Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 36
Vmningstölurlaugardaginn: 25 1 7 ÁI2 29 'v... V Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 5af 5 0 2.000.390 2. 4 af 5+11,® 2 151.770 3. 4 af 5 59 7.120 4. 3 af 5 1.628 600 ■■1 ffi' ' Vv Jókertölur vikunnar: 2 0 3 4 7 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Loðnuleit: Bara smælki DV, Eskifirði: Enginn kraftur er enn sem komið er í loðnuveiðunum. Guðrún Þorkels- ^ dóttir hélt úr höfn hér á Eskifírði sl. fimmtudagskvöld og byrjaði leit utan við Digranesflak og hélt síðan áfram norður með kantinum og norður fyr- ir Kolbeinsey. Að sögn Sveinbjörns Orra Jóhannssonar, 1. stýrimanns, er sjórinn óvenjuheitur þama norðurfrá eða á bilinu 6 til 8,5 gráður á Celsíus. „Við köstuðum kl. 5 i morgun um 40 mílur NA af Kolbeinsey. Það litla sem var i nótinni var smáloðna og því slepptum við henni,“ sagði Svein- björn Orri. „Við erum búnir að fara ansi víða en höfum nánast ekkert séð nema þetta smælki sem ekkert vit er í að djöflast í. Víkingur AK, sem búinn var að vera nokkra daga að leita, er " kominn í land. Hann kastaði bara einu sinni án árangurs.“ -Regína Erill í Keflavík Rallkeppni var haldin í Keflavík um helgina og varð árekstur á milli tveggja keppenda. Sjúkrabíll var send- ur á vettvang. Meiðsli mannanna voru ekki mikil en þeir fóru á sjúkra- hús til skoðunar og aðhlynningar. Þá var haldin Rockstock-hátíð í Keflavík. Nokkur mannsafnaður var í kringum þá hátíð og mikið um unglinga sem voru að þvælast í kringum staðinn að sögn lögreglu. -HG Nauögunartilraun á Oðinsgötu Maður um þrítugt gerði tilraun til að nauðga ungri konu við Óðinsgötu 5 í gærkvöld. Tildrög árásarinnar eru ókunn en samkvæmt heimildum DV urðu þó nokkur átök á milli þeirra þegar maðurinn reyndi að koma fram vilja sínum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn rann af hólmi en konan komst í síma og lét lögreglu vita. Margir lögreglubílar komu á vettvang. Árásarmannsins var leitað í nágrenninu og sýni tekin á árásarstaðnum. Maðurinn var sam- kvæmt lýsingu dökkklæddur, í dökk- um leðurbuxum og grófskeggjaður. Leitin að honum hefur ekki enn bor- ið árangur en lögreglan segir að kon- an hafi þegar kært verknaðinn. -HG Mikill fögnuður braust út meðal áhangenda KR þegar flautað var til leiksloka í bikarúrslitaleik KR og ÍA í gær. Á myndinni er Sigursteini Gíslasyni fagnað af Birgi Erni Birgissyni og Auði Hallgrímsdóttur sem eru vinafólk hans af Akranesi. Sigursteinn spilaði með ÍA í mög ár og varð með þeim bæði íslands- og bikarmeistari. Nú fagnar hann hins vegar með vesturbæjarliðinu. Sjá allt um úrslitaleikinn í DV-Sport. DV-mynd Hilmar Þór Finnur Ingólfsson: Ekki um hóp að ræða „Við létrnn gera þetta lögfræðiá- lit í þeim tilgangi að gengið yrði úr skugga um hvernig þessum yf- irtökumálum væri háttað. Það er okkar skoðun að fyrst bréf rikis- ins verða sett á nafn þeirra sem bjóða þá sé um sjálfstæða aðila að ræða en ekki hóp. Það er að mínu mati lykill- inn að þessu máli,“ sagði Finnur Ingólfs- son, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, um gagnvísandi lögfræðiá- lit um yfirtökuskyldu þeirra sem kaupa 51% hlut ríkisins í FBA. Finnur segir engan vafa leika á því að verið sé að selja sjálfstæð- um aðilum sem standa að því að bjóða tiltekið verð í bankann. „Það getur síðan auðvitað gerst