskum kjúklingum frá ýmsum framleið- endum. DV fór í nokkrar matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í gær og ræddi við forráðamenn þeirra um kjúklinga- sölu í ljósi umræðu síðustu vikna. Elí- as í Nettó var spurður hvort hann svæfi rólegur á nóttunni yfir að selja vöru sem mögulega gæti sýkt við- V iðskiptavinirnir: Elda lengur „Þessi um- ræða hefur eng- in áhrif haft á mín innkaup. Ég kaupi kjúklinga eftir sem áður og skiptir þá engu fiá hvaða fram- leiðanda þeir eru. Hins vegar elda ég þá leng- Berglind As- mundsdóttir. ur og gæti sérstaklega að hreinlæt- inu. Það eru bein áhrif af umræð- unni um sýkingamar," sagði Berg- lind Ásmundsdóttir þar sem hún var að koma út úr Bónusi við Smiðjuveg í Kópavogi. Aldrei keypt „Ég hef aldrei keypt kjúklinga og ætla ekki að fara að byrja á því - sama þó þeir fáist á eina krónu. Mér lík- ar Þeir einfald- sigurbjörn Ár- lega ekki“ sagði mannsson. Sigurbjörn Ar- mannsson sem var að koma úr Nettó í Mjódd. Treysti kaupmanninum „Ég bara elda kjúklinga eins og á að elda þá og hef því engar áhyggjur af neinum sýking- um. Það er að sjálfsögðu mik- ið undir neyt- andanum sjálf- um komið hvort hann sýkist eða ekki. En þetta þýðir ekki að ég geri ekki kröfur. Ég vU fá fyrsta flokks vöra. Hins vegar verð ég að geta treyst kaupmönnum sem ég á viðskipti við tU þess að vera með almennUega kjúklinga á boðstólum. Þeir verða að standa undir því trausti," sagði Guðrún Sigmundsdóttir fyrir utan Nettó. -hlh Guðrún Sig- mundsdóttir. skiptavini hans. „Já, ég sef ágæt- lega. Það eiga aUir að vita að kjúkling- ar era viðkvæm vara sem þarf að elda og umgangast með réttum hætti. Það þýðir lítið fyrir okkur að hafa vit fyrir fólki í þeim efnum.“ Sæunn Ósk Sæmundsdóttir, verslunarstjóri í 10-11við Engihjalla. „Við höfum eng- ar samviskukvalir yfir því að selja kjúklinga. Þeir eru mjög hoU og góð fæða. Neytendur era mjög kröfu- harðir um gæði vörunnar og við gætum mjög að meðhöndlun henn- ar í verlsununum," sagði Sæunn Ósk Sæmundsdóttir, verslunarstjóri í 10-llvið EngihjaUa. Þar era seldir ferskir kjúklingar frá Móum og frosnir frá Holtakjúklingum. Særmn sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að vera að sýkja við- skiptavini sína með kjúklingasölu. „Við erum með vottorð frá heUbrigðis- eftirlitinu um að aUt sem við gerum varðandi geymslu kjúklinga uppfyUi ströngustu kröfur. Viðskiptavinurinn hlýtur að vera fuUfær um að matreiða ofan i sjáifan sig en sýkingarvömin felst m.a. í matreiðslu og hreinlæti við hana,“ sagði Sæunn Ósk. Elías Þorvarðarson, verslunar- stjóri í Nettó í Mjódd. Ábyrgðin mikil „Ég sef alveg rólegur þar sem við bjóðum eingöngu kjúklinga írá fram- leiðendum sem hafa alveg hreinan skjöld varðandi sýkingar. Þessi um- ræða öU mun hafa mjög góð áhrif þeg- ar upp verður staðið þó hún hafi verið svolítið ýkt að mínu mati. En það er mjög gott að halda öUum, sem að kjúklingum koma, við efhið,“ segir Guðmundur Júlíusson, verslunarstjóri í Nóatúni við Hamraborg, en þar era seldir Móakjúklingar. - En hvað með ábyrgð ykkar kaup- manna? „Að sjálfsögðu er hún mikU. Þeir þurfa að fylgjast mjög vel með því aö við móttöku á vöram og meðhöndlun í versluninni sé farið eftir reglum um hitastig og eftirlit. Okkar ábyrgð er náttúrlega sú að varan fari beint í kæli og haldist jafh köld og reglur segja tU um.