Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreíðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingarts>ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Stöðva ber skussana Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þurfa að sæta ítrekuðum lögregluyfirheyrslum og skoðun um- hverfisráðuneytis fyrir það eitt að standa sig í starfi. Heilbrigðiseftirlitið vakti athygli á campylobactersýking- um og afar slæmu ástandi í hreinlætismálum kjúklinga- búsins Reykjagarði að Ásmundarstöðum. Greinargerð eftirlitsins fór, eðli máls samkvæmt, á marga staði, í við- komandi ráðuneyti og stofnanir. Margir höfðu því að- gang að henni og fjölmiðlar hafa að vonum vitnað í hana eða birt í heild, auk þess að leita viðbragða vegna tíðind- anna. Fram hefur komið að metár sé í sýkingum vegna campylobacter sem kjúklingar eru að mestu valdir að. í stað þess að grípa þegar til ráðstafana til þess að vernda neytendur eyða kerfiskarlar tíma sínum í að reyna að fmna út hvemig hið sanna spurðist. Gæslu- menn neytenda, starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suður- lands, spyrja í forundran hvað heilbrigðisyfirvöld ætli að gera haldi fólk áfram að sýkjast, vitandi það að sýkt vara er á markaðnum. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vömðu við campylobactersýkingum strax árið 1995 en töluðu fyrir daufum eyrum. Sýkingafaraldurinn hefur vaxið hröðum skrefum. Það sem af er árinu hafa 339 manns greinst með campylobacter en miklu fleiri sýkst. Fram hefur komið hjá Haraldi Briem sóttvamalækni að almennt sé talið að einn af hverjum tíu sem sýkist leiti læknis. Leiti hund- rað manns læknis þýði það sýkingu um þúsund. Sýking- um af völdum campylobacter hefur fjölgað mest hér, bor- ið saman við hin norrænu löndin. Gera má ráð fyrir að sýkingar hér á landi séu hlutfallslega tvöfalt fleiri en í Danmörku og Svíþjóð. Neytendasamtökin ályktuðu í fyrra mánuði að ekki kæmi til greina að heimila sölu á campylosmituðum kjúklingum. Samtökin sögðu réttilega að óviðunandi væri að framleiðendur ýttu ábyrgðinni yfir á neytendur. Þá skoruðu þau á heilbrigðisyfirvöld að stöðva sölu og dreifingu á kjúklingum frá framleiðendum sem uppfylla ekki ýtrustu kröfúr um hollustu söluvöru sinnar og inn- kalla sýktar vörur sem þegar eru í dreifingu. Fram hefur komið í fréttum að samkvæmt samantekt rannsóknastofu Hollustuverndar rikisins á tímabilinu 1. janúar 1998 til 1. ágúst sl. voru 15 af 18 sýnum frá Reykja- garði sýkt, eða 83 prósent. Greind voru 6 sýni frá Fersk- um kjúklingum og var helmingur þeirra með campylobacter. Sama tíðni var á kjúklingasýnum frá kjúklingaframleiðandanum Móum, eða 5 af 10, en af 7 sýnum frá ísfugli var ekkert sýkt. Við þetta ástand má ekki una. Neytendur geta ekki búið við þessa áhættu. Meðan kjúklingar voru frystir var sýkingatíðnin tiltölulega lítil. Þegar markaðshlutdeild ferskra kjúklinga jókst smituðust fleiri. Haraldur Briem segir það ófært að 80 prósent þeirra sýna sem tekin eru úr kjúklingabúi reynist sýkt af campylobacter. Til greina komi að banna sölu á ferskum afurðum frá þeim sem séu með campylobactervanda. Hann segir mörkin ekki hafa verið ákveðin en vill sjá markið við 10 prósent eins og í Noregi, þar sem bestur árangur hefur náðst. Neytendur gera þá réttmætu kröfu til heilbrigðisyfir- valda að séð sé til þess að skussar í þessum efnum verði stöðvaðir þar til úrbætur fást. Vara þeirra getur valdið sýkingum og skaðað um leið markað þeirra sem eru með sitt á hreinu og bjóða frambærilega vöru. Jónas Haraldsson „Þrátt fyrir heiftarlega andstöðu og jafnvel hótanir um vopnaða uppreisn landnema hefur Barak knúiö fram raunveruleg framfaraskref í friðarferlinu í fyrsta sinn síöan Rabin var myrtur vegna friðarvilja síns.