Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Fréttir Forseti íslands lýkur heimsókn til Austurlands: Skógrækt og skrúðgarðar lýsa virðingu fyrir umhverfinu Heimsókn forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Múlasýslur lauk á laugardag á Egilsstöðum þar sem efnt var til héraðshátíðar með honum. Dagurinn hófst með heim- sókn upp í Fljótsdal og að Hallorms- stað þar sem snæddur var hádegis- verður. K1 15 var stutt athöfn á íþróttavellinum á Egilsstöðum þar sem forseti tók fyrstu skóflustung- una að endurnýjun vallarins en þar verður haldið Landsmót UMFÍ um miðjan júlí sumarið 2001. Kl. 16 hófst hátíðarsamkoma í íþróttahúsinu með því að kirkjukór Egilsstaðakirkju söng þjóðsönginn. Sofíia Lárusdóttir, forseti bæjar- ráðs, bauð forseta velkominn, setti samkomuna og stýrði henni. Á dag- skrá voru glæsileg tónlistaratriði og ávörp. Leikskólabörn sungu þrjú lög. Broddi Bjarnason, forseti bæjar- stjórnar, flutti ávarp og kom m.a. inn á mikilvægi þess að forsetinn kæmi og heimsækti þjóðina. Þá fluttu nemendur úr tónlistarskóla Austur-Héraðs tvö ættjarðarlög. Þá flutti Ólafur Ragnar ræðu. „Fagur var skógurinn í morgun, þessi fágæta perla sem þið hafið gætt svo vel að það starf getur orðið til þess að orð Ara fróða geti átt við hér áður en langt um líður.“ Forseti talaði um bókmenntir aust- firskar, allt frá Hrafnkels sögu til þess að Halldór Kiljan sótti hugmynd sína um sjálfstætt fólk til eigin reynslu úr Jökulsdalsheiðinni er hann varð þar veðurteppur nætursakir á kotbýli þar sem bóndinn hafði lógað kúnni til að hafa nógan forða handa kindunum en fólkið var grátt og guggið. „Ég hef svo sannarlega þessa góðu daga hér fyrir austan fengið að njóta hlýju og gestrisni í hverju byggðarlagi," sagði hann. Þá minnt- ist hann þess er hann og Guðrún Katrín sáu leiksýningu leikfélags Fljótsdalshéraðs, „Draumur á Jóns- messunótt", er flutt var I skóginum við Egilsstaði. „Ég fer héðan styrkt- ur í þeirri trú að með Austfirðing- um býr nægur kjarkur til að vera öllum landsmönnum til fyrirmynd- ar.“ Þá söng kór söngskóla Keith Reed þrjú lög og síðan var komið að afhendingu hvatningarverðlauna forseta til ungs fólk. Þessi hlutu við- urkenningu fyrir ýmis afrek, góðan árangur í námi, íþróttum og listum og félagsstörfum. Dagrún Sól Óðins- dóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Erna Dóra Vogler, Erla Friðriks- dóttir, Gunnar Gunnarsson, Hall- dóra Karlsdóttir, Ingvi Valur Val- garðsson, Margrét Dögg Guðjóns- dóttir, Þórarinn Páll Andrésson og Þórveig Jóhannsdóttir. Að lokum færði forseti Héraðsbúum að gjöf mynd frá heimsókn Ásgeirs Ás- geirssonar, fyrrum forseta, til Eiða árið 1954. Að lokinni hátíð á Egils- stöðum héldu forseti og fylgdarlið að Eiðum þar sem bæjarstjórn Aust- ur-Héraðs bauð til kvöldverðar. Ferðamálasjóður grípur inn í á Akranesi: Leysir til sín Langasand DV, Akranesi: Á næstunni fer fram uppboð á Veitingahúsinu Langasandi að Garðabraut 2 á Akranesi. Rekstur þess hefur gengið brösu- lega. Trúlega mun Ferðamálasjóð- ur leysa eignina til sín nú eins og hann gerði í desember 1991. Þeir Þröstur Reynisson og Loft- ur Sigvaldason, sem voru með fyr- irtækið Langasand ehf., keyptu reksturinn árið 1992 af Ferðamála- sjóði og gekk hann vel. Þeir seldu síðan fyrirtækinu GÓL ehf. hús- næði og rekstur. Völundur Þorgilsson, sem í veð- bókum er talinn eigandi Garðabraut- ar 2 ehf., hefur enn ekki fengið afsal fyrir kaupunum þar sem á rekstrin- um hvíla nokkur veðskuldabréf frá Langasandi ehf. upp á um 5 milljón- ir króna. Leysi Ferðamálasjóður til sín eignina má áætla að félagamir Þröstur og Loftur tapi á fimmtu milljón króna en talið er að sjóður- inn bjóði 10 milljónir í eignina til að tryggja hagsmuni sína samkvæmt veðbókarvottorði sem DV hefur út- vegað sér. -DVÓ Forseti tók