Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 25 Myndasögrur Veiðivon Ég ætti aó láta renna I baö handa þérl f En, annars ^gætum viö baraj setið heima og horft á ^reikningana ^streyma innl Jh -+-> -o (B íZ j Þú veist augljóslega\ ekki hvað vinskapur Ver, VennLvinur., Göfugasta form A 1 vináttunnar fmnst milli manna sem vaenta mikils hver aföörum i en biðja aldrei um þaö. Hermann Brynjarsson með bleikju og urriða úr Laxá í Þingeyjasýslu. Dv-mynd GK Urriðasvæðin í Þingeyjarsýslu: Ríflega sex þúsund urriðar Urriðasvæðunum í Laxá í Þing- eyjarsýslu hefur verið lokað fyrir veiðimönnum þetta árið og veiðin, jú, hún var góð í urriðanum, öfugt við laxinn. Ríflega 6000 urriðar veiddust og sá stærsti þetta sumar- ið veiddist hjá Hólmfríði og var 7,5 pund. „Við erum mjög sátt hérna með sumarið í urriðanum, fiskarnir voru um 4000 þegar upp var staðið hérna hjá mér,“ sagði Hólmfriður Jónsdóttir á Arnarvatni er við spurðum um lokatölur eftir sum- arið. „Ég held að næsta holl gæti orðið gott, mýið er enn þá og leir- losið líka. Veiðimenn verða varið við mikið af fiski um allt svæðið,“ sagði Hólmfríður enn fremur. „Það veiddust 2100 urriðar hérna á neðra svæðinu og sá stærsti var 6 pund. Við erum mjög hress með sumarið,“ sagði Jón Benediktsson á Auðnum er við spurðum um stöðuna og loka- tölur. 6100 urrið- ar er mjög gott og veiðimenn sem DV ræddi við í gærkvöld og veiddu á svæðinu í sumar sögðu mikið af fiski vera þar. Fiskurinn væri vænn og margir 3 til 5 punda ur- riðar veiddust í sumar. „Mér gekk vel í sumar, eins og oft áður, mér finnst mikið af væn- um fiski vera þarna, meira en oft áður,“ sagði Kolbeinn Grímsson, maður sem þekkir svæðið einna best. Enda hefur hann veitt þarna í ein 25 ár og þekkir hvern hyl, flúð og stein. Ef við höldum okkur við Aðal- dalinn er Laxá í Aðaldal að sleikja 800 laxa, en veitt er í klak þar þessa dagana. „Við ætlum að reyna að ná stórum núna í vik- unni, þeir eru þama fyrir hendi, bara að fá þá til að taka. Sá stærsti er kominn úr Laxá,“ sagði Magnús Jónasson, á bökkum Laxár. En aö Laxá skili 800 löxum er auðvitað ekki í lagi. ^ Alviðra í Sogi: Veiddu 27 laxa á þrem- ur dögum „Veiðin gekk vel hjá okkur, við fengum 27 laxa á þremur dögum og svæðið hefur gefið um 200 laxa,“ sagði Ásgeir Halldórsson sem var að koma frá Al- viðru í Sogi. Veiðin þar hefur heldur “ betur tekið kipp eftir rólega byrjun. „Laxarnir voru vænir, þeir stærstu voru tveir 18 punda og svo 17 punda lax. 10 laxar höfðu veiðst í ánni dag- inn áður en við hóf- um veiði og 7 laxar daginn áður. Við sáum ekki mikið líf en það er lax á svæðinu," sagði Ásgeir enn fremur. Ásgeir veiddi 10 laxa, alla á Blue Charm, en alls veiddust 27 laxar^ eins og áður hefur verið sagt. Einhver gæti haldið að þetta væri besta veiði Ásgeirs í Soginu en svo er ekki. Hann og faðir hans, Halldór heitinn Erlendsson, veiddu 25 laxa í Soginu á einum degi á árum áður. Umsjón Gunnar Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.