Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 25 Sport Draumalið DV Það urðu heldur betur svipt- ingar í draumaliðsleik DV í 17. og næstsíðustu umferð úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Lið- ið sem var í þriðja sæti fékk hvorki fleiri né færri en 35 stig í umferðinni og flaug á toppinn. Það er Eyþór Ragnarsson úr Kópavogi sem er kominn á topp- inn á réttum tíma, fyrir lokaum- ferð deildarinnar um næstu helgi. Lið hans, Seifu’46, er kom- ið með 134 stig, sex stigum meira en Lionsklúbburinn Diddi, í eigu Þorvalds Freys Friðrikssonar frá Raufarhöfn, sem hefur verið í forystuhlutverkinu undanfarnar vikur. Þorvaldur fékk 21 stig í umferðinni, sem allajafna ætti að duga til að halda efsta sæti, en það hrökk skammt í þetta sinn. Staða efstu liða er þessi en stöðu 300 efstu er að finna á íþróttavefnum á Vísi.is: 03086 Seifu’46 G .............134 02086 Lionsklúbburinn Diddi N 128 03780 Feiti bakvörðurinn......115 02789 Tarim R.................112 02995 Plató R ................108 03472 Theopopolapas United N 107 02235 Fowler N................105 00268 Carlsberg R.............103 02525 Lídds G.................103 03367 Nailstuffn’more R.......102 00866 Ripp Rapp og Rup R ... 100 03056 Draumur í dós R.........100 Líka efstur í fjórða hluta Eyþór er líka orðinn efstur í górða hluta draumaliðsleiksins sem nær yfir fjórar síðustu um- ferðir úrvalsdeildarinnar. Guð- mundur Sveinsson úr Reykjavík komst i annað sætið því lið hans, Slitinn nári 1014, fékk 26 stig í umferðinni og er tveimur stigum á eftir liði Eyþórs. Toppliðið eft- ir 16. umferð, UMF Gunni Sig., fékk hins vegar aðeins 3 stig og datt niður í 10.—11. sæti. En eins og sést hér fyrir neðan er staðan mjög jöfn og fjölmörg lið eiga sigurmöguleika í fjórða hlutan- um. Staða efstu liða er þannig: 03086 Seifu’46 G................47 03395 Slitinn nári 1014 R ......45 02743 Yorkes N..................43 02405 Gúrkugarpar R.............41 02789 Tarim R ..................39 02225 Hlaðajarl R...............39 02978 Sigga Hammer G............37 00960 Draumalið boltans R .... 36 03095 Kapló FC R................36 Hreiðar fékk 13 stig Hreiðar Bjarnason úr Breiða- bliki var stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar í draumaliðsleikn- um í 17. umferð með 13 stig. Bjarki Gunnlaugsson úr KR fékk 10 stig og þeir Jens Martin Knudsen, Leiftri, og Amór Guð- johnsen, Val, fengu 9 stig hvor. Stjarnan áfrýjar Stjömumenn hafa áfrýjað úr- skurði knattspymudómstóls Reykjaness til dómstóls Knatt- spymusambands íslands í kæm- máli sínu gegn FH-ingum. Eins og fram hefur komið kærði Stjaman leik sinn við FH sem lyktaöi með 1-1 jafntefli eftir að kom í ljós að einn leikmaður FH sem spilaði leikinn var ekki á leikskýrslu. FH-ingum urðu á mistök við útfyllingu á leik- skýrslunni. Þeir skráðu Jón Gunnar Gunnarsson í tvígang en Jónas Grani Garðarsson var ekki skrifaður á skýrsluna en báðir léku þeir umræddan leik. Knattspyrnudómstóll KSÍ mun líklega taka kærana fyrir í þess- ari viku og kveða upp úrskurð sinn fyrir síðustu umferðina í 1. deild sem leikin verður á föstu- daginn. -GH Tómasi Inga og Ólafi hrósaö: Svekkjandi að vinna ekki - segir Tómas Ingi sem skoraöi gegn OB Tómas Ingi Tómasson og Ólafur H. Kristjánsson fá báðir lof fyrir frammistöðu sína með AGF sem gerði 3-3 jafntefli gegn OB í dönsku A-deildinni í knattspyrnu