fyrstu skóflustunguna að endurnýjun íþróttavallarins á Egils- stöðum en þar verður haldið Landsmót UMFÍ um miðjan júlí sumarið 2001. DV-mynd SB SV-rampi Nýja brúin er einföld Skeiðarvogsbrúin yfir Miklu- braut, sem verður vígð formlega fóstudaginn 1. október, hefur valdið sumum ökumönnum nokkrum heilabrotum. Á meðfylgjandi skýringarkorti sést hvemig aka ber um gatnamót- in. Brúin sjálf er yfir Miklubraut frá norðri til suðurs og er einfald- lega ekið yfir hana ætli menn sér úr Bústaðahverfi yfir í Vogahverfi eða öfugt. Eins ef menn eiga leið úr vestri í austurátt eða öf- ugt er ekið undir brúnna. Tvær slaufur em við gatnamótin, suðvesturs- laufa til vinstri á kort- inu og norðausturslaufa til hægri. Fyrmefnda slaufan er fyrir þá sem aka út úr Vogahverfinu og ætla austur. Þá er ekið yfir brúna og síðan inn í slaufuna og í sveig niður undir brúna og þaðan inn á Miklubraut- ina. Síðamefhda slaufan er fyrir þá sem koma Skeiðarvogsbrúin yfir Miklubraut verður vígð föstudaginn 1. oktbóber. ofan úr Bústaðahverfinu og ætla vestur í bæ. Þeir aka yfir brúna og inn í slaufuna og síðan í sveig niður á Miklubrautina. Tveir rampar eru við gatnamótin, einn utan um hvora slaufu. Norð- austurrampinn, sem hefur enn ekki verið tekinn í notkun, en verður opnaður við vígsluathöfnina, er fyr- ir þá sem annað tveggja eiga erindi í Vogahverfið eða verslunarsvæðið í Fenjum, Skeifunni eða Mörkinni. Suðvestur rampinn er fyrir þá öku- menn sem koma úr vesturátt, neðan úr bæ, og leið eiga í Bústaðahverfi eða Vogahverfið og áðurnefnt versl- imarsvæði. Götuljós eru norðan og sunnan við brúna fyrir þá sem koma af römpum og úr slaufum inn á brúna og þurfa að aka yfir akrein sem ligg- ur í gagnstæða átt við þá leið sem ökumennirnir ætla. Metuppskera hjá kornbændum í Skagafirði: „Eins og best gerist erlendis" - segir Eiríkur Loftsson ræktunarráðunautur „Þetta er metuppskera í kornrækt- inni í Skagafirði núna í sumar og mér sýnist að þetta standist samanburð við það sem best gerist bæði hér á landi og erlendis. Það er greinilegt að komræktin héma er komin til að vera,“ segir Eiríkur Loftsson, ræktun- arráðunautur Búnaðarsambands Skagfirðinga. Uppskeran er 5-6 tonn úr tilraun- areitum í landi Vindheima og álítur Eiríkur að hún geti verið á þessu bili víðar á svæðinu. „Akrarnir era mjög góðir núna, þéttleikinn góður. Það gerir sjálfsagt rakinn í vor og síðan mjög góð sprettutíð í júlí og ágúst,“ segir Eirík- ur. Það em tæplega 30 aðilar í Skaga- firði auk bændanna á Skriðulandi í Langadal sem stunda kornræktina en tilraunir í kornrækt í Skagafirði hófust sumarið 1993 og hefur sáningin verið að aukast jafnt og þétt síðan. Ei- ríkur álítur að í sumar hafi verið sáð í hátt í 350 hektara. Stærstu svæðin eru í Vallhólmanum, en þar var reyndar sáð minna í sumar en síðasta sumar, en á móti juku aðrir við, t.d. var mikil aukning hjá svínabændun- um á Skriðulandi i Langadal. Eiríkur segir að uppskeran sé alls staðar góð og betri en áður, en korni er ekki sáð austar en í Hjaltadalnum í Skagafirð- inum. Það em aðallega kúabændur sem sá korni. Eiríkur Loftsson giskar á að uppskeran hjá þeim sé um 1500 tonn af korni og miðað við að 3000 kýr séu í Skagafirði og hver kýr þurfi tonn í kjarnfóðri, sé ræktað korn 50% af kjamfóðrinu. Ræktunin komi því bændum mjög til góða, þó svo að kjamfóðurverð hafi í nokkum tíma verið allt að því í sögulegu lágmarki. Að lokum má geta þess að korn- bændur i Skagafirði era sífellt að tæknivæðast. Nú í haust keypti félag þeirra, sem stofnað var til kaupa á þreskivélinni á sínum tíma, einnig vél til að þurrka kornið. Er sú vél staðsett á Vindheimum og koma þeir sem eru með akra í nágrenninu þangað til að þurrka kornið. -ÞÁ Brú yfir Miklubraut - leiðarvísir / Ll mSBm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.