Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Viðskipti i>v Þetta helst: ••• Viðskipti á VÞÍ 888 m.kr. ••• Mest með bankavíxla, 417 m.kr. ••• Hlutabréf 312 m.kr. ••• íslandsbanki hækkaði um 2,9% í 81 m.kr. viðskptum ••• Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% og er nú 1.329,8 ••• Baugur hækkaði um 4% og er gengið nú 9,62 ••• Nýherji lækkar um 4,17% ••• Fiskeldisstöðin Máki í Fljótum: Eitt stærsta Evrópu- verkefnið í Fliótin Bráölega verður hleypt af stokk- unum í fiskeldisstöð Máka í Fljótum einu stærsta Evrópuverkefninu sem unnið hefur verið að hér á landi. Vinnslustöðin samþykkir sam- runann Stjóm Vinnslustöðvarinnar hefur samþykkt viljayfirlýsingu um samruna ísfélags Vestmannaeyja hf., Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, Krossaness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Höfh í Homafirði. Stefnt er að þvi að ganga frá formlegri áætlun um sam- runann fyrir 15. október nk. Gert er ráð fyrir að félögin fjögur sameinist undir merkjum ísfélags Vestmannaeyja, elsta starfandi hlutafelags landsins, og að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði í Eyj- um. Þess má geta aö stjóm ísfélags Vest- mannaeyja hf. samþykkti viljayfirlýs- inguna á fundi sínum í gær og stjóm Óslands ehf. fjallar um málið í dag. Þá hefur Viktor Helgason, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, tekið sæti í aðal- stjóm Vinnslustöðvarinnar i stað Gunnars Birgissonar sem sagði sig úr íslensk erfða- greining selur Hoffmann-La Roche hugbúnað íslensk erfðagreining hefur selt Hoff- mann-La Roche leyfi til þess að nota hug- búnað sem fyrirtækið hefur þróað og nefnist GeneMiner. í frétt frá íslenskri erfðagreiningu segir að ekki verði gefnar upp greiðslur fyrir þessi notendaleyfi. Hugbúnaðurinn sem um ræðir flýtir verulega fyrir greiningu erfðaefhis og mun því koma að góðum notum hjá erfðafræðideild svissneska lyfjafyrirtæk- isins. Hugbúnaðurinn er þegar í notkun hjá íslenskri erfðagreiningu, meðal ann- ars í tengslum við þau verkefni sem unn- in em fyrir Roche, en nú munu vísinda- menn svissneska fyrirtækisins jafnframt nota hann í eigin rannsóknarverkefhum. Endanlegt markmið er að finna sjúk- dómsvaldandi erfðavisa í þeim tilgangi að skilja betur sjúkdóma og skilgreina í framhaldi af því þau ferli í líkamanum sem lækningar og lyf hljóta að beinast að. GeneMiner-forritið er skrifað i Java og nýtir formgerðarlíkingu genamengja, samanburð miili tegunda og formgerðar- upplýsingar. Viðmót forritsins er not- endavænt og má nota það ýmist eitt og sér eða sem forritling í vefskoðara. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 3330 hi tp://\vAvw.vorlex.is/~skip/ Það ber vinnuheit- iö MISTRAL-MAR og verður sniðið í kringum notkun endurnýtingarkerf- is í stóru eldisrými í fiskeldisstöð. Það eru átta franskir og íslenskir aðilar sem hafa samein- ast um þetta verk- efhi og eru fjórir þeirra skagfirskir. Tæknilegi þáttur verkefnisins er byggður að tals- verðu leyti á MARITECH-verk- efninu sem Guð- mundur Örn Ing- ólfsson hjá Máka hefur veitt forstöðu um árabil. Til viðbótar við tækniþáttinn verð- ur mikil áhersla lögð á að byggja nauðsynlega rekstrar- og stjómunarþekkingu sem krafist er í rekstri stærri fisk- eldisstöðva. Hringur - Atvinnuþró- unarfélag Skagafjarðar hf. stýrir verkefninu og sér um samskipti hópsins við ESB, barrra- eldisfyrirtæk- ið Máki stýrir tækniþættin- um, hugbún- aðarfyrirtæk- ið Origo ann- ast gerð upp- lýsingakerfis um alla hugs- anlega þætti er varðar eld- ið og rekstur stöðvarinnar, alveg frá klaki þar til fiskurinn fer á borð neyt- andans, Hólaskóli rannsakar líf- fræðiþáttinn og einnig Há- skóli íslands. Jafnframt taka þátt í verkefninu þrír franskir aðilar, Franska hafrannsóknastofnunin IFREMER, fyrirtækið Katadyn, sem framleiðir búnað í endumýtingar- kerfið, og ráðgjafafyrirtækið Idee. Mikil viöurkenning Orri Hlöðversson, framkvæmda- stjóri atvinnuþróuncifélagsins Hrings, segir að mikil viðurkenn- ing felist í því að umsókn um verkefnið hafi fengið fjárstuðning frá ESB. „Við eram að keppa um hylli sjóða ESB við marga af fremstu fagmönnum á sínu sviði í Evrópu. Þetta sýnir ekki síst styrk þátttakendanna fjögurra úr Skaga- firði enda samanlögð reynsla þeirra mikil á sviði Evrópumála. Þá verður líka mjög spennandi að þróa þetta net upplýsingaþjónustu og tæknilausna sem fyrirtækið þarfnast í dreifbýlinu í Fljótunum til að tryggja öflug tengsl þess við markaði,“ segir Orri Hlöðversson. Gert er ráð fyrir að nánari út- færsla verkefnisins og undirskrift samninga fari fram í októbermán- uði og verkefnið hefjist síðan formlega 1. nóvember og standi í þrjú ár. Heildarkostnaður vegna þess nemur um 200 milljónum króna. Þar af kemur helmingur, eða 100 milljónir, frá ESB, en hinn hlutinn er vinnuframlag