um helg- Tómas Ingi skoraði þriðja mark AGF og kom sínum mönnum yfir í þriðja skipti í leiknum en gest- irnir frá OB náðu að jafna metin á lokamínútunum. _. . „Það var Tomas ln9L svekkjandi að ná ekki að vinna eft- ir að hafa komist þrisvar sinnum yfir en segja má að það hafi verið gott að fá eitt stig því við misstum mann út af með rautt spjald þegar tæpur hálftími var eftir,“ sagði Tómas Ingi í samtali við DV i gær en hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Tómas lék á miðjunni í fyrri hálf- leiknum en var færður í fremstu víglínu í síðari hálfleiknum. Ólafur lék sem fyrr í stöðu aftasta miðju- manns og átti góðan leik en bæði hann og Tómas Ingi era orðnir fastamenn í byrjunarliðinu. AGF er í 9. sæti af 12 liðum í úr- valsdeildinni með 6 stig. AB er í fyrsta sætinu með 17 stig, Viborg í öðru sæti með 14 og Bröndby í þriðja sætinu með 13 stig. „Það er stutt í liðin fyrir ofan okkur og ef okkur tekst að rétta gengið við á útivöllun- um eigum við að geta stefnt á 5. sæt- ið í deildinni sem gefur Evrópusæti. Deildin hér í Danmörku er mjög sterk og fróðir menn telja hana mun sterkari en í Sviþjóð og Noregi," sagði Tómas. AGF mætir B-deildarliðinu Glostrap í bikarkeppninni á morg- un og um næstu helgi á það útileik gegn Lyngby í deildinni. -GH Ólafur. Varð 55 milljónum ríkari Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi fagnaði sigri á opna bandaríska meist- aramótinu í tennis þegar hann lagði landa sinn Todd Martin í æispennandi úrslitaleik, 3-2. Agassi vann fyrsta settið, 6-4, en tapaði næstu tveimur, 6-7 og 6-7. Hann innsiglaði svo sigur sinn á mótinu í annað skiptið á ferlinum þegar hann hafði betur í síðustu tveimur settunum, 6-3 og 6-2, en viðureign kappanna stóð yfir í þrjá og hálfa klukkustund. Fyrir sigurinn fékk Agassi 55 milljónir króna en Martin fékk í sinn hlut 30 milljónir. Þetta var annar sigur Agassi á stórmóti á þessu ári en fyrr á árinu varð hann hlutskarpastur á opna franska meistaramótinu. Á mynd- inni er Agassi með verðlaunabikarinn. -ÖÓJ Sænska knattspyrnan: Orgryte tapaði dýr- Bland i poka Grindavík og FH skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liöanna um laust sæti i úr- valsdeild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili. Það var aldursforset- inn í liði FH, Arna Steinsen, sem skoraði mark Hafnarfjarðarliðsins úr vítaspyrnu og kom því yfir en Grindavík náði aö jafna. Síðari leikur liðanna fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 17.30 og þá ræðst hvaða lið fylgir Þór/KA upp í úrvalsdeildina. Hal Sutton frá Bandaríkjunum sigr- aði á opna kanadiska meistaramót- inu í golfi sem lauk i Oakville i fyrrinótt. Sutton lék á 275 höggum. Dennis Paulsen, Bandaríkunum, varð annar á 278 höggum og þeir Justin Leonard, Dudley Hart, David Sutherland og Lee Jansen, allir frá Bandaríkjunum, komu næstir á 281 höggi. Flóki Pálsson, GR, sigraði á opna Esso-mótinu í golfl sem fram fór 1 Grafarholti um helgina. Leiknar voru 18 holur, punktamót með fullri forgjöf en hæst var gefin forgjöf 24. Flóki Pálsson, GR, sigraði á mótinu með 45 punkta. Jökull Kristjánsson, GR, varð annar með 40 punkta og Jón Pétur Jónsson, GR, þriðji með 39. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er í miklum vandræðum með lið sitt fyrir leikinn gegn Croatia Zagreb í meist- aradeildinni sem fram fer á Old Trafford í kvöld. 