Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þð eða týrir myndbirtingar af þeim. Kamfýlumenn eitra enn Staðreyndir kamfýlumálsins eru ljósar. Veikinda- sprenging hefur orðið í þjóðfélaginu, einkum af völdum framleiðslukeðju Ásmundarstaða, Reykjagarðs og Holta- kjúklings og af völdum varnarhrings, sem heilbrigðisyf- irvöld Suðurlands hafa slegið um sóðana. Urn 3.000 manns hafa veikzt á þessu ári, margfalt fleiri en áður. Á laugardaginn var viðtal í DV við ungan mann, sem varð ósjálfbjarga, lá í sjö vikur og hefur ekki öðlazt fullan mátt enn. Hann er einn þeirra, sem íhuga samstarf um málaferli gegn kjúklingasóðum Suðurlands. Aðgerðir hins opinbera í málinu eru líka einfaldar og ljósar. Eftirlitsmönnunum, sem sömdu skýrsluna um sóðahring Ásmundarstaða, Reykjagarðs og Holta- kjúklings, hefur verið vikið frá þessu eftirliti og kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu og umhverfísráðuneyti. Formaður heilbrigðisnefndar Suðurlands stjórnar of- sóknum gegn eftirlitsmönnum. Hann er sveitarstjóri á Hellu og stjórnarformaður Gámastöðvarinnar. Með hon- um í hagsmunagæzlu fyrir Suðurlandssóðana eru hér- aðslæknir og héraðsdýralæknir svæðisins. Hvað eftir annað hefur komið í ljós, að sýktir eru 80% kjúklinga frá sóðakeðjunni Ásmundarstaðir, Reykjagarð- ur og Holtakjúklingur. Yfirlæknir sóttvarna á íslandi segir þetta hlutfall „ófært“ og bendir á, að hættumörk séu í Noregi talin vera við 10% sýkingu. Hér á landi eru engar reglur um, hversu mikil kamfýla megi vera við framleiðslu kjúklinga. í þessu tilviki er hún áttföld á við það, sem væri í Noregi talin vera næg ástæða til að stöðva framleiðsluna um sinn, reka forstjór- ann, loka húsakynnum og sótthreinsa þau. Hér á landi fá sóðar að halda áfram iðju sinni óáreitt- ir, en neytendur eru hvattir til að forðast sýkingu með því að elda kjúklingana svo grimmdarlega, að þeir verða ólseigir. Þetta minnir á ráðleggingar til fólks, sem hefur orðið fyrir náttúruhamförum í Tyrklandi. Starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins á Suðurlandi hafa varað við kamfýlugerlinum frá Ásmundarstöðum, Reykjagarði og Holtakjúklingi síðan 1995. í fjögur ár hafa ráðamenn heilbrigðismála í héraði daufheyrzt við ábend- ingunum og látið sem ekkert hafi í skorizt. Svo langt hefur ruglið gengið á þessu árabili, að starfs- menn sóðakeðjunnar hafa hvað eftir annað orðið veikir af kamfýlu, án þess að það hafi orðið ráðamönnum heil- brigðismála í héraði tilefni til að reyna að koma vitinu fyrir þá, sem stjórna sóðaskapnum. Þung er fjögurra ára ábyrgð formanns heilbrigðis- nefndar Suðurlands, héraðsdýralæknis og héraðslæknis á Hellu, sem hafa sameinazt um að halda málinu leyndu og að ofsækja eftirlitsmennina, er þorðu að koma upp um sunnlenzka samsærið gegn neytendum. Málið sýnir, að staðbundnum aðilum er ekki treystandi fyrir heilbrigðiseftirliti í þágu almannaheill- ar. Þeir eru saman í finimannsklúbbum svæðisins, gæta hagsmuna hver annars í samskiptum þeirra við um- heiminn og hylma meðal annars hver yfir öðrum. Um leið er málið einn af mörgum áfellisdómum yfir umhverfisráðuneytinu, sem fer með þennan málaflokk. Það hefur ekki mótað reglur um