“ llldeilur í ísrael streita milli þessara hópa mótar alla pólitík. Að auki eru tiltölulega nýfluttir um 800 þúsund rússneskir gyðingar til landsins sem mynda geysistóran þrýstihóp nokkuð sér á parti. Strangtrúarmenn Ekki eru heldur allir ísraelsmenn gyðingar. Af um sex milljónum íbúa er á aðra milljón (17%) arahar með isra- elskan rikisborgararétt sem þeir fengu eftir inn- limim landsvæða þeirra í Ísraelsríki 1948. Þeir eru í neðsta þrepi þjóðfé- lagsstigans og hafa tæp- „Raunsæi og framsýni hefur ekki einkennt ísraelska pólitík til þessa en Barak veit að friöur við Palestínumenn og síðar Sýrlend- inga er forsenda þess að árang- ur náist í baráttu gegn því sem nú á dögum er mesta ógnun við tilveru ísraels: sundurlyndi og óbilgirni gyðinga innbyrðis Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Utan Israels telja menn víst að friðar- samningar við Palestínumenn séu mesta hitamálið í ísraelskum stjórn- málum. En svo er ekki. Önnur mál eru miklu ofar á baugi. Þar ber hæst sífellt breikkandi bil milli strangtrú- aðra gyðinga, sem vilja gera landið að eins konar klerka- veldi þar sem lög- mál gyðinga verði allsráöandi í þjóðfé- laginu, og hinna sem vilja halda trú- arbrögðum og stjórnmálum að- skildum, eins og stjórnarskrá lands- ins áskilur. Breytt samsetning þjóðar- innar með tilheyr- andi áherslubreyt- ingum veldur heift- arlegum deilum. Strangtrúuðum fjölgar mun örar en öðrum gyðingum. Mikil breyting hef- ur orðið á samsetn- ingu þjóðarinnar. Við stofnun ríkisins 1948 voru gyðingar af evrópskum uppruna, aðallega Austur-Evrópu, sem kallast Askenasim, allsráðandi en gyðingar annars staðar að eöa innfæddir voru fámennir. Nú eru hlutföllin þveröfug. Gyðingar ætt- aðir frá Norður-Afríku og arabalöndum, sem kallast Sephardim, eru nú í afgerandi meirihluta. Askenasar hafa fram á síðustu ár veriö yfir- og valdastétt í ísrael. Nú er allt breytt. Tog- ast full mannréttindi. Svartir gyð- ingar frá Eþíópíu eru litlu betur settir. Á þriðja hundruð þúsund kristinna er einnig ríkisborgarar í Israel. Sephardar hafa lengi veriö fátækari en askenasar og að sama skapi trúræknari, samhliöa því sem meðal þeirra er mest andstaða við tilslakanir gagnvart Palestínu- mönnum. Enn má nefna innflytj- endur frá Bandaríkjunum sem eru fjölmennir meðal hinna öfgafyllstu í nýju landnámi á svæðum Palest- ínumanna. Það er þvert á það sem við mætti búast aö Netanjahú, sem sigldí öllu friðarferli í strand, var askenai en Ehud Barak sem tók við, er fyrstur sepharda á stóli for- sætisráðherra. Honum liggur á að semja við Palestínumenn um var- anlegan frið, til að geta snúið sér að aðkallandi innri málum, fyrst og fremst innbyrðis sundurlyndi gyð- inga, sem fer sívaxandi. Sundurlyndi Strangtrúaðir hafa áhrif langt umfram fjölda, vegna þess að þeir hafa úrslitavald í þinginu. Engin ríkisstjórn hefur síðustu áratugi getað starfað án þeirra þótt Barak nú sé ekki eins háður þeim og Net- anjahú