Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Spurningin Finnst þér í lagi að RÚV hefji útsendingar á annarri sjónvarpsrás? Magnús Ásgeirsson nemi: Alveg sama, það er ekkert í þessu ríkis- sjónvarpi hvort sem er. Sesselja Ásgeirsdóttir skrifstofu- kona: Já, það fmnst mér í lagi, ef ég borga sama gjald. Þeir mega þjóna mér eins og þeir vilja fyrir þennan pening sem ég borga. Sigríður Brynjólfson húsmóðir: Ég er sammála Sesselju vinkonu minni. ívar Jensson strætóbílstjóri: Já, ef hún verður skemmtilegri. Ásgeir Sigurðsson nemi í tölvun- arfræði: Já, alveg eins, ekkert á móti því, svo lengi sem það kemur ekki niður á áskriftargjöldum. Aldís Höskuldsdóttir húsmóðir: Já, ekkert á móti því. Lesendur Tvískinnungur skotveiðimanna „Skotmenn drepa líka rjúpuna þótt hún sé í sögulegu lágmarki. Karl Ormsson, fyrrv. deildarstj., skrifar: Áróður sem skotglaðir menn hefja gegn uppistöðulóni á Eyjabökkum, og þar með virkjunum á Austfjörðum, er grátlegur. Þeir þvertaka alveg fyrir að eyðilögð sé þessi náttúruperla sem þeir telja, en eru samt tilbúnir að vaða þama um og drepa það fallegasta sem náttúran býður upp á, þ.e.a.s. fugla og hrein- dýr í lífrikinu. Við Eyjabakka myndu skapast ótrúlegur fjöldi af hólmum og eyjum sem væri gott friðland fyrir heiða- gæs og aðra fugla. Það væri líka vörn gegn byssuóðum að komast að bráð sinni. Hreindýrin myndu færa sig til. Minnast mætti þess að eitt sinn voru hreindýr bæði á Reykja- nesi og á Vestíjörðum. Skúmur sem er alfriðaður svo og fýll voru drepnir í hrönnum austur á Söndum, álftir austur í Skaftafells- sýslum og rytur í tugatali á hreiðr- um sínum vestur á Arnarstapa. Einnig helsingjar sem eru famir að finna sér varpland í báðum Skafta- fellssýslum svo að umhverfisráð- herra hefur séð sig knúinn til að vernda þá með reglugerð. í Morgunblaðinu mátti nýlega sjá að faðir var að kenna dóttur sinni að drepa spóa, sem er alfriðaður, en hann átti að nota sem agn fyrir af- kvæmi fyrsta landnema íslands, tófuyrðlinga. í DV mátti og sjá mynd af „þokkapiltum" sem farnir eru að murka niður gæsina, þótt hún sé í sögulegri lægð og veiðistjóri hafi viðrað þá skoðun að banna að selja villtar gæsir í verslunum. Hreindýr voru drepin og geymd í bílskúr á Homafirði, og í DV mátti sjá ógeðs- lega uppstillingu af mönnum sem drápu stóran og fallegan hreindýrs- tarf. Sem betur fer hefur lögregla víða um land náð flestum þessara pilta, afvopnað þá og gert skotvopn upptæk. - Minkurinn er eina að- skotadýrið sem eyðir öllu sem hann ræður við. Það væri göfugra mark- mið að fækka honum. Ég veit að flestir félagsbundnir skotveiðimenn fara eftir reglum. En „hvað höfðingjarnir hafast að ..." o.s.frv. Að sjálfsögðu á að friða alla fugla nema óæskOegan vargfugl sem ekki er í útrýmingarhættu. Minkur, tófa og fálki sjá um að grisja stofnana nógu hratt. Skotmenn drepa líka ijúpuna þótt hún sé í sögulegu lág- marki. Skynsamlegra væri fyrir bændur að banna hinum skotóðu að- gang að jörðum sínum og hugsa betur um hvað þeir gætu selt ferðamönnum og hinum almenna neytanda meira af hinum ágætu afurðum sínum. Ný sjónvarpsrás RÚV er fjarstæða