Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformabur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRM: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Samfylkingin sefur og sefur
Samfylkingin þarf strax aö taka sig í gegn, koma
straumlínulagi á málefni sín og velja sér nýja forustu.
Lýöræöið gerir ráð fyrir, að stjórnarandstaða sé virk og
geti veitt stjómvöldum aðhald, en Samfylkingin liggur
meira eða minna í dvala vikum og mánuðum saman.
Vandi Samfylkingarinnar felst ekki í, að fólk og fjöl-
miðlar tali um þetta og furði sig á niðurlægingu hennar.
Vandi hennar felst í niðurlægingunni sjálfri, en ekki í
umtali annarra um hana. Því miður er algengt, að fólk
og félög í afneitun mgli þessu tvennu saman.
Samfylkingin er í afneitun. Forustusveit hennar og
virkir félagsmenn neita að horfast í augu við raunveru-
leikann og kenna öllum öðrum um, hvernig fyrir henni
er komið. Fjölmiðlarnir eru sagðir vondir við hana og
ekki sýna henni næga biðlund og skilning.
Ekklar og ekkjur geta komizt upp með sálgæzluþvælu
af þessu tagi, en stærsti stjórnarandstöðufLokkurinn
kemst ekki upp með að velta sér upp úr skorti á biðlund
og skilningi annarra. Ríkisstjómin er í ýmsum vondum
málum, sem kalla strax á virka stjórnarandstöðu.
Formaður Samfylkingarinnar var vel látin og vinsæl,
en hefur greinilega ekki heilsu og úthald til að standa í
daglegri varðstöðu og eftirliti. Vikum saman er hún
meira eða minna frá vinnu og hefur þess á milli lítið
frumkvæði, svarar bara spurningum fjölmiðla.
Samfylkingin hefur sem stjórnmálaafl nánast óheftan
aðgang að fjölmiðlum. Hún þarf talsmann, sem heldur
daglega uppi umræðu og andófi. Núverandi ástand er
með öllu óþolandi og hefur þegar leitt til, að Græna
vinstrið er tekið við sem eiginleg stjórnarandstaða.
Seinagangur Samfylkingarinnar við að ganga frá
skipulagsmálum sínum og forvera sinna er öllum ljós,
sem á horfa. Flokkar og fyrirtæki eiga ekki að tala um
biðlund og skilning, heldur taka til hendinni. Annars
koma aðrir og taka upp merkið. Þannig er lífið.
Það gengur ekki, að sveitir gamalla forustumanna úr
hálfdauðum og dauðum stjórnmálaflokkum vafri um í
nafni Samfylkingarinnar og tali út og suður um málefni
hennar og þjóðarinnar, hver með sínu kreddunefi. Fólk
missir trú á pólitík, sem birtist á þennan hátt.
Stjórnarandstaða felst í mörgu fleiri en þátttöku í mál-
fundum Alþingis hluta úr ári. Allt árið þarf daglega að
koma sjónarmiðum á framfæri í fjölmiðlum og á fundum
um allt land. Þegar Alþingi situr ekki, á að vera góður
tími til að sinna slíkum þáttum stjórnarandstöðu.
Samfylkingin hefur sóað tíma sínum í ársþriðjung.
Hún hefur hreinlega legið í dvala í allt sumar. Hún virð-
ist engu nær um samræmingu sjónarmiða og hún virð-
ist engu nær um það, hver eigi að taka að sér að leiða
hana og hafa forustu um stjórnarandstöðu.
Á meðan lekur niður traust fólks á öllum, sem koma
að forustu Samfylkingarinnar eða eru orðaðir við hana.
Margrét Frímannsdóttir er komin í mínus í könnunum,
sömuleiðis Jóhanna Sigurðardóttir og hillingin mikla í
eyðimörkinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Annað forustufólk Samfylkingarinnar kemst ekki á
blað, jafnvel ekki það, sem er á kaupi hjá ríkinu sem
stjómmálamenn árið um kring. Fundarsalir og fjölmiðl-
ar eru lausir árið um kring. Lífið í landinu leggst ekki í
dá. Það er bara Samfylkingin sem sefur og sefur.
Sumir áhrifamenn í Samfylkingunni hafa séð þetta, en
tala fyrir daufum eyrum þeirra, sem eru svo ánetjaðir
afneituninni, að þeir sjá ekki eymdina og volæðið.
