Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Fréttir 11 DV Skerðing rækjukvóta í Húnaflóa: Við vorum sviknir - segja forsvarsmenn sveitarfélaga nyrðra Forsvarsmenn sveitarfélaga við Húnaflóa telja að ekki hafi verið staðið við það sem útgerðarmönn- um rækjubáta við Flóann var lofað í vor varðandi úthlutun botnfisk- kvóta vegna skerðingar á rækju- kvóta í Húnaflóa á liðnum vetri. Úthlutaður kvóti sé verulega minni en lofað var og að auki að hluta í fisktegundum sem lítið veiðist af í Flóanum. Úthlutunin var gefin út á dögun- um en sveitarstjórnir við Húnaflóa hafa nú sent erindi til ráðuneytis, sjávarútvegsnefndar Alþingis og þingmanna kjördæm- isins. Þar er harðlega mótmælt breytingum sem gerðar hafa verið á úthlutuninni frá því hún var kynnt á fundi með útgerðarmönn- um og sveitarstjórnarmönnum við Flóann í vor. Á umræddum fundi hafi komið skýrt fram að bæturnar skyldu nema 930 þorskígildistonnum fyrir rækjuútgerðir við Húnaflóa eða 778 tonnum af rækju samkvæmt ákveðinni reikningsreglu. Sérstak- lega hafi verið tekið fram í kjölfar fyrirspurnar að úthlutun bótanna yrði í tegundum sem nýttust út- gerðarmönnum við Húnaflóa. „Við sérstaka úthlutun til inn- fjarðarrækjubáta skv. reglugerð nr. 519/1999 hefur ekki verið stað- ið við það sem útgerðarmönnum rækjubáta við Húnaflóa var lofað í vor. Úthlutaður kvóti er verulega minni en lofað var og hluti leið- réttingarinnar í ufsa og steinbit, tegundum sem ekki veiðast nema í mjög takmörkuðu magni í Húnaflóa. Það er skýr krafa undir- ritaðra að gerð verði leiðrétting á þessari úthlutun þannig að staðið verði við það sem lofað var,“ segir í áskorun frá sveitarstjórnunum. -ÞÁ Það er ekki verra að skella sér á kaffihús, sitja úti og sötra kældan drykk í góðum félagsskap. Sólin hefur risið óvenjuhátt undanfarna daga og er líkt að sumarið sem aldrei kom sé loksins komið. DV-mynd Hilmar Þór Samstarf lögreglu og bæjaryfirvalda í fikniefnamálum aukið: Tökum á vandanum af hörku - segir Gísli Gíslason eftir bæjarráðsfund með sýslumanni DV, Akranesi: Sýslumaðurinn á Akranesi mætti í gær á fund bæjarráðs Akraness. Þar var rætt um ástand fikniefnamála í bænum og mögu- leika bæjaryfirvalda til varnar í þeim efnum. „Viðræðurnar við sýslumann voru meðal annars til að fara yfir stöðu mála en á vegum bæjarins hafa verið starfandi nefndir sem unnið hafa að forvörnum í þess- um málafiokki. Það er alitaf erfitt að meta hvert raunverulegt ástand er, enda fara þessi mál nokkuð leynt í samfé- laginu. Öllum er þó ljóst að almennt er þetta vaxandi vanda- mál og sala og notkun fíkniefna er vandamál sem taka verður á af hörku,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við fréttamann DV eftir fundinn. Bæjarráð mun í Gísli Gíslason, bæjar- framhaldi af þessum stjóri á Akranesi: Fíkni- viðræðum fara yfir þá efnin óvelkomin á Skag- kosti sem eru á færi anum. bæjarfélagsins. Áfram verður lögð áhersla á forvarnir og nauðsyn þess að hver ábyrgur samfélagsþegn leggi sitt af mörkum við að uppræta sölu og neyslu fikniefna. Samstarf lögreglu og bæjaryfirvalda hefur verið gott, sagði Gísli, en rætt hefur verið um hvernig megi bæta það samstarf enn frekar. -DVÓ Hvað villtu finnaá 't-i i. ^ J, ^ leit.is íslenska leitarvélin á Internetinu Netinu? VIDEOHOL LIN y\ þ>ítTLi b>anák LÁGMÚLA7 SÍMI 568 53 33 - mm . Besta lið allra tíma nú fáanlegt á myndbandi Alllr leikirnír! Dll mörkin! Sendum i póstkrcifu PDSTKRÖrilSÍMI: 5G8 5333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.