10 leikmenn úr hópnum geta ekki verið með, þar af eru tveir nýj- ustu leikmennirnir, markvörðurinn Massimo Taibi og Mickael Silvestre en þeir eru ekki löglegir i Evrópukeppninni. Nicky Butt, Roy Keane, Jesper Blomqvist, Denis Irwin, Gary Neville, Wes Brown, David May og Ronny Johnsen eru allir meiddir og spila ekki leikinn í kvöld. Rob Jones, fyrrum landsliðsmaður Engendinga og bakvörður Liverpool, verður að leggja skóna á hilluna að- eins 27 ára gamall. Það eru þrálát hnémeiðsli sem binda enda á feril Jo- nes en hann hefur þurft að gangast undir fjórar aðgerðir á hnénu. Jones lék 200 leiki fyrir Liverpool og spilaði 8 landsleiki fyrir England. Darren Anderton, leikmaður Totten- ham og enska landsliðsins, þarf lík- lega að gangast undir aðgerð á hásin sem gerir það að verkum að hann verður frá knattspymuiðkun næstu 14 vikumar eða svo. Jim Smith, knattspymustjóri Derby County, vill kaupa Norðmanninn Harald Brattbakk sem leikur með Celtic og er reiðbúinn að greiða um 300 milljónir króna fyrir leikmann- inn. Tveir leikmenn Herthu Berlin gleymd- ust á flugvellinum i Berlín í gærmorg- un þegar liöið hélt áleiðis til Tyrklands en Hertha mætir Galatasaray í meist- aradeildinni á morgun. Þeir Sebastian Deisler og Tony Sanneth misstu áf vél- inni og upgötvaðist það ekki fyrr en vélin var farin í loftið. Þeir tvímenn- ingar komust svo til Tyrklands í gærkvöldi. Árni Gautur Arason, eini tslending- urinn sem hefur spilað í meistara- deild Evrópu, verður á bekknum hjá Rosen- borg þegar liðið sækir Boavista heim til Por- túgals í deildinni í kvöld. Eyjólfur Sverr- isson verður ekki með Herthu Berlin þar sem hann gekkst undir uppskurð á hné í byijun mánaðarins. mætum stigum í Kalmar DV, Svíþjóð: Örgryte missti tvö dýrmæt stig í baráttunni um sænska meistaratit- ilinn í knattspymu þegar liöið gerði 2-2 jafntefli við Kalmar. Örgryte leiddi, 0-2, þegar langt var liðið á leik en heimaliðið skoraði tvívegis undir lokin. Brynjar Bjöm Gunn- arsson lék allan leikinn í vöm Ör- gryte og stóð sig ágætlega. Malmö í mikilli fallhættu Ólafur Öm Bjamason lék með Malmö sem steinlá, 5-1, fyrir Norrköping og er í mikilli fallhættu. Sverrir Sverrisson er enn frá vegna meiðsla en ætti að geta byrjað að spila fljótlega með Malmö. Aðrir ís- lendingar komu ekki við sögu í um- ferðinni, Haraldur Ingólfsson hjá Elfsborg og Einar Brekkan hjá Örebro léku ekki vegna meiðsla og Þórður Þórðarson var varamark- vörður hjá Norrköping. Úrslit í 20. umferð sænsku A- deildarinnar í gærkvöld og fyrra- dag: Kalmar - Örgryte...............2-2 Gautaborg - AIK................1-0 Helsingborg - Trelleborg.......5-3 Djurgárden - Elfsborg..........1-2 Norrköping - Malmö.............5-1 Örebro - Halmstad..............1-2 Hammarby - Frölunda............1-2 -EH/VS Helgi Kolvidsson lék allan leikinn með Mainz og fékk ágæta dóma, 3 í einkunn í Kicker, þegar liðið gerði l-l jafntefli við Niim- berg í þýsku B-deild- inni um helgina. Mainz var mjög óheppið að sigra ekki en liðið er aðeins með 2 stig eftir 4 fyrstu leikina. Númberg er efst með 10 stig en á botninum situr gamla stórveldið Mönchen- gladbach sem hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum. Veröi tveir eða fleiri leikmenn markahæstir í úrvalsdeUdinni í knattspymu mun guUskór Adidas verða veittur þeim ieikmanni sem spUar fæsta leiki. Verði niðurstaðan sú að þeir hafi spUað jafnmarga leiki fá þeir aUir skóinn eftirsótta. -GH/VS Ólafur Þórðarson fagnaði því innilega um helgina þegar Fylkir tók við sigurlaunum 1. deildar. Hann fer beint í slaginn með ÍA um næstu helgi í stað Loga Ólafssonar (inn- felld mynd). DV-mynd E.