Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 23
Sttller leikur tengdason De Niros Meet the Parents er gamanmynd sem á að fara að gera í janúar. Er um að ræða endur- gerð myndar sem bar sama natn og gerð var 1992 og vakti litla athygli. Aðalhlutverkin leika Ro- bert De Niro og Ben Still- er. Leikur Stiller ungan mann sem hittir á slæman dag hjá tilvonandi tengda- fööur þegar hann hittir hann í fyrsta sinn. Eftir þann fund telur Stiller að hlutirnir geti varla versnað en hefur rangt fyrir sér. Upp- runalega átti Steven Soederberg að leik- stýra myndinni en hætti við og í staðinn var fenginn Jay Roach sem leikstýrt hefur Austin Powers-myndunum tveimur. Kidman í erótískum hugleiðingum Nicole Kidman, sem lætur mjög vel að eig- inmanni sínum, Tom Cruise, í Eyes Wide Shut, verður áfram á erótískum nótum í In the Cut sem Jane Camþion (The Piano) mun leikstýra. Þær Kidman og Campion, sem báðar eru frá Eyjaálfunni (Ástrallu og Nýja-Sjálandi) eru að endurnýja kynni sín því Campion leikstýrði Kid- man í Portrait of a Lady. Inthe Cutergerð eftir skáldsögu Sus- anna Moores og það var Kidman sem hafði lesið bókina og vildi að Campion leikstýrði kvikmyndaútgáfunni. Áður en Kidman getur hafið tökur á In the Cut þarf hún aö klára aö leika í Moulln Rouge. sem Baz Luhrmann leikstýrir, og The Other, sem leikstýrt er af Alejandro Amenabar. Nýjasta kvikmynd Jane Camp- ion, Holy Smoke, er nú sýnd á Kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum og hefur fengið af- bragðsviðtökur. Uppgjör Kvikmyndahátíðar í Reykjavík 1999: Ágæt uppskera Kvikmyndahátíð í Reykjavík 1999 var vel fyrir ofan meðailag hvað varðar gæði og úrval myndanna. Sýndar voru um 40 myndir og þó að engin hinna nýju mynda sem birtust á hátíðinni geti talist meistaraverk voru þær margar ágætar og sumar mjög góðar. Meistarastykkin birtust okkur hins vegar í yfirlitssýningum á verkum Kubricks, Kusturica og Bergmans. Aðsóknin á þær, sérstak- lega myndir Kubricks, sýnir okkur að hér er áþreifanlegur markaður fyrir reglulegar sýningar á vel völd- um myndum úr kvikmyndasögunni. En taki bíóin ekki við sér og stofni „cult“ bíó, eins og ég og fleiri hafa áður lagt til, er mikilvægt að Kvik- myndahátíð verði áfram vettvangur slíkra sýninga. Reyndar skal tekið fram að Kvik- myndasafnið fyrirhugar að starta vísi að slíku apparati í hinu forn- fræga Bæjarbíói Hafnfirðinga og hefjast sýningar vonandi með nýju ári. Athyglisverðustu myndirnar Einna ánægjulegast var að upplifa mynd Walters Salles, Central do Brazil, sem var sérlega nosturslega unnin mynd í neorealískum anda um gamla og bitra konu sem verður að fylgja ungum dreng yfir hálfa Brasil- íu til að finna fjölskyldu hans. Þrátt fyrir að pyttir sykursætrar væmni sætu um ferðalag þeirra tókst leik- stjóranum með stillingu og ná- kvæmni að forðast þá alla en skila okkur engu að síður mögnuðum til- finningum biturleika, fyrirgefningar, þrautseigju og endurlausnar. Önnur vel heppnuð var Happiness eftir Todd Solondz sem heldur áfram að kanna öngstræti mannlegrar óhamingju og firringar. Þetta er fjöl- skyldusaga um þrjár systur og fólkið í kringum þær og virtust engin tak- mörk fyrir þvi hvað Solondz var reiðubúinn að svipta fólkið reisn og sjálfsvirðingu en samt láta sér þykja vænt vun það. Svartur köttur, hvítur köttur eftir Emir Kusturica, aðalgest hátíðarinn- ar, var mikill gleðileikur um út- smogna þrjóta sem hyggjast innsigla gott samband sitt með því að gifta af- kvæmi sín - en ástin lætur ekki að sér hæða. Kettimir tveir úr titli myndarinnar vöktu síðan yfir spreli- inu eins og grískur kórus. Kusturica teygir lopann aðeins of mikið yfir miðbikið en nær sér aftur á strik undir lokin. Hertu upp hugann eftir Sólveigu Anspach var bíómyndarfrumraun hennar, saga um unga ófríska konu sem fær krabbamein, sérlega næm- lega unnin og fuU af litlum smáatrið- um, auk þess að vera afar vel leikin. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þessi mynd gæti gengið áfram á al- mennum sýningum og raunar má það sama segja um hinar. Aðrar athyglisverðar voru meðal annars Ratcatcher eftir Skotann Lynne Ramsay, uppvaxtarsaga í ljóð- rænum raunsæisstíl úr skuggahverfi Glasgowborgar á sjöunda áratugn- um; Lola rennt eftir Þjóðverjann Tom Tykwer, afskaplega straumlínu- löguð spennumynd með sterku rokkvídeóbragði um unga stúlku sem þarf að redda milljónum á 20 mínútum, eða kærasti hennar fær að súpa seyðið, og heimildarmyndin Nonstop eftir Ólaf Sveinsson um fólk- ið á bensínstöðinni í hverfmu hans. Umfjöllun um draumleik Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut, mun bíða þar til almennar sýningar hefjast á myndinni. Umgjörðin Að lokum skal vikið stuttlega að umgjörö hátíðarinnar. Hún er rekin af nokkrum vanefnum en nú, þegar samningurinn milli hátíðarinnar annars vegar og ríkis og borgar hins vegar er útrunninn, standa vonir til þess að fjármagn til hennar verði aukið. Fjöldi mynda er reyndar pass- legur en nauðsynlegt er að gera að- standendum hátíðarinnar kleift að leita uppi myndir þannig að valið geti orðið svolitið hnitmiðaðra. Og þó að margt gott megi segja um þátt- töku allra kvikmyndahúsanna í há- tíðinni verður það þó til þess að hana skortir brennipunkt, mótsstað, þar sem ákveðin stemning myndast. Best væri auðvitað ef til væri bíó þar sem jafnframt gæti verið klúbbur hátíðar- innar með bar og öllu tilheyrandi. En það verður víst að bíða betri tíma. Gestir hátíðarinnar að þessu sinni voru Emir Kusturica, Darren Ar- onovsky (leikstjóri Pi), Sólveig Anspach og Ólafm- Sveinsson Allt er þetta hið mætasta fólk en gaman hefði verið að fá tækifæri til aö heyra meira frá því, t.d. á einhvers konar samkomum. Mig langar jafnframt að nota tæki- færið og hvetja til þess að á næsta ári verði framleiddur svolítið veglegri katalógur, í smærra broti og á betri pappír. Ef vel er að staðið eru svona katalógar hinar ágætustu heimildir og eigulegir safngripir. Þetta hefur ekki alveg verið uppi á teningnum hin síðustu ár. Aðsóknin mun hafa farið langt fram úr björtustu vonum en vel yfir tuttugu þúsund manns sóttu myndir hátíðarinnar að þessu sinni. Það er, að ég held, meira en nokkru sinni fyrr þannig að sú ákvörðun stjómar hátíðarinnar að færa hana frá miðj- um vetri til sumarloka virðist hafa verið hin farsælasta. Ásgrimur Sverrisson % ♦ bíódómur Laugarásbíó / Bíóborgin - The Thomas Crown Affair ★ ★ Glæpur og rómantík í The Thomas Crown Affair fylgjumst við með moldríkum viðskiptajöfri, Thomasi Crown (Pierce Brosn- an), sem þrátt fyrir lætin á verðbréfamark- aðnum hefur þörf fyrir meiri spennu. Hana fær hann með því að stela beint fyrir framan nef- ið á gæslumönn- um á listaverkasafni milljón doll- ara málverki eftir Monet, uppá- haldsmálarann. Þessi. ástríða Crowns fyrir Monet verður honum að falli því hin snjalla trygginga- lögga, Catherine Banning (Rene Russo), þefar uppi helstu Monet-að- dáendurna og er ekki lengi að leggja saman tvo og tvo. Afrekalisti hennar er langur en í Thomasi Crown hittir hún fyrir verðugan keppinaut og brátt má varla sjá hver er músin og hver er köttur- inn. The Thomas Crown Affair er gerð eftir samnefndri kvikmynd þar sem Steve McQueen og Faye Dunaway fóru með sömu hlutverk og Brosnan og Russo. Eftirminni- legt atriði í eldri myndinni og það sem situr helst eftir er þegar þau tefla á örlagastundu og sjálfsagt hafa taflmennimir aldrei öðlast slíkan kynþokka sem í þeirri skák. Ekkert slíkt atriði er að finna í nýju útgáfunni og satt best að segja er myndin öll á lágum nótum en fléttan er góð og viss spenna helst alla myndina. Það rieistar á milli Brosnans og Russo eins og gerði á milli McQueen og Dunaway, sem reyndar hefur nú fengið hlutverk sálfræðings Crowns, og sjálfsagt hefur hlutverkið verið búið til fyr- ir hana til að hafa hana með því sálfræðingurinn og tímarnir hjá honum er algjört aukaatriði í myndinni og skipta engu máli. The Thomas Crown Afiair kem- ur í kjölfarið á Entrapment þar sem nánast sömu persónumar eru til staðar og plottið ekki ósvipað og satt besta að segja hafa Sean Conn- ery og Catherine Zeta-Jones vinn- inginn yfir Pierce Brosnan og Rene Russo. Það er á mörkunum að Brosnan hafi þá útgeislun sem þarf til að halda uppi rómantískri spennumynd og má segja að hann hafi tapað fyrir Connery á tveimur vígstöðvum: hann er ekki eins góð- ur James Bond og Connery er einnig betri listaverkaþjófur. Leikstjóri: John McTiernan. Handrit: Leslie Dixon og Kurt Wimmer. Kvikmyndataka: Tom Priestley. Tónlist: Bill Conti. Aðal- leikararar: Pierce Brosnan, Rene Russo, Denis Leary, Ben Gazzara og Faye Dunaway. Hilmar Karlsson Kærkomin nviunq sem sleqið hefur í qeqn frá Nivea Visage Nýi hreinsiplásturinn (Clear-up Strip) frá Nivea Visage hreinsar svitaholur á nefinu og fjarlægir fílapensla og önnur óhreinindi á aðeins 10 mínútum. Nefið er bleytt, plásturinn settur á það. Eftir 10 til 15 mínútur ei pláslurinn tekinn varlega af og arangurinn kemur i Ijos. Njóttu þess ad vera til - notaðu hreinisplásturinn frá Nivea Visage. www NIVEA VISAGE 1 •* € A 10. september 1999 f Ó k U S 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.