Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 17 Sultugerð og fleiri haustverk í eldhúsinu hennar Bjarkar Timmermann: Rifsberjahlaupið endist allt árið voru yngri bjó hún alltaf til kræki- berjasaft sem hún segir aö sé ofur- holl. „Núna bý ég bara til úr rifsberjunum sem vaxa hérna í garðinum. Þetta árið notaði ég 15 kíló af sykri en samt er nóg eftir af berjum - fugl- arnir geta gætt sér á þeim. Rifsberjahlaupið dugar heimilinu árið um kring og á þessu ári hef ég aðeins einu sinni keypt danska sultu úti i búð; en það var aðallega fyrir forvitni sak- ir,“ segir Björk og bæt- ir við að rifsberjahlaupið sé gott bæði með brauði og svo náttúrlega ómissandi með lambasteikinni á sunnudögum. Hún segist notast við hefðbundna uppskrift að rifsberja- hlaupi en þó geri hún eitt sem ekki sé svo al- gengt. „Þegar ég er búin aö búa til hlaupið er alltaf heilmikill massi eft- ir sem ég tek og sýð upp á aft- ur. Síðan sigta ég hratið og set í Fyrr á tíð var haustið jafnan mik- ill annatími á heimilum. Húsmæð- ur kepptust við að fylla búrin og búa í haginn fyrir veturinn. Þessi siður hefur að mestu lagst af en þó eru ýmis eldhúsverk sem fólk tekur sér fyrir hendur, hvort heldur er til að spara eða bara ánægjunnar vegna. Hagsýni heimsótti Björk Timmermann á heimili hennar í Reykjavík en hún er ein af þessum fyrirmyndarkonum sem gera allt sjálfar og gefur sér góðan tíma á haustin við ýmiss konar matargerð. „Ég hef alltaf gert þessi hefð- bundnu haustverk í eldhúsinu, sultugerðin er fastur liður og eins hef ég alltaf búið til mikið af með- læti; búið til pickles og margt fleira. Ég er langt komin með þetta núna og er að mestu búin að „pickla“ það grænmeti sem ég þarf næstu mán- uðina,“ segir Björk. Þótt sultur og annað meðlæti fá- ist í öllum matarverslunum segir Björk ekkert jafnast á við að búa þessa hluti til sjálfur. „Það er marg- fold ánægja sem felst í því aö bjóða upp á mat sem maður hefur sjálfur búið til. Svo eru líka litirnir, t.d. á rifsberjahlaupinu og grænu og rauðu tómötunum, svo óviðjafnan- legir og þeir lífga svo sannarlega upp á tilveruna þegar skammdegið hellist yfir okkur,“ segir Björk um leið og hún raðar krukkum með margvíslegu meðlæti á eldhúsbekk- inn. Rifsberjahratið endurnýtt Aðspurð um krækiber og bláber segist Björk að mestu hafa lagt þau á hilluna. Þegar börnin Þetta verður aldrei tært og þetta hleypur ekki. Þennan lög nota ég síðan þegar ég sýð niður rauðkál, til dæmis fyrir jólin, og virkar vel. Súrsaðar agúrkur Gúrkur og tómatar geymast vel í súrsuðum legi og segist Björk við- halda þeim sið að búa til „pickles“ á haustin þótt það þurfi ekki lengur að vera bundið við þann árstíma, enda hráefnið fáanlegt árið um kring. „Súrsaðar agúrkur eru góðar með svo mörgum mat. Ég man eftir því þegar ég var ung að þá skófum við alltaf gúrk- urnar að inn- an og síðan var innvolsið sett í frysti. Síðan notuð- um við þetta sem andlits- maska yfir settir í krukku ásamt hvítlauknum. Lime-sneiöarnar eru settar inn á milli ásamt rósmarín. Þá er vín- edik, sinnepsfrœ, lárviöarlauf, syk- ur og salt sett í pott og suóan látin koma upp. Þegar lögurinn hefur kólnaó er honum hellt yfir tómatana og krukkan látin standa í sólarhring. Sultaðir grænir tómatar lkg grænir tómatar 1/2 lítri vatn 1/2 lítri edik 1 msk salt Sykurlögur 750 gr sykur 1 dl edik 1 dl vatn 1 vanillustöng eða 10 negulnaglar Tómatarnir eru skolaöir vel og settir í pott meö vatninu, edikinu og saltinu í 3- 4 mínútur. Síóan þurfa þeir að liggja í leginum í sólar- hring en þá er aftur soöiö upp á þeim i nokkrar mínútur. Tómat- arnir eru teknir upp og settir í glös og leginum hellt yfir. Ef fólki geng- ur illa aö finna grœna tómata í búóum, segir Björk aö þá sé oftast hœgt aó fá hjá Ágœti. Sultaðir tómatar 500 gr sérrítómatar 3 hvítlauksrif 1 lime 1 rósmarinkvistur 4 dl. hvítvínsedik 1 msk sinnepsfræ 2 lárviðarlauf 4 msk sykur 2 tsk salt Tómatarnir eru pikkaöir meó grófri nál. Síöan eru tómatarnir Björk með sýnishorn af öllu því sem hún býr til á haustin - sultaðir tómatar, rifsberjahlaup og annað gómsæti sem á sjálfsagt eftir að gleðja heimilisfólkið í allan vetur. DV-mynd E.