ÓI. Logi Ólafsson hætti með ÍA í gærkvöld: - Ólafur Þórðarson tekur strax við liði Skagamanna Logi Ólafsson var í gærkvöld rek- iirn úr starfi þjálfara úrvalsdeildar- liðs ÍA í knattspymu. Ólafur Þórðar- son tekur við af honum og stýrir ÍA í síðustu tveimur leikjum tímabils- ins, gegn ÍBV í lokaumferð úrvals- deildarinnar á laugardag og bikar- úrslitaleiknum gegn KR sunnudag- inn 26. september. Þá er ljóst að Ólafur þjálfar Skagamenn á næsta tímabili. Logi var ekki sérlega hress með gang mála í gærkvöld þegar DV ræddi við hann. „Ég stjómaði æfingu eins og venjulega í kvöld (mánudag) og síð- asti maður sem ég hitti áður en ég fór í bæinn um kl. 20 var Smári (Guðjónsson, formaður knattspymu- ráðs ÍA). Þá virtist allt með felldu. Síðan hringir hann í mig og segist þurfa að ræða við mig augliti til auglitis, og lagði í framhaldi af því af stað í bæinn. í millitíðinni frétti ég frá leikmanni ÍAað það væri búið að reka mig. Ég hringdi i Smára og sagði að ég vissi um hvað málið snerist og hann gæti snúið við, sem hann gerði. Hann bauð mér að draga mig í hlé, ég neitaði. Hann var með uppsagnarbréf meðferðis en ég sagði honum að setja það bara í póst,“ sagði Logi við DV. Ástæða fyrr í sumar? Logi sagðist furða sig mjög á tíma- setningu uppsagnarinnar, tveimur vikum áður en samningur hans við félagið átti að renna út. „Það hefði kannski verið ástæða fyrr í sumar, eftir slæma byrjun á íslandsmótinu, og það þótti reyndar frétt á miðju tímabili að ég hefði ekki verið rek- inn. Skagamenn töldu sig ekki geta endað timabilið með sæmd öðravísi en að gera þessa breytingu, og þar með telja þeir árangurinn ekki nógu góðan. Liðið vann deildabikarinn, er í úrslitum í bikarnum, og endar í 3. eða 4. sæti í deildinni. Hvort raun- hæft var að gera kröfur um meiri ár- angur með þennan mannskap verða svo aðrir að dæma um. Hjá ÍA þurfti ég að taka að mér fleiri mál en geng- ur og gerist hjá þjálfurum, og ég náði t.d. í Kenneth Matijane eftir að stjóminni hafði ekki tekist að út- vega framherja í þeim gæðaflokki sem talað hafði verið um.“ Vel undir úrslitaleikinn búið „Liðið er vel undir það búið að fara í bikarúrslitaleikinn, en nú hafa stjóm og nýr þjálfari þá afsök- un ef illa fer að liðið hafi verið and- laust og tíminn of skammur til að laga hlutina. Leikmenn ÍA era með mikla reynslu og eftir að ljóst var að þeir næðu ekki ofar í deildinni var stemningin öll fyrir því að vinna bikarinn. Mér þykir verst að hafa ekki fengið tækifæri til að kveðja þá,“ sagði Logi Ólafsson. Töldum nauðsynlegt „Þetta var bara hlutur sem við töldum nauðsynlegan en aö sama skapi var þetta mjög erfið ákvörðun. Þegar gengi liðsins fór aö dala fyrir einhverjum vikum kom þetta upp á borðið. Það var full eining innan stjómarinnar að grípa til þessara aðgerða. Það var haft samband við hluta af leikmönnum og eins og gengur vora skiptar skoðanir hjá þeim um þetta. Við ætlum okkur að fara í bikarúrslitaleikinn gegn KR sem verðugir andstæðingcir en ekki sem einhver fóm£irlömb,“ sagði Smári Guðjónsson, formaður knatt- spymuráðs ÍA, við DV í morgun. Ólafur Þórðarson hefur þjálfað og leikið með