Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 11 pv_____________________________________________________________________________________Fréttir Metaðsókn í fjölbraut á Selfossi. Tölvukostur aukinn og íþróttahús í byggingu: Kannski einhver tískusveifla - segir Sigurður Sigursveinsson skólameistari DV, Suðurlandi: „Það er metaðsókn í dagskólann, milli 750 og 760 nemendur, í fyrra voru 715 og í hittifyrra voru nem- endur 670 þannig að það hefur fjölg- að um tæplega 100 nemendur á tveim árum. Þetta er frekar óvænt fjölgun og við þurfum að vanda okk- ur við allt skipulag, þurfum að ná hámarksnýtingu á öllum stofum, jafnri nýtingu allan daginn og þá kennum við einnig í samkomusaln- um,“ sagði Sigurður Sigursveins- son, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, við DV. . Sigurður segir að skýringar á þessari fjölgun nemenda séu nokkr- ar. Ein sé sú að mönnum sýnist að nemendur skili sér betur af fyrsta ári yfir á annað ár þannig að líklega sé að draga úr brottfalli. „Ef svo er þá er það mjög jákvætt,“ sagði Sig- urður. Hann segir að eftir sé að fara betur í saumana á skólasókn Sunn- lendinga, hversu margir fari til Reykjavíkur, á Laugarvatn og svo framvegis. Það væri áhugavert að skoða, ekki síst upp á framtíðina. „Við þurfum að átta okkur á því hvort þetta sé komið til að vera, kannski eru þetta einhverjar tísku- sveiflur en það er í sjálfu sér mjög jákvætt að unglingamir sæki vel skólann," sagði Sigurður. Aukinn tölvukostur. Metaðsókn er að Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi annað árið í röð. DV-mynd NH Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands. Tölvukostur Fjölbrautaskólans var að verulegu leyti endumýjaður fyrir nýbyrjað skólaár. Hann fór bæði í stakar stofur og i nýtt tölvu- ver með 28 tölvum, „Við tökum nánast alla nýnema áfram í tölvu- kennslu á fyrsta námsári en sam- kvæmt nýju námsskránni á reynd- ar þessi grunnfærni í tölvunotkun að vera hlutverk grunnskólans. Það á hins vegar víða eftir að út- færa það í grunnskólunum en inn- an nokkurra missera mun draga úr þessari kennslu hjá okkur en þá mun þessi stofa nýtast fyrir al- menna hópa sem koma t.d. einu sinni í viku inn í tölvustofu og hafa þar fullan aðgang að intemet- inu og það verður liður í þeirra námi í viðkomandi kennslugrein- um, að nota tölvuna sem tæki til náms, og það er í sjálfu sér stefnan að nota tölvumar ekki bara til að kenna tölvufræði eða eitthvað slikt heldur það að tölvumar verði al- mennt tæki í námi og kennslu. Hins vegar mun sérhæfð kennsla hugsanlega líka eflast í forritun og þessháttar. Fjölbrautaskóli Suðurlands er einn þriggja framhaldsskóla sem er svokallaður þróunarskóli í notk- un upplýsingatækni við nám og kennslu. Hinir eru Fjölbrautaskól- inn við Ármúla og Menntaskólinn á Akureyri. Nú á haustönn eru t.d. nemendur úr Ármúlanum í forrit- unarnámi við Fjölbraut á Selfossi í fiamámi. Bygging íþróttahúss á döfinni. Að sögn Sigurðar er bygging íþróttahúss við skólann það mál sem verður farið að vinna að á Unnið að byggingu iþróttahússins. Ólafsvíkurkirkja í baksýn. DV-mynd Pétur Kirkjan fær íþrótta- höll sem nágranna næstunni. „Heimamenn eru tilbún- ir að standa að byggingu þess í sam- vinnu við ríkið. í vor tilnefndum við í nefnd um þetta mál. Það er áætlað að þetta hús verði byggt með þarfir skólans í huga sem kennslu- húsnæði. Héraðsnefndimar, sem að skólanum standa, og Árborg hafa tekið þessu mjög vel en það þarf fyrst að ákveða hvemig hús á að byggja, svo að hanna það, þannig að það er ekki alveg komið að þvi að byggja en þetta er allt á réttu róli,“ sagði Sigurður. -NH Ársreikningur ungs sveitarfélags: Gengur vel í Borgarbyggð Á fundi