Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 32
Ép»í V I K I N G A LOTTV FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Almenningur metur flokkinn Ég er ánægður með þessa niður- stöðu, sem bendir til þess að almenn- ingur kunni að meta það sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið að gera,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra. „Þetta end- urspeglar fyrst og fremst viðbrögð Sturla Bóðvars- fólks við því sem son- efst hefur verið á baugi að undanfórnu. Þessar niður- stöður eru hins vegar áhyggjuefni fyr- ir Samfylkinguna, því það bendir allt til þess að fólk hafi ekki trú á flokkn- um.“ -JSS Harmur Samfylk- * ingarinnar „Þessar niðurstöður sýna, fyrst og fremst, að stjórnarflokkarnir eru í góðum málum,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra. „Auðvitað vildi ég sjá hærri fylgistöl- ur hjá Framsókn- arflokknum, en þetta er svona á , , þessum tíma. Ég v^uðni Agústs- vil(1i sjá flokkinn son- dæmdan af góðum verkum sínum með yfir 20 prósenta fylgi. En það sem þessi skoðanakönn- un endurspeglar einnig er harmur Samfylkingarinnar, sem er í miklum vanda stödd." -JSS Prýðilega sáttur „Ég er prýðilega sáttur við þetta. Þetta er fjórða könnunin frá kosningum. í þeim öllum hef- ur fylgi okkar I mælst meira en í kosningaúrslit- unum, eða allt frá 10 í 14%,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon, __ formaður Steingrímur J. Vinstrihreyfmg- Sigfússon. arinnar - græns framboðs, í morgun við DV. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég var alla tið sannfærður um að góð kosningaúrslit okkar yrðu ávísun á sterkari stöðu í framhald- inu. Okkur myndi bætast stuðn- ingur fólks sem hafði efasemdir framan af að okkur tækist það sem við ætluðum okkur. Úrslitin eyddu óvissu og efasemdum um að við værum komin til að vera í ís- ' “fenskum stjórnmálum." -SÁ Þeir slógu á létta strengi á Bessastöðum gær, Ólafur Ragnar Grfmsson, forseti íslands, Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóri og Richard A. Grasso, aðalstjórnandi Kauphallarinnar í New York. Grasso sat þar hádegisverðarboð forseta íslands og flutti erindi um fjármál samtimans f hnattrænu samhengi. Ólafur Ragnar kynnti Friðrik Þór sem mesta kvikmyndaleikstjóra þjóðarinnar og Friðrik svaraði á móti að hann væri að fara að gera kvikmynd sem myndi gera Ólaf Ragnar frægan. Féll spaugið í góðan jarðveg eins og sjá má. DV-mynd E.ÓI. Fjölmennur Kötlufundur í Vík í gærkvöld: Heimamenn haldi vöku sinni DV.Vík: Fjölmenni var á borgarafundi sem efnt var til í Vík í Mýrdal í gær- kvöld til að kynna fyrir íbúum rannsóknir vísindamanna og þekk- ingu þeirra á Kötlusvæðinu. Þá var einnig farið yfir þann viðbúnað sem er í Vík og nágrenni vegna hugsan- legra umbrota í Kötlu. Fram kom hjá frummælendum nauðsyn þess að heimamenn héldu vöku sinni yfir öllum breytingum sem vart yrði á svæðinu svo sem rennsli í ám, breytinga á yfirborði Mýrdals- jökuls og lykt af jökulám, sérstak- lega í ljósi þekktra atburða úr heim- ildum þar sem talað er m.a. um að rennsli í ám úr Mýrdalsjökli hafi oft minkað í aðdraganda gosa og líka að menn hafl orðið varir við að Mýrdalsjökull bólgnaði upp fyrir gos, sem hugsanleg skýring á er sú að vatn hafi safnast fyrir undir jök- ulbungunni. Lítilla hreyfinga hefur orðið vart á jöklinum undanfarna daga en vís- indamenn telja það þó ekki merki þess að hrinunni sé lokið. -NH Milljónatjón í eldi Eigandi heildsölunnar Stils við Malarhöfða í Reykjavík telur að allt að 15 milljóna króna tjón hafi orðið í eldsvoða í fyrirtækinu í gær- kvöldi. Lögreglu barst tilkynning um brunann klukkan 18.20 en slökkviliðinu nokkrum mínútum áður í gegnum viðvörunarkerfi Securitas. Stíll er í sama húsi og Blikksmiðurinn hf. en eigandi þess fyrirtækis sagðist hafa yfirgefið staðinn klukkan 18.10 án þess að hafa orðið var við nokkuð grunsam- legt. fjónið varð af völdum elds, Slökkviliðið á brunastað f gær- kvöld. DV-mynd S reyks og vatns en greiðlega gekk að slökkva eldinn sem logaði í einu herbergja hússins. -GAR Veðrið á morgun: Súld eða rigning Á morgun verður austlæg átt á landinu, 13-18 m/s, en dregur úr vindi síðdegis. Súld eða rigning verður, eink- um suðaustan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Augu fólks að opnast „Augu fólks eru að opnast. Allt í kringum landið sjá menn að hverju fer. Það er farið að tala purkunar- laust af hálfu sér- fræðinga og hug- myndasmiða um að það eigi að leggja landsbyggð- ina niður og sæf- urstarnir lýsa því yfir að þeir eigi þetta allt og farnir að þrætast á um það hvort útgerðarfyrirtækin i land- inu verði tvö eða sjö innan tíðar. Sama er með sauðfjárbúskapinn í landinu. Þeir eru að kyrkja hann,“ sagði Sverrir Hermannsson, formaður Fijálslynda flokksins, í morgun þegar honum voru kynntar niðurstöður könnunar DV á fylgi stjórnmálaflokk- anna. Sverrir sagði að þverbrestir í stöð- ugleikanum væru að koma í ljós og nú væru þeir famir að fljúgast á um reyt- ur þjóðarinnar, fjármálastofnanirnar. „Þar siglir Finnur öðrum megin með sína höfrunga en forsætisráðherra vill reyna að spyma við fóturn." -SÁ Sverrir Her- mannsson. Vísbending um að gera betur Þetta er auðvitað ekki nógu gott, en við munum bæta stöðuna í vet- ur,“ sagði Mar- grét Frímanns- dóttir, talsmaður Samfylkingar, þegar DV kynnti henni úrslit skoð- anakönnunar blaðsins í morg- un. „Þetta er vís- bending til okkar um það að gera betur,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir enn fremur. -SÁ Margrét Frí- mannsdóttir. Handteknir með fíkniefni Lögreglan i Reykjavík handtók þrjá menn í austurborginni í gærkvöldi og reyndust tveir þeirra vera með lítil- ræði af hassi á sér. Við húsleit fund- ust enn fremur fjögur til fimm grömm af amfetamíni og nokkuð af hassi til viðbótar en samtals vó hassið um átta grömm. Þá var maður handtekinn með um eitt gramm af hassi á veitingastað en hann hafði læst sig þar inni á salerni um hálfeittleytið í nótt. Loks var handtekinn á götu í miðborginni um hálftvöleytið maður sem reyndist vera með lítilræði af fikniefnum í fórum sínum. Mönnunum hefur öllum verið sleppt. -GAR reyklaust flug j með Nicotinell MERKILEGA MERKIVÉLIN brother pt-2ioe nvvéi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.