Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Synt í hundrað ár - og nokkrum betur Sífellt fleiri íslendingar hreyfa sig reglulega og margir þeirrafara í sundf sér til ánægju og yndisauka. Viðmælendur Tilveru í dag hafa allir stundað sundlaugamar daglega í áraraðir. Samanlagt hafa þeir stundað laugamar í heil 113 ár! Hér á síðunni svara þeir spumingunni - hvað gerir það að verkum að fólk endist til að sækja laugamar heim ár eftir ár, jafnvel ævina á enda? Benedikt hefur stundað Sundhöllina í 62 ár: Bannað að tala af viti snemma á morgnana etta bytjaði þannig að ég fór með vini mínum, Jóni Múla Árnasyni, í sund daginn sem Sundhöliin var opnuð, þá sautján ára strákur. Ástæðan var sú að syst- ir hans vann í miðasölunni og okk- ur langaði til að heilsa upp á hana og skelltum okkur í sund í leiðinni. Síðan hef ég verið fastagestur í Sundhöllinni," segir Benedikt Ant- onsson, viðskiptafræðingur og for- ingi félagsskaparins Sundhallar- flokksins. Nú eru liðin 62 ár síðan Sundhöllin var oþnuð og Jón Múli löngu hættur að sækja laugamar. Hvemig stendur á því að Benedikt hefur haldið áfram að koma í öll þessi ár? „Ég nýt þess að koma hingað á morgnana og ræða við fólk um menn og málefni. Hingað kemur alltaf fastur hópur miili sjö og átta sem kallar sig Sundhallarflokkinn. Ein af reglunum er sú að það er bannað að tala af viti snemma á morgnana. En skiljanlega eiga sum- ir erfitt með að hlýða þeirri reglu,“ segir Benedikt og glottir við. Fannst ég kominn heim „Við tölum um allt mögulegt, bæði heimsmálin og dægurmálin. Við gerum ýmislegt skemmtilegt saman, íönun í kaffl tvisvar í viku eftir sundið og förum í „vorferð" í september/október til Öndverða- ness. Þar höldum við golfmót þar sem ég keppi við einn úr hópnum að eigin vali. Ég vinn alltaf, því ég hef dómarann á mínu valdi. Svo höldum við árshátíð á haustin og förum út að borða. En það eru líka nokkur sérfélög sem hluti hópsins er í, t.d. saltkjötsvinafélagið." Nú er Sundhöflin búin að vera lokuð í þijár vikur. Hvað gerðuð þið á með- an? „Sumir tóku sér frí á meðan en ég fór nú annað í sund. Það var afls ekki eins gaman og þegar laugin opnaði aftur um daginn fannst mér ég vera kominn heim. Það er svo gott fólk sem sækir Sundhöllina og þetta er tvímælalaust bráðhollt. Ég verð alveg miður mín ef ég kemst ekki þvi þetta heldur mér gangandi, bæði líkamlega og andlega." -HG Benedikt hefur stundað Sundhöllina síðan 1937, þegar hún var opnuð, og staðið lengur við en allt starfsfólk Sundhallarinnar. hlé á sundinu byrja ég að stífna upp smám saman. Ég á örugglega eftir að stunda laugarncir þar til ég drepst," segir Þórólfur og kímir. En hvað með félags- skapinn? „í fyrstu fékk ég fjöl- skylduna með mér en í seinni tíð hefur hún ekki viljað það. En Inga Ólafsdóttir húsmóðir hefur stundað Laugardalslaug í 31 ár: Ef ég trúi á eitthvað eru það laugarnar I nga Olafsdóttir húsmóðir er búin að stunda Laugardalslaug í 31 ár. Hvað rak hana af stað í upphafí? „Ég hafði verið berklaveik og rétt búin að ná mér. Þá var mér Þórólfur Árnason byrjaði í sundi að læknisráði: Besti lyfseðill sem ég hef fengið Astæða þess að ég byijaði að synda reglu- lega var sú að ég fékk slæmsku í axlir og mikinn höfuðverk samfara því. Þeg- ar ég fór til læknis vegna þessa sagði hann mér að fara í sund að minnsta kosti þrisvar í viku, synda minnst 300 metra í hvert sinn og athuga hvort þetta lagaðist ekki. Þetta var besti lyfseðill sem ég hef fengið í lífínu og síð- an eru liðin um 20 ár,“ segir Þórólfur Ámason skrifstofúmaður. „Núna er komið upp í mikinn vana að fara í Sundlaug Kópavogs eftir vinnu og það liggur við að ég rati ekki heim nema koma við í laug- inni fyrst. Þar syndi ég um hálfan kílómetra og vegalengdin hefúr nú frekar aukist en minnkað í gegnum árin. Ég er sannfærður um að ég á heilsu mína undir þessu, enda hef ég ekki fundið fyrir neinu í mörg ár. En ef ég geri þama er alltaf fastur hópur af fólki sem mætir á svipuðum tíma á hveijum degi og það er mjög ánægjulegt að hitta afltaf sama fólkið í laugunum." Er sundið mjög venjubundið hjá þér? „Já, ætli ég verði ekki að játa það. Ég syndi alltaf fyrst, fer síðan í nuddpott- inn, heita pottinn og gufubaðið, alltaf í sömu röð. Ég fer meira að segja alltaf upp úr lauginni á sama stað. En Kópa- vogslaugin er besta laugin á landinu og það er hvergi jafii gott að synda.“ Ráð- leggurðu öðrum að synda reglulega? „Já, svo sannarlega. Ég ráðlegg öllum að synda, það heldur bókstaflega í manni lífinu," segir Þórólfur að lokum. -HG Inga segir að ef félagsskaparins nyti ekki við væri hún sennilega löngu hætt í sundinu. alltaf svo kalt á höndum og fótum. Vinkona mín benti mér þá á að fara í laugamar til að ná úr mér þessum kulda. Ég þurfti ekki nema tvö skipti til að fá sundbakteríuna og hér er ég enn,“ segir Inga. „Þá hafði ég ekki synt í 30 ár. Maki minn synti ekki og kom aldrei með en ég lét það ekki aftra mér. Ég hef komið hingað í öll þessi ár og það er ekki síst vegna félagsskaparins. Ef hans nyti ekki við væri ég sennilega iöngu hætt. En við mætum flest á hverjum einasta virkum degi hingað í laugina og látum ekkert aftra okk- ur. Ég brýst í gegnum hvaða hríðarbyl sem er til að komast hingað því þá er yflrleitt hvergi vært nema ofan í lauginni og veðrið gerir manni ekkert." Syndirðu mikið eða er það bara pottaspjallið sem þið sækist eftir? „Ég hef synt 200 metra í öll þessi ár. Það hef- ur verið föst regla hjá mér. Svo er spjallað í pottunum og við laugarendann. Léttleikinn og kímnin era í hávegum höfð en það þýðir ekkert að mæta hingað nema vera búinn að fylgjast vel með fréttum, annars er maður ekki viðræðuhæfur. Best er að maður veit að enginn tekur neitt alvarlega og skemmti- legheitin og gleðin er það sem gildir. Það er mikfll munur á að koma hingað í Laugar- dalslaugina og í aðrar laugar. Ég hef stund- um farið í sund fyrir austan og það er alveg ómögulegt. Þar er ekki svona skemmtilegur félagsskapur eins og hér og maður þekkir engan. Félagsskapurinn er svo mikils virði. En sundið gerir manni líka mjög gott og það er alveg víst að ef ég trúi á eitthvað í lífinu trúi ég á laugamar," segir Inga Ólafsdóttir. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.