Jónas Kristjánsson
Utanbókarlærdómur er auður sem englnn getur rænt, og utanbókarlærdómur getur komið að gagni til annars
en sem vopn gegn svefnleysi, er haft eftir Olof Lagerkrantz eins og fram kemur í greininni.
Listin að lesa
og skrifa
„Eg er viss um að
það er lækningamátt-
ur í því að tjá sig, og
það þótt enginn heyri
né sjái,“ segir Olof
Lagercrantz í bókinni,
Um listina að lesa og
skrifa. Hann vitnar til
afa síns, Hugo
Hamilton, sem segir
svo í dagbók sinni 4.
febrúar árið 1916:
„Það huggar mig og
uppörvar að hlusta á
fagra tónlist. Samt hef
ég á síðustu dögum
uppgötvað annað sem
er ennþá betra. Ég var
vanur því að skemmta
bömunum minum
með því að teikna fyr-
ir þau litlar, gaman-
samar myndir og yrkja
fyrir þau vísur. Um
daginn datt mér í hug
að gera það sama fyrir
litlu bamabömin mín.
Það væri hægt að
skrifa djúphugsaða rit-
gerð um þetta og reyna
að útskýra það. En
svona er það: þegar
hryggðin slær er
vinna, lestur sem
dreifír huganum og
tónlist alveg ágætt. En —r™
það er eitt sem er enn betra.
Reyndu að virkja sköpunargáfuna,
og þú finnur hvernig sálin sprett-
ur upp eins og stálfjöður."
Óvissar viðtökur
En þótt það sé heilsubót að því
að skrifa er ekki á vísan að róa
með viðtökumar. í bók Silju Aðal-
steinsdóttur, Skáldið sem sólin
kyssti, kemur fram að sólin kyssti
skáldið ekki alltaf. Hann er
smeykur við að leggja ljóð sín
fram og það þótt útgefandinn sé
uppörvandi. Borgarskáldið,
Tómas, fer líka háðuglegum orð-
um um minningarkvæði Guð-
mundar um Jón Pálsson frá Hlíð
sem bæði hann og Steinn Steinarr
Kjallarinn
Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir
ortu um. Tómas seg-
ir: „Já, Steinn var
húmoristi og honum
gekk ekkert iilt til.
En svo kom eitthvert
annað skáld ofan úr
Borgarfírði og fór
líka að yrkja um
hann í svipuðum
tón, án þess að hafa
svo mikið sem séð
hann, að ég held.“
Þetta segir Tómas
eftir að Guðmundur
hefur löngu skipað
sér sæti á skálda-
bekk. Þessi athuga-
semd særði Guð-
mund.
Lagercrantz lærði
„Lagercrantz lærði feiknin öll af
Ijóðum utanbókar þegar hann á
unga aldri dvaldist langdvölum á
berklahælum. Kunnáttan hefur
komið sér vel, einkum þegar
hann á erfitt með að sofna. Þá
dundar hann sér við að rifja upp
kvæði og leita þess sem á kann
að vanta í minnið. “
feiknin öll af ljóðum utanbókar
þegar hann á unga aldri dvaldist
langdvölum á berklahælum.
Kunnáttan hefur komið sér vel,
einkum þegar hann átti erfitt með
að sofna. Þá dundar hann sér við
að rifja upp kvæði og leita þess
sem á kann að vanta í minnið.
Þetta verður eins konar
dægradvöl undir svefninn eða
krossgáta orðanna. Hann segir að
utanbókarlærdómur sé auður sem
enginn geti rænt. Og utanbókar-
lærdómur getur komið að gagni til
annars en sem vopn gegn svefn-
leysi.
Höfundar kallast á
Aftur kemur mér í hug atvik úr
bók Silju um sólarskáldið. Þar seg-
ir frá bréfi Guðmundar Sigurðs-
sonar til frænda síns Böðvarsson-
.ar, en Guðmundur Sigurðsson fór
með Sigurði Jónssyni frá Hauka-
gili í heimsókn í Gljúfrastein Hall-
dórs Laxness. Guðmundur hafði
tekið Sigurði vara fyrir að flytja
ljóð yfir Halldóri. Sigurður lét sér
það að kenningu verða en flutti þó
eitt fyrir kurteisissakir.
