Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 13 Hálfsannleikur Hafró Hálfsannleikur Hafró Hafrannsóknastofn- un býsnast nú yfir miklum seiðafjölda þorsks sem „árangri“ af visindalegri þekk- ingu og markmiðum. Ef við lítum til baka feng- um við næststerkasta árgang þorskseiða 1976. Sá árgangur átti að skila miklum afla eftir upp úr 1980. „Árangur- inn“ birtist sem „hættuástand" sem leiddi af sér kvótakerf- ið 1983. Seiðmetið frá 1976 reyndist þorskár- gangur sem nánast hvarf og veiddist aldrei. Nýieg reynsla úr Barentshafi Ef flett er upp á frétt í Mbl. 11. sept. 1996 er eftirfarandi fyrirsögn: „Nýliðun þorsks góð í Barents- hafi“. Undirfyrirsögn: „Næst- stærsti árgangur frá upphafi mæl- inga“ Síðan er vitnað í Arvid Hy- len, leiðangursstjóra seiðarann- sókna í Barentshafil996. Hann seg- ir: „Við erum satt að segja mjög hissa á því að hrygningarstofn sem hefur verið að minnka skuli geta komið með svona stóran árgang. Hann er sá næststærsti sem við höfum mælt fyrr og síðar, aðeins árgangurinn frá 1992 var stærri." Síðan kemur millifyrirsögn: „Sex stórir í röð“ og texti fylgir: „Hylen sagði einnig, að þetta væri í fyrsta sinn í sögunni, að fram hefðu kom- ið sex stórir árgamgar í röð, en hann vildi ekki spá neinu um áhrif mælinganna nú á þorskkvótann eftir nokkur ár. Kvað hann ekki vitað hve stóri þorskurinn æti mikið af þeim smáa þegar lítið væri um annað æti.“ Kjallarinn Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri eins og dæmi. 1983 stofnun í dag er að stofnunin gerist sek um að skapa enn einu sinni vænting- ar með því að segja hálfsannleika. Seiðamælingin er eflaust rétt. Reynsl- an sýnir hins vegar að mikið magn af seiðum er jafnvel bara slæm frétt, miðað við reynsl- una úr Barentshafi þar sem lítið fiskast í dag. Líka skv. reynslu okkar af seiðunum frá 1976. Lélegir seiðaár- gangar hafa líka reynst metárgangar árgangurinn sem Reynslan Ef vitnað er í Arvid Hylen sagði hann að þeir hafi verið mjög hissa hve lítill hrygningarstofn gaf sterkan árgang 1996, þá er það svipuð reynsla og hérlendis 1983 Það sem er athugavert við fréttaflutning frá Hafrannsókna- Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju. Höfundur telur veiðráðgjöf stofnunarinnar tóma dellu. og 1984, - lítill hrygningarstofn gaf sterkan árgang! Að safna fiski í stóran hrygningarstofn er því alls ekki nauðsynlegt til að fá sterka árganga. Af hverju er þá verið að safan þorski í hafið nú? Er ekki aukin ákætta af sjálfáti þorsks með slíkri stefhu? Hafrannsókna- stofnun taldi „hættuástand" ríkja á miðunum 1983 eftir að fyrsta til- raun hennar til „að byggja upp stofninn" mistókst. Seiðin frá 1976 áttu að „byggjast upp“ - en týnd- ust! Svo mikið „hættuástand“ skapaðist i kjölfar þessarar til- raunar að setja þurfti núverandi lög um fiskveiðistjómun í árslok 1983. Ég segi enn og aftur: Rannsókn- arstarfsemi Hafrannsóknastofnun- ar er til fyrirmyndar og gögn þeirra eru vel nothæf. Þegar kem- ur að því að túlka rannsóknar- gögnin er eins og allt fari í tóma dellu. Reynslu er hent til hliðar en vafasamt reikni- líkan notað til að túlka rannsóknar- gögn. Veiðiráð- gjöfin í þorskveið- um er því tóm della. Reynslan sýnir að það getur verið hættulegt fikt við náttúruna að safna þorski í hafið. Þorskur er ránfiskur. Hann ræðst á afkvæmi sín og étur þau í ómældu magni ef hann er ekki veiddur. Þetta sýnir reynslan. Reynslan sýnir líka að nánast engin áhætta er að auka þorskkvótann strax um a.m.k. 100 þúsund tonn. Reynslan er áreiðan- legri vísindi en tölfræðtilgáta sem aldrei hefur staðist. Burt með til- gátur og reynsluna á borðið! Kristinn