Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 9
"" FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Utlönd 9 I>V Moskvubúar óttast fleiri hryðjuverk Það var sprengja sem grandaði nlu hæða íjölbýlishúsi í úthverfl Moskvu í fyrrinótt, að því er rúss- neska öryggislögreglan, FSB, full- yrðir. Rannsóknir sýna að komið hafði verið fyrir 300 til 400 kílóa sprengju í húsinu eða miklu magni af eldfimu efni. Að minnsta kosti 47 týndu lífi í sprengingunni og um 100 er saknað. Strax þótti líklegt að um hryðju- verk hefði verið að ræða. Einn af þeim sem nefndu þann möguleika var borgarstjóri Moskvu, Júrí Luzhkov. Taldi borgarstjórinn sennilegt að íslamskir hryðjuverka- menn hefðu verið að verki. Almenningur í Moskvu var einnig á sömu skoðun og hún fékk byr undir báða vængi þegar greint veir frá þvi að maður, sem talaði með kákasískum hreim, hefði hringt til útvarpsstöðva og sagt að fjölbýlishúsið hefði verið sprengt í hefndarskyni fyrir árásir Rússa á tsjetsjensku þjóðina um árabil. Undanfama daga, og þá einkum í kjölfar sprengjuárásarinnar á versl- unarmiðstöð í Moskvu, hafa þó aðr- ar kenningar heyrst. Þær ganga út á það að vissir hópar í Rússlandi hafi áhuga á að skapa öngþveiti til að hægt verði að lýsa yfir neyðar- ástandi fyrir þingkosningarnar í desember og forsetakosningarnar í júní á næsta ári. Þar með geti sitj- andi stjórn haldið áfram um taumana um óákveðinn tima eða stjórnarandstæðingar fengið afsök- un fýrir því að gera valdarán. Hryðjuverkið i fyrrinótt er sagt hafa breytt stöðu stjórnmála í Rúss- landi. Hún sé nú orðin enn óvissari en áður. Stjómmálaskýrendur telja að komist menn ekki að þvi hverjir stóðu á bak við sprenginguna í flölbýlishúsinu muni óvissan eitra stjórnmálalífið í Rússlandi í langan tima. Nú óttast almenningur hins vegar enn fleiri hryðjuverk. ráðastf. Urslítaumforð fslandsmótsins ítorfa^, - / \ / \ \ ^ Keppnin hefst kiukhan 11 og þá werða eknar tvær brautir. sí#ah«orðurgerthlé^|keppni»'>«*W“ra,,am — 'wmmmmm 'y y www.visir.is/motorsport tsso naust Ræstingar Verzlunarskóli íslands óskar eftir að ráða starfsfólk til ræstinga strax. Umsóknum skal skila til húsvarðar. Upplýsingar veittar í síma 899 0963 eða 568 8400. Góð laun í boði fyrir rétta starfskraftinn. Verziunarskóli íslands Björgunarmenn að störfum í rústum fjölbýlishússins í Moskvu. Símamynd Reuter Portillo játar að hafa sængað með körlum Mikil óvissa rikir nú um póli- tíska framtíð Michaels Portillos, fyrram varnarmálaráöherra í stjórn breska íhaldsflokksins, eft- ir að hann ját- aði í gær að hafa átt í ástar- sambandi við aðra karlmenn þegar hann var ungur. Portillo hefur sent frá sér til- kynningu þar sem hann segist ætla að bjóða sig fram í aukakosningum í auð- mannahverfi í London, öraggu vígi íhaldsmanna, sem Alan Clark var þingmaður fyrir. Clark lést á sunnudaginn var. Mikill áhugi hefur verið fyrir endur- komu Portillos þar sem litið er á hann sem hugsanlegan eftirmann Williams Hagues á formannsstóli íhaldsflokksins. í viðtali við blaðið Times viður- kenndi Portillo að hafa átt í ástar- sambandi við karlmenn á há- skólaárum sínum í Cambridge. Portillo sagði i viðtali á BBC að með játningunni hefði hann viljað koma í veg fyrir að kjaftasögur sköðuðu feril hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.