Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 27 I>V Sport Gislí Grétar Sigurðsson sigraði í torfærunni á Heilu á Komatsubílnum. íslandsmeistaramóti og var hann að vonum ánægður með árangur sinn. Þetta var fyrsti sigur Gísla í DV-myndir JAK Gunnar Gunnarsson á Trúðnum náði bestum árangri götubíianna en Gunnar hefur sýnt mjög yfirvegaðan akstur í síðustu keppnum. uppgötvaði í lok 7. brautar að annað afturdekkið vantaði. Það hafði hann misst í upphafi brautarinnar og tókst næstum að Ijúka henni á þremur hjólum. Gísli Grétar Sigurðsson vann DV-Sport torfærukeppnina á Hellu um helgina: „Ég er í sigurvímu," sagði Gísli • Grétar Sigurðsson torfærukappi eftir að honum haföi tekist að sigra í sinni fyrstu keppni sem gefur stig til íslandmeistaratitils. „Ég var mjög spenntur í morgun og hafði hug á að standa í þeim bestu. Ég lagði mig allan fram og verð að segja að það er notaleg tiifmning að sigra. Ég byrjaði aö keppa árið 1993 en þá hafði ég keypt torfærubíl ásamt Herði, bróður mínum, sem hefur reyndar verið mín hægri hönd. Við skiptumst á að keppa á bílnum fyrsta árið. Ég hef jaftian haft mikinn hug á að æfa mig meira í akstrinum en fá tækifæri hafa verið til þess. Það má segja að það sé ekki gott að mæta beint í íþróttakeppni án þess að æfa sig og eru sjálfsagt fáir íþróttamenn sem það gera. En í torfærunni eru æfingarnar kostnaðarsamar, auk tímans sem í þær fara, þannig að margir okkar hafa fá tækifæri til þess. Ég starfa sem verktaki og það bætir ekki stöðuna að keppnistímabilið stangast á viö háannatímann. Ég hef reyndar oftar en einu sinni lent i því að vera staddur í miðri keppni þegar strákamir hafa komið íslandsmeistarinn, Gísli G. Jónsson: Halda kraftinum í vélinni „Ég fór rólega að stað og ætlaði ekki að vera með nein læti, ætlaði að reyna að fara hægt og sígandi í keppnina. Nokkrar þrautir komu á óvart og mér urðu á smá- mistök í tveimur brautum í byrjun. Það var ekki alveg nógu gott. Mér fór svo að ganga betur er leið á keppnina, sérstaklega í vatninu, en Arctic Trucks-bíllinn hjá mér er vel útbúinn til aksturs í bleytu. Það sama verður ekki sagt um bíla margra keppinauta minna. Ég er með loftinntakið á vélina inni í bíl, þar fer ekki vatnsdropi inn. Svo ver ég kveikjuna mjög vel með silíkonvara svo að hún þolir sjokkið sem verður þegar bíliinn fer í vatnið. Málið er að halda kraftinum í vélinni. Hún má ekki fúska, eða missa úr. Það er stærsta málið,“ sagði Gísli G. Jónsson sem innsiglaði fjórða íslandsmeistaratitilinn sinn á Hellu. -JAK Ragnar Róbertsson ekur hér Kit Kat Willysnum á flúgandi siglingu á ánni. Metri er til botns en bíllinn flýtur á hraðanum. hlaupandi með far- símann til min. í símanum hefur þá verið einhver sem hefur viljað fá sand, eða gröfu í garðinn sinn,“ sagði Gísli. „Ég hef verið aö reyna að betrumbæta Komatsubílinn í gegnum tíðina og gert miklar breytingar á honum, þó svo að það sjáist ekki mikið á útliti hans. Það fer mikill tími í vinnuna við bílinn og gæti ég ekki staðið í þessu ef ég nyti ekki hjálpar aðstoðarmanna minnar, sérstaklega vil ég þar nefna Heiðar Sverrisson sem hefur lagt ómælda vinnu í bílinn," sagði Gísli að lokum, en hann mun vera ^ aldursforseti þeirra sem nú keppa í torfærunni, 43 ára að aldri. -JAK Götubílameistarinn, Gunnar Pálmi: Renndi blint „Ég renndi svolítiö blint í sjóinn þar sem ég er eiginlega kominn með nýjan bil,“ sagði Gunnar Pálmi Pétttrsson en hann hreppti íslandsmeistaratitilinn i götubílaflokki. „En þetta gekk upp. Bíllinn er léttari núna og það fer betur um mig. Það er til dæmis meira rými fyrir fætuma, og ég er búinn að sníöa ýmsa agnúa af honum. Billinn kemur miklu betur út núna,“ sagöi Gunnar Pálmi sem var að hreppa íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Þá hefur Gunnar Pálmi einnig veriö sigursæll í heimsbikarmótunum og sigraði hann i þeim 1996 og ‘97. „Ég ætla að halda áfram að keppa, það er að segja ef sportið deyr hreinlega ekki út sem allt virðist stefna í. Svo virðist sem kostendur séu frekar að draga sig út úr torfærunni, en það er mjög slæmt þar sem mjög dýrt er að taka þátt í þessu," sagði Gunnar Pálmi að lokum. -JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.