Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 16
16 lennmg MANUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Nýja málverkið oa það glænýja „Nýja málverkið á 9. áratugnum" er yfir- skrift sýningar sem opnuð var í Listasafni íslands um síðustu helgi. Spennandi hug- mynd, ekki síst þar sem samtímis var opn- uð yfirlitssýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar sem einmitt var einn helsti forkólfur Nýja málverksins á sínum tíma. En ekki upplifi ég sýninguna í samræmi við yfirskriftina. í mínum huga var blómatími Nýja mál- verksins ekki nema nokkur ár en sam- kvæmt þessu yfirliti gæti hann staðið enn í dag. Nýjasta verkið á sýningunni, verk Erlu Þórarinsdóttur, er frá 1997 og þar sem nokkur verk til viðbótar eru máluð á 10. áratugnum er beinlínis rangt að tala um 9. áratuginn. Að hluta til má sennilega rekja von- brigði mín með sýninguna til umhverfisins en Nýja málverkið var ekki málað fyrir flna sali. Ef mér skjátlast ekki var það upp- reisnarfullt og hvorki fallegt né endingar- Helgi Þorgils: Heilaga fjölskyldan. 1998. uð fyrir samhengið. E.t.v. má þó segja að sýning- in sé ágætis vitnisburður um það að Nýja mál- verkið hefur borið prýðilegan ávöxt. Daði Guðbjörnsson: Aldamótaskál. 1999. gott heldur kröftugt, hrátt og villt, en í þessu virðulega umhverfi verða verkin nokkuð tann- laus, nánast pen. Tvær myndir Jóns Axels Bjömssonar sem virðast hafa verið færðar yfir á striga, væntanlega af forvörðum safnsins, minna á það að hugarfar listamannsins við gerð verks- ins skiptir engu, „illa unnum“ verkum er mis- kunnarlaust bjargað frá glötun (e.t.v. hefur lista- manninum líka snúist hugur). Verk Ráðhildar Ingadóttur, Erlu Þórarinsdóttur og Kjartans Óla- sonar eru að mínum dómi alltof fáguð og yfirveg- Endanna á milli Sýning Helga Þorgils Friðjónssonar stenst mun betur áætlun. Sem yfirlitssýning er hún reyndar takmörkuð, á svo stóm er stiklað. Til dæmis hefðu mátt vera fleiri verk frá því snemma á ferli hans. Húsnæðið er án efa hindr- unin og því rétt að leggja áherslu á nýrri verkin sem óneitanlega eru safaríkari. Þó ýmislegt sé líkt með nýjustu verkunum og hinum elstu hefur Helgi farið endanna á milli að mörgu leyti, frá grófum vinnubrögðum yfir f fág- un, frá óbeisluðu ímyndunarafli yfir í meitlaðar hugmyndir með djúpar rætur í heimslistinni og siðmenningunni, frá grótesku myndefni yfir í jafnvel nokk- urs konar helgimyndagerð. Það blasir við áhorfandanum að Helgi Þorgils hefur þroskast gífurlega sem myndlistarmaður á þessum tveimur áratugum sem sýningin nær yfir. Hann er glæsilegur málari og ekki síst mikilvægur fyrir það hversu snilldarlega hann fléttar saman ís- lenska þættinum í sér og þeim alþjóð- lega. Jákvæðar breytingar Sama dag opnaði Daði Guðbjörns- son málverkasýningu í Listasafini ASÍ en hann hóf líka feril sinn á Nýja málverkinu. Kannski er óréttlátt að bera þessa tvo listamenn saman, en við þessar aðstæður liggur það bara svo beint við. Myndlist Áslaug Thorlacius Eins og Helgi hefur Daði haldið ýmsum séreinkennum alla tíð en ólíkt framfórum Helga hefur Daði hjakkað dálítið í sama farinu. Þó virð- ist mér hann að því leyti hafa horfið frá ungæðislegu upphafinu að nú vilji hann ganga fortíðinni á hönd og gleyma nútímanum. Öðruvísi get ég ekki skilið myndina „Aldamótaskál" þar sem hann stillir merki dauðans upp yfir hlandskál Duchamps sem í hugum margra markar upphaf nútímalistarinnar. Vegna þess að mér hefur hvorki þótt Daði takast á við spennandi hluti í myndfletinum né hugmyndaheiminum hef ég ekki verið sérlegur aðdáandi hans. Nú þykist