“ Guðmundur segir miður að kaup- menn geti ekki vitaö nægUega mikið okkar hlekkur í þessari keðju er hins vegar í fuU- komnu lagi,“ sagði Guð- mundur. Yfirvalda að svara „Spuming um hvort ég sofi rólegur yfir að selja fólki kjúklinga er fáránleg. Það væri miklu nær að beina þessari spumingu tU yfirdýralæknis eða heU- brigðiseftirlitsins. Það er þessara aðUa að taka ákvörðun um hvort varan er seld eða ekki. Ég hefði hins vegar samviskubit ef ég seldi tóbak,“ sagði Guð- mundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bón- uss, þar sem kjúklingar frá Reykjagarði era seldir. DV fór í Bónus við Smiðju- veg en var bent á að tala við framkvæmdastjórann. „Fólk er orðið miklu meðvitaðra um hvað það er með í höndunum en ver- ið hefur og við höfum eng- ar sérstakar áhyggjur. Fólk veit að hveiju það gengur þegar það kaupir kjúkling í dag og gerir sér grem fyr- ir hættunni sem er því samfara ef meðhöndlun heima fyrir er ekki í lagi,“ sagði Guðmundur. - Nú seljið þið kjúklinga frá framleið- anda þar sem sýkingar hafa komið upp. Veldur það ykkur engu hugar- angri? „Meðan yf- irvöld gera ekkert í mál- inu, og sjá ekki ástæðu til þess, þá er ekki hægt að ætlast til þess af okkur. Við værum hins vegar ekki að selja kjúklinga ef heilbrigðiseftirlitið lokaði á framleiðendur." -hlh Guðmundur Júlíusson, verslunarstjóri í Nóa- túni. Sigurður Gunnarsson rekstrarstjóri við kjúklingakæli i Bónusi við Smiðjuveg. um hvemig varan er meðhöndluð á fyrri stigum, þ.e. á leiðinni frá fram- leiðanda til verslunarinnar. „Hin hlið- in er síðan sú, að við getum ekki elt fólk heim í eldhús og sagt því til. En Engar sam- viskukvalir sandkorn Vesaldarhverfið Hugmyndir um nafn á hverfið i Grafarholti hafa vakið nokkra at- hygli enda ekki á hverjum degi sem Örnefnastofnun sem í raun er aðeins einn maður, hinn margfróði prófessor Þórhallur Vilmundarson, kemur með tillögur sem þessa. Þúsöld vill hann að hverf- ið heiti og göturn- ar Vínlandsleið, Grænlandsleið og Þjóðhildarstígur. Allt þetta á að vera til marks um glæsta tíma íslandssögunnar. Aðrir fræðimenn telja þó að um söguvillu sé að ræða því að árþús- undið sem nú er í andarslitranum hafi að mestum hluta verið eitt hörmungartímabil. Betra væri því að nefna hverfið Vesöld og göturn- ar Vesturleið, Danmerkurveg og Jörundarstíg... Vitlausum megin Við kirkjulega hjónavígslu skal sem kunnugt er skipa fólki til sæt- is í kirkjunni þannig að karlar eru öðrum megin í kirkjunni en konur hinum megin, eða til sömu hliða og brúðhjónin staiída fyrir altar- inu. Sú saga var sögð í nýafstöðnu fimmtugsafmæli hins vel metna sjúkrahúsprests, sr. Sigfinns Þor- leifssonar að þegar hann ný- vígður prestur aust- ur i Gnúpveijahreppi var í þann mund að vígja saman brúðhjón stóð brúðguminn röngum megin við brúði sína fyrir altarinu. Sr. Sigfinnur, sem stóð innan við grátumar í Stóra-Núpskirkju, var sagður hafa hallað sér fram og hvíslað í eyra brúögumans: „Þú ert vitlausum rnegin." Þá gerði brúðguminn sér lítið fyrir og vippaði sér inn fyrir grátumar til prests ... Kominn í starf Hinn vel talandi Arthúr Björg- vin Bollason, sem gert hefur garðinn frægan í ríkisfjölmiðlun- um um árahil, hefur fengið starf austur á Hvolsvelli þar sem hæfi- leikar hans fá ör- ugglega notið sín. Hann er orðinn forstöðumaður svonefrids Sögu- seturs í þorpinu. Að þessu setri standa sex sveit- arfélög í Rangár- þingi og er því einkum ætlað að kynna ferðamönnum sögu héraðs- ins og sagnir og hafa ofan af fyrir þeim á ýmsan hátt með fróðleik og skemmtan ... Leyndardómar lífsins Eldri nemendur Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti héldu kynningar- fund í síðustu viku fyrir nýnema og var þar blandað saman fróðleik og skemmtun eins og vera ber. Nokkrum foreldr- um mun þó ekki hafa hugnast vel eitt fróðleiks- og skemmtiatriðið sem fólst í því að fenginn var kven- kyns listdansari frá nektardans- stað í miðborg- inni til að afhjúpa fyrir nemendunum ýmsa leyndardóma lífsins. Sagt er að Kristín Arn- alds skólameistari hafi síðan fundurinn var haldinn, haft í nógu að snúast við að tala í síma og augliti til auglitis við ösku- reiða foreldra nýnema vegna þessa skemmtiatriðis ... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.