Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 26
♦ * laugardagar alla laugo^ð^ Opiö mán.- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00-18.00 KRINGMN Tilraunaeldhúsið byrjaði að malla í eyrum tónlistaráhugafólks í vor og heldur því nú áfram og það á djass- hátíðinni sjálfri. Eldhúsið hefur leit- ast við að blanda saman ólíkum hrá- efnum á tilraunakenndan hátt. Hljómsveitin Óbó kemur fram í kvöld í Tjarnarbíói. Þama eru á ferð jafnólíkir menn og Hlynur Aðils Vilmarsson (stjamfræðilegi snilling- urinn úr Strigaskóm nr. 42), Böddi Brútal, Tarfurinn (áður gitarleikari í Spit Sign), blástursleikarinn Jóel Pálsson og Einar Örn Molastrákur. Ekki má svo gleyma þeim sem hljómsveitin er nefnd eftir. Óbó er trommari og í viðtali. „Við höfum æft stíft og smíðað prógramm sem samanstendur af öskrandi metal og sýrudjassi," segir hann. „Á tónleikunum mun- um við flytja prógramm í tveim þáttum og sjóða þetta allt saman.“ Eruöi aö spila á ykkar hefö- bundrtu hljóöfœri? „Ja, Einar Örn blæs í lúðurinn og Tarfurinn spilar á heví metalgítar út í eitt en ég spila t.d. á handþeyt- ara og Jóel á kontraklarinett sem er tengdur við effektatæki." Veröur þetta ekki bara einhver leiöindahávaói? „Nei, alls ekki. Það verður mik- ill hávaði en engin leiðindi. Þetta verður geðveikislega kúl og áhorf- endur ættu síður en svo að þurfa að bíta á jaxlinn." Einnig kemur fram Helvítis sin- fónían sem skipuð er 15 gítarleik- urum sem aldrei hafa leikið sam- an áður og trúðurinn Pabbi Stáltá leiðir menn saman í spunaglímu. Heyrn er sögu ríkari - allir í eld- húsið! Bíóborgin Pí ★★★ Pí er vísinda- tryllir um stærðfræð- isnilling sem hefur gert snilldaruppgötvun sem gæti haft afdrifarík áhrif á hlutabréfamarkaðinn Sýnd kl.: 4.45, 9,11 Thomas Crown Affair ★★ Myndin öll á lágum nótum en fléttan er góð og viss spenna heist alla myndina. Það neistar á milli Pierce Brosnans og Rene Russo, það er nú samt svo að það er eitthvað sem vantar til aðmagna sþennuna sem sagna þýður upþ. Hún nær sér þó aðeins á strik í lokin. -HK Sýnd kl.: 4.30, 9,11.20 The blg Swap ★★ Vinahópur sem er búinn að gera allt sem vinir geta gert fer á ystu nöf I nán- um kynnum. Nokkuð einhæf og þreytandi fram- an af meðan ekkert er talað um annað en kyn- líf, en um leið og þrestir fara að koma 1 hjóna- böndin vaknar áhuginn og slðari hluti myndar- innar er sterk tilfinningaþrungið drama. -HK Sýnd kl.: 9 Clockwork Orange Meistaraverk Cubrics um unga mannin sem lendir í meðferð við sið- blindu. Sýnd kl.: 6.30 Full Metal Jacket Vietnam-kvikmynd Stanleys Kubricks. Sýnd kl.: 11.15 Bíóhöl1in Big Daddy ★★ Adam Sandler hefur leikið í nokkrum kvikmyndum á undanförnum misser- um og satt best að segia hefur hann verið eins í þeim öllum, rótlausi sakleysinginn sem 1 aug- um fjöldans er langt í frá að vera eitthvert gáfnaljós, en er einstaklega klár þegar á reyn- ir, mikiö gæðablóð inni við beinið og nær alltaf í fallegu stúlkuna í lokin. Þannig er hann í þess- ari mynd. -HK Sýnd kl.: 5, 6.55, 9,11.05 Star Wars Eplsode 1 ★★ Fátt vantar upp á hina sjónrænu veislu, stjörnustríðsheimur Lucasar hefur aldrei fyrr veriö jafn kynngimagn- aður og blæbrigðarikur. Allt er þetta þó frekar eðlileg þróun en einhvers konar bylting, eldri myndirnar standast ágætlega samanburðinn. Hins vegar vantar nokkuð upp á skemmtilega persónusköpun, nauösynlega eftirvæntingu og hin Ijúfa hroll óvissu og uppgötvana sem er aö- all ævintýrasagna. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9.30 Shining Ein frægasta mynd Cubricks. Hjón með tvö börn taka aö sér að gæta fjallahötels yfir vetrarmánuðina og fluga hleypur í höfuð fjölskyldunnar. Sýnd kl.: 9, 11.15 Analyze Thls ★★★ ein af þessum dæmigerðu skemmtimyndum sem daðra við sjónvarps- gamanþáttaformið en ná að lyfta sér upp fyrir það með því aö notfæra sér þá byrði sem aðal- stjörnur myndarinnar bera úr fyrri myndum. De Niro er meinfyndinn sem illræmdur mafíósi sem fær mikið angistarkast og þarf að leita til geðlæknis sem leikinn er af hvekktum Billy Crystal. -ÁS Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9, 11.10 Inspec. Gadget ★★ Tæknibrellumynd um tæknibrellulöggu sem Matthew Broderick leik- ur. Fín fyrir krakkana og þykir likist The Mask. Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 The Mummy ★★★ Sú tilfinning læðist að manni að aðstandendur The Mummy hafi bara haft svolítið gaman af því sem þeir voru að gera og það er kærkomin tilbreyting frá hinni straumlínulöguöu og sálarlausu færibanda- framleiðslu sem Hollywood sendir svo oft frá sér yfir sumartímann. Ekki svo að hér skorti neitt uppá straumlínur og færibönd en einhver sannur græskulaus gamantónn fylgir með 1 pakkanum, líklega kominn frá einhveijum sem man eftir fjörinu í þrjúbíó 1 gamla daga. -4S Sýnd kl.: 9 Hin systirin ★★ Julietta Lewis og Giovanni Ribisi bjarga því sem bjargað verður í hlutverk- um þroskaheftra ungmenna sem verða ást- fangin, en eru samt misgóð. Út á leik þeirra og persónur, sem ekki er annað hægt en að finna samkennd með, er The Other Sister kvikmynd sem vert er að sjá og væri örugglega mun betri hefði leikstjórinn Garry Marshall gert sér grein fyrir því að hún er hálftíma of löng. -HK Sýnd kl.: 6.40 Pöddulif ★★★ Þaö sem skiptir máli I svona mynd er skemmtanagildið og útfærslan og hún er harla góð. -úd Sýnd kl.: 5 Wild Wlld West ★ Hér hefði betur verið heima setið en af stað fariö. Þetta er ein af þessum algerlega sjarmalausu stórmyndum sem við sjáum stundum frá Hollywood þar sem svo miklum peningum er eytt í tæknibrellur og stjörnulaun að menn segja við sjálfa sig að þetta hljóti að verða algiör snilld, svo framar- lega sem handritið sé sett saman eftir ein- hverju grafi undir stjórn markaösfræðinga. -ÁS Sýnd kl.: 4.45 Resurrection ★★ -HK Sýnd kl.: 11.10 Háskólabíó Te með Mussollnl ★★* Af einhverjum orsökum nær hinn margreyndi leikstjóri Franco Zeffirelli ekki því besta úr mögnuðum leikhópi þótt rétt sé að geta frábærrar frammistöðu Maggie Smith. Samræður verða oft fullstirðbusalegur og öll dramatik righeldur í margnotaðar formúlur, en á köflum er hún bæöi skemmtileg og áhugaverö en þegar hiö mikla hæfileikafólk sem stendur að myndinni er haft í huga hlýtur útkoman aö valda vonbrigðum.