ég þó greina jákvæðar breytingar í því hvernig hann fléttar andlit sín og pifur inní margslungnari myndbotn en áður. Það gefur að minnsta kosti myndfletinum aukna dýpt. Sýning Helga Þorgils í Listasafni íslands stendur til 24. október. Safnið er opið alla daga nema mán. kl. 11-17. Sýning Daða Guðbjömssonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu stendur til 3. október. Opið alla daga nema mán. kl. 14-18. Ný Hólmgönguljóð Það mætti halda að hinn ungi Davíð Stefáns- son hefði lesið yfir sig af Hólmgönguljóðum Matthíasar Johannessens. Fyrri hluti nýrrar ljóðabókar hans, Kveddu mig, er saman settur úr ljóðum sem öll hefiast á annarrar persónu fornafni í ein- tölu: „þú // sem / syrgir þig sjálfa / saknar þess að lifa // sjáðu skríkjandi smáfugla / narta í orma“. Hjá Matthíasi er að vísu meira samræmi því allur bálkur hans hefst á orðunum „þú ert“, en Davíð beygir fornafnið þannig að stundum hefiast ljóðin á „þig“ og „þér“, auk þess sem engin regla er á hver sögnin er á eftir fornafninu. En það sem Davíð vinnur þannig i fjöl- breytni tapar hann yfir heildina, því ljóð Matthíasar er miklum mun andríkara, margslungnara og skemmtilegri gáta til að ráða. „Minimalismi" einkennir flokk- inn hjá Davíð; þar er allt tálgað utan af skilaboð- unum sem má missa sig: „Þú // skalt njóta / núna // fallið er nærri". Mörg erindin verða snubbótt, svona stýfð, en ýmis þeirra eru vel orð- uð, sniðug og jafnvel falleg. Sérstaklega á það við síðustu erindin í flokknum sem reyndar minna líka á ljóð Matthíasar Johannessens en ekki í Hólmgönguljóðum heldúr úr síðari ljóðabókum hans: „þú / ert marr / mitt í snjó // þú / ert hnefi / í borð // þú / ert högg / mitt á jörð // þú / ert allt / sem ég vil“. Þessi nýja bók Davíðs takmarkar sig við ástar- ljóð - til dótturinnar Ás'u Rutar og líklega fleiri en einnar fullorðinnar stúlku - og er merkilegt að bera hana saman við fyrri bók Davíðs, Orð sem sigra heiminn frá 1996, sem er mun fjölbreytilegra andsvar ungs manns við veröldinni. í siðari hluta Kveddu mig eru prósaljóð sem eru meira spenn- andi en ávarpsljóðin. Þó að efn- ið sé í sjálfu sér það sama er tungumálið auðugra og miklu meira að gerast í þeim. Per- sóna þeirra er ungur karlmað- ur (sum gæti verið byggð á minningum frá unglingsár- um), ákaflega elskur að kon- um en svolítið feiminn við þær, kannski smeykur, enda eru þær óíyrirsjáan- legar og jafnvel framandi verur. Ástarástríður hafa hann á valdi sínu, þegar gæfan er með honum lýtur veruleikinn þeim og kraftaverkin gerast. Aðdá- un hans á konum á aðeins einn alvarlegan keppi- Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir naut sem er aðdáun hans á sjálfum sér; veröldin er guðlegur bústaður töfrandi gyðja og ungs guðs, og þegar best tekst til er yfir ljóðunum ung- æðislegur hroki sem er nógu einlægur til að vera x Poulenc og Nína Margrét Annað kvöld kl. 20.30 verða aðrir tón- leikar í Tíbrárröðinni númer tvö í Saln- um í Tónlistarhúsi Kópavogs. Þar verður þess minnst að á þessu ári er öld liðin frá fæð- ingu franska meistarans Francis Poulenc og munu Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og Blásarakvintett Reykjavíkur flytja verk eftir hann. Nína Margrét hefur gert garðinn frægan hér heima og erlendis und- anfarin ár og verður gaman að heyra hana spila Poulenc. í Blásarakvintett Reykjavíkur er valinn maður í hverju rúmi: Bemharður Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarínett, Hafsteinn Guðmundsson fagott og Jósef Ognibene hom. Á efnisskránni em Sónata fyrir flautu og píanó, Elegie fyrir hom og píanó, Trió