Helgi Sigurðsson skrifar: Það hefur verið reifað opinber- lega að Ríkisútvarpið hyggist láta kanna hvort ný sjónvarpsrás henti innan rekstursins. Líklega er þetta tilkomið vegna kvartana margra sjónvarpsáhorfenda um yfirgang íþróttadeOdar Sjónvarps sem hvað eftir annað valtar yfir aðalfréttatím- ana með sýningu frá knattspymu- leikjum. AUt tal um nýja ríkisrekna sjón- varpsrás er fjarstæða, hvernig sem á málin er litið. í gangi eni margar stöðvar sem senda út íþróttaefni virka daga sem helga, aUan ársins hring, og því engin þörf fyrir neina nýja rás á vegum hins opinbera. Með tilkomu gervihnatta hefur móttaka frá þessum hnöttum aukist stórlega hér á landi sem annars staðar. Það sem ríkisstjómin á að gera er að reyna að losa sig við Rík- isútvarpið-sjónvarp sem allra fyrst. Þeir stjórmálamenn sem láta líklega yfir nýrri sjónvarpsrás hjá RÚV fylgjast ekki með tímanum og við þá þurfum við að losna sem fyrst. Ríkisútvarpið-hljóðvarp er eina rás- in sem menn vUja ekki missa, hjá RÚV. Hún er vinsæl meðal þorra landsmanna. Þjónusta í Ólafsvík „Ólafsvík er fallegt og snyrtilegt sjávarþorp sem enginn ætti að vera svikinn af að skoða,“ segir bréfritari. - Séð yfir Ólafsvík og höfnina. Eygló Egilsdóttir skrifar: Mánudaginn 13. sept. sl. birtist í DV lesendabréf undir fyrirsögninni „Slæm þjónusta á Gistiheimili Ólafsvíkur". í bréfinu sagði ferða- langur nokkur, Jóhann að nafni, ferðasögu frá Snæfellsnesi og gat sérstaklega um slæma þjónustu á áðurnefndu gistiheimili. Bréfinu fylgdi síðan mynd af Ólafsvík og í heUd var þetta aö mínu mati full- komin auglýsing tU að vara ferða- menn við að heimsækja staðinn. Ekki er mér kunnugt um við- skipti Jóhanns við Gistiheimili Ólafsvikur en heldur þykir mér nöt- urlegt að hann skuli kjósa að kasta rýrð á vaxandi ferðamannastað út af einu tUteknu atviki. Þætti mér gaman að vita hvort sá hinn sami skrifi í blöðin um aUa staði þar sem hann fær góða þjónustu. Til upplýsinga fyrir Jóhann og aðra ferðamenn þá eru í Ólafsvík rekin tvö gistiheimili, GistiheimUi Ólafsvíkur við Ólafsbraut og Gisti- heimUið Höfði við sömu götu. Á Höfða eru 13 herbergi og í undir- búningi er viöbygging með 18 her- bergjum með baði og er ætlunin að taka þetta í notkun í byrjun næsta árs. Með þessum endurbótum er verið að bæta verulega þjónustu við ferðamenn hér í Ólafsvík. Hér á staðnum er, auk veitinga- og gististöðu, rekin margvísleg þjónusta við ferðamenn. Upplýs- ingaþjónusta er starfrækt í byggða- safni staðarins, Gamla pakkhúsinu, hvalaskoðunarbáturinn Orcan er gerður út frá Ólafsvík og í nágrenni bæjarins er búið að gera átak í að stika gönguleiðir og merkja áhuga- verða staði, svo eitthvað sé nefnt. Ólafsvík er faUegt og snyrtilegt sjáv- arþorp sem enginn ætti að vera svikinn af að skoða. Ég vil því bjóða ferðamenn velkomna tU Ólafsvíkur og kynnast því af eigin raun að hér er hægt að fá góða þjónustu. DV Ef flugvöllur- inn fer... Sigurður skrifar: Ef nú svo æxlast að Reykjavíkur- UugvöUur verður látinn víkja úr Vatnsmýrinni, og þar komi í staðinn 30 þúsund manna byggð, þá verður nú þegar að huga að nýjum samgönguæð- um (ekki endurbætur