-BÆN Sýnd kl.: 7 Svartur köttur, hvítur köttur ★★★★ Emir Kusturica sannar enn einu sinni snilld sína í kvikmyndinni Svartur köttur, hvítur köttur, ein- hverjum skemmtilegasta farsa sem sést hefur í langan tíma. Myndin sem kemur í kjölfarið á meistaraverki Kusturica, Underground, er laus við alla þólitík sem hefur yfirleitt veriö að finna í myndum Kusturica. Hér er hann aðeins að skemmta sér og öðrum 1 bráðskemmtilegri sögu um frændur og frænkur 1 smábæ á bökk- um Dónár þar sem hver persónan af annarri er litríkari. -HK Sýnd kl.: 7, 9.15 Notting Hlll ★★★ Eru kvikmyndastjörnur venju- legt fólk eða einhverjar ósnertanlegar verur sem best er að virða fýrir sér í nógu mikilli tjarlægð svo þær missi ekki Ijómann. Um þetta fjallar Notting Hill og gerir það á einstaklega þægilegan máta. Myndin er ein af þessum myndum sem ekki þarf að kafa djúþt í til að sjá hvar gæðin liggja, hún er ekki flókin og er meira að segia stundum yfirboröskennd en alltaf þægileg og skapar vissa vellíðan sem fylgir manni út úr kvikmyndahúsinu. -HK Trick ★★★ Jim Falls er efnilegt tónskáld sem reynir fyrir sér á Broadway. Félagi hans, hinn miðaldra Perry, segir lög hans góð en spyr hvar tilfinningin sé í þeim. Tango ★★★ Aldrei hefur tangó sem hóþdans verið jafnglæsilegur og tilfinningarikur og það að geta búið til I dansatriði jafnsterka ádeilu á herforingjastjórnina sem ríkti í Argentínu og raun ber vitni er mikið afrek. Tangó er þriðja kvikmynd Carlos Saura þar sem dansinn er þungamiöjan og egfur hinum ekkert eftir. -HK Sýnd kl.: 7 Neðanjaröar ★★★★ Sagan hefst í neðanjarð- arvopnaverksmiðju í Belgrad, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og þróast 1 súrrealískar kringumstæður. Svartamarkaðs vopnasali sem smyglar vopnum til ættjaröarvina láist að segja starfsmönnum verksmiðjunnar frá því að stríð- inu er lokið og þeir halda áfram að framleiða vopnin fyrir þurfandi strismenn. Brúður Chuckys Nú hittum við aftur dúkkuna Chucky sem hefur að geyma sál raðmorðingjans Charles .Chucky" Lee Ray og ekki hefur skaþið batnað með árunum. Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Fucklng Amal ★★★ Hráslagaleg mynd sem borin uppi af góðum leik og persónusköpun, þar sem leitast er við að spila gegn hefðinni. Alexandra Dahlström sem leikur Ellnu geislar af óttaleysi og óhamdri orku. Leikstjóranum hefur tekist að skapa mynd sem er allt 1 senn skemmtileg, spennandi, áleitin og að mestu laus við klisjuafgreiðslur. -ÁS Sýnd kl.: 11 Allt um móður mína ★★★ Afbragðs skemmt- un og þakklát mynd fyrir okkur sem lifum á alltof einhæfu bíófæði. Hér er nefnilega komin evrópsk mynd sem gefur snjöllustu sápuóper- um vestanhafs ekkert eftir í þessum flóknu fléttum sem samt er svo auðvelt að fylgja eftir. Munurinn er hins vegar sá að Almodovar hefur ferska sýn á þetta útjaskaða form, melódram- að. -ÁS Sýnd kl.: 9 Gadjo dllo Sýnd kl.: 5 Kringlubíó Sex: The Annabel Chong Story ★★★ Myndinni tekst að gera nokkuð vel grein fyrir því hvernig þer- sóna Anabel Chong er sem ákveður að samrekkja 251 karlmanni á einum degi en hún reynir einnig að grafast fyrir um það hvers vegna hún taki þessa ákvörðun. Margt af því sem hún segir er ekkert svo vitlaust en það eyðileggur nokkuð fyrir málstaö hennar að hún er greinilega ekki al- veg í lagi. -PJ Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Analyze Thls ★★★ Sýnd kl.: 4.40, 6.50, 9, 11.15 I 26 f Ó k U S 10. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.