Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 3
Árni Elliott og Bald- vin Zoph. úr Toy Machine sem eru Uomnir á samning hjá Skífunni. m e ö m æ 1 i Hvaó segir þú, er ekki ógeöslega gaman aö leika Rauöa Ijóniö? „Jú, að hlaupa inn á völl með fulla stúku af brjáluðum KR-ingum er hreinn unaður." Þaó hefur oftar en ekki gerst í sumar aö þú hafir fengiö meiri at- hygli en leikmennirnir sjálfir inni á vellinum. Hvernig fœröu hugmynd- irnar aö þessum skemmtilegu dans- sporum og töktum? „Þetta er góð spurning." Takk fyrir þaö... „Ég veit það eiginlega ekki sjálf- ur, þetta kemur allt í hausinn á manni í hita leiksins. Ég á mér enga fyrirmynd í þessu starfi þó svo að ég veröi að viðurkenna að Bjössi bolla er í svolitlu uppá- haldi.“ Er eitthvaö minnisstœöara en annaö? „Já, þegar ég hljóp út á KR-völl- inn í fyrsta skipti sem Rauða ljón- ið. Það var svo gaman að sjá og heyra lætin í stúkunni að ég hló og öskraði í búningnum." Grýttur með flöskum en fór bara að hlæja En þó aö þaö sé yfirleitt gaman, þá getur nú ekki veriö aö starfiö sé alltaf dans á rósum. Eöa hvaö, Hilmar? Hefur eitthvert leiöindaat- vik komiö upp? „Já, það var eitt frekar leiðinlegt atvik sem ég og línuvörður leiks á móti Blikum lentum í. KR var kom- ið í 3-0 og línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Blika sem stuðnings- menn þeirra sögðu að væri bara kjaftæði. Þeir byrjuðu svo að grýta mig og línuvörðinn með flöskum. En af því að KR var yfir þá fór ég bara að hlæja að þessu!“ Hve mikinn hlut átt þú í því aö KR-ingar eru aö innbyröa titilinn í fyrsta skipti í 31 ár? „Ekki baun í bala.“ Vitleysa. Er þetta ekki bara þér aö þakka, sem Rauöa Ijóniö? ' „Nei, ég veit það nú ekki.“ Svona viöurkenndu þaö bara, þetta er þér aö þakka ... þaö þýöir engin hógværö? „Ókei, ef það væri ekkert rautt ljón og ég ekki inni í því þá gæti KR ekkert!" Veröur þú í búningi Rauöa Ijóns- ins nœsta sumar? „Hilmar Guðjónsson heiti ég, 15 ára, af Seltjarnarnesi." „Ég vil ekki tjá mig um þetta mál því það er á mjög viðkvæmu stigi." Þess má til gamans geta að einn heimaleikur er eftir hjá KR-ingum í sumar og því enn tími til að sjá Rauða ljónið að störfum. Það er vel þess virði. Góða skemmtun! -tgv Inniskór eru máliö. Fólk sem notar ekki inniskó I vinnunni angar und- antekningarlaust af táfýlu. Þaö er ekki hægt aö vera í skónum heilu og hálfu dagana án þess aö svitinn blandist leðrinu, sí- ist inn og mengi allt f sveppum og rugli. Stökktu niður í bæ og kauptu þér inniskó. Hvort sem um er að ræöa jólagjöf, afmæl- isgjöf eða bara vinar- gjöf er kíkir ein flottasta gjöfin sem um ræðirí dag. Hún er ekkert svo dýr en samt svo ótrúlega vegleg. Hún er nauð- syn á hverju heimili og traustvekjandi. Svo er hún líka ofsalega persðnuleg og þiggjandinn man alla tíð hver það var sem gaf kíkinn. Það er hægt að ganga menntaveginn á tvo vegu. Annaðhvort seturðu skólabækurnar í plastpoka eða færð þér svarta leðurtösku frá hönnuði á borð viö Tanner Krolle. Þetta er bara spurning um attitúd og allur meðalvegur gerir þig að meðalmenni. Og ef þú ert með leðurtösku, þá er málið að fá sér blekpenna. Þessi er frá Mont Blanc og er örugglega rándýr. En þú ferð bara í skóla á meðan þú ert ungur og kærulaus og þá er um að gera að vera svoldið ungur og kærulaus. Hvítvínsglas um helgina. Láttu það eftir þér. Þú verður líka svoldið sér- stakur á barnum. Biður um glas af hvítu og