meðferð kamfýlu og hef- ur tekið þátt í ofsóknum gegn eftirlitsmönnum, en hefur ekki lyft litla fingri til aðstoðar neytendum. Málið sýnir einnig, að sóðaskapur er sumu fólki eðlis- lægur. Það sér ekkert athugavert við umgengni um mat- væli, sem öðrum finnst forkastanleg. Jónas Kristjánsson myndin er allt, innihaldið ekkert. Bannað að vera sólbrúnn ágreining um það hvernig leysa beri úr vandkvæðum samfé- lagsins. Stjómmála- maður sem er grun- aður um að hafa eitt- hvað sem hugsjón má kalla eða sann- færingu þykir í skásta falli úr takt við samtíðina ef ekki blátt áfram skaðleg- ur. Skaðlegur gæti hann orðið ef hann tæki upp á þeim fjanda að setja skoð- anir sínar ofar þeim markaðsleik sem all- ir eiga að vera í. Stjórnmálin komast „Stjórnmálamadur sem er grun- aður um að hafa eitthvað sem hugsjón má kalla eða sannfær- ingu þykir í skásta falli úr takt við samtíðina ef ekki blátt áfram skaðlegur. “ Breski íhaldsflokk- urinn bannaði fyrir nokkru helstu tals- mönnum sínum á þingi - svonefndu skuggaráðuneyti - að koma sólbrúnir heim úr sumarleyfum. Hague formaður studdi sjálfur fyrir- mæli frá aðalskrif- stofu flokksins í þessu fróðlega máli. Skugga- ráðuneytismönnum var skipað að taka með sér í fríið flöskur af kremi sem dregur stórlega úr áhrifum sólar og var það gert til að þeir kæmu heim aftur „fólir og spenn- andi“ - og einhvern veginn merkilegri í út- liti en ískyggilega hraustlegir ráðherrar Verkamannaflokksins. Ástæðan fyrir þessu banni við sólbrúnku er á þessa leið - og er hér yitnað í einn af hönnuðum þessa hern- aðar gegn sólinni: Þeg- ar almenningur sér vel sólbrúnan stjórnmálamann þá halda menn að sá sami hljóti að vera mjög latur og hafi verið helmingi lengur í fríi en hann átti að vera. Eða þá að þeim finnst að hann hljóti að vera skelfllega ríkur og þess vegna ekki trúverðugur. Trúverðugleikinn lifi Þetta hljómar eins og hver önn- ur skrýtla en það er stutt í alvör- una á bak við og hún er blátt áfram þessi: Um langt skeið hafa menn hamast mjög gegn því að stjómmál snerust um meiriháttar því æ rækilegar í hendur mark- aðsstjóra og ímyndarsmiða og fyr- irmælin sem frá þeim koma eru flest á sömu leiö: Takið ekki of fast til orða. Styggið engan. Lofið eng- um neinu sérstöku - heldur öllum einhverju jákvæðu. Farið sem oft- ast með alheimsformúluna: við erum að skapa almennar forsend- ur fyrir því að öUum vegni betur. Og umfram aUt: reynið að skapa þá ímynd að þið séuð trúverðugir - traustvekjandi. Okkur þykir vænt um þig Þess vegna eiga forsprakkar íhaldsins að vera fölir og spenn- andi: þeir eiga að hafa á sér hófleg- an meinlætasvip sem vekur traust og trúnað: þessir menn leggja mik- ið á sig fyrir okkur, það sést á þeim! Talsmenn Verkamanna- flokksins hlæja hátt og segjast nú hafa endanlega sönnun fyrir því að íhaldsmenn séu hrokknir upp af standinum. En þeir mega vara sig líka, þó nú væri. Þeir eru vissulega djúpt sokknir í ímyndar- fenið sjálfir með elskulegt Bamba- bros Tony Blairs sem fyrsta svar við hverri erfiöri spurningu. Verkamannaflokkurinn hefur verið að þvo af sér sem rækUegast sína verkalýðsfortíð tU að gera sig trúverðugri í augum hinnar feitu miðju samfélagsins. Og aðferðin er sú ímynd sem rúmast í formúl- unni: „Við látum okkur annt um fólk.