Fylki undcmfarin tvö keppnistímabil og hefur þegar stýrt félaginu upp í úrvalsdeildina með glæsibrag. Ólafur er öllum hnútum kunnugur á Skaganum en hann lék um árabil með ÍA, alls 173 leiki í efstu deild og varð sex sinnum ís- landsmeistari og fimm sinnum bik- armeistari með félaginu. Logi tók við ÍA um mitt sumar 1997 af Júgóslavanum Ivan Golac sem var þá rekinn. Logi stjórnaði einnig liði ÍA árið 1995 og undir hans stjóm varð liðið íslandsmeist- ari. -VS/GH Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik: Bjarni hættir aö þjálfa Eyjamenn Samkvæmt heimildum DV er nú orðið ljóst að Bjami Jó- hannsson hættir störfum sínum sem þjálfari úrvalsdeildar- liðs ÍBV í knattspyrnu. Þriggja ára samningur hans við Eyjamenn rennm' út eftir tímabilið og verður samningur hans ekki endumýjaður. Eyjamenn voru sigursælirundir stjóm Bjama. Þeir urðu íslandsmeistar 1997 og 1998 og bikarmeistarar 1998. Eyja- menn töpuðu úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir Keflviking- um 1997 og í pr urðu þeir undir í baráttunni gegn KR-ing- um um íslandsmeistaratitilinn. -GH David Moyes, knattspyrnustjóri Preston: Á eftir að aðlagast enska boltanum vel að hann á eftir að aðlagast vel ensku knattspymunni. Þessi samningur sem við gerum við Bjarka gerir okkur kleift að sjá hann og meta betur, með það fyr- ir augum að kaupa hann,“ segir Moyes á fréttavefnum Teamtalk. Hafði augastað á Arnari í fyrra Moyes hafði augastað á Amari, tví- burabróður Bjarka, á síðasta tímabili en meiðsli komu í veg fyrir aö hann gæti æft með liðinu. Bjarki, sem er í leikbanni í leiknum gegn Keflavík á laugardaginn, heldur til Englands eftir bikarúrshtaleik KR og ÍA um aðra helgi. -GH David Moyes knattspymustjóri hjá Preston North End er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá samn- ingi við KR-inginn Bjarka Gunnlaugs- son en eins og fram hefur komið hefur félagið gert láns- samning við Framherji á alþjóðlegan mæli- kvarða „Ég hafði ahtaf trú á að Bjarki kæmi til okkar. Hann er snjall framherji á al- þjóðlegan mælikvarða og ég er viss um Bjarka til vors. Veisla i Keflavik Körfúboltatímabilið hefst annað kvöld með látum þegar fyrsti stór- leikur ársins fer fram í Keflavík. Sameinað lið Keflavíkur og Njarð- víkur undir merkjum Reykjanes- bæjar mætir þá enska liðinu London Leopards í Evrópukeppn- inni. Þetta er fyrri leikurin liðanna en seinni leikurinn fer fram í London Arena í næstu viku. Það veltur mikið á í þessum tveimur leikjum hjá liði Reykjanesbæjar þar sem sigur þýðir sæti meðal þeirra bestu í riðlakeppni Evrópukeppn- ;> * Ólgeymanlegur leikur Keflavíkur og Njarðvíkur í vor um íslands- _______________ meistaratitilinn liður fólki seint úr minni en leik- urinn á morgun gæti skilið eftir svipaðar minn- ingar. Þátttaka ís- lensku liðanna í Evrópukeppninni í gegnum tíðina hefur verið upp og ofan en nú sameinast í fyrsta sinn tvö sterkustu körfúknatt- leikslið landsins á síðustu áratug- um. Þessi tvö lið hafa unnið níu af síðustu 10 íslandsmeistaratitlum og skiptu á milli sín titlunum á síðasta tímabili eftir harða_______ og jafna keppni. Stuðningur áhorfenda Friðrik Ingi Rúnarsson, lands- liðsþjálfari og þjálf- ari bikarmeistara Njarðvíkur, er ann- ar þjálfari liðs Reykjanesbæjar en Sigurður Ingimundarson. Friðrik IL hinn er Ingi býst við miklu augnakonfekti fyrir áhorfendur en segir lykil að góðu