Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 14
14 A FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Fréttir 1—3jQ QÍQ óbyrgð Verö á bensíni og dísilolíu hefur stööugt hækkaö: Ríkið fær langmest Verð á dlsilolíu hefur farið jafnt og þétt stígandi allt þetta ár. Þann 1. desember 1998 var verð á dísilolíu- lítra 26,3 krónur en á þessu ári hef- ur verðið hækkað fimm sinnum. Það er eftir síðustu hækkun 1. sept- ember sl. komið í 31,30 krónur. Verð á bensíni hefur hækkað mun hressilegar en dísilolíuverðið. Bensínverðið var nokkuð stöðugt í heildina tekið árið 1998. Hjá flestum bensínstöðvum var fullt verð án af- sláttar 1. desember í fyrra 72,6 krón- ur á 95 oktana bensíni og 98 oktana var á 77,30 krónur. Frá janúar og fram í apríllok á þessu ári var meira að segja verð- hjöðnun en 1. maí var 95 oktana Þróun eldsneytiskostnaðar 90 —ver&samsetnlng og breytlngar 1998 og 1999 lcilíi sð sJkoujji skóBWHJ] -kaupstaður v i ð sjó Miðbœ H af n a rfi r ð i Teg: Vagabond Litur: svart leður V, Verð 7.990 skóMŒ] Teg: Muflon Litur: svart Verð 6.190 / Tee: Fannv \ Litur: svart leður V Verð 6.490 Teg: Vagabond Litur: Svart leður Verð 13.900 n Teg: Shoox Litur: svart leður Verð 5.990 Teg: Muflon Litur: rauður/svartur Verð 4.390 Olæsilegrl skór - glæsilegir fæinr Opið kl. 10-16 laugardaga SKÓ GLUGGINN FJÖRÐIR bensín komið í 73,6 krónur, en 98 oktana í 78,3 krónur lítrinn. Síðan hafa komið fimm hækkanir á bens- ínverðið og nú síðast 1. september, en þá fór 95 oktana bensín í 87,7 krónur lítrinn og 98 oktana bensín í 92,4 krónur. Verð á bensíni fer að langstærst- um hluta beint í ríkissjóð. Þannig fór 64,01 króna af hverjum 95 oktana bensínlítra i ríkissjóð 1. janúar sl. en þá kostaði lítrinn til neytenda 70,21 krónu. Þann 1. september var hlutur ríkissjóðs hins vegar orðinn 75,95 krónur af hverjum lítra 95 okt- ana bensíns. Ofan á innkaupsverð og flutn- ingskostnað á bensíni bætist 97% vörugjald, 0,65 krónur í fhitnings- jöfnunargjald, 28,80 krónur í bensín- gjald, álagning olíufélaganna, um 16 krónur, og síðan bætist 24,5% virð- isaukaskattur ofan á allt saman. Álagning olíufélaganna hefur þrátt fyrir mikla verðhækkun á bensíni til neytenda nær alveg stað- ið í stað allt þetta ár og hefur verið um 16 krónur af 95 oktana bensíni. Hún hefur aðeins hækkað um 0,7 aura síðustu átta mánuði. Til að milda þær hækkanir sem átt hafa sér stað að undanförnu, þá hefur ríkisstjórnin ákveðið í kjölfar kröfugra mótmæla, að lækka vega- gjaldið um rúmar tvær krónur og endurskoða 97% vörugjaldið. — Fjarðargötu 13-15 - sími 565 4275, 555 1890 Gríðarlegt vatnsveður var á Eskifirði á miðvikudag. Ár og lækir uxu upp úr öllu valdi og nýir mynduðust. Starfsmenn bæjarins reyndu að greiða vatn- flauminum götu til sjávar. Akranes: Skuldir á gráu svæði DV, Akranesi: Fyrir skömmu var ársreikningur bæjarsjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 1998 samþykktur, að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi. Þar kemur fram að skuldir bæjarins eru á gráu svæði og aðgátar er þörf í fjármálum bæjarins. Skatttekjur urðu samtals 847,8 milljónir króna sem eru 14,3 milljón- ir kr. yfir áætlun, sem nemur 1,7%. Rekstrargjöld urðu 783,8 m.kr. en voru áætluð 709,7 m.kr. Mismunur- inn, 74 milljónir kr., liggur að stærst- um hluta i hækkun á lífeyrisskuld- bindingum, 67,9 m.kr., sem ekki var gert ráð fyrir í áætlaðri niðurstöðu ársins 1998. í gjaldfærði fjárfestingu var ráðstafað nettó 80 milljónum en áætlað að verja kr. 70 milfjónum og í eignfæröa fjárfestingu var varið nettó 81,4 m.kr. en áætlað hafði ver- ið að verja 94,3 m.kr. í þann lið. Skuldir Akraneskaupstaðar eru 1.425 m.kr. eða sem nemur 275 þús- undum króna á hvem íbúa. Þar af eru lífeyrisskuldbindingar 501 millj- ón. Peningalegar eignir um áramót voru 192,0 milljónir króna. Veltuflár- staða lagaðist á milli ára og fór úr 0,65 í 0,86. Á fundinum kom fram að skuldir bæjarins eru komnar á gráa svæðið. -DVÓ i 'd ll 1 7 „Hún kom inn með morgunfluginu, blessunin, og fór út með kvöldfluginu," sagði Friðrik Á. Guðmundsson, framkvæmdastjóri verslunarrniðstöðvarinn- ar Fjarðar í Hafnarfirði, um þessa dúfu sem rataði inn í miðstöðina um dag- inn. „Hún rataði ekki út og var hér á sveimi þar til hún var fönguð undir kvöld og sleppt út,“ sagði Friðrik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.