að einhverjir hópar eigi eftir að myndast og ef þeir uppfylla þau skilyrði sem gengið er út frá í reglugerðinni getur yfirtaka kom- ið til en það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Finnur Ingólfs- son, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, í samtali við DV. -aþ Sjá bls. 2. Finnur Ingólfsson. Öflug rörasprengja sprakk á Höfn í Hornafirði: Fólk í lífsliættu - hvellurinn heyrðist í um kílómetra radíus Öflug sprengja sprakk í síma- klefa Landssímans við Hafnar- braut á Höfn í Hornafirði um ell- efuleytið í fyrrakvöld. Sprengjan sem sprakk var heimatilbúin rörasprengja Við sprenginguna þeyttust sprengjubrot og gler úr símaklefanum af miklum krafti í allar áttir. Lögreglan segir að ef einhver hefði verið í 50-60 metra radíus í kringum símaklefann á þessum tima hefði getað farið mjög illa og fólk hefði jafnvel get- að látið lífið. Sem bettu fór var enginn á ferli. Lögreglan rann- sakar nú málið en allir þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar eru hvattir til að snúa sér til lög- reglunnar á Höfn. „Ég held sérstakan fund með félagsmálastjóra og yfirmönnum fræðslu- og félagssviðs bæjarins vegna þessa atburðar. Fundurinn verður haldinn á morgun (í dag) og í framhaldi af honum munum við ákveða aðgerðir vegna sprengingarinnar," segir Garðar Jónsson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, en hann var staddur í Reykjavík í gærkvöld. Hann seg- ir að bæjaryfirvöld muni skoða þetta mál sérstaklega en vill ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu, eða þangað til hann hefur fengið frekari upplýsingar. Júlía Imsland, fréttaritari DV og íbúi á Höfn, býr rúman hálfan kílómetra frá staðnum þtu sem sprengingin varð. „Ég heyrði hvellinn greinilega. Þetta hljóm- aði eins og stór tankur eða eitt- hvað slíkt dytti niður á jörðina. Samt var ég með alla glugga lok- aða og sjónvarpið hátt stillt inni hjá mér.“ Júlía segir að hvellur- inn hafi sennilega heyrst í um kílómetra radius eða um allt mið- bik bæjarins. „Ég vissi auðvitað ekkert hvað var að gerast og gat ekki séð sprenginguna því það eru nokk- DVVik “Við fengum hringingu um há- degi í gær frá Guðrúnu VE. Þá voru þeir út af Víkinni með dauð- an búrhval sem þeir fundu á reki. Hann er töluvert stór, a.m.k. 10 til 12 metrar, og ansi þungur. Hann var dreginn að landi í Reynisfjöru á hjólabátnum og menn eru búnir ur hús á milli hússins míns og staðarins þar sem sprengingin varð,“ segir Júlía. -HG að vera að draga hann frá sjónum á trukk og dráttarvélum í dag,“ sagði Reynir Ragnarsson lögreglu- varðstjóri í Vík. Sem fæða er búr- hvalur ekki vinsæll. Kjötið er litt eftirsótt. Þó má fá úr búrhval mik- ið af lýsi en það eru ekki síst búr- hvalstennumar sem eru vinsælar og þónokkuð verðmætar. -NH. Hvalur dreginn að landi í Reynisfjöru Veðrið á morgun: Milt veöur sunnanlands Á morgun verður hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti verður 1 til 8 stig, mildast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 45. MERKILEGÁM ERKIVÉLIN brother pt-i2qq_ íslenskir staflr 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær línur Verð kr. 6.603 ■il Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Nicotinell tyggigúmmí fæst í apótekinu í Leifsstöð ÚT I B Ú _ APOTEK SUÐURNESJA EIFSSTÖO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.