Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Fréttir Skólaliðar sem fengu ofgreidd laun fyrir ári: Hýrudregnir án alls fyrirvara Skólaliðar sem starfa við heils- dagsskóla í grunnskólum Reykja- víkur fengu ofgreidd laun frá 1. september 1998. Þann 1. september sl. var fyrirvaralaust dregið af laun- um þeirra upphæð sem sögð var nema ofgreiðslunni. Nam upphæðin sem dregin var af laununum 40-50 þúsund krónum eftir því hve hár starfsaldur viðkomandi var. Byrjun- arlaun skólaliða eru rúmlega 70 þúsund á mánuði. „Þetta kom mjög illa út fyrir mig,“ sagði Sara Haraldsdóttir, skólaliði í Háteigsskóla. „Ég var ekkert látin vita en fékk svo launaseðlilinn upp á miklu lægri upphæð en ég hafði búist við. Þetta hefði sett allt úr skorðum hjá mér en ég gat samið um að þetta yrði dregið af mér 1. september á næsta ári. Með því móti get ég undir- búið mig fyrir það.“ Sara sagðist hafa haft samband við Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar til að leita útskýringa. Henni hefði skilist að launareikningur hefði skekkst fyrir ári því þá hefðu skóla- liðar verið settir á launadreifmgu, þ.e. laununum dreift á alla mánuði ársins. „Ég skil þó ekki enn hvers vegna þetta er of mikil útborgun því ég kom fyrr til starfa í fyrra, eða 12. ágúst. Þá var allt á öðrum endanum og við þurftum að ganga frá áður en starfið hæfist." Guðfmna Óskarsdóttir skólaliði fékk einnig miklu lægri upphæð á launaseðlinum um síðustu mánaða- mót en hún hafði átt von á. Frádrátt- urinn var sagður vegna ofgreiddra launa. „Ekki getur verið um að ræða mistök vegna launadreifíngar hjá mér því ég fór ekki inn á það kerfi fyrr en 12. ágúst sl.,“ sagði hún. „Þetta var afar slæmt fyrir mig en ég lét þó ekki fresta þessu. Ég skil hins vegar ekki þá mismunun sem er í gangi, að ekki sé lagastoð fyrir því að láta kennara endurgreiða ofgreidd laun en draga svona fyrirvaralaust af okkur." -JSS Seinagangur byggingaverktaka í Kópavogi: Eins og Harlem „Mér finnst að setja ætti reglur sem banna verktökum að skila af sér íbúðum áður en allt er fullfrá- gengið. Hér átti allt að vera klárt 1. september en ég æli þegar ég lít út um gluggann á morgnana á leið til vinnu," segir Katrín Jakobsdóttir lyfsölukona sem keypti sér 118 fer- metra íbúð við Galtalind 9 í Kópa- vogi í fyrra, íbúð sem átti að vera tilbúin án gólfefna með frágenginni lóð við innflutning. „Nú eru verk- takamir búnir að grafa skurði hér fyrir utan þannig að sorphreinsun- armenn geta ekki tæmt sorpgámana hjá okkur. Sorpið hleðst upp og vegna þess að hér er mikið af bama- fólki em kúkableiurnar stór hluti sorpsins, svo ekki sé minnst á allt hitt sem er að grotna í gámunum. Ég bý á jarðhæð við hliðina á sorp- inu og ekki bætir úr skák að kett- imir í hverfmu draga sorpið og kúkableiumar um allt. Þetta er eins og í Harlem og ég æli oft á dag,“ seg- ir Katrín Jakobsdóttir. Það er byggingafyrirtækið Gustur sem byggði og seldi Katrínu íbúðina við Galtalind og Guðmundur Jóns- son byggingaverktaki segir það mið- ur að ekki sé hægt að fjarlægja sorp vegna framkvæmda við bílaplanið: „Við erum mánuði á eftir áætlun eins og svo margir aðrir í þessum bransa. Góðærið er þvílikt að erfitt reynist að fá undirverktaka. Þetta er allt þenslunni að kenna en alls ekki fólkinu sem keypti af okkur því það hefur allt staðið við sitt. Ég vona bara að við kunnum að fara með góðærið og ég lofa að kippa þesu í liðinn með sorpið. Það er náttúrlega ótækt að fólk æli þegar það vaknar," segir Guðmundur Jónsson hjá byggingafyrirtækinu Gusti. -EIR Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra tippaði á að Neisti frá Miðey og Sigur- björn Bárðarson muni sigra í 150 metra skeiði á veðreiðum Fáks um næstu helgi, er hann opnaði nýjan leik á sölukerfi íslenskra getrauna á Internetinu. Fyrir utan heimili Katrínar við Galtalind í Kópavogi. Formaöur Heilbrigöisnefndar Suöurlands í campyloslagnum: Engír hagsmunaárekstrar - segir Guömundur Ingi sem sendi undirmenn í lögreglurannsókn „Það hefur ekki komið til tals að ég viki sæti í þessu máli,“ sagði Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sem segist ekki sjá neina hættu á hagsmunaárekstrum þótt hann sé formaður Heilbrigðisnefndar Suður- lands, sveitarstjóri á Hellu og stjórnarformaður Sorpstöðvar Rangvárvallasýslu. Sorpstöðin réð Gámastöðina ehf. sem verktaka, m.a. til gámaþjónustu við Reykja- garð sem framleiðir Holtakjúklinga. Reykjagarður rekur umfangsmikið kjúklingasláturhús á Heilu sem er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfé- lagið. Heilbrigðisfulltrúar Suðurlands höfðu