fyrir óbó, fagott og píanó, Sónata fyrir fagott og klarínett og Sextett fyrir píanó og blásarakvintett. Teddi sýnir í Færeyjum Myndlistarmaðurinn Magnús Th. Magnússon, sem kallar sig Tedda, opnar sýningu í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum 4. október'og sama dag aðra sýningu í nýjum sal á Suðurey. Ferill Tedda er skemmtilegur; hann starfaði við offsetprentun í áratug að loknu námi í þeirri grein og vann svo lengi sem bruna- vörður við Slökkvi- stöð Reykjavíkur. Á þeim árum fór hann að sinna áhugamál- um sínum, listsköp- un og matreiðslu og hefur nú atvinnu af þeim báðum. Síðan 1985 hefur hann unnið jöfnum höndum sem bryti á farskipum og við höggmynda- list - en undanfarið hefur listin þó verið að ná yfirhöndinni. Á sjóferðum sínum hefúr Teddi viðaö að sér efni í verk sín en einnig vinnur hann úr rekaviði, gömlum bryggjuviði sem hefur legið áratugum saman á hafs- botni og öðru spennandi efni. Teddi hefur haldiö fjölda sýninga og stór sýning á verkum hans er fyrirhuguð í Perlunni árið 2000. Hann var sérlegur gestalistamaður í Cuxhaven i Þýskalandi í þrjá mánuði 1998 og Richard von Weisacker, fyrrum forseti Þýskalands, keypti verk af honum. Meistari Jira Nú er liðin öld síöan Meistari Jim, ein þekktasta skáldsaga Josephs Conrads, kom út á frummáli sínu, ensku. Þetta er spennandi ævintýra- og sjóferðasaga og mögnuð lýsing á fólki sem lendir í að- stæðum þar sem til sjarmerandi og skemmtilegur: Þú! Ó þú! Hvar ertu núna? Sloppin úr greipum minum, flúin frá mér. Ég vona aö þú felir þig á fallegum stööum og þér líki einveran vel. Því þú getur ekki faliö þig á meöal ann- ars fólks; hver maöur minnir þig á mig. Hina illa innrœttu muntu fyrirlíta; hinir góöu veróa eftirlíkingar af mér; meöalmennirnir veróa þér aldrei annað en þreytandi málamiölanir til aö drepa tímann. Þú munt miöa allt viö þttG og gráta MIG. Um Ijóta hluti muntu hugsa: „Ó hann! Hve fagur...!“ í fögrum hlutum séröu mig speglast og saknar alls þess góöa sem ég fékk aldrei að gefa þér: þú lítur rósirnar - Ó! rósirnar - rauð- ar í blómabeði og veist ég heföi sneitt þœr allar úr beöum sínum til aöfœra þér. Ó! - ég verö aó fá aö vona aö þú hafir flúiö mig af ótta viö aó elska mig. Ég vil bara aö þú vitir aö þaó er allt í lagi: vió hrœöumst öll himneska sköpun. Tungumálið er vandmeðfarið efni. Stundum er klaufalega tekið til orða í Kveddu mig og of víða vantar herslumun á að ljóð sé verulega snjallt. En ástríðan er þama og hún skiptir mestu máli. Mei&afi hms ýtrasta reynir á siðferðisþrek þess og J13H andlegan styrk. Meist- ari Jim er hann kallað- ur maðurinn sem af skömm yfir því að hafa brugðist á hættustund er á flótta undan eigin orðspori. Að endingu yfirgefur hann heim hvíta mannsins og dregur sig í hlé á hita- beltiseyju í suðurhöf- um. Þar verður hann herra hinna innfæddu, friðflytjandi og réttlátur stjómandi. En þegar ráðist er inn í paradísina verður hann að nýju að taka afdrifaríka ákvöröun - hver verður hún? Joseph Conrad (1857-1924) hét upphaf- lega Jozef Teodor Konrad Korzeniowski og fæddist í rússneskum hluta Póllands. Sautján ára fór hann til sjós og næstu fimmtán árin sigldi hann um öll heimsins höf. Hann varð breskur ríkisborgari og hóf að skrifa sögur á ensku sem flestar byggja á reynslu hans af sjómennsku og nýlenduásælni Evrópulanda. Áður hefur komið út eftir hann bókin Innstu myrkur i íslenskri þýðingu Sverris Hólmarsson- ar. Atli Magnússon þýddi Meistara Jim og Mál og menning gefur út. Umsjón Davíð Stefánsson: Kveddu mig. Nykur1999 Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.