Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 25
10. september - 1 myndlist 6 september popp Lífid eftir vi ieiKnus fyrir börn nnu “““ 1 1 1 1 veitingahus einnig á vísir.is Föstudagur 10. september ©Krár Vestfirska hljómsveitin Cor er komin í bæinn og líklega bandbrjálaði Rolling Stóns-sýslu- maðurinn með. Þetta fólk heldur dampi inni á Grandrokk og tekur eflaust eitt eða tvö Stóns- lög. Á Gauknum sprellar gæðasveitin írafár þar til strætó fer að ganga á ný. Á Næturgalanum í Kópa- vogi sjá Hllmar Sverrls- son og Anna Vilhjálms um að leika blandaða tónlist fyrir alla. Þau spila frá kl. 23 og taka sér ekki nema eina pásu. „Maður verður nú að fá sér kaffi," segir Anna. Kaffi Thomsen: DJ Samml úr Jagúar & Árnl E snúa sér á hæl og tá og svo auðvitað plötum á grammifóninum. Hin fingralipra Alison Summer hamrar á pí- ónóið á Café Romance. Það eru hjartaknúsararn- ir Svensen og Hallfunkel sem skemmta gest- um Gullaldarinnar til kl. 3 I kvöld. Konur Graf- arvogs fá ekki nóg af þeim félögum enda sannir Fabíóar þar á ferð. Stórsveitln B.P og þeg- iðu rokkar út í eitt á Café Amsterdam. Kópavogsbúar dilla sér í Hamraborg undir tónum frá hljómsveitinni Gammel Dansk. Staður- inn heitir Catalína og er æði, æði, æði, hann er saxafónn! Á Kaffi Reykjavík ieika Djassmenn Alfreðs frá kl. 22.30-24 en síðan tekur hljómsveitin Sixties við. Vestmanneyingar dansa og dufla á Lundanum undir tónum frá hljómsveitinni Hafrót, Skagfirsk sveifla með hinum eina og sanna Gelrmundi Valtýssynl verður á Nautskránni. Á Rauða Ijóninu munu hljómsveitin Fauskarn- ir og Geir Ólafsson reyna aö hressa gesti við eftir ianga vinnuviku. k 1 ú b b a r Spotl Spotllght á eins árs afmæli um helgina. Að sjálfsögðu líður það ekki fram hjá í status quo heldur verður sprengju haldið úti aila helgina. í kvöld, föstudags- kvöld, verður óvænt uppá- koma og allir í stuði. En það er nú bara byrjunin, upphitunin fyrir annað kvöld. Þá verður afmæl- isveislan. Spotlight-liðið er ekki búið að sitja auðum hönd- um, það fær til sín Tasty Tim til að sjá um að hreyfa við lið- inu á dansgólfinu. Tasty Tim er enginn aukvisi, hann hefur spilað á klúbbum allt frá byrj- un níunda áratug- arins, en þá var hann mættur í í drag með bros á vör. Hann spil- aði úti um alla neðanjarðarborg Lundúna og varð fljótt húsplötusnúð- ur á einum frægasta homma- og lesbíu- 4 klúbbnum, Ileaven. M Hann varð rosavinsæll og meikaði það líka á hin- st afmæli um alræmda Kinky Gerlin- ky, einum brjálaðasta drag- klúbbi sögunnar. Upp á síðkastið hefur hann verið hús- plötusnúður hjá mörgum goð- sagnaklúbbum, t.d. Crash og Karpe Diem. En með Tasty Tim er ekki öll dagskráin talin £ upp vegna þess að þeir sem sækja staðinn heim á laugardaginn fá tískusýningu beint í æð og þegar stuðið fer á kreik verða go go-dansarar uppi á stöllum sem sjá um það að setja gott for- dæmi þannig að enginn komist upp með það að hreyfa sig ekki. Spotlight-liðið sér um að halda dæminu saman og kölluðu meira að segja Rósu Guðmundsdóttur heim frá útland- inu til að þetta gangi nú allt eins og í sögu. Groovie baby, yeah. Rokkarinn eilífi, Rúnar Þór, spilar á Péturs Pub, grafreit Feita dvergsins, í kvöld. Það sitja fáir á út- hverfapöbbunum þegar kappinn sá tekur af stað. Svo er líka frábært að tölta yfir á Dóm í nös ef bjórinn mettar guma ekki. Þeir sem vilja næs, kósí stemmningu ættu að fara á Áslák sveitakrá. Þar er alltaf gott að vera, þó sérstaklega í kvöld þegar Skugga- Baldur þeytir skifur. Nú þegar framkvæmdunum uppi í Kringlu fer alveg að Ijúka er fátt sniðugra en að klofa yfir moldarhólana og gröfusköftin og bregða sér á Mallpöbbinn okkar, Kringlukrána. í kvöld er nefnilega nýr bragur yfir staðnum og nýjar leik- reglur, Taktík, uppi á sviði. Bö 11 um helgina Það eru tveir fótboltaleikir um helgina sem ég ætla alls ekki að láta fram hjá mér fara. Annars vegar er það leikurinn milli KR og Víkings á laugardaginn og hins veg- ar leikurinn þar sem stelpurnar í KR mæta stelpunum í Breiðabliki á sunnudaginn til að berjast um Coca cola-bikarinn. Þessa dagana stend ég í íbúðarkaupum svo líklega verð ég líka eitthvað með hugann við þau mál. Á laugardagskvöldið ætla ég svo að kíkja aðeins á djammið og fer þá líklega á Astró eða á Skuggabarinn. Annars ætla ég bara að njóta þess að vera í fríi og slappa af. Haustið er komið og réttirnar fara að verða búnar. i tilefni af því spilar hljómsveitin Skíta- mórall, ein verst klædda hljómsveit islands að mati tískuráðgjafa Fókuss, á réttarballi á Flúðum. Þar verður megastuð en ekki fyrir alla þar sem þar er 16 ára aldurstakmark. Þannig neyðast litlu lolituheimasæturnar til að finna einhvern flöt á dyravörðunum til að komast inn. Javla smavla! Vikingarna kommar ok visa páttarna. Það er barist á Broadway þvi að í kvöld leikur sænska hljómsveitin Vikingarna fýrir dansi en hún er ein allra vinsælasta hljómsveit Svía. Þeir hafa selt yfir 7 milljónir platna og gáfu nýlega út plötu þar sem þeir syngja lag Gunnars Þórðarsonar, Þitt fyrsta bros. Sérstakir gestir Víkinganna eru Alex Bærendsen, einn fremsti söngvari Færeyinga, og Ari Jónsson. Vikingarna, Hljómar og Shady lady Owens leika fyrir dansi í aðalsal og Lúdó og Stefán leika fyrir dansi í Ásbyrgi. D jass Djassinn dunar á Djasshátíð og af því til- efni eru átta ókeypis uppákomur í kvöld á milli kl. 21.30 og j 00.00: KR-fönksins, bolabítarnir í Jagúar fönka á Astró. Funkmaster 2000 fönka hins vegar á Café Viktor. Þóra Gréta Þórisdóttir tekur lagið á Einari Ben. Andrea Gylfadóttlr er með sina menn á Gauknum. Kaffileikliúsiö býður upp á djamm- sessjón. Jazzmenn Alfreðs gera allt vitlaust á Kaffl Reykjavík. Á Klaustrinu djassar Þórir Baldursson af fingrum fram. Sólon tefiir fram Andiési Þór Gunnlaugssyni. I kvöld á milli kl. 21 og 22 spilar Dlxieland- hljómsvelt Árna ísleifssonar á Ingólfstorgi. Auk Árna eru í bandinu: Björn Björnsson, Frið- rik Theodórsson, Guðmundur Nordahl, Guð- mundur Steinsson, Leifur Benediktsson, Sverrir Sveinsson, Þórarinn Óskarsson og Örn Egilsson. Ókeypis djasshátíðarfjör! Þegar klukkan er hálf tíu í kvöld hefst annar hluti framtíðardjass- sveiflu Tllraunaeldhúss- ins í Tjarnarbiói. Tvær sveitir taka upp úr hljóð- færakössunum: í ÓBÓ eru þeir Ólafur Björn Ólafsson, Hlynur Aðils Vilmarsson, Jóel Páls- son, Böðvar „Brútal" Jakobsson, Smári „Tarfur" Jósepsson. Helvít- is gitarslnfónian er hins vegar 15 manna gít- arsveit sem mun leika ómþýða gítartónlist. Meðal meðlima eru Jónsi i Sigur Rós, Hilmar Jensson.Pétur Hallgrims og Kristin Björg Krist- jánsdóttir.Þá fer fram Spuna-glíma, sem Pabbi Stáltá kynnir. •Svgítin Eyjólfur Kristjánsson heldur uppi fjörinu eins og honum er einum lagið á Café Menningu á Dalvik í kvöld. Þetta ævintýri kostar litlar 5oo kr. en það er í lagi því Eyjó er úr landsllði popp- ara. Ef þiö viljið skemmta ykkur virkilega vel, þá skuluð þið fá ykkur pitsu fyrst því að þær eru ofsa góðar. Café Menning er líka ferskur staður, með heimasíðu og allt: www.cafe- mennlng.ls. l/=Fókus mælir með ] =Athyglisvert SKI-F-A-N Góða skemmtun «SUBUJflV' Ferskleiki er okkar bragð. 10. september 1999 f ÓkUS 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.