“ Þetta er nokkuð drjúg formúla, hún lofar mörgu án þess að menn þurfi að leggja mikið á sig tU að standa við ákveðin fyrirheit. Ekki svo að skUja að Verka- mannaflokkurinn geri ekkert gott. Hann hefur til dæmis staðið við það að fækka nem- endum í neðstu bekkjum grunnskóla niður fyrir þrjátíu. En því miður hefur hann gert það á kostnað efri bekkja: nú síðast er verið að kvarta yfir því að lygilega margir efri bekkir í skólum Eng- lands byrji skólaárið með 35-39 nemendum hver. Það má nefnUega ekki auka neitt að ráði heildarút- gjöldin eins og þið vitið. Fyrirtæk- in vilja það ekki. Og það eru þau sem ráða. Og þar við situr. Hvort sem menn koma folir og spenn- andi úr sumarfríí eða byrja ræður sínar á innUegum svardaga: Okk- ur þykir vænt um fólk. Árni Bergmann Skoðanir annarra Ekki aukin ríkisútgjöld „Alþingismenn munu ekki fá góða dóma í haust, ef þeir leggja áherzlu á aukin ríkisútgjöld. Þeir munu hins vegar njóta þess, ef almenningur sér að þeir leggja áherzlu á að auka afganginn á fjárlögum frá því, sem gert er ráð fyrir í nýju fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Hið sama á við um fulltrúa í sveitarstjórnum, bæði á suðvesturhorni landsins og annars staðar." Úr forystugreinum Morgunblaðsins 11. september. Ógreitt afnotagjald Péturs Matthíassonar „í bréfi sem Ríkisútvarpið hefur verið að senda fólki undanfarin misseri kemur fram að stofnunin safnar upplýsingum um þau heimili þar sem ekki eru sjónvarpstæki. í bréfinu segir: „Við samanburð á þjóðskrá og skrá yfir greiðendur afnotagjalda Rík- isútvarpsins virðist sem þú sért ekki greiðandi af- notagjalda. Ef hinsvegar það er greitt afnotagjald á heimilinu vinsamlega tilgreindu hver greiðandinn er á seðlinum sem fylgir. Ef hvorki er að frnna sjón- varps- né útvarpstæki á heimilinu ert þú beðinn af- sökunar á ónæðinu." Nú er það skýrt í útvarpslög- um að greiða á afnotagjöld af sjónvarpstæki en ekki heimili. Enda fást sjónvarpstæki ekki keypt án þess að seljandi skili upplýsingum um það hver keypti sjónvarpstækið til Ríkisútvarpsins. Þeir einu sem skráðir eru fyrir sjónvarpstæki og svíkjast um að greiða afnotagjöldin eru starfsmenn Ríkisútvarps- ins, þeirra á meðal G. Pétur Matthíasson sem ritar undir bréfið frá RÚV. Ríkisútvarpið á því ekkert er- indi við það fólk sem ekki er skráð fyrir sjónvarps- tæki. Alls ekkert erindi. í bréfinu segir hins vegar að menn megi búast „við frekari fyrirspurnum ef bréfinu verður ekki svarað". Hvað varð um „afsök- unina á ónæðinu" sem tilgreind var fyrr í bréfinu?" Vef-Þjóðviljinn 10. september. Stjórnvöld eyði óvissu um löggæsluna „Allar yfirlýsingar um að löggæslan í höfuðborg- inni sé í lamasessi eru að sjálfsögðu stóralvarlegt mál. Slíkar fullyrðingar vekja öryggisleysi hjá borg- urunum og hvetja afbrotamenn til frekari óhæfu- verka, hvort sem gagnrýni samtaka lögreglumanna er á rökum reist eða ekki. Stjómvöldum ber þegar í stað að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að eyða óvissunni og tryggja öryggi borgaranna." Úr leiðara Dags 11. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.