Þarna var staddur Kristinn E.
Andrésson og var talað um skáld-
skap - rétt einu sinni. Kvæðið
Skáld eftir Guðmund Böðvarsson
bar á góma og það hversu Tómas
reiddist því kvæði, en það var
svar Guðmundar við fyrmefndum
viðbrögðum Tómasar við ljóði
Guðmundar um Jón frá Hlíð.
„Vildu menn fara yfir kvæðið
og sjá hversu það mætti
hneyksla hann svo sem það
hefur gert. Ætlaði Halldór að
skreppa uppá loft til að ná í
ljóðabókina, en þá sá Sigurður
að hér mátti spara honum
ómak og las kvæðið upp úr
sér.“
Frásögnin kemur heim og
saman við það sem Lagercrantz
segir að höfundar séu oftar en
ekki að kallast á sín á milli,
þótt lesendur verði þess ekki
varir.
í upphafi vitnaði ég til orða
afa Lagercrantz sem sagði, að þótt
það væri ágætt að hlusta á fagra
tónlist eða lesa væri ennþá meiri
heilsubót að skapa eitthvað sjálfur.
í Breska læknablaðinu 31. júlí
sl. birtist ritstjórnargrein sem
fjallar um rannsóknir sem gerðar
hafa verið í Bandaríkjunum og
gefa vísbendingar um að sjúkling-
ar sem þjást af asma og liðagigt
geta bætt líðan sína með því að
skrifa um vanlíðan sína. Kannski
er kominn tími til að brúa bilið á
milli sálar og líkama, segir höf-
undur greinarinnar sem - eins og
Tómas - trúir ekki fyrr en hann
tekur á. En það var reyndar annar
Tómas.
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Skoðanir annarra
Skipulögð glæpastarfsemi
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að kalla hlutina
réttum nöfnum og ganga að þeim í samræmi við það.
Það er um að ræða skipulagða glæpastarfsemi. íslend-
ingar telja hana oft fjarri og tengja slíkt við mafiu, en
þetta er skipulögð brotastarfsemi, nákvæmlega eins og
mafla, og það er nauðsynlegt fyrir yflrvöld að átta sig
á þessu. Við erum hér ekki að eiga við einn og einn
mann sem misstígur sig. Við erum að eiga við menn
sem eru í skipulagðri brotastarfsemi sem stendur yfir
í langan tíma og hefur alvarlegar afleiðingar."
Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsdeildar ríkis-
lögreglustjóra, í Mbl. 25. sept.
Örmagna sjávarútvegur
„Viðskiptahallinn er fyrir löngu orðinn óviðráðan-
legur og skuldir sjávarútvegsins aukast um nær millj-
arð á mánuði. Kvótakaupin munu fyrr eða síðar
ganga að honum örmagna, því kvótaseljendur hirða
sitt á þurru þegar þeir yfirgefa atvinnugreinina, en
skuldirnar verða eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum ...
Ef vel er að gáð gæti verið að í ljós kæmi að allt hið
mikla lánsftármagn, sem lánastofnunum er svo út-
bært, eigi einhverja sök á því að efnahagslífið er að
fara úr böndunum ... Rikisstjórnin og vel haldnir ráð-
gjafar hennar kunna engin önnur ráð til að sporna
við verðbólgu en að hækka vexti og hóta almennu
launafólki afarkostum ..."
Oddur Ólafsson í Degi 25. sept.
Forsetaembættið kyndugt fyrirbæri
„Hver gefur okkur rétt til að velta okkur upp úr
kynnum embættismanns við annan einstakling ef
umrædd kynni hafa engin áhrif á embættisstörfm? ...
Fyrirmennasnobb örsmárrar þjóðar á hjara veraldar,
sem vill „vera með“ í öllu, er grátbroslegt og dýrt. Ég
veit ekki hvort fleiri eru haldnir sömu tilfmningu en
mér fmnst forsetaembættið orðið æ kyndugra fyrir-
bæri. Er nauðsynlegt að lýðveldið greiði hæfileika-
fólki há laun fyrir að ferðast um heiminn, heilsa hátt-
settum gestum og segja okkur með miklum alvöru-
þunga í ræðum að tvisvar tveir séu fjórir, vatn sé
blautt og menning betri en ómenning?“
Kristján Jónsson i Mbl. 25. sept.