á þeim gömlu) tU og frá þessari íbúðabyggð. Eins og er sé ég ekki almennilegar samgöngu- leiðir úr vesturbænum í austurbæinn fyrir þann íbúafjölda sem nú er þar tU staðar, hvað þá þegar 30 þúsund manns bætast við. Eða þá akstursleið- ir suður eftir Kópavogi og Garðabæ tU Keflavikur. Þar yrði að koma annað og betra samgöngukerfi en nú er, með aðeins einni þröngri akstursleið og henni krókóttri. Þetta er líklegast stærsti höfuðverkurinn við að fyUa Vatnsmýrina íbúðabyggð. Það þarf því snör handtök. Snögg ákvörðun Elín Guðmundsóttir hringdi: Það hefur líklega komið flestum á óvart aö forseti íslands skyldi hafa átt ástkonu um þó nokkurt skeið. en ástin spyr sjaldan um rök, hvað þá að leikslokum. Fyrir mér lítur svo út að tímaritið sem birti fréttina um ástkonu forsetans fyrst aUra hafi neytt forset- ann tU að taka snögga en ótímabr ákvörðun og opinbera tíðindin sjálfur. Og þá tóku aðrir flölmiðlar upp þráð- inn, nema Moggi sem hefir ekki sinnt málinu í fréttaformi. Málið mun áreið- anlega draga dilk á eftir sér fyrir for- setaembættið og hefur nú þegar snúið almenningsálitinu í hálfhring á þeim fáu dögum sem liðnir eru frá því frétt- in um ástkonuna var staðfest. í huga landsmanna er þetta mál sem eins kon- ar ást í biðstöðu. Áskorun til Landsbankans Þórhallur hringdi: Ég hef tekið eftir því að margir eru órólegir vegna þess orðróms sem ver- ið hefur á kreiki um að bankarnir ætli alfarið að afnema bankabækm' og taka upp reikninga í staðinn, þar sem menn fá aðeins yfirlit yfir stöðu sína í viðkomandi banka. Bankabækur hafa verið uppistaða í sparnaði margra í áratugi og sumir eiga enn bækur sem þeim áskotnaðist í æsku og nota enn, auk nýrri bóka sem bera þó vexti gagnstætt hinum almennu bókum sem bera litla sem enga vexti. Ég skora á minn gamla banka, Lands- bankann að hverfa frá því að ógilda bankabækurnar, það hlýtur að vera til leið fyrir bankann að bjóða þeim sem vilja að nota sínar bækur áfram. Annað væri glapræði. Einkalíf forseta til friðs Fjölmiðlaáhugamaður skrifar: Ég vil skora á tímaritið „Séð og heyrt" að láta einkalíf forseta íslands í friði. Virðing embættisins er hátt yfir slúðurdálkaheiminn hafin, og því síður að það sé haft að féþúfu í okkar harða fjölmiðlaheimi. Ég vil spyrja háttvirta ritstjórn blaðsins: Er til ein- hver snefill af sómatilfinningu í ykk- ur? Ég held ekki. Þið ættuð að skammast ykkar! Frú Clinton kemur þó? Maddý hringdi: Nú er komið í ljós að Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, kem- ur ekki hingað tfl lands á alþjóölegu kvennaráðstefnuna sem hér verður haldin í næsta mánuði. Einhvem veg- inn fannst mér af sjónvarpsfréttinni sem ég sá vafa leika á að Clinton for- setafrú komi. En það væri áfall fyrir ráðstefnuna og þá sem hana undirbúa hér, ef forsetafrúin kæmi ekki. Mér finnst hins vegar að á þessa ráðstefnu hér mætti bjóða flestum þeim konum sem hér hafa verið áberandi í íslensk- um stjórnmálum og félagasamtökum, þær em nú ekki svo margar hvort eð er. Vonandi verður ráðsstefnan okkur til sóma ef allir sinna sínu hlutverki af kostgæfni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.