og tækja- búnaður sem verkefnisaðilar eiga og leggja fram sem sinn hlut. -ÞÁ Góð útkoma í Steinullinni Hækkandi verð á mjölmarkaði - framboð á mjöli lítið Samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins varð um 62,6 milljóna króna hagnaður af rekstri Steinullarverksmiðjunnar hf., miðað við 40,8 milljóna króna hagnað sama tímabil árið áður. Tekjur fyrirtækisins námu um 305,3 milljónum sem er ívið meiri sala en áriðl998. Ástæður þessa afkomu- bata eru fyrst og fremst lækkun af- skrifta og fjármagnsgjalda miðað við sama tímabil, auk þess sem sala á innanlandsmarkaði hefur aukist veralega, eða um 13%, og kemur þar fram sú mikla þensla sem er um þessar mundir í byggingariðnaði í landinu. „Þessar niðurstöður era nokkru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og era horfur fyrir síðari helming árs- ins nokkuð góðar bæði á heima- markaði og útflutningsmörkuðum," segir Einar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Steinullarverksmiðj- Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar. Verð á mjöli hef- ur hækkað nokkuð að undanfornu, þó svo að það eigi langt í land með að ná því verði sem var í ársbyrjun. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. Lítið framboð hafi ýtt undir þessa þró- un. Veiðar hafi al- mennt gengið illa í sumar, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Þær hafi þó gengið einna best í Dan- mörku. í Morgunpunktum segir enn fremur að í Suður-Ameríku ríki enn veiðibann en Perú megi hefja veiðar að nýju í byrjun október. Við ísland megi hefja loðnuveiðar upp úr miðj- um september. Kaupþing segir að mikil óvissa ríki um framhaldið og verðþróun þegar afurðir taki að streyma inn á markaðinn að nýju. Ástandið í Perú sé mjög slæmt, skuldastaða fram- leiðenda sé afleit og líklegt sé aö pressa verði á sölur þaðan. Það ástand gæti aftur haft lækkandi áhrif á verð. Miklu skipti hvernig veiðar takist hér. Verð á lýsi hafi verið nokkuð stöðugt en lítil eftir- spurn sé eftir þvi. Eins og kunnugt ér hafa mörg íslensk fiskvinnslufyr- irtæki gengið illa á þessu ári vegna lágs verðs á mjöli og lýsi á heims- markaöi. -bmg BGB með 34 miljóna hagnað BGB hf. á Árskógssandi var rekið með tæplega 34 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Heildartekjur á tímabil- inu námu 451 milljón sem er um 100 milljónum króna hærri tekj- ur, miðað við sama tímabil á síð- asta ári, en þá nam hagnaðurinn 17 milljónum króna. Microsoft stórlækkar verð á hugbúnaði Forsvarsmenn Microsoft til- kynntu í dag að þeir hygðust lækka verð á hugbúnaði í Eist- landi um allt að 60%. Markmið með lækkun- inni er að berjast gegn þeim sem framleiða og dreifa sjó- ræningjahug- búnaði. í Eistlandi, sem og víða í Austur-Evr- ópu, er mikið um ólöglegan hug- búnað og með þessu skrefi ætlar Microsoft að leggja sitt af mörk- um til að útrýma ólöglegum hug- búnaði. Microsoft ætlar hugsan- lega að lækka verðið jafnmikið í öðram Eystrasaltslöndum. Talið er að ólöglegur hugbúnaður og afritun hans kosti heiðarlega hugbúnaðarframleiðendur 11 milljarða dollara á ári. Landsframleiðsla Japans umfram væntingar Landsframleiðsla í Japan á öðram fjórðungi þessa árs var töluvert umfram væntingar sér- fræðinga. Framleiðsluaukning á tímabilinu var 0,2%, miðað við ársfjórðunginn á undan. Eins og menn muna var hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi líka umfram væntingar. Helsta ástæðan nú er aukin einkaneysla, en hún jókst um 0,8%, og fjárfestingar í hús- næði jukust um 16,1%. Lítil einkaneysla hefur verið vanda- mál í Japan undanfarin ár, þrátt fyrir afar lága vexti. Nikkei- hlutabréfavísitalan tók kipp upp á við þegar þessar fréttir bárast og er nú 17.667,56 Þjóðverjar valda vonbrigðum Fleiri þjóðir eru að birta hag- tölur sínar um þessar mundir. Þjóðarframleiðsla í Þýskalandi var óbreytt á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta en þá jókst framleiðslan um 0,4% frá fyrri ársfjórðungi. Sérfræð- ingar höfðu spáð því að vöxtur yrði 0,2%. Fréttirnir ollu nokk- urri lækkun á gengi evrannar gagnvart doHar. Fjármálaráð- herra Þýskalands sagði ástæð- una m.a. vera slæma tímasetn- ingu páska og mikU olíukaup á fyrri hluta ársins tU aö fyrirtæki gætu forðast að borga tekju- skatta. Aukin neytendalán í Bandaríkjunum Bandarískir neytendur láta vaxtahækkanir og verðbólgu- þrýsting hafa litil áhrif á sig og auka lántökur sínar. í júlí tóku bandarískir neytendur 1.354 miUjarða doUara að láni og var það nokkru meira en menn reiknuðu með. Það var einkum aukin greiðslukortanotkun sem stuðlaði að þessu. Aukning lán- töku í júlí er 7,9% miðað við heUt ár og er það mun meira en á sama tíma i fyrra. Hugsanlegt er talið að þessar fregnir auki á verðbólguþrýsting þar í landi. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.