Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 20
9
Trúlofunarhrinqar í 95 ár
í sumum fjölskyldum nafa þegar 5
kynslóðir fengið hringana frá Jóni
15% afsláttur af iíllurn vörum á löngum laugardegi
Hðn SpiuiMÍ$$on
úra- og skartgripaverslun,
___Laugavegi 5, sími 551 3383
Dcmantshringar í frábseru úrvali
Demanturinn frá Jóni
Men kr. 1.7DD
Lakkar kr. 1.EDO
Hringir kr. 1.300
„Traustur vinur getur gert kraftaverk" söng hljómsveitin
Upplyfting í denn. Að sama skapi getur vond vinkona verið
hreinasta helvíti, jafnvel rænt mann ærunni, kærastanum
og sjálfsvirðingunni. Allir telja sig vera vin í raun en
margir lifa líklega í bullandi sjálfsblekkingu.
Enn og aftur kemur Fókus til hjálpar þegar mikið liggur við
og leggur til handhægt próf sem svarar því hversu góð
vinkona þú ert. Svaraðu fullyrðingunum samviskusamlega
og teldu saman hversu margar eru sannar og eiga við þig.
IÞú átt Ijósmynd af vinkonu þinni í bíkini -tekna áður en hún missti
30 kíló með hjálp Herbalife - og þaö hvarfiar ekki að þér að taka
hana úr albúminu sem þú sýnir öllum sem koma ! heimsókn.
Í3þú sérð ekkert athugavert við þaö að fara
út með strák sem vinkona þín er hrifin af.
4Þú hefur logið þv!
aö strák að vin-
kona þín sé lesbla
til að geta slðan
sofið hjá honum.
O Þér finnst ekkert mál að Ijúga þv! að vinkonu úti á landi
að öll bréfin sem þú skrifar henni týnist! pósti.
3Þú hvattir vinkonu þ!na til að fá sér vinnu á stripi-
klúbbi. Nú segirðu öllum að hún sé algjör mella.
Þú hélst með meðleigjandanum í
^ kvikmyndinni Single White Female.
^Þú hefur lofað að póstleggja starfsumsókn fyrir vinkonu þina
en hent henni til að eiga meiri möguleika á starfinu sjálf.
7:
Þú þolir ekki þegar vinkona þín hringir og biður þig um að gera
eitthvað fyrir sig og reynir alltaf að Ijúga þig út úr því, jafnvel
þó að hún vilji bara að þú hlustir á sig! smástund.
8Ef vinkona þín er í flottari fötum en þú hikar
þú ekki við að hella einhverju niður á hana.
Ef vinkona þín bendir á skó sem hana langar ofsa-
lega mikið I en hefur ekki efni á þá kaupirðu þá
handa sjálfri þér næst þegar þú ferð í bæinn.
KÞegar lagið Traustur
'“vinur með Upplyft-
ingu kemur í útvarp-
inu hendirðu tæk-
inu I gólfið.
6Vinkona þ!n trúir þér fyrir því! einlægni að hún sé ólétt.
Daginn eftir fer fólk að óska henni til hamingju.
7Þegar vinkona þ!n las upp fyrir þig Ijóö
sem hún hafði samið um vináttu ykk-
ar gastu ekki haldið niðri I þér hlátrin-
um og frussaðir framan í hana.
Q Þú skáldar upp sögur um leynilega að-
dáendur til að upphefja sjálfa þig.
j Q Þegar vinkona þ!n fer með þér á trúnó
á klósettinu ertu með hugann víösfjarri
og segir bara: .U-hu. Einmitt. U-hu."
Þú klæðist stundum fötum
sem vinkona þín saumaði en
hikar ekki við aö þiggja hrósið
þegar vinkonan er ekki nálægt.
Þú manst ekki fæðingardag barns
bestu vinkonu þinnar.
12
Þú vonar að brúðkaup vinkonu þinnar fokkist
upp svo þú getir toppað það næsta sumar.
Þegar þú varst að baktala
vinkonu þína birtist hún
óvænt. Þá brostirðu til
hennar og hældir henni
fyrir það i hversu flottum
fötum hún væri.
í partíi hefur þú boðist
til aö blanda í glas fyrir
vinkonu þína og síðan
hrækt í glasiö.
Ertu slæm eða góð vinkona?
Færrl en fimm fullyrðingar sannar: Þú ert gull.
Hvaö er síminn hjá þér? Það vilja örugglega all-
ar stelpur vera besta vinkona þin, þó ekki væri
nema bara til að nota þig og niðast á þér. En
það er gallinn við eins fallegar mannesKjur og
þig. Þú verður undir í lifinu en færð vonandi fyr-
irgreiðslu! himnaríki.
5-9 fullyrölngar sannar: Þú ert þaö sem við
getum kallað sanngjörn. Þú ert ekkert of góð
viö þær sem standa þér næst en sanngjörn,
elskar sjálfa þig pínulítið en hefur engan metn-
að til að níðast á öðrum þértil framdráttar. Við
verðum samt að viðurkenna að þú ert á gráu
svæði og ættir að íhuga stöðu þína gagnvart
vinkonum þínum.
10-15 fullyrðingar sannar: Það er ekki hægt að
segja að þú sért góð manneskja. Þú ert hálfgerð-
ur kvendjöfull og þarft örugglega ekki að æfa þig
mikiö til að geta snúið hausnum á þér í hringi. Þú
átt þér þó enn von og gætir orðið betri mann-
eskja með tímanum ef þú leggur þig eftir því.
Fleiri en 15 fullyrölngar sannar: Guö minn al-
máttugur. Þú þarfnast meðferðar. Ef þú leit-
ar ekki hjálpar mun einhver vinkona myröa
þig á endanum. Það eru allavega allir komn-
ir með æluna upp ! hálsinn og vilja þér allt
illt. En þú ert samt alveg örugglega of langt
leidd til að hafa vit á þvi að leita þér hjálpar.
Þá veröurðu bara aö reyna að Ijúga þig út úr
öllu og svo er bara að trúa lyginni sjálf.
f ó k u s
10. september 1999
20