Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 nn Ummæli Kennarar og of- greiddu launin „Þeir áttu að bjóðast til þess að fyrra bragði að endurgreiða hin of- teknu laun. Annars eru þeir að sýna mikinn siðferðis- brest með því að segja að þeir ætli að hirða oftekið ■; fé. Getur verið að þetta séu skilaboðin til nem- enda?“ Pétur Blöndal alþingismaöur, í DV. Ekkert með samvisku að gera „Þetta mál hefur ekkert með samvisku og siðferðiskennd að gera. Reykjavíkurborg verður , að sætta sig við að hafa ofgreitt laun sem samkvæmt lögum eru ekki endurkræf. Þetta eru ekki mistök kennara." Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- form. Kennarasambands ís- lands, í DV. Auglýsingaáætlim Tals „Það mætti halda að hluti af auglýsingaáætlun Tals væri að rifast við samgönguráð- herra og vekja at- hygli á fyrirtæk- inu með því.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, í Morgunblaðinu. Klaufaskapur ráðherra „Guðni (Ágústsson) er félags- hyggjumaður og mun ekki láta staðar numið í Skagafirði. Nafn- giftin orkar tvímælis og í raun er óþarft að vekja upp hreppar-1 íg með klaufaskap." Guðmundur Birkir Þorkelsson, form. Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga, í Degi. Verðbréfasalar á stuttbuxum „Verðbréfasalar eru margir barnungir á stutt-; um buxum og hafa ekki komið nær , fjármálum um dagana en að spila fimmaura- , hark í skólaport- inu.“ Ásgeir Hannes Eiríksson um ís- lenska verðbréfasala, í Degi. Sakbomingar „Þegar við hjá Heilbrigðiseft- irliti Suðurlands vekjum at- hygli á campylobactersýkingun- um þá erum við allt í einu orðn- ir sakborningar og þurfum að sæta ítrekuðum yfirheyrslum hjá lögreglu og skoðun um- hverfisráðuneytis." Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastj. Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í DV. Friðrik Theódórsson, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur: Spilamennskan er öryggisventill meðan á hátíðinni stendur Það má með sanni segja að djass- inn ráði ríkjum í kvöld, en þá verður boðið upp á djass á tíu stöðum í Reykjavík. Upphitunin fer fram á Ingólfstorgi þar sem dixieland verður í hávegum haft, síðan er djass á átta veitingastöðum og einir tónleikar í Tjarnarbíói. Ekkert kostar inn á þessa tónleika nema tilraunadjassinn í Tjarnarbíói. Sjálfsagt hefur aldrei áður verið djass á jafnmörgum stöðum í miðbæ Reykjavík- ur. Djasshátíðin heldur síðan áfram á laugardag og sunnudag og eru hverjir stórtónleik- arnir á fætur öðrum þar sem meðal ann- ars erlendu gestirnir f Edda Cameron og John Abercrombie koma fram, en auk tón- leika þeirra sem eru á sunnudag má nefna Mingus-tónleika á laugardag og tónleika Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar, Sálma lífs- ins, sem eru í Hallgrímskirkju," seg- ir Friðrik Theódórssson, fram- kvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavík- ur, en í nógu er að snúast hjá honum þessa dagana því auk þess að standa i öllu því amstri sem fylgir að sjá um jafnviðamikla hátíð og Jazzhátíð Reykjavíkur er þá er hann einnig í Dix- Maður stjóm um áramót, og þá er strax far- ið að finna flöt á hátíðinni, kanna hvað er í boði og hvað hentar okkur. Það er takmarkað fjármagn sem við höfum milli handanna og verðum við að sníða stakk eftir efnum og ástæð- um. Við getum ekki leyft okkur hvað sem er. Til að mynda höfum við ekki tök á að fá stærstu nöfnin í djassin- um. Þótt ekki vanti viljann til að fá menn eins og Chic Corea, Keith Jarret eða Sonny Rollins til landsins þá höfum við ekki bolmagn til þess. Þess í stað reynum við að fmna eitt- hvað sem vekur áhuga og spenning --------------- og vissulega er rlao'cinc j°hn Abercrombie Uugollla stórt nafn í djass- ielandsveit Árna ísleifs og verður að spila og syngja á Ing- ólfstorgi i kvöld. Friðrik segir að reynt sé að gera há- tíðina eins fjöl- breytta og kostur er: „Það em margir skólam- ir sem hægt er að kynna sér á hátíðinni, þarna er dixieland og beebop af gamla skólanum og fónk og tilrauna- djass af nýja skól- anum og allt þar á milli.