gengi heimamanna að áhorf- endur fjölmenni í íþróttahús Kefla- víkur og skapi þá frábæru stemn- ingu sem var í úrslitaleikjunum í vor. Enska liðið er með tvo skemmtilega Bandaríkjamenn inn- anborðs og spila hraðan og skemmtilegan bolta, eitthvað sem leikmenn Keflavíkur og Njarðvíkur þekkja vel og því má búast við hröð- um sóknarleik og miklum tilþrifum í Keflavík á morgun og því upplagt að hefja nýtt körfuknattleikstímabil með stæl. --ÓÓJ Blaóberar óskast í eftirtaldar götur: Dunhagi Fornhagi Hjarðarhagi Faxafen Fákafen Skeifan Aragata Eggertsgata Einholt Meðalholt Stangarholt Rauðarárstígur Þverholt §►1 Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Sport Sportkorn Þá verð ég í Vesturbænum Atla Eðvaldssyni tókst það sem engum KR- þjálfara hafði tekist í þrjá áratugi. Hann leiddi Vest- urbæjarveldið til síns fyrsta meistaratitils síðan 1968. Þrátt fyrir velgengn- ina í sumar hefur þó ekki ríkt al- ger friður um Atla og sumir „sérfræðingar" innan félagsins hafa haft uppi fullyrðingar um að hann sé enginn þjálfari. En Atli er mikill KR-ingur eftir að hafa söðlað algerlega um árið 1990 og kvatt Valsmenn fyrir fullt og allt. Þegar hann var að ljúka keppnisferli sínum með KR og hefja þjálfaraferilinn fyrir sex árum sagði hann við undir- ritaðan: „Það kemur að því að KR verður meistari og þá verður gaman, og þá ætla ég að vera í Vesturbænum." Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Eyjamenn græða á KR Eyjamenn sitja eftir bikarlausir í ár og eru að vonum ekki sáttir við að sjá á eftir meistaratitlin- um í hendur KR- inga, og jafnvel bik- arnum líka. En þó ótrúlegt megi virðast, græða Eyjamenn á velgengni Vestur- bæinga. Þegar hlutafélagiö KR- Sport var stofnað um rekstur efstu flokka KR fyrir þetta tíma- bil tók nefnilega knattspyrnu- deild ÍBV sig til og keypti hluta- bréf í erkióvininum. Sagt er að gengi hlutabréfanna í KR-Sport hafi hækkað nokkuð þegar meistaratitillinn var í höfn, og þar með hefur ÍBV ávaxtað sitt pund. Framleiðslustjórinn Stofnun hlutafélaga um rekstur knattspyrnufé- laga er sem sagt orðinn íslenskur raunveru- leiki og virð- ist hafa heppn- ast vel hjá KR. Körfuknattleiksdómarinn góð- kunni, Leifur Sigfinnur Garð- arsson, er orðinn yfirþjálfari yngri flokka KR, en nú þykir ýmsum sá titill ekki vera réttur. Nú sé markmiðið með bama- og unglingaþjálfuninni komið á annað plan og því væri réttara að taka upp nýtt starfsheiti fyrir Leif. Hann sé orðinn fram- leiðslustjóri KR-inga. Á leið upp eða niður? Keppnin í 1. deild karla í knatt- spymu er með ein- dæmum jöfn og tvísýn. Fylkis- menn eru reyndar löngu búnir að sigra og KVA er fallið, en hin liðin átta era ýmist að spila um sæti í úrvalsdeild eða að forðast fall í 2. deild í lokaumferðinni sem fram fer næsta föstudag. Staða Skallagrims úr Borgarnesi er þó skrýtnust. Borgnesingar sitja í miðri deild en era í þeirri furðulegu stöðu að geta bæði far- ið upp í úrvalsdeild og fallið í 2. deild. Möguleikinn á að fara upp er reyndar langsóttur, en samt fyrir hendi. Þeir vita því varla í hvom fótinn þeir eiga að stíga þegar þeir taka á móti Fylki á föstudag, og það skýrist kannski ekki fyrr en langt er liðið á leik- inn hvort þeir eru á leið upp eða niður, eða sigla lygnan sjó um miðja deild. Svona staða hlýtur að vera algjört einsdæmi. Umsjón: Víðir Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.