Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Spurningin Heldurðu að KR-ingar verði íslandsmeistarar um helgina? Sigrún Anna Snorradóttir nemi: Já, alveg örugglega. Grímur Zimsen nemi: Ég veit þaö ekki. Ragnar Örn Blævarr málari: Nei, það held ég ekki. Vigdis Guðjohnsen nemi: Já, já. Ögmundur Kristinsson, nemi í Álftamýrarskóla: Já. Ámi Ragnarsson allskynsmaður: Já, ég held það takist loksins hjá þeim. Lesendur Óréttlátt starf leigubílstjóra Bréfritari segir að leigubflstjórar fái ekki frið fyrir lögreglunni. Leigubílstjóri hringdi: Alveg er ég búinn að fá nóg af umferðarmenningunni hér í Reykjavíkurborg. Þetta á að heita höfuðborg landsins en hér keyrir fólk eins og um smábæ væri að ræða. í starfi mínu þarf ég að sjálf- sögðu að vera sífellt á ferðinni en sumt fólk gerir það að verkum að ég kemst hvergi leiðar minnar. Það er að sjálfsögðu alger lágmarkskurt- eisi að fólk sem keyrir hægt og er ekki að flýta sér á að keyra á hægri akrein. Einhvern veginn virðist samt eldra fólki og öðrum sleðum takast að teppa vinstri akreinina þannig að umferðin hreyfist jafn hægt á báðum akreinum. Ég var í Portúgal á dögunum og hreyfst al- gerlega af umferðarmenningunni þar. Þar eru skýrar reglur um hægri og vinstri akrein og ef ein- hver tefur á vinstri akrein fær sá hinn sami líka að heyra það. Gott dæmi um gott skipulag á þessum málum er neðanjarðarlesta- kerfið í London. f stigunum er fólki ráðlagt að halda sig hægra megin svo þeir sem eru að flýta sér komist leiðar sinnar. Þar ertu algerlega á þína ábyrgð ef þú ert að dóla vinstra megin. íslenskir bílstjórar ættu auðvitað að vita hvemig á að bera sig að í umferðinni og leyfa þeim að keyra hraðar vinstra megin sem þess þurfa. Það þarf heldur eng- an að undra hvers vegna svo marg- ar aftanákeyrslur og slys verða hér á landi. íslendingar haga sér nefni- lega eins og fifl í umferöinni og taka ekkert tillit hver til annarars. Við sem erum í atvinnuakstri erum sammála um þetta því við vitum betur. Þetta er okkar starf og af hverju fáum við ekki stunda það eins og kollegar okkar erlendis? Svo er alltaf verið að hnýta í okkur og segja að það séu bara einhverjir aumingjar og örorkubótaþegar sem keyra leigubíla. Það er sko nokkuð ljóst að ég kem þreyttur heim úr vinnunni eftir að hafa lagt mig fram. Þar að auki á nætumar um helgar, þegar bara leigubílar era á ferðinni, fáum við ekki að aka að okkar skapi. Við sem kunnum að keyra fáum ekki frið fyrir lögregl- unni sem situr fyrir okkur á næst- um hverju götuhorni. Ofan á þetta höfum við ekki enn fengið í gegn að fá öryggisgler á milli okkar og far- þeganna í bílnum. Eftir að hafa séð sjónvarpsþáttinn um morðið á leigubílstjóranum um daginn stend- ur manni bara ekkert á sama. Hvar er réttlætið í þessu starfi? Frjósemi og kynhvöt borgarbúa dregin í efa! Ólafur R. Magnússon, varafor- maður Hundaræktarfélags ís- lands skrifar: Á baksíðu DV hér á dögunum birt- ist grein merkt EIR þar sem segir í stuttu máli að borgarbúum hafi að- eins fjölgað um fimm prósent á síð- ustu fimm árum og telur EIR þetta alvarlegt mál, því að á sama tíma hafi hundum fjölgað um þrettán pró- sent. Já, þetta stefnir i óefni ef rétt reynist því ef ekkert verður að gert þá taka hundamir völdin því þeir verða orðnir fleiri en við borgarbúar snemma á næstu öld. Það er kannski ljós í myrkrinu að við hundaeigendur getum ýmislegt lært af ferfætlingunum, þ.e.a.s. hvernig er best að fjölga sér o.s.frv. Þannig að á þeim bæjum getum við spyi'nt við fótum i orðsins fyllstu merkingu. Að öllu gamni sleppt þá er þessi stutta grein aðför að okkur hundaeig- endum, því eins og að ofan segir: Ef ekkert verður að gert þá verða hund- amir i Reykjavík orðnir fleiri en fólk- ið snemma á næstu öld, að mati EIR. Spurningin er, ætlar EIR að fækka hundunum eða fjölga borgarbúum? Eina rás eða peningana á borðið Hvers vegna þarf Jón Ólafsson endalaust aö skjóta upp kollinum innan vébanda okkar félagshyggjufólks, spyr bréfritari. Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifar: Hvers vegna þarf maður stöðugt að verða fyrir vonbrigðum með nán- ast allt sem snýr að okkur félags- hyggjufólki? Klaufagangurinn í Laugardalnum, það hvernig þeim gat dottið í hug að fara að byggja þar og hvers vegna í ósköpunum þarf þessi Jón Ólafsson endalaust að skjóta upp kollinum innan okkar vébanda. Nóg er nú búið að tala um skuldir R-listans við þennan Jón og svo kemur enn eitt höggið. Sjálft Al- þýðubandalagið gamla þurfti að leggjast í duftið fyrir hann. í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dög- um segir Páll Vilhjálmsson, sem var ritstjóri Vikublaðsins sem Alþýðu- bandalagið gaf út, frá viðskiptum við fyrirtæki Jóns, þ.e. Stöð 2. Ég gat ekki skilið greinina á annan veg en að lítt dulbúnar hótanir hafi ver- ið hafðar í frammi við Alþýðu- ILIII5IM][d)^ þjónusta allan sólartiringiijjj** Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem blrt verða á lesendasíðu bandalagið. „Annaðhvort afgreiðið þið í útvarpsréttarnefnd erindi í hag Stöðvar 2 eða borgið upp himin- háa skuld.“ Svo eram viö félagshyggjufólk að slá skjaldborg um þennan mann sem er með lægri laun en við flest (79.000 á mánuði!) og borgar þar af leiðandi ekki krónu til samfélagsins en sendir börnin sín í rándýra einkaskóla í Bretlandi og kaupir banka eða lendur í Garðabæ til hægri og vinstri. Þetta fer að verða ansi pirrandi. Hreint í sveitinni Sunnlendingur hringdi: Guðni Ágústsson lætur að sér kveða í landbúnaðarráðuneytinu eins og vænta mátti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að allt sem ráðherrann tek- ur sér fyrir hend- ur veki gleði en eitt mál hans ætti þó að nást samstaða um. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu ráðherr- , Guöfú ans um samstillt Agústsson. átak til að hreinsa og fegra sveitir. Mörg bú era til fyrirmyndar en hraksmán- arlegt er ástand annarra. Hús era ómáluð og draslið út um allt. Gamlir traktorar standa á beit víð og dreif um túnin, þar sem hætt var að nota þá eitthvert haustið. Gamlar heyvinnuvélar sömuleið- is sem og áburðardreifarar og annað dót. Tillagan var löngu tímabær. Guðna er treystandi til þess að taka myndarlega á þessu. Elliheimili • til sóma Afkomandi skrifar: Lítið veit bréfritari sá er sendi DV lesendabréf, sem birtist á mið- vikudaginn, og sagði elliheimilin þjóðfélagslegan smánarblett. Þar sem ég þekki til, á Hrafnistu í Hafnarfirði, á þetta fráleitt við og vafalaust gildir það um önnur elliheimili. Á fyrrnefndu heimili líður vistmönnum vel - þeir hafa sitt fyi’ir sig meðan heilsan leyfir en njóta þjónustu sjúkradeildar þegar hún tekur að gefa sig. Starfsfólkið er alúðlegt og hjálp- samt og viðurgjörningur allur hinn besti. Bréfritarinn ætti að kynna sér þetta áður en hann rennir sér fótskriðu á ritvellinum og dettur um sjálfan sig. Varúð Birgir S. hringdi: Bíleigendur eru orðnir lang- þreyttir á þeim gjöldum sem á þá era lögð. Bílar era mjög skattlagð- ir og því dýrir í innkaupi. Trygg- ingar vora hækk- aðar gríðarlega á árinu og bensín- verð, sem eink- um rennur til ríkisins, hefur stórhækkað frá því í vor. Því er að vonum að ýtt sé á fjármálaráðherra að lækka vörugjald á bensíni sem hann af örlæti sínu hefur fallist á að lækka um 2,5 krónur. Þetta er þó varhugavert. Fari svo að bensín lækki aftur á heimsmarkaði sitj- um við uppi meö þessa' föstu krónutölu. Ríkið mun því halda uppi verðinu. Því verður að knýja fram aðrar lækkunarleiðir. Land- flutningamenn hafa bent á að vöragjald haldist með sama hætti og nú en á það verði sett ákveðið hámark eða þak. Þar með tekur það þeim lækkunum sem hugsan- lega verða. Það virðist gáfulegri aðferð en sú sem FÍB pressaði í gegn hjá ráðherranum. Kjúklingaát Neytandi hringdi: Þykir það ekkert tiltökumál aö hundrað manna hafi fengið mat- areitrun af svokölluðum campylobacter, sem einkum berst í menn með kjúklingum? Ef marka má fréttir að undanfömu hafa allt að 8 sýni af hverjum 10 reynst innihalda þessa bakteríu í ákveðnu kjúklingabúi. Fram til þessa hafa menn talið sig geta treyst því að þeir séu að kaupa ósýkta matvöru i verslunum hér á landi. Því er spurt hvort for- svaranlegt sé að selja þessa vöru? Ábyrgð heilbrigðisyfirvalda er mikil að heimila slíkt. Geir H. Haarde.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.