Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 29
I>‘V ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 37 Kristján Guðmundsson sýnir í i8 galleríl. Málverk og teikningar í síðustu viku var opnuð sýning á nýjum málverkum og teikning- um eftir Kristján Guðmundsson í i8 gallerí Ingólfsstræti 8. Kristján ætti að vera islenskum listunn- endum að góðu kunnur enda einn helsti hugmyndafræðingurinn í samtímamyndlist á íslandi. Kristján fæddist á Snæfellsnesi árið 1941 en ólst upp í Reykjavík. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína á Mokka 1968 og var þá með- limur í SÚM-hópnum. 1970 fluttist hann til Amsterdam þar sem hann varð fyrir mikilum áhrifum frá fluxus, , ~ Arte Power og Sýltíngar umhverfislist ------------ og síðast en ekki síst concept. Tveimur árum síðar gerði hann Yfirhljóðhraða teikningar sínar með því að láta skjóta riffilkúlum eftir pappírsörk svo þær rétt struku pappírinn. Eftir það hefur teikningin verið ein meginuppi- staðan í verkum hans ásamt bóka- gerð og ljóðagerð. Þetta er önnur sýning Kristjáns í i8, sú fyrri var í byrjun árs 1997, og hefúr hann einnig farið viöa að sýna i sam- starfl við i8. List og tvísæi í Snorra Eddu Vésteinn Ólason prófessor, for- stöðumaður Stofnunar Áma Magn- ússonar, flytur opinberan fyrirlestur um listina í Snorra Eddu í Norræna húsinu kl. 17 í dag, 14. september, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nor- dals. Fyrirlestur- inn er í boði Stofnunar Sig- urðar Nordals og nefliist: List og tvísæi í Snorra Eddu. í fyrirlestrin- um fjallar Vésteinn Ólason um hvemig Snomi Sturluson notar list- rænar aðferðir til að þjóna fræðsl- unni í Snorra Eddu. Þess vegna sé mikilvægt að greina sundur hin ólíku lög textans eftir því hvers kon- ar málróf þar sé að finna. Jafnframt gerir Vésteinn nokkra grein fyrir umræðum um lærdóm Snorra og merkingu Snorra Eddu frá því Sig- urður Nordal ritaði bók sína um höf- undinn og allt fram á þennan dag. Á marxisminn enn þá erindi við okkur? í dag kl. 17.15 flytur Kit Christen- sen, prófessor í heimspeki, opinber- an fyrirlestur í boði heimspekideild- ar Háskóla íslands og Félags áhuga- manna um heimspeki í hátíðasal háskólans í Aðalbyggingu. Fyrir- lesturinn nefnist Is Marx still rel- evant? og verður fluttur á ensku. í ------------fyrirlestrinum Samkomur Sallar prófess- _______________or Chnsten- sen um þá spumingu hvort Marx- isminn eigi enn þá erindi við okkur. í þessum fyrirlestri verður reynt að greina hvað sé satt og hvað sé ósatt í fullyrðingum af þessu tagi. Einnig verður horft til þess hvaða augum Karl Marx sjálfur leit hiö félagslega landslag á 19. öldinni og sýn hans borin saman við sjónarmið ýmissa stjómmálamanna og þjóðfélags- greinenda nútimans. Kynningarfundur ITC Kynningarfundur ITC-deildarinn- ar Fífú í Kópavogi veröur að Digra- nesvegi 12 annað kvöld kl. 20.15. All- ir hjartanlega velkomnir. Sinawik Reykjavík Aðalfundur verður í kvöld í Sunnusal Hótel Sögu kl. 20. Vésteinn Ólason prófessor. Friðrik Rósinkar Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem fengið hefur nafniö Friðrik Rós- inkar, fæddist á Sjúkra- Barn dagsins húsi Isafjarðar 26. apríl siðastliðinn. Við fæðingu var hann 4030 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Elísa Rakel Jak- obsdóttir og Björn Sveins- son. Fjölskyldan býr í Bolungarvik. Krossgátan Gengið Almennt gengi LÍ14. 09. 1999 kl. 9.15 EininH_____________Kaup Sala TollflenHÍ Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 R. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra. franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg. franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 ít líra 0,039690 0,03993 0,039790 Aust sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 -----------------------------------------M Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Gaukur á Stöng: Quarashi og Súrefni Veðrið kl. 6 í morgun: hálfskýjað 1 Akureyri Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg skýjaö 1 léttskýjaö 0 0 skýjaó 7 skúr 8 þoka í grennd 4 skýjaó 7 skúr á síö. kls. 8 rigning 15 léttskýjað 6 léttskýjaö 15 alskýjaó 12 8 skýjaö 7 hálfskýjaö 16 alskýjaö 17 skruggur 21 heióskírt 11 heiöskírt 11 léttskýjaö 6 léttskýjað 16 léttskýjaö 16 léttskýjaó 16 alskýjað 4 rigning 13 þokumóöa 16 léttskýjaö 19 þoka 20 léttskýjaö 2 heiöskírt 21 skýjaö 25 þokumóóa 16 þokumóöa 17 þokumóða 13 þokumóöa 18 9 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið em nú færir. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðr- um vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu em þó færir öllum bílum. Thomas Crown Affair Spennumyndin Thomas Crown Affair er endurgerð vinsællar kvikmyndar sem bar sama nafn og gerð var fyrir þijátíu árum með Steve McQueen og Faye Dunaway í aðalhlutverkum. í að- alhlutverkum nú eru Pierce Brosnan og Rene Russo og meðal annama leikara er Faye Dunaway. Önnur aðalpersóna myndarinnar, Thomas Crown, er milljónamæringur sem engin kona getur staðist og hann getur í raun leyft sér allt sem hann vill nema það sem hann þráir mest, spennu. Þegar rán er framið í listaverkasafni og málverki eftir Monet stolið dettur engum í hug að bendla Thomas Crown við ránið ’///////// Kvikmyndir nema Catherine Banning sem ráðin er af tryggingarfyrirtæki til að hafa uppi á þjófnum. Banning þrifst á spennu eins og Crown og hún er ákveðin í að hafa uppi á málverk- inu og er ekkert að fela fyrir Crown hvað hún hefur í huga. Hefst nú leikur þar sem aðeins annar getur unnið. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-Bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Pi Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvitur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Big Daddy fram á Gauknum og eru þetta Qu- arashi og Súrefni. Ástæðan fyrir því að lítið hefur borið á þessum ágætu hljómsveitum að undanfornu er meðal annars sú að þær hafa verið í æflngabúðum við að semja nýtt efni og má heyra á tónleikunum í kvöld forsmekkinn af því sem koma skal úr herbúðum þeirra. Fréttir herma að hljómsveitim- ar hafi verið við æfingar ná- lægt Vatna- skógi og verið þá undir vemdarvæng KFUM. Næstu daga eru á dagskrá margar hljóm- sveitir, meðal annars Leyni- félagið sem skemmtir ann- að kvöld og Skítamórall sem verður á Gauknum á föstudags- kvöld. Léttskýjað norðantil Hægt vaxandi suðaustanátt, fyrst suðvestanlands, 13-18 m/s og rign- ing þar um hádegi, en mun annars mun hægari. Súld með köflum aust- Veðríð í dag anlands en viða léttskýjað norðantil fi'aman af degi. Austan og norðaust- an 10-23 í nótt, hvassast með suður- ströndinni. Rigning sunnan- og austanlands en annars þurrt að kalla. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn. Höfuðborgarsvæðið: Austlæg átt 8-13 m/s en suðaustan 13-18 m/s um hádegi. Rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.59 Sólarupprás á morgun: 06.49 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.11 Árdegisflóð á morgun: 09.32 Pierce Brosnan og Rene Russo leika aðalhlutverkin. Það er alltaf líf og fjör á Gauki á Stöng og lifandi tónlist þar í háveg- um höfð eins og fyrri daginn. í gær- kvöldi var það saxófónmeistarinn Óskar Guðjónsson sem skemmti með sínum mönnum og þar var fönktónlistin í hávegum höfð. í kvöld er svo komið að tónlist sem sjálfsagt höfðar til annars konar hóps en þess sem filar fonkið. Tvær Skemmtanir vinsælar hljómsveitir sem ekki hafa verið áberandi um tíma koma þá Quarashi er önnur tveggja hljómsveita sem leika á Gauknum í kvöld. Ástand vega ^►Skafrenningur m Steinkast @ Hðlka QD Ófært 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir □ Þungfært (£) Fært fjallabtlum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 þróttur, 5 málmur, 8 hop- ar, 9 snæddi, 10 espi, 11 skorðað, 12 kindur, 15 píla, 16 óduglegar, 17 sofi, 19 gelti, 21 ílát, 22 lögun. Lóðrétt: 1 hreinsar, 2 hækkar, 3 ökumaður, 4 yfirhafnir, 5 slóðin, 6 læsing, 7 hrintir, 13 geta, 14 hræddi, 15 blað, 18 mælir, 20 ólm. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 matast, 8 ólæti, 9 ró, 10 sár, 12 brúk, 14 lauka, 14 aum, 16 rusl, 18 ám, 19 æðsti, 20 súrir, 21 óð. Lóðrétt: 1 móska, 2 al, 3 tæra, 4 at- burði, 5 sirkus, 6 trúa, 7 þó, 11 álum, 13 kálið, 15 mær, 17 stó, 18 ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.