Pétursson „Það sem er athugavert við fréttaflutning frá Hafrannsókna■ stofnun í dag er að stofnunin ger- ist sek um að skapa enn einu sinni væntingar með því að segja hálfsannleika. “ Stórvirkjanir eru Guði þóknanlegar í sköpunarsögunni í fyrstu Mósebók segir svo: „Og Guð skap- aði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, og hann skapaði þau karl- mann og kvenmann. Og Guð bless- aði þau og sagði til þeirra: verið frjósöm og margfaldist og upp- fyllið jörðina og gjörið hana ykkur undirgefna! Drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yflr öllum dýrum sem hrærast á jörðinni." (Genesis 1. kapítuli, 27.-28. vers) Ekki getur kjallara- höfundur séð betur en að formæl- endur stóriðju á Austfjörðum sem annars staðar séu að fylgja boðum Skaparans. Það stendur nefnilega ekkert um það í heilagri Ritningu að maðurinn megi ekki nota vald- ið yfir jörðinni og öðrum dýrateg- undum sem Drottinn gaf honum í árdaga, eins og honum sýnist. Hann hlýtm- því að hafa leyfi til að nota það til þess að breyta ásjón jarðarinnar eða eyða þeim jurtum og dýrategundum sem ekki geta beinlínis komið honum að gagni. Þetta skilja stórframkvæmda- menn, eigendur stórframkvæmda- véla og stóriðjumenn, alls staðar á jörðinni. Þetta skilja líka Austfirð- ingar sem telja sig hafa orðið út undan í stór-framkvæmdakapp- hlaupinu hér á síðustu áratugum. Hins vegar skilja þeir ekkert í biskupi íslands sem dró í efa að stórframkvæmd- irnar á Eyja- bökkunum væru Guði þóknanleg- ar. Getur verið að biskupinn hafi ekki lesið Biblíuna sína nógu vel eöa kunni ekki að túlka hana? Óhætt að stugga við hreindýrun- um Svo er þetta með ásjónu járðar- innar sem öfga- fúllir náttúru- vemdarsinnar segja að ekki megi breyta. Kjallarahöfundur verður að játa að þegar hann leit slétta og íðilfagra ásjónu umhverfisráð- herrans okkar í sjónvarpinu hér um daginn, með Eyja- bakkakargann í baksýn hvarflaði að honum hvort spegilslétt uppi- stöðulón hefði ekki ver- ið fagurfræðilega betur við hæfi sem bak- grunnur. Kannski á Ómar Ragnarsson eftir að mynda ráðherrann, með þann bakgrunn, fyrir sjónvarp allra landsmanna, ef hann verður áfram starfs- maður þar á bæ. Hvað hreindýrin snertir, þá era þau nýbúar á öræf- unum. Þau era innflutt eins og lúpínan og geta jafnvel talist vera mengun. Því er alveg óhætt að stugga við þeim. Það gæti að vísu leitt til þess að eitthvað af þeim yrði sjálfdautt eða þau flyttu sig nær mannabyggð en þá er bara að rýmka skotleyfin. Um gæsirnar er það að segja að þær kunna að vísu að hafa unnið sér nokkurn þegnrétt á landinu áður en land- nám hófst á Islandi en um svoleið- is smámuni er ástæðulaust að fást. Drottinn hefur veitt manninum rétt yfir þeim eins og öðrum dýr- um og þó einhverjir veiðimenn, sem vilja endilega skjóta gæsir, séu að malda i móinn, má friða þá með því að veita skotleyfi á aðrar fuglategundir, t.d. álftir eða lóur. Nýtt náttúruverndarráð Er þá einhver leið til að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd, fyrr en síðar, til að forða frá landauðn á Austurlandi. Vissu- lega og vandinn er ekki annar en sá að ryðja úr vegi eða ýta til hliðar þeim sem hafa verið að fetta fingur út í stóriðjustefnu ríkis- stjómarinnar. Framsóknariðnað- arráðherrann og framsóknarum- hverfisráðherrann eiga að fylgja for- dæmi framsóknar- heilbrigðisráðherr- ans og byrja á því að reka náttúravemdarráð og semja nýja reglugerð um náttúru- vemd á Islandi sem fellur að stór- iðjustefnunni. Formaður hins nýja ráðs er sjálfkjörinn en það er hinn nýi formaður samtakanna Afl fyr- ir Austurland, aðrir fulltrúar mættu koma