“ Undirbúningur er mikill fyrir hátíð sem þessa: „Það er kosin inum þótt ekki teljist hann meðal hinna stærstu, en hann er verðugur þess að halda lokatónleika okkar.“ Friðrik hefur starfað við nokkrar djasshátíðir: „í gegnum árin hefur hátíðin ávallt vakið áhuga og viss stemning skapast í kringum hana, það er að vísu mismunandi á milli ára, en það skapast alltaf eitthvert visst andrúmsloft sem mjög gaman er að vera í.“ Friðrik gefur sér tíma frá amstr- inu til að taka fram básúnuna og syngja: „Það er slökun að geta smá- stund verið þáttakandi í veislunni, gert það sem er skemmtilegast og þá fmn ég hvernig ég slaka á. Það má segja að spilamennskan sé öryggis- ventill hjá mér meðan á hátíðinni stendur." Að lokum vildi Friðrik hvetja alla til að taka kvöldið snemma, fara í bæinn í kvöld og sjá hvað í boði er. -HK í kórnum sem syngur í Ráðhúsinu eru yfir áttatíu manns. Kór flytur eigin tónsmíðar í dag kl. 18 verða haldnir tónleikar í Ráðhúsi Reykja- víkur. Tónleikar þessir eru merkilegir fyrir þá sök að tónlistin, sem flutt verður, var ekki til fyrir tveimur vikum en hún er unnin í samvinnu fólks á aldrinum 15-45 ára sem myndar kór sem flytur verkin á tónleik- unum og eru söngvararnir áttatíu. Tónleik- ar þessir eru lokaáfangi nám- skeiðs í Skap- andi tónlist og tónlistarmiðlun sem rekið er af Sigrúnu Sævarsdóttur Tónleikar í samstarfl við Tónlistar- skólann í Reykjavík og Há- teigsskóla. Tónleikarnir standa í um það bil eina klukkustund. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2498: / ) b' '*• \ V 1 :\tfý ' uA-, YÞofí.- © Samansaumaður maður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Boro Kapor sýnir málverk í Ráð- húslnu. Króati málar ísland í Ráðhúsinu stendur yfir sýn- ing á málverkum eftir Boro Kapor sem fæddur er í Split í Króatíu en hefur dvalið hér á landi undanfarin ár. Á sýning- unni eru málverk sem hann hef- ur málað á stöðum hér á land sem hann hefur hrifist af. Kapor lauk námi í listaskólanum I Zagreb, þar sem hann lagði, auk málunar, stund á lagfæringu á gömlum listaverkum (restaurator). Hefur hann unnið að list sinni í tuttugu ár og haldið sýningar í Króatíu, Austurriki, Ítalíu, Þýskalandi og - Hollandi. Um sjálfan sig segir Kapor: „Ég kom til íslands 1992 og bjó fyrst í Keflavík. Sýningar Þegar einn vinur minn sagði að fallegasti hluti landsins væri Austurland flutti ég til Vopna- fjarðar. Um sama leyti varð ég fyrir miklum áhrifum af lögum Bjarkar Guðmundsdóttur og hvernig hún kynnti íslenskt landslag á Homogenic. í fram- haldi af þessum hughrifum mín- um byrjaði ég að mála landslags- myndir en það hafði ég ekki gert áður.“ Bridge Bæði NS pörin i leik Dana og ísraela í leiknum um þriðja sætið á HM yngri spilara enduðu í 6 hjört- um í þessu spili í leiknum. Engin vandræði voru að vinna þann samn- ing í þessari legu en segja má að heppnin hafi leikið við bæði pörin. Sex granda samning- ur er miklu betri, enda getur slæm hjartalega í sex hjörtum sett strik í reikninginn. Ef austur á lengd í hjarta (eða vestur fimmlit) gætu 6 hjörtu hæglega farið niður. Möguleikamir í 6 gröndum eru hins vegar ótalmargir. Sagnhafi á 11 toppslagi og sá tólfti gæti komið á marga vegu, í tígli, með þvingun eða endaspilun. Sagnir gengu þannig í opnum sal, austur gjafari og allir á hættu: 4 ÁKDG *ÁK1054 ♦ Á2 4 D4 4 1065432 ** 83 ♦ K653 * 9 Austur Suður * 98 V 972 * D1074 * ÁKG2 Vestur Norður Madsen Levin Konow Shaham Pass pass pass 2 4 Pass 2 ♦ pass 2 «* Pass 3 •» pass 34 Pass 4 4 pass 4 ♦ Pass 5 4 pass 5 grönd Pass 6 p/h Og sagnir í lokuðum sal: Austur Suður Vestur Norður Leving. Kristen. Liran Nohr Pass pass pass 2 4 Pass 2 4 pass 3 * Pass 4 4 pass 4 * Pass 4 4 pass 4 grönd Pass 5 4 pass 5 «* Pass 6 «* p/h Sagnir svipaðai- en hvorugt par- anna þefaði af grandsamningnum. ísak Öm Sigurðsson 4 7 » DG6 4 G98 4 1087653

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.