var. Þeir gegna ekki her- þjónustu en helga sig þess í stað trúariðkun eingöngu og taka ekki þátt í efnahagslífinu, heldur eru á opinberu framfæri. Þetta svíður öllum öðrum en staða þeirra er lagalega tryggð. Það er óvinnandi verk að samræma allar skoðanir um nokkurn skapaðan hlut, enda er pólitík í ísrael ein sú persónu- legasta og illvigasta sem dæmi eru um. Þrátt fyrir heiftarlega and- stöðu og jafhvel hótanir um vopn- aða uppreisn landnema, hefur Barak knúið fram raunveruleg framfaraskref í friðarferlinu í fyrsta sinn síðan Rabin var myrtur vegna friðarvilja síns. Raunsæi og framsýni hefur ekki einkennt ísra- elska pólitík til þessa en Barak veit að friður við Palestínumenn og síð- ar Sýrlendinga er forsenda þess að árangur náist í baráttu gegn því sem nú á dögum er mesta ógnun við tilveru ísraels: sundurlyndi og óbilgirni gyðinga innbyrðis. Sú hætta sem nú steðjar að Israel kem- ur innan frá, ekki að utan. • Gunnar Eyþórsson Skoðanir annarra Hækkandi skattar „Þótt sumir stjómmálamenn, stundum jafnvel heilir flokkar, hafi á ýmsum tímum mælt með því að lækka tekjuskattinn eða jafnvel afnema hann alveg af almenn- um launatekjum, hafa stjórnvöld engu að síður aukið þessa skattbyrði. Þess vegna hefur tekjuskattur ein- staklinga, sem hlutfall af skatttekjum, hækkað undan- farna áratugi en ekki minnkað. Þannig eiga einstak- Ungar aö greiða á þessu ári um 38,8 milljarða í tekju- skatt tU ríkisins og nokkurn veginn sömu fjárhæð - eða 37,9 milljarða - í útsvar til sveitarfélaganna. Launa- menn greiða um 10.200 milljónum meira í beina skatta af launum sinum nú en þeir gerðu fyrir einu ári.“ Úr leiðara Dags 9. september Innanlandsflugið til Keflavíkur „Með því að flýta tvöföldun Reykjanesbrautar og nota fjármagnið, sem nú er fyrirhugað að setja í upp- byggingu ReykjavíkurflugvaUar, til þess að byggja upp aðstöðu fyrir innanlandsflugið mætti slá margar flug- ur í einu höggi. Vatnsmýrin yrði að ákjósanlegu bygg- ingarlandi í miðborginni, öryggi borgarbúa og farþega yrði tryggt og fjárfestingar myndu nýtast betur. Því legg ég til að menn slái fyrirhuguðum framkvæmdum á ReykjavíkurflugvelU á frest og skoði máUn betur. Ég er sannfærður um að ef menn bera gæfu til þess að leggja kalt mat á stöðuna muni þeir komast að þeirri niðurstöðu að innanlandsflugið sé best staðsett á Keflavíkurflugvelli." Kjartan Már Kjartansson í Morgunblaðinu 9. sept- ember Lögfræðingar inn fyrir múra félagshyggjunnar „Um sama leyti og haUa fór undan fæti fyrir skatt- heimtumönnum í Moskvu, fækkaði ferðum íslenskra verkalýðsleiðtoga í austurveg og eru þær nú aflagðar með öUu. Lögfræðingafélag íslands, eitt íslenskra verkalýðsfélaga, sker sig þó úr en þar héldu menn fyr- ir skömmu inn fyrir múra félagshyggjunnar. Það er ekki undrunarefni, í ljósi starfshátta Lögfræðingafé- lags Islands og efnistaka tímarits lögfræðinga að þetta sama félag skuli einmitt efna til hópferðar félags- manna sinna tU Kína, af öllum heimsins löndum. Eitt helsta einkenni þessa verkalýðsfélags og tímarits þess er einmitt þröngt skilgreind lögfræðileg framhyggja (legal positivism) og sú ályktun að öU heimsins vanda- mál séu tilkomin vegna ónógra opinberra lagasetn- inga og ónógrar tæknilegrar ráðgjafar lögfræðinga (og þá helst íslenskra)." Vef-Þjóðviljinn 9. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.