Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Gagnvísandi lögfræöiálit um yfirtökuskyldu þeirra sem kaupa meirihluta í FBA: Kemur ekki á óvart - segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra „Það er enginn vandi að gera óvissu úr hverju sem er með lög- fræöiáliti en það hefur ekkert kom- ið upp sem menn sáu ekki fyrir enda leituðum við lögfræðiálits varðandi þennan anga málsins. Það er mjög auðvelt að fá lögfræðing til að skrifa upp á aðra möguleika. En það segir ekkert um hvaða líkur eru á að lögfræðiálitið standist. Um- ræðan núna segir mest um fyrirætl- anir Orca-hópsins, að hann sjái ein- hverja ógnun í því að bankinn skuli seldur í einu lagi og vilji helst kom- ast út úr þessu með einhverjum hagnaði. Ef þeir geta grætt 400 milljónir á því er það bara gott fyr- ir þá. Það getur verið að einhverjir aðilar séu tilbúnir að greiða það verð. Ég veit það ekki, ég er bara að selja bankann," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sem fer með sölu á 51% hlut ríkis- ins i Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins ásamt Finni Ingólfssyni iðn- aðarráðherra. Fram eru komin tvö gagnvísandi lögfræðiálit varðandi sölu á hlut ríkisins í FBA og mögulega skyldu kaupanda að bjóða í þau 49% sem seld voru í fyrravetur, þar á meðal tæplega 30% hlut eignarhaldsfélags- ins Orca S.A. Samkvæmt lögfræðiá- liti sem Orca S.A. hefur látið vinna fyrir sig og greint var frá í DV á laugardag verður kaupendum á meirihluta ríkisins í FBA skylt að gera minnihlutanum yfirtökutilboð á sama gengi og meirihlutakaup- endur kaupa. Er þar vísaö til fyrstu greinar reglugerðar um yfirtökutil- boð en til þeirrar reglu- gerðar er vitn- að í skilyrðum sem gilda um útboðið á bréf- um ríkisins. í álitsgerð sem unnin var samkvæmt fyr- irspurn iðnaö- ar- og við- skiptaráðu- neytisins er niðurstaðan hins vegar sú að hópur fjárfesta sem „stendur sameiginlega að tilboði um að kaupa 51% hlut ríkisins í FBA hf., en hver og einn eignast aðeins 5-7% hlutafjárins, verði ekki til- boðsskyldur eftir yfirtökureglum kauphallarlaga við kaupin.1' Er það háð því að engir eða fáir aðilanna hafi samstæðutengsl sín í milli, að kaupsamningurinn verði ekki tal- inn skuldbinda kaupendurna til að ráðstafa atkvæðisrétti sínum á sam- ræmdan hátt og að ekki sé til sér- stakt samkomulag þess efnis, form- legt eða óformlegt, milli þeirra að- ila sem mynda hóp tilboðsgjafa. Ámi Mathiesen segir að þeir sem bjóða í bankann verði að meta þetta fyrir sjálfa sig. Síðan sé það undir Fjármálaeftirlitinu komið hvemig málið verður metið. „Við höfum lögfræðiálit Jakobs R. Möllers en gerum okkur grein fyrir því að það er enginn vandi að fá rökstuðning lögmanna fyrir annarri niður- stöðu." Ámi var spurður hvort óvissa varðandi sölu á hlut ríkisins í FBA væri ekki óæskileg. Menn vissu ekki hvort þeir þyrftu að reiða fram 10 milljarða eða allt að 20 milljarða. „Óvissa í þessu sambandi er ekki nýtt fyrirbrigði. Þetta er þekkt þeg- ar menn era að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að hafa letjandi áhrif á áhuga manna. Við áttum von á að það væri hægt að rökstyðja annað álit í málinu. Við höfum engar sérstakar áhyggj- ur af því. Ég get ekki séð það hjá þessum lögfræðingum, sem era að færa rök fyrir gagnstæðri skoðun, hvaða líkur eru á niðurstöðu í mál- inu fari það fyrir dómstóla." - Getur málið endað fyrir dóm- stólum? „Það getur verið. Það þarf ekki að vera slæmt. Ef Orca-hópurinn hefur ekki meiri trú á að eiga þessi bréf en svo að þeir viiji leggja sér- staka áherslu á yfirtökuskylduna þá er spurning hvort það segi meira um aðgerðir ríkisstjómarinnar en hugsanlegar fyrirætlanir Orca- hópsins." Enginn fær 51% „Ég er ekki lögfræðingur en í útboðslýs- ingu segir að enginn megi eiga meira en 6% hlut í FBA. í mínum huga á enginn stærri hlut enda tekið fram að engin tengls megi vera milli aðila. Þvi mun enginn eiga 51% hlut og þarf þar af leiðandi ekki að lúta þeim reglum hlutafélagalaga um að kaupa alla aðra út. Aðilar tilboðsins eru ekki tengdir innbyrðis á neinn máta nema að því leyti að þeir gera sam- eiginlegt tilboð. Það er skrýtin álykt- un að segja að 1 útboði þar sem eng- inn megi eiga meira en 