m.a. gagnrýnt mjög sóðalega umgengni á Ásmundarstöðum, fuglasláturhúsinu á Hellu og ófull- nægjandi gámaþjónustu í skýrslu sem Bjarni Ásgeir Jónsson, forstjóri Reykjagarðs, hefur kallað „grófa og ruddalega" í samtali við DV. Að sögn Guðmundar Inga urðu „harðar ásakanir" Bjarna Ásgeirs til þess að heilbrigðisnefnd óskaði eftir að embætti ríkislögreglustjóra rann- sakaði starfshætti heilbrigðisfull- trúanna. „Það er þeirra besta tækifæri til að hreinsa sig af áburði ef hann á ekki við rök að styðjast," segir Guð- mundur Ingi. Heilbrigðisfulltrúarnir hafa verið kallaðir fyrir, annar tvisvar til yfir- heyrslu hjá lögreglunni á Hvolsvelli og hinn í umhverfisráöuneytinu. Eftirlit með campylobacter í Reykja- garði var tekið úr þeirra höndum og fært til Hollustuverndar „af því að ekki virtust líkur á að samband kæmist á milli forsvarsmanna Reykjagarðs og þeirra," segir Guð- mundur Ingi. Heilbrigðisnefndin fái öll gögn frá Hollustuvemd, segir Guðmundur Ingi sem ekki kveðst hafa nein gögn um sýnatökur úr kjúklingabúum né hafi forstjóri Reykjagarðs nokkum tima rætt við nefndina. „Það var óhjákvæmilegt fyrir nefndina að fá utanaðkomandi aðila til að kanna hvort þessar ásakanir um lögbrot ættu við rök að styðjast. Heilbrigðisfulltrúarnir hafa verið sakaöir um að hafa brotið ákvæði laga um hollustuvemd og mengun- arvarnir, svo og ákvæði stjómsýslu- réttar. Það var óhjákvæmilegt fyrir nefndina, sem er stjóm heilbrigðis- eftirlitsins, að fá utanaðkomandi álit um það. En hvort um trúnaðar- brest verður að ræða verður tíminn að leiða í ijós. Aðspurður um hvort formanni heilbrigðisnefndar þætti það viðun- andi ástand að dæla sýktum • kjúklingum á markaðinn eftir þær rannsóknir sem fyrir lægju um mengun í kjúklingabúum sagði Guðmundur Ingi: „Ég þekki ekki hvað er sett á markaðinn. Ég er ekki í heilbrigðiseftirliti sjáifur og hef ekki þessa vitneskju." -JSS Stuttar fréttir i>v Meiðyrðamál Kjartan Gunnarsson, fyrrum fomaður bankaráðs Landsbankans, ætlar að höfða meiðyrðamál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni hæstaréttarlög- manni vegna greinar sem Sig- urður ritaði um samskipti ís- lenska útvarpsfélagsins við Lands- bankann. Erlendir iðnaðarmenn Byggingafyrirtæki hafa orðið að tlytja inn erlenda iðnaðarmenn til að mæta þenslunni sem er á mark- aðnum. Þarna er aðallega um að ræða Svía, Þjóðveija, Portúgala og Pólverja. Dagur sagði frá. Enga lista Samtökunum um vemdun Laug- ardalsins hefur verið meinað að vera með undirskiftalista sína á bensínstöðvum olíufélaganna þriggja í borginni. Samtökin telja að olíufélögin hafi sammælst gegn undirskriftalistunum. Þau vilji ekki styggja borgaryflrvöld. Dagur greindi frá. Seldu vel Dagur segir að verðmæti þeirra sölusamninga sem gerðir voru á sjávarútvegssýningunni nýlega séu minnst 5-600 milljóna króna virði, meira en nokkru sinni áður. Frjálslyndir takast á Dagur segir að illvig átök eigi sér stað innan Fijálslynda flokksins, þar sem deilt er um stöðu Valdimars Jóhannessonar og hvort flokk- urinn eigi að styrkja hann vegna kvótamálaferla hans. Fornminjar fundnar Blótsteinn frá 10. öld hefur fund- ist í Nesjum í A-Skaftafellssýslu. Þetta er talinn mjög merkur fund- ur. Morgunblaðið sagði frá. Atkvæöagreiðsla Atkvæðagreiðsla mun líklegast fara fram næsta vor um það hvort Reykvíkingar vilja hafa Reykjavík- urtlugvöll áfram á sama stað. Stöð 2 greindi frá. Fordæma uppsagnir Formenn stéttarfélaga starfs- manna íslenska álfélagsins for- dæma „tilefnislausar og ruddalegar uppsagnir starfsmanna fyrirtækis- ins“ í opnu bréfi til stjómenda ís- lenska álfélagsins. Upplýsingafull- trúi fyrirtækisins vísar þessum ásökunum á bug. Slátrið ódýrara Sláturtíðin hófst á Akureyri í gær en að sögn sláturhússtjóra KEA við Dag er stefnt að því að slátra 23.000 til 24.000 fjár í slátur- húsinu í ár. Búast megi við því að slátrið lækki í verði. 93% nýting Meðalnýting hótelherbergja í Reykjavík í ágústmánuði var 93% og hefur aldrei verið betri sam- kvæmt frétt frá Samtökum ferða- þjónustunnar. ÍS til Hafnarfjarðar íslenskar sjávarafurðir ákváðu í gær að kaupa þriðju og fjórðu hæð í húseign við Fjarðargötu 13 til 15 í Hafnarfirði af Sjólastöðinni hf. og Sjólaskipum hf. Morgunblaðið greindi frá. Nor.Web hætta Eigendur Nor.Web Ltd. í Manchester ætla að hætta starf- semi fyrirtækis- ins. Nor.Web er samstarfsaðOi Linu.Nets, fyrir- tækis Reykja- víkurborgar um gagnaflutninga á raflínum borgarinnar. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir þetta mjög alvarleg tíöindi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.