stelp- urnar horfa á þig eins og þú sért eitthvað. Það get- ur verið góð tilfinning. Og ef þú ert stelpa, þá horfa strák- arnir á þig eins og þú sért eitthvað, og það er enn betri tilfinning. og við lifum á ro Hljómsveitin Toy Machine frá Akureyri hefur verið að skríða upp metorðastigann að undan- förnu. Hljómsveitarmenn hafa spilað eins og vitlausir á Akur- eyri og tvisvar í Reykjavík og hef- ur þeim verið sýnd nokkur athygli erlendis. Um síðustu helgi skrifuðu þeir svo undir úgáfusamning við Skífuna sem hljóðar upp á fimm plötur. Fókus spjallaði við Árna Elliott, annan söngvarann og dj, og Baldvin Zoph. trommara. Toy Machine er lífsstíll „Við erum búnir að spila saman í 3 ár en Toy Machine varð til fyr- ir ári með núverandi mannaskip- an. Það má segja að við komum úr öllum tónlistaráttum. Hljómsveitin er nefnd eftir fatamerki sem fólk segir að sé ófrumlegt. Við hétum Gimp áður sem var ömurlegt þannig að hvaða máli skiptir að vera frumlegir. Tónlistina skil- greinum við sem altemative-hip hop-massive-hardcore, en Toy Machine er ekki bara tónlistin heldur líka lifsstill," segir Ámi. „Rokkið liflr á okkur og við lifum á rokkinu," bætir Baldvin við. Elektra hefur áhuga á samstarfi „Já, við gerðum 5 plötu samning við Skífuna sem þýðir að við getum farið í stúdíó og tekið upp plötu. Við eigum slatta af efni og það er séns að við komum með plötu í febrúar eða mars. Umboðsfyrirtæk- ið okkar er Arctic Circle Team og höfum við verið að dreifa efni nokkuð erlendis. Við erum með lögfræðisamning í Bandaríkjunum til að plögga okkur þar og fengum t.d. tilboð frá Renaissance Enter- tainment bókunarfyrirtækinu (sem er m.a. með Backstreet Boys!) um að hita upp á túr fyrir einhverja en við neituðum. Svo höfum við líka verið mikið í kontakt við Elektra sem jafnvel hefur áhuga á sam- starfi eftir fyrstu plötuna okkar. El- ektra getur auðvitað keypt upp samninginn við Skífuna hvenær sem er,“ segja norðlensku rokkar- arnir að lokum. í framhaldi af samningnum við Skífuna vonast strákarnir til að fá að spila fyrir erlendu útsendarana sem koma í október. Annars hyggj- ast þeir koma víða við á næstunni og er jafnvel stefnt á að spila í Bandaríkjunum eftir áramót. -hdm Af hverju eru KR-ingar alveg að verða íslands- meistarar í knattspyrnu karla, í fyrsta skipti í 31 ár? Svarið er Rauða Ijónið, lukkudýr þeirra KR-inga! Tilburðir þess á hiiðarlínunni hafa virkað sem vítamínsprauta bæði á leikmenn og áhorfendur með þeim árangri að níu fingur eru komnir á titilinn. Fókus fékk þann heiður að rífa hausinn af Rauða Ijóninu og kynnast manninum bak við grímuna. Án Rauða yónsins gætu KR- e f n i Baldur og Þorsteinn: 4 Sjávarútvegssýning rokks- | ins í októ- ber Annabel Chong: Hef prófað allt í þessum Á r bransa 8-9 Ný framagjörn kynslóð: Rís þú, unga ís- landsmerki ¥ Landslið poppara: Hvað kemur út fyrir jól? oyu0j Poppið: 12-13 Sting og Rammstein Ef þú værir r kvenmaður: 15 Þá væri ég örugglega í blóma- skreytingum Hugmyndir kvenna á öllum aldri: Um karla, kvenleika og rómantík Ertu vinkona frá helvíti? Eða þarfnast bara æsandi ilmvatns? Bíó: 22-23 Gadget og uppgjör við Kvikmynda- hátíð Bækur: 24 Kiósett- menning snillinganna Lífid eftir vinnu )rag á Spotligl' meira stuð Iverjir vori^yý f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Val Frey Einarssyni leikara 10. september 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.