Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 13 Mörg andlit ellinnar Mikil auðlind Ellin hefur mörg andlit eins og reyndar öll æviskeið mannsins. Börn alast upp við ólíkar aðstæð- ur, unglingar rata misvel i gegn- um umbrotatíma, ungir og full- orðnir eru mishraustir og líðan þeirra ólik. En eitt hafa þeh- und- antekningarlaust sameiginlegt sem lifað hafa lengi: langa reynslu „Miklu fleiri aldraðir en við höldum eru eldhressir, margir lifa við þolanlega heilsu og yfirgnæfandi meirihluti aldraðra íslendinga býr á eigin heimili," segir m.a. í grein Þóris. - Eldri borgarar á tölvunámskeiði. Ellin hefur mörg and- lit. Miklu fleiri aldraðir en við höldum eru eld- hressir, margir lifa við þolanlega heilsu og yf- irgnæfandi meirihluti aldraðra íslendinga býr á eigin heimili. Sumir þurfa litla sem enga hjálp, aðrir minni eða meiri eftir þörfum. En hlutfallslega fæstir 67 ára og eldri dveljast á langdvalastofnunum. Margir kvíða Engin ástæða er þó til að að fegra ellina eða varpa á hana rósroða ævikveldsins. Sumir þjást mikið og aðrir minna. Við þurfum að hlúa einstaklega vel að þeim og láta þá finna að þeir eru mann- eskjur eins og við með tilfinning- ar, þekkingu og vit. Óttinn við að fá ekki aðhlynningu þegar við þörfnumst hennar getur valdið óbærilegri tilfinning sem skapar öryggisleysi og kvíða á efri árum. Sömuleiðis veldur það mikilli óvissu og öryggisleysi að þurfa að bíða í langan tíma eftir hjúkrun og umönnun og getur stuðlað að óró- leika og jafnvel þunglyndi. Einnig kvíða því margir að verða á sinum tíma álitnir „út úr heiminum" og án skynjunar þó að við getum ekki tjáð okkur eða svörum eins og út í hött. Ég hef þá skoðun að mann- eskjan þurfi að vera mjög alvar- lega veik og nánast heiladáin til þess að vera skynlaus. Því ætti að hlúa einstaklega vel að veikum öldruðum. Kjallarinn og mikla þekkingu. í öllu fólki, ekki síst fullorðnu og gömlu, býr mikil auðlind. Og mikið er rætt um auðlindir á okk- ar tímum. Með öldruðum býr miklu meiri auð- lind en okkur grun- ar - og við höfum ekki nýtt hana sem skyldi. Sérþekