Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 29 Ungt fólk í neðri stiga samfélagsins í New York eru persónurnar í Rent. Rent Þjóðleikhúsið frumsýndi söng- leikinn Rent í Loftkastalanum í vor og héldu sýningar áfram þar fram eftir sumri. Nú hefur verkið verið tekið aftur upp og er fyrsta sýning- in í kvöld. Rent fjallar um samfélag ungra listamanna í New York, í hörðum heimi stórborgarinnar, þar sem dóp, eiturlyf og eyðni eru ískaldur veru-____________________ ieika nútímans. ■ -.Jl-L/.. En þrátt fyrir L6IKHIIS geggjaða tiiveru eru ástin og lífsþorstinn öllu öðru yfirsterkari; vonin um daginn í dag og trúin á morgundaginn. Sögu- þráðurinn byggir að hluta á óper- unni La Boheme. Höfundur tónlistar og texta er Jonathan Larson sem lést aðeins 26 ára gamall. Leikarar eru: Rúnar Freyr Gíslason, Bjöm Jörandur Friðbjörnsson, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Margrét Eir Hjartardóttir, Helgi Björnsson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Baldur Trausti Hreinsson, Valdi- mar Öm Flygenring, Vigdís Gunn- arsdóttir, Felix Bergsson, Linda Ás- geirsdóttir og Álfrún Helga Öm- ólfsdóttir. Hljóðfæraleikarar era Kjartan Valdimarsson, Guðmundur Péturs- son, Haraldur Þorsteinsson, Krist- ján Eldjárn, Ólafur Hólm. Dansa- höfundur er Aletta Collins og tón- listarstjóri Jón Ólafsson. Leikstjóri Rent er Baltasar Kormákur. Styrktarverkefni kynnt í dag verður opinn fimdm’ í Nor- ræna húsinu þar sem meðal annars verða kynnt þau verkefni sem Uni- fem á Norðurlöndunum hafa styrkt. Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráð- herra Norðurlanda, flytur ávarp og Kristín Ástgeirs- dóttir sagnfræð- ingur fjallar um hvar ætla megi að þörfín fyrir þró- unaraðstoð til handa konum verði brýnust nú í byrjun nýs árþús- unds. Fulltrúar frá stjórnum UNI- FEM-félaganna í Sviþjóð, Finnlandi, Danmörku og ís- landi kynna verkefni sem viðkom- andi félög hafa styrkt. Að því búnu verða pallborðsumræður Kristín Ástgeirsdóttir. Háskólafyrirlestur í dag, kl. 15.15, flytm- dr. Victoria Vázquez Rozas fyrirlestm í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda. Fyrirlestm dr. Vá- zquez Rozas nefnist Recmsos en Intemet para el estudio del espanol og verður haldinn á spænsku. í fyr- _________________irlestrinum ræðir hún Samkomur um þær upp. lýsingaveit- m á veraldarvefnum sem era gagn- legar þeim er stunda spænsk fræði, auk þess sem hún mun fjalla um nokkrar spænskar orðabækm á geisladiskum sem hafa komið út á alira síðustu árum. Hraukbæjarmaðurinn sýndur um helgina 11. og 12. september verðm sýnd beinagrind sú sem fannst í Hrauk- bæ i Kræklingahlíð 23. ágúst síðast- liðinn. Um er að ræða einstakt tæki- færi til að berja Hraukbæjarmann- inn augum því eftir helgina verðm hann sendm til frekari rannsókna hjá Þjóðminjasafiii íslands. Jazzhátíð í Reykjavík: Dixieland, fönk og klassískur djass Það má með sanni segja að djassað verði um allan miðbæinn í kvöld og geta djassáhugamenn rölt á milli pöbba og bara kynnt sér það sem í boði er, án þess að grípa til veskisins því ókeypis er á alia tónleikana. Það er vel við hæfi að kvöld hinna ókeyp- is tónleika heQist með leik Dixieland- hljómsveitar Árna ísleifssonar á Ing- ólfstorgi. Dixieland er alþýðleg tón- list í ætt við marsa lúðrasveitanna en krydduð blús. Á Astro kemur fram funksveitin Jagúar. Funkið er alisráðandi hjá hljómsveitinni og hefm hún vakið mikla athygli sem ein helsta stuð- hljómsveit landsins. Á Cafe Victor leikur önnm funk- sveit sem einnig er skipuð ungum hljóðfæraleikmum, Funkmaster 2000. Tónlistin er fónk af öllum gerð- um, frá Herbie Hancock til James Brown. Þóra Gréta Þórisdóttir syngm á Einari Ben og með henni leika Óskar Einarsson píanisti og Páli Pálsson bassaleikari. Þóra Gréta hefur getið sér gott orð sem djasssöngkona. Andrea Gylfadóttir mun syngja jassinn fullum hálsi á Gauki á Stöng á fostudagskvöldið og með henni koma fram valinkunnir hljóðfæra- leikarar. Jam session má ekki vanta á neina djasshátíð og enginn veit hvað gerast kann í Kaffileikhúsinu á fóstudags- kvöld. Aðalatriðið er að sem flestir hljóðfæraleikarar mæti og taki þátt í djamminu. Á Kaffi Reykjavík verðm boðið upp á klassískt bíbopp og standarda. Það era Jazzmenn