Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 9
 Baldur Stefánsson Sonur þjóðleikhússtjóra hristi meikhópinn GusGus fram úr erminni og er án efa helsta ástæð- an fyrir sigrum hópsins - það stendur að vísu eitthvað á frekari sigrum í augnablikinu. Þetta er bransamaður á borð við Einar Bárðarson. Einsi er í vinnu hjá Bónusi en Baldur hjá Oz. Báðir hafa þeir skap- að meikbönd, ann- ar fyrir ísland og hinn fyrir heim- inn. Baldur er auk þess, líkt og Einar, mikil- vægari en hljómsveitin sem hann skopp- ar í kringum. Linda Björk Árnadóttir Fatahönnun á íslandi hefur ver- ið hallærislegt fag i gegnum árin. Allavega datt engum íslenskum fatahönnuði í hug að útlendingar hefðu áhuga á fótum af klakanum fyrr en Linda Björk Árnadóttir mætti á svæðið með Cry Lab. Það fyrirtæki framleiðir hennar eigin línu sem heitir Svo og selur um víða veröld. Linda á líka skóbúðina KRON með manninum sínum, Frey Einars- syni, framkvæmda- stjóra Plúton. Það er fyrirtæki sem er farið að láta ráðendur í aug- lýsingabransanum finna fyrir sér. En sam- an eru þau Linda og Freyr hörkubiss- nesspar. Hafa gert góða samninga í útlöndum og hún þykir hafa bein í nefmu. Ætlar sér að verða stórt nafn í fatabransanum, á nokkur ár í það en barráttan fer vel af stað hjá stelpunni. Eyþór Arnalds Borgarfulltrúinn var fljótur að fatta að það var engin framtíð í stjórnmálum. Það er líka eitthvað sem þessi kynslóð veit: Það er betra að hafa stjórnmála- mann í vasanum en vera í vasanum á bisnessmanni. En allavega, Eyþór er stjórnarformaður Skjás 1, poppari og framkvæmdastjóri Íslandssíma en stjórnarformaðurinn þar er Páll Kr. og sá maður þykir nokkuð tengdur Hofi (eignarhaldsfélag Hagkaupssystkin- anna). Þetta fyrirtæki er þvi alvöru og stærðarinnar áform á teikniborðinu. Ljósleiðari í öll hús en hann mun þá sameina síma, Net og sjónvarp. Þegar það gerist gæti Íslandssími orðið raun- veruleg samkeppni við Landssímann. Ingvar og Balti Frumherjamir í að flytja leik- húsið frá stofnunum og yfir til fólksins. Þeir em samt aðeins of gamlir til að teljast til kynslóðar- innar sem fæðist í kringum 1970 og er nú að taka við keflinu frá nauðugri (og auðugri) ‘68 kynslóð. En einhvem veginn, þrátt fyrir lít- inn dug sinnar kynslóðar, tókst Ingvari og Balta að rísa upp og gera góða hluti. Það má segja að þeir hafi verið þeir fyrstu sem kveiktu á breytingunum sem hafa orðið frá einokun yfir i frelsi. Það má stofna leikhús og græða pen- inga á öllu nema klámi og dópi nú til dags. Nú em Ingvar og Balti því miður hættir að bylta og famir að gera bíó. 101 Reykjavík eftir Balta og Hallgrím Helga verður frum- sýnd í vetur (auðvitað með út- lenskri stórleikkonu, þeir þora piltarnir) og þvi er ekki að neita að bíóbraskið hefur bitnað á Loft- kastalanum. Það er allavega lítið um að vera þar þetta misserið, annað en Hattur og Fattur og svo Rent, en Þjóðleikhúsið á það stykki. Aðdáendur strákanna verða bara að vona að Ingvar og Balti bylti kvikmyndaheiminum þrátt fyrir að fyrsta verk þeirra hafi floppað -- Popp í Reykjavík. Gunnar Hilmarsson Auðvitað hefur fólk eignast búð- ir áður á íslandi. En þetta er sjoppa þessarar framkvæmdaglöðu kynslóðar. Gunni og Arnar Gauti eru heilamir á bak við GK en Arn- ar hættur, er nú innkaupastjóri hjá Hagkaupi. Gunni er þá einn eftir ásamt konu sinni, Kolbrúnu Petreu Gunnars- dóttur, og ein- hverjum háleyni- legum hluthöfum. Þau hjónin ætla sér stóra sigra í framtíðinni. Eru komin með sína eigin línu sem þau hanna saman og láta sauma fyrir sig erlendis. Þar eru þau svo með umboðsaðila sem selja vöruna úti. Þetta er fólk sem þorir. Virkilega hugguleg hjón sem era á beinu brautinni til mikilla efna. Era að fara að opna nýja búð í Kringlunni -- GK fyrir konur. r r KVIKMYNDASKOLI ISLANDS HAUSTÖNN 27. september - 20. desember 1999 in 21. aldarinni Nám í kvikmyndagerð undir leiðsögn íagíólks. . ' Bóklegt nám í handritagerð, leikmyndagerð, kvikmyndatöku, lýsingu, klippingu, hljóðvinnslu, leikstjórn o.íl. Nemendur fá verklega þjátfun við gerð fjögurra stuttmynda. Boðið er upp á kvöldskóla og dagskóla. Nemendur hljóta viðurkenningu í námslol; ser nýtist þeim hvort heldur vegna starfsumsók" e eða umsókna í framhaldsnám. Ötskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla (sla:: s starfa víðsvegar í kvikmyndaiðnaði, til dæmis hjá sjónvarpsstöðvum, auglýsingafyrirtæi .m og kvikmyndaframleiðendum. Skráning er hafin í síma 588 2720 Takmarkaður fjöldi nemenda! KVIHMYNDflSKOLI íS LfiNDS Kvikmyndaskóli íslands • Ármúla 38 • 108 Reykjavík* Sími 588 2720 • kvikmyndaskoli@islandia.is 10. september 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.