Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 28
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum ** ogdregið kl. 19.4S FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Upplýsingasala LÍN: Vaka kærði Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ, hefur lagt inn kæru til Tölvunefndar vegna notkunar LÍN á uppfærðum persónuupplýs- ingum í vörslu sjóðsins. DV leitaði viðbragða Björns Bjarnasonar %ienntamálaráð- herra við því að Lánasjóður ísl. námsmanna seldi upplýsingar um nöfn og heimilis- föng námsmanna erlendis og um- boðsmanna þeirra. Ráðherr- ann sagði náms- menn geta kært málið teldu þeir á sér brotið. Gunnar Birgisson, stjórnarfor- maður LÍN, sagði í samtali við Vísi.is í gærkvöldi að stjóm sjóðsins hefði tekið sölu upplýsinga um ^msmenn fyrir árið 1996 og málið hefði komið inn á borð stjómar að frumkvæði námsmannahreyfingar- innar, enda ætti þetta ekki síst að gagnast SÍNE. -SÁ Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Ólík menning Birna Hilmarsdóttir var flugfreyja hjá Arnarflugi í Jórdaníu í upphafi 9. áratugarins. Þar hitti hún lífsfóru- mut sinn, Samir Hasan, og hefur peim tekist að samhæfa sinn ólíka bakgrann, trúarbrögð og lífssýn. í innlendu fréttaljósi er litið yfir stöð- una hjá Lögreglunni i Reykjavík sem nú stendur frammi fyrir því að geta ekki mannað nauðsynlegar stöður. Litið verður á feril karlaliðs KR sem á nú möguleika á að verða íslands- meistarar i fyrsta sinn í 31 ár. í For- múlu 1 verður Monza-brautin skoðuð og bragðið upp mynd af Alessandro Zanardi, CART-meistaranum sem hefur valdið vonbrigðum á yfirstand- andi keppnistimabili. Petitjean var ofurhuginn sem bjó til Lancöme. Krafa hans um lúx- usvöra fyrir útvalda varð honum síð- ar að falli. Kalla þurfti til slökkviðlið og tækjabíl til að klippa bíl utan af rosknum manni sem lent hafði í árekstri á mótum Snorrabrautar og Bergþórugötu klukkan rúmlega sjö í gærkvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild og var jafnvel ótt- ast að hann væri lærbrotinn en ökumann hins bílsins sakaði ekki. Báðir bílarnir voru fluttir á brott af dráttarbíl. _______________________________DV-mynd S Uppnám um borð í togskipinu Geysi BA: HlV-smitaður vélstjóri rekinn - starfsbróðir hans óttaðist blóðblöndun í vélarrúmi Uppnám varð um borð í togskipinu Geysi BA þar sem það lá í ísafjarðar- höfn skömmu eftir að nýr undirvél- stjóri kom til starfa. Eftir að hann hafði verið í sólrahring um borð trúði hann yfirvélstjóranum fyrir því að hann væri HlV-jákvæður eftir að hann hefði smitast fyrir fimm árum. Ótti greip um sig meðal áhafnarinnar og samkvæmt heimildum DV hótaði yf- irvélstjórinn að hætta yrði undir- maður hans ekki látinn fara tafar- laust frá borði. Fleiri úr áhöfninni tóku í sama streng þar sem þeir ótt- uðust smit vegna þess að ekki væri nema eitt salemi mn borð. Yfirvél- stjórinn óttaðist sérstaklega, að blóð- blöndun yrði þar sem þeir ynnu náið saman i vélarrúminu. „Maður hruflar sig gjarnan við störfm og það er ekki óalgengt að vera alblóðugur á höndunum. Menn nota síðan sömu verkfærin og þar er kom- in smitleið," sagði Jón Fanndal Bjarg- þórsson, yfirvélstjóri á Geysi, um mál- Geysir BA. ið. Hann sagði að vélstjórinn hefði ráð- ið sig um borð án þess að láta vita af sjúkdómnum eða geta leiðbeint mönn- um um það hvernig ætti að bregðast við nábýlinu við hann. „Okkur líður ekki vel eftir að hafa þurft að reka manninn eftir aðeins einn dag í starfi. Ég hef ekkert á móti þessum mönnum," sagði Jón Fanndal. Guðjón Kristinsson, 56 ára vél- stjóri, er sá sem var rekinn. Hann sagðist í samtali vera mjög sár yfir þessari meðferð. „Þetta er heimskuleg aðfor að mér og ég kæri mig ekki um að vera í hópi manna þar sem ég er óvelkom- inn. Ég hef það fyrir reglu að láta vita af mínu smiti,“ sagði Guðjón sem greindist með HIV- veiruna árið 1994 en hefur ekki alnæmi sem er lokastig sjúkdómsins. Hann segir að skipstjóranum hafi verið nauðugur einn kostur að reka sig og hann hafi tilkynnt sér það með trega. „Skipstjórinn sagðist vera mjög sár þar sem hann hefði viljað halda mér. Hann kvaddi mig með handa- bandi áður en ég fór frá ísafirði," segir Guðjón. Hann segist venjulega ekki verða fyrir miklum fordómum vegna HIV- smitsins en það komi þó fyrir. „Mestu fordómamir eru þar sem þekkingin er minnst. Sumir gera sér ekki grein fyrir því að samskipti við mig eru langt frá því að vera hættuleg og það er ótal margt í lífinu sem er hættulegra," segir Guðjón sem efast um að hann reyni að sækja bætur þar sem lítið sé væntanlega frá útgerðinni að hafa. -rt Skólaliðar: Mismunun milli starfs- manna „Auðvitað þykir okkur þetta mis- munun milli starfsmanna. Við sætt- um okkur ekki við að það sem kemur á löngum tíma sé tekið af á einu bretti,“ sagði Sjöfn Ingólfsdóttir, for- maður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar, spurð hvort ekki virtist beitt öðrum aðferðum við að taka of- greidd laun af skólaliðum en kennuram. Fjölmargir skólaliðar leituðu til starfsmannafélagsins eftir að hafa fengið launaseðlana sína. Sjöfn sagði að fólkið hefði verið að fá útborgaðar 12-13.000 krónur. „Trúlega eru þetta velflestir skóla- liðar sem vora við störf 1998 sem dreg- ið var af á þennan hátt,“ sagði Sjöfn. Fulltrúar starfsmannafélagsins munu eiga fund um málið með Fræðslumiðstöð strax eftir helgina. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri sagðist í morgun ekki hafa heyrt um þetta mál. -JSS Sjöfn Ingólfsdóttir. Stjórnin kærð Ólafur M. Magnússon formaður Sólar i Hvalfirði hefur fyrir sína hönd og hóps umhverfissinna i Framsóknar- flokknum kært til eftirlitsstofn- unar EFTA þá ákvörðun ríkis- stjómarinnar að halda til streitu virkjun- aráformum á Fljótsdal. Ólafur sagði í samtali við DV i morgun að í kærimni væri tekið fram að lögin um Fljótsdalsvirkjun séu ekki í samhljómi við ákvæði og markmið Evróputilskipunar nr. 85/337/EEC um upplýsingagjöf og aðkomu almennings að málum af þessu tagi. Dómur hefði fallið í hol- lensku sambærilegu máli. -SÁ Ólafur M. Magn- ússon. Berrössuð kona slapp Kona sem hafði berháttað sig við Alþingishúsið rann úr greipum lög- reglunnar um tíuleytið í gærkvöld. Vegfarendur höfðu veitt konunni at- hygli þar sem hún dansaði allsnakin framan við þinghúsið en áður en lög- regla náði á vettvang hafði konan drifið sig I spjarimar og látið sig hverfa inn Templarasund. -GAR Veðrið á morgun: Hlýjast suðaustan- lands Á morgun verður fremur hæg, suðlæg eða breytileg átt með rign- ingu eða súld með köflum á aust- anverðu landinu en norðaustan 15-25 metrar á sekúndu vestan- lands. Hvassast verður á Vest- fjörðum og þar verður slydda eða rigning. Úrkomulítið verður suð- vestanlands. Hitinn verður á bil- inu 2-12 stig, svalast norðvestan til en hlýjast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 29 MERKILEGA MERKIVÉLIN brother pt-2ioe nvvéi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 « Veffang: www.if.is/rafport reyklaust flug með Nicotinell ÚTI BÚ IAPOTEK ISUÐURNiSJA LEIFSSTÖD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.