bæjarstjórnar Borgar- byggðar fyrir skömmu var ársreikn- ingur bæjarsjóðs og undirfyrirtækja vegna ársins 1998 samþykktur við seinni umræðu. Þetta er fyrsti árs- reikningur sem gerður er eftir sam- einingu Borgarbyggðar, Álftanes- hrepps, Borgarhrepps og Þverár- hlíðarhrepps sem tók gildi 7. júní 1998 en reikningsskilin eru gerð fyr- ir hið sameinaða sveitarfélag allt árið 1998. í ársreikningi bæjarsjóðs kemur fram að skatttekjur vom 400 m.kr. og þar af voru útsvör 271 m.kr. Aðrar helstu skatttekjur voru fasteignaskattar, 52 m.kr. og fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, 70 m.kr. Aðrir skattar námu 7 m.kr. Rekstrargjöld málaflokka án vaxta voru 365,6 m.kr. sem eru 91% af skatttekjum. Stærstu málaflokk- arnir vom fræðslumál, 171,8 m.kr., félagsþjónusta, 51,9 m.kr., æskulýðs- og íþróttamál. 42,1 m.kr., og yfir- stjóm, 35,7 m.kr. Til framkvæmda var varið 71,4 m.kr. en það eru 18% af skatttekjum. Stærstu liðir voru gatna- og holræsaframkvæmdir, 26,8 m.kr., æskulýðs- og íþróttamál, 18,2 m.kr., og 9,4 m.kr. var varið í framkvæmdir vegna félagsþjónustu. Um áramót vom peningalegar eign- ir bæjarsjóðs 195,4 m.kr. en skamm- tímaskuldir 115,7 m.kr. og langtíma- skuldir 243,6 m.kr. Heildarlauna- greiðslur bæjarsjóðs og undirfyrir- tækja á árinu 1998 voru 191 m.kr. -DVÓ Ráðhústorg á Akureyri. Mörgun finnst torgið og göngugatan ansi grá og „Moskvuleg" en það stendur nú vonandi til bóta. DV-mynd, gk. Miðbærinn fær upplyftingu Dy Ólafsvik: Vel hefur gengið með smíði hins nýja iþróttahúss Snæfellsbæ- inga í Ólafsvík, að sögn Dagbjarts Harðarsonar, byggingarstjóra hússins, en verkið hófst í júní. íþróttahöllin rís í næsta nágrenni við hina vel þekktu kirkju í Ólafs- vík og verður næsti nágranni hennar. Það er skipasmíðastöðin Sk’ipavík hf. úr Stykkishólmi er með þetta verk en hún var með lægsta tilboð af fimm aðilum sem buðu í verkið en mikið hefur ver- ið að gera hjá þeim Skipavflurr- mönnum á þessu ári. Rafvirkjameistari við húsið er Sigurjón Bjamason og pípulagn- ingameistari Gústaf Egilsson, háð- ir úr Ólafsvík. Þetta íþróttahús er með löglegum handboltavelli og er því stór bygging. Tíu menn starfa við smíðina núna og eru þeir alls staðar frá á Nesinu. Mannekla hefur verið að sögn Dagbjarts en von er á mönnum til viðbótar og reiknar hann með að 15 menn starfi við smíðina en vantað hefur bæði smiði og verkamenn. Stefnt er að því að loka húsinu fyrir miðjan desember nk. Eftir áramót fer innivinnan í gang og frágang- ur að utan eins og hægt verður að vinna að í vetur. Dagbjartur segir að smíði hússins veröi lokið í júlí árið 2000. Óhætt er að segja að íbúar Snæfeflsbæjar bíði með óþreyju eftir þeim degi sem það verður tekið i notkun. -PSJ DV, Akureyri: „Það er ekki ætlunin að rifa þama allt upp og byggja að nýju frá grunni en það verður vonandi hægt að lífga eitthvað upp á svæðið og sérstaklega þá að gera eitthvað grænna í Skátagilinu," segir Vil- borg Gunnarsdóttir, formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar, um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í göngugötu bæj- arins, á Ráðhústorgi og í Skátagili. Bæjarbúar em og hafa allt tíð frá því breytingarnar á göngugötunni og Ráðhústorginu vom gerðar fyrir mörgum árum verið ansi óánægðir með hvemig til tókst. Gróðrinum sem var á Ráðhústorginu var fórnað og steinsteypan sett í öndvegi og þykir torgið allt of „grátt og frá- hrindandi" að margra mati. Vilborg segir að hönnunarvinnu við breytingar á svæðinu eigi að vera lokið um áramót og þá komi í ljós hvort fiárveiting fæst til fram- kvæmdanna svo hægt verði að ráð- ast í þær strax á næsta ári. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.