ÓI vetrartímann. Maskinn virkaði vel en þetta gerir sjálfsagt enginn í dag,“ segir Björk. Það er svo sannarlega búsældar- legt um að litast í eldhúsinu hjá Björk en hún segir hagsýnina ekki endilega drifkraftinn heldur miklu fremur þá ánægju að búa þetta til sjálfur og eiga nóg til vetrarins. Auk þess sé tilvalið að gefa bæði sultu og sultaða tómata í tækifæris- gjafir. Það er ekki hægt að sleppa Björk án þess að fá uppskrift hjá henni. Björk valdi uppskrift að sultuðum grænum og rauðum tómötum sem hún var sjálf að prófa í fyrsta sinn en segir að lofi mjög góðu. Lítið af berjum í búðum: Krækiber á einum stað Þeir eru e f 1 a u s t m a r g i r sem hafa drifið sig í berjamó og tínt ber út á skyr eða bara b o r ð a ð þau með sykri og r j ó m a . M a r g i r frysta líka berin og nota þau i ábætisrétti að vetrinum en alltaf eru einhverjir sem ekki komast í berja- mó og þá er bara ein leið: að kaupa þau í búðum. Hagsýni fór á stúfana og kannaði hvar væri hægt að kaupa ber. Haft var samband við stórmarkaðina í Reykjavík en hvorki bláber né aðal- bláber voru fáanleg. Krækiber hafa fengist víða en í gær fundust þau að- eins á einum stað. Það var i verslun- inni Vínberinu við Laugaveg en þar fást vestfirsk krækiber í kílópakkn- ingum og kostar hvert kíló 390 krón- ur. Einnig er hægt að kaupa fimm kíló í einu og kostar þá kílóið 380 krónur. Hjá Tíu tíu í Suðurveri fengust þær upplýsingar að krækiber hefðu nýlega verið til en óvíst hvenær þau kæmu aftur og sömu sögu var að segja hjá Blómavali þar sem þau voru löngu uppseld. Krækiber að vestan eru seld í kílópakkningum í versluninni Vínberinu. Tryggingafélögin með mismunandi tilboð á bílstólum: Bjóða flest í kringum 20% afslátt - aðeins eitt félag með stólaleigu Á hverju ári er talið að í kringum 35 til 40 börn slasist í bílslysum. Með góðum öryggisbúnaði er hægt að koma í veg fyrir eða draga úr þessum slysum. Tryggingafélögin hér á landi hafa lengi beitt sér fyrir því að fólk noti ávallt bamabilstóla og gangi úr skugga um að þeir séu rétt festir. Hagsýni skoðaði hvaða kjör tryggingafélögin bjóöa viðskipta- vinum þegar kemur að því að kaupa eða leigja bílstóla. Hjá Tryggingamiöstöðinni feng- ust þær upplýsingar að viðskipta- vinir félagsins njóti sérstakra kjara hjá heildsölunni Olivíu og Oliver. Að sögn Dagmar Viðarsdóttur er um 20% afslátt að ræða á fjórum tegundum Safety Baby stólum og segir hún viðskiptavini duglega að nýta sér þetta tilboð. Svipaður afsláttur er á þeim stól- um sem viðskiptavinir Sjóvár Al- mennra eiga kost á en um er að ræða Britax stóla sem fást í Everest búðinni. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar viðskiptavini að þeir hugsi vel um öryggi bama sinna. Flestir bílstólar hér á landi em góð- ir enda samkvæmt Evrópustaðli og hættan liggur miklu fremur í hvort fólk notar stólana rétt og fylgir leið- beiningum þegar þeir eru festir,“ segir Einar Guðmundsson forvam- arfulltrúi Sjóvár Almennra. Trygging hefur sama hátt á og félögin sem nefnd voru hér á undan en þeirra við- skiptavinir njóta um 5% af- slátt af Chiccostólum sem fást hjá heildsölunni Engey. Stólaleiga VÍS er eina tryggingafé- lagið sem leigir út bamabíl- stóla. í fyrstu var stólaleig- an aðeins ætluð viðskipta- vinum en nú geta allir leigt stóla. Viðskiptavinir VÍS njóta þó betri kjara en aðr- Börn ejga ajjtaf að vera spennt og fójk ættj að jejta hvort það borgi sig leigja stól- ir. Sé minnsti stóllinn (ætl- upplýsinga hjá sínu tryggingafélagi því þau bjóða öll 'nn frekar. aður 0 til 6 mánaða) leigður sérkjör þegar kemur að því að kaupa bílstól. kostar það 4.200 til viðskipta- vina VÍS en 5.700 til annarra. Þá er hægt að skipta yfir í stærri stól sem kostar 550 krónur á mánuði fyrir við- skiptavini VÍS en 750 krónur á mánuði fyrir aðra. Það getur verið úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja hentugan bílstól. Fólk ætti að hafa samband við sitt tryggingafélag og skoða hvaða kjör eru í boði. Víða er veittur góður afsláttur og menn geta síðan reiknað út

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.