Alfreðs sem leika. Trió Þóris Baldurssonar, helsta hammondorgelleikara íslands, mun spila lög af klassískri efnisskrá djass- ins í Klaustrinu á fóstudagskvöld. Meðleikarar hans eru ekki af verri endanum: Jóel Pálsson á tenórsaxófón og Jóhann Hjörleifsson á trommur. í Sölvasal, Sólon íslandusi, heim- kynnum Múlans, leikm kvartett gít- aristans Andrésar Þórs Gunnlaugs- sonar. Á Astro leikur Jagúar fönkaðan djass. Lægir undir kvöld Viðvönm: Búist er við stormi, eða meira en 20 m/s, norðvestantil síðdegis, 15-20 sunnanlands en mun Veðrið í dag hægari austlæg átt norðaustantil. Rigning sunnanlands í fyrstu en einnig norðanlands síðdegis. Rign- ing eða slydda norðvestantil. Lægir mjög sunnanlands undir kvöld, en suðaustan 13-18 á Austurlandi. Fremm hæg suðlæg eða breytileg átt með rigningu eða súld á Austur- landi. Hiti 2 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.13 Sólarupprás á morgim: 06.37 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.50 Árdegisflóð á morgun: 07.12 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg úrkoma í grennd 4 skýjaö 3 skýjað 3 1 skúr 5 skýjað 4 súld 5 skýjaö 4 úrkoma í grennd 7 skýjað 12 þokumóöa 15 skýjað 16 hálfskýjað 8 14 skúr á síð. kls. 11 þoka á síð. kls. 6 heióskírt 24 skýjað 17 léttskýjaö 21 léttskýjað 16 heiöskírt 12 léttskýjaö 12 þokumóóa 20 léttskýjað 15 súld 7 lágþokublettir 12 léttskýjað 17 heiðskírt 17 heióskírt 21 heióskírt 1 rigning 22 þokumóöa 25 þokumóóa 15 þokumóða 20 léttskýjaó 17 þokumóða 19 alskýjað 10 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið era nú færir. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðr- um vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu era þó færir öllum bílum. Ástand vega Vskafrennmgur 0 Steinkast Q3 Hálka @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkai Q} fifært fD Þungfært © Fært fjallabílum Tvíburar Guð- mundu og Ragnars Á myndinni era tvíbur- ar ásamt fimm ára stóra bróðm, Elvari Inga. Tví- burarnir era drengm og stúlka og fæddust þeir á fæðingardeild Landspítal- Böra dagsins ans 5. ágúst, stúlkan var 3160 grömm að þyngd og drengurinn 3240 grömm, bæði vora 50 sentímetra löng. Foreldrar systkin- anna era Guðmunda Ró- bertsdóttir og Ragnar Guðbjartsson. Fjölskyld- an býr í Keflavík. Samheldni breskra kvenna á Italíu í seinni heimsstyrjöldinni er þungamiðjan íTea with Mussolini. Te með Mussolini Te með Mussolini, sem Há- skólabió sýnir, fjallar um munað- arlausan dreng sem settur er í fóstur til enskrar konu, Mary (Joan Plowright), sem er ein nokkurra enskra kvenna sem hafa hreiðrað um sig í Florence og er hópnum stjórnað af Hester (Maggie Smith) sem telm að þær séu aUar undir verndmvæng Mus- solinis og að hann muni verja þær þegar seinni heimsstyrjöldin hefst. Þær hafa rangt fyrir sér því bresku '///////// Kvikmyndir konunum er safnað saman og þær settar á hótel sem er gætt. Þar hitta þær fyrir hina amerísku Elsu (Cher) sem hefm veriö dugleg að finna ríka eiginmenn. Hún finnur til með ensku konunum og borgar fyrir þær reikninga svo þær geti dvalið á hótelinu. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Analyze This Saga-Bíó: Resurrection Bíóborgin: Sex: The Anabelle Chung Story Háskólabió: Notting Hill Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Big Daddy Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 1B 19 20 21 22 Lárétt: 1 rými, 6 drap, 8 kaffibætir, 9 skylda, 10 karlmannsnafn, 11 am- boð, 13 dulinn, 15 leyfi, 16 hret, 18 efnaðan, 21 málmur, 22 ákærði. Lóðrétt: 1 könnun, 2 fuglar, 3 fæða, 4 hrasa, 5 þannig, 6 skjól, 7 kvæði, 12 káfi, 14 einnig, 15 fljót, 17 frjó, 19 klaki, 20 átt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 henda, 6 ás, 8 ofar, 9 uml, 10 sag, 11 orka, 13 siglan, 16 aðall, 18 át, 19 ákafa, 20 dró, 22 tal, 23 raup. Lóðrétt: 1 hossa, 2 efa, 3 nagg, 4 drollar, 5 aur, 6 ám, 7 slakt, 12 knár, 14 iðka, 15 alda, 17 afl, 19 át, 21 óp. Gengið Almennt gengi LÍ10. 09. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra. franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg. franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 ít. líra 0,039690 0,03993 0,039790 Aust. sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.