frá Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytinu og ekki mundi saka að fá íslenskan full- trúa álframleiðenda á Islandi. Hugsanlega mætti svo efla byggð á Austurlandi með því að flytja skrifstofur náttúraverndarráðs til Egilsstaða. Að þessum ráðstöfun- um loknum mætti byrja að slá upp fyrir stíflunum norðan Vatnajök- uls og grafa fyrir álverinu á Reyð- arfirði. Árni Björnsson „Það stendur nefnilega ekkert um það í heilagri Ritningu að mað• urinn megi ekki nota valdið yfír jörðinni og öðrum dýrategundum sem Drottinn gaf honum í árdaga eins oghonum sýnist. Hann hlýtur þvi að hafa leyfí til að nota það til þess að breyta ásjón jarðarinnar eða eyða þeim jurtum og dýrateg• undum sem ekki geta beinlínis komið honum að gagni.“ Kjallarinn Árni Björnsson læknir Með og á móti Einsetning grunnskólanna árið 2001 Aö undanförnu hefur mikið verið rætt um einsetningu grunnskóla sem á lögum samkvæmt að Ijúka fyrir árið 2002. Sum sveitarfélög eru illa stödd fjárhagslega og eiga erfitt með að ráða við verkefnið án þess að auka skuldir. Sú ákvörðun sveitarstjórna víða um land að fara út í þessar framkvæmdir getur verið mjög vara- söm að marga mati. Aðrir segja að hagstæðara sé að fara í þetta strax þar sem það verði til sparnaðar. Ekkert val Gísli Gísiason, bæj- arstjóri á Akranesi. „Það er ljóst að samkvæmt grunnskólalögum ber sveita- stjórnum að ljúka einsetningu grunnskólanna fyrir árið 2002. Meðan því lagaákvæði er ekki breytt verða sveitarfélög að upp- fylla þessa lagaskyldu. Hins vegar er ljóst að þessi skylda hefur víða í for með sér gríðarlega fjárskuldbind- ingu og tilmæli ráðherra ríkis- stjórnarinnar um aðhald í fjármálum og lækkun skulda koma ekki heim og saman við það sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Fyrir sveitarfélögin er þetta óþolandi staða - en því miður er það ekki í þeirra hönd- um að breyta landslögum. Þessi staða er einnig þekkt varðandi aðrar framkvæmdir, svo sem holræsamál og fleira, en ríkis- valdið er alltof liðugt við að skapa sveitarfélögunum skuld- bindingar án þess að láta fjár- muni fylgja til lausnar verkefn- unum. Þess vegna sígur á ógæfu- hliðina hjá sveitarfélögunum hvað skuldir varðar og ekkert út- lit er fyrir að þetta lagist. Varð- andi einsetninguna er þetta því ekki val um hvort sveitarfélögin vilja einsetja grunnskólana held- ur hvernig þau vilja standa að verki innan tilgreinds tímaramma." Þenslutímar „Einsetning grannskólanna er að mínu mati ekki sú töfralausn sem menn hafa verið að telja fólki trú um að hún sé. Það er langur vegur frá því. Skólinn verður ekki betri við það eitt að vera einsetinn. Og eins og staða sveitarfé- laganna er í dag þá sé ég ekki hvernig þau eiga að fiármagna ein- setninguna án þess að skuld- setja sig enn frekar. Það verður lítið fjármagn eftir til annarra fram- kvæmda sem sveitarfélögunum ber skylda til að sjá um. Nú, á tímum þenslu, eiga sveitarfélög- in ekki að auka á hana með því að ráðast í vitlausa fjárfestingu. Það felst líka heldur lítil hag- kvæmni í að byggja stærra til að láta standa autt eftir miðjan dag. Varla fara menn að hækka út- svar til borga fyrir þessa töfra- lausn sína. Þessum tímamörkum sem rikið setur um árið 2001, þeim verður að fá breytt. Sveitar- félögin eiga aö hafa sjálfræði um það hvenær og hvort þau einsetji skólana. Ég held aö menn séu alls ekki búnir að skoða málið frá öllum hliðum. Er samfélagið undir það búið að allir séu í fríi á sama tíma? Ég held ekki. Er þetta hagkvæmt fyrir atvinnulíf- ið? Ég held að menn eigi að skoða þetta betur og flýta sér hægt.“ -DVÓ Elínbjörg Magnús- dóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.