6% verði menn að kaupa hina út. Hins vegar verður þetta að komast á hreint fljót- lega gagnvart þeim sem bjóða í hlut ríkisins enda munur á því að reiða fram 10 milljarða eða 20," segir Pét- ur Blöndal alþingismaður. í samtölum DV við aðila á verð- bréfamarkaði í gærkvöld kom fram að ekki væri einhlít niðurstaða varð- andi skylduna til yflrtökutilboðs. Lögfræðinga greindi á um það atriði. Þegar um hóp fjárfesta væri að ræða væri erfitt að skilgreina nákvæm- lega hvenær yfirtökuskyldan yrði virk. Þá hefðu aðilar möguleika á að „stilla sér þannig upp að yfirtöku- skylda virkaði ekki," eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Óvissa letjandi „Ég held að menn séu sammála um að ef um einn aðila með hlut- hafasamkomu- lag á bak við sig er að ræða, ef menn mynda t.d. hóp sem heldur utan um 51%, komi til yfirtökutilboðs en ef hlutabréf- unum er dreift út til aðila þar sem hver og einn ber ábyrgð á sínum hlut komi ekki til slíks til- boðs. Annars greinir lögfræðinga á um þetta og menn vilja því bíða og sjá til. Óvissan um yfirtökutilboð hefur annars letjandi áhrif á söluna. Áhugi manna minnkar eðlilega ef þeir óttast að þurfa að reiða fram 15-17 milljarða i stað 10," sagði Jafet Ólafsson verðbréfamiðlari við DV. Hópar sem hafa hug á að kaupa meirihluta ríkisins í FBA munu, samkvæmt heimildum DV, hittast á miðvikudag til að ræða stöðu mála. Áhugasamir kaupendur hafa frest til 21. október að ganga frá meirihluta- tilboði í bankann. Fulltrúar ýmissa lífeyrissjóða funduðu, skv. heimildum DV, um kaup á 51% hlut ríkisins í FBA á fimmtudag. Sparisjóðirnir munu enn hafa áhuga á að eignast Fjárfesting- arbankann og sameina hann Kaup- þingi. Nokkurn tíma getur tekið að koma saman hóp á bak við tilboð, m.a. þarf að kanna hverjir vilja vera með og ná samkomulagi um hversu stór hlutur hvers og eins á að vera. Munu þreifingar varðandi kaupin enn vera á því stigi. -hlh Guðmundur Árni Stefánsson: Málin aldrei hugsuð I botn „Þetta undirstrikar það enn frekar að málin era aldrei hugsuð í botn áður en látið er til skarar skríða í einkavæðingu ríkisstjórn- arinnar. Það kemur nú á daginn, aðeins örfáum sólarhringum eftir að ákvörðun er tekin um fyrir- komulag á sölu 51% hluta ríkisins í FBA, að spurningar vakna sem ekki er hægt að svara og haft er eftir forsvarsmanni einkavæðing- arnefndar aö hlutimir eigi bara eftir að koma í ljós," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson alþingis- maöur aðspurður um misvísandi álitsgerðir vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á 51% hlut í FBA. Guðmundur Árni segir það deg- inum ljósara að ríkisstjórnin hafi ekkert vald á málinu og öll mark- mið hennar séu fyrir bí. „Mér sýn- ist það kýrskýrt að þessi aðferða- fræði sem notuð er í frumsölunni muni annað hvort leiða til þess að við eftirsölu fari hlutamir hingað og þangað ellegar að yfirtökuá- kvæði samkeppnislaganna taki gildi og þetta verði allt komið í einn samþjappaðan hóp að fáein- um mánuðum liðnum. Forsætis- ráðherra sagði sjálfur að búið væri að eyðileggja einkavæðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar en hún hefur sjálf rústað stefnunni, alveg ein og óstudd," sagði Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður í samtali við DV. -aþ Árni Mathiesen. Pétur Blöndal. Jafet Ólafsson. ^ Dagur Kári Pétursson kom, sá og sigraði á Nordisk Panorama: Atti bestu stuttmynd hátíðarinnar Dagur Kári Pétursson kvik- myndaleikstjóri hlaut tvenn verð- laun á norrænu stutt- og heimilda- myndahátíðinni Nordisk Panorama sem haldin var hérlendis og lauk á laugardag. Dagur Kári hlaut fyrstu verðlaun fyrir mynd sína Lost Weekend en alls kepptu fjörtíu stuttmyndir frá Norðurlöndunum á hátiðinni. „Mér fannst ekkert benda til að ég myndi sigra á hátíð- inni og þess vegna komu þessi verð- Iaun mér algjörlega á óvart," sagði Dagur Kári i samtali við DV. Lost Weekend var lokaverkefni Dags Kára við Kvikmyndaskólann í Kaupmannahöfn en þaðan útskrif- aðist hann síðastliðið vor. „Myndin Ijallar um plötusnúð sem vaknar upp á hóteli eftir mikið fyllirí. Hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann lenti á þessum stað. Hann reynir síðan ítrekað að kom- ast út af hótelinu en af ákveðinni ástæöu misheppnast honum alltaf," segir Dagur Kári um söguþráð myndarinnar. Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem Dagur Kári hlýtur fyrir Lost Weekend því myndin hlaut dómnefndarverðlaun á kvik- myndaskólahátið í Múnchen og hún var valin mesta myndin á stutt- myndahátíð í Mexíkóborg. Auk þess fékk Dagur Kári sér- stök verðlaun frönsku sjónvarps- stöðvarinnar Canal+ fyrir stutt- myndina Old Spice sem er frá- bragðin Lost Weekend að því leyti að hún gerist á íslandi. Old Spice er gamanmynd sem gerist á rakara- stofu þar sem fastakúnnamir eru farnir að týna tölunni. Einn daginn mætir afturgenginn viðskiptavinur á stofuna og fjallar myndin um hvernig rakarinn bregst viö. Aðspurður um þýðingu verðlaun- anna segir Dagur Kári að það verði bara að koma í ljós. „Ég held bara mínu striki og er á forum til Kaup- mannahafnar þar sem ég er að vinna að undirbúningi sjónvarps- myndar fyrir danska sjónvarpið. Annað hef ég ekki ákveðið." Önnur verðlaun á hátíðinni féllu í hlut Danans Jons Bang Carlsen fyrir bestu heimildarmyndina, Add- icted to Solitude, og áhorfendaverð- launin hlaut norski leikstjórinn Margareth Olin fyrir myndina Dei mjuke hendene. Dagur Kári er fyrsti íslendingur- inn til að vinna fyrstu verðlaun á Nordisk Panorama og verða mynd- ir hans Lost Weeekend og Old Spice sýndar áfram í Háskólabíói. -aþ Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er fyrstur íslendinga til að hljóta verðlaun á norrænu stutt- og heimildarmyndahátíðinni, Nordisk Panorama. DV-mynd ÞÖK Tölvur fyrir heyrnarlausa Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra skrifaði í gær undir samning við Nýherja um leigu á 110 tölv- um með texta- síma fyrir heyrnarlausa. Dagur heymar- lausra var í gær og fór undir- skriftin fram af því tilefni en tölv- urnar eru leigðar til næstu þriggja ára. Umsvif í Vatnsmýrinni Fasteignafélagið Þyrping hef- ur sótt um lóð við Umferðarmið- stöðina í Vatnsmýri í Reykjavík. Ekki er vitað hvað Þyrpingar- menn hyggjast gera við lóðina en talsverð umsvif verða á þessu svæði á næstunni og ætlar t.d. KEA að byggja þar Nettó-versl- un á næsta ári. Morgunblaðið sagði frá. Afmælisgjöf í Straumsvík Allir starfsmenn íslenska álfé- lagsins fá glaðning í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin síðan álf- ramleiðsla hófst með fullum af- köstum í álverinu í Straumsvík. Þeir fá 50 þúsund króna launa- uppbót um næstu mánaðamót vegna þessara tímamóta. Mbl. greindi frá þessu. Grænni göngugata Skipulagsnefnd Akureyrarbæj- ar samþykkti á fundi fyrir helgi að hefla vinnu við breytingar á göngugötunni í Hafnarstræti, Ráðhústorgi og SkátagOi. Ætlun- in er að gefa göngugötunni og torginu grænna yfirbragð. Morg- unblaðið sagði frá. Hrossum þarf aö fækka Ofbeit hrossa er orðin talsvert vandamál hér á landi, að sögn Landgræðslunn- ar. Kristinn Guðnason, for- maður félags hrossabænda, segir að þekk- ingarleysi hrossaeigenda sé oft um að kenna og telur að þurfi að fækka hrossum hér á landi um allt að 30-40%. Sjónvarpið sagði frá. Tryggingastofnun í vanda Skýrsla Ríkisendurskoðunar um lífeyristryggingasvið Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem ný- lega kom út, leiðir í ljós að víða er pottur brotinn varðandi þetta svið. Meðal annars eru ofgreiðsl- ur og vangreiðslur talsvert vanda- mál. Umferöarsiysum fjölgar Mikil fjölgun hefur verið á umferðarslysum á síðustu miss- erum samkvæmt tölum Sjóvá al- mennra. Frá síðustu áramótum er tjónið orðið hátt í 6 milljarðar króna. Stöð 2 sagði frá. Einungis þétt Árni Kópsson villl taka fram, í kjölfar fréttar DV á laugardag um aðgerðir við flakið af E1 Grillo, að aðgerðirnar snúist ein- göngu um að koma i veg fyrir ol- iuleka. Ekki standi til að dæla neinni olíu úr flakinu eins og skilja mátti á frétt DV. urænmetisuröun buii Forsvarsmenn Ágætis og Sölu félags garðyrkjumanna segja þai vera þvætting hjá Jóhannesi Gunnarssyni hjá Neytenda- samtökunum að grænmeti hafi veriö urð- að til aö halda uppi verði.______________ Einu tilvik þess að grænmeti hai verið urðað hafi verið þegar kæl hafi bilað og grænmet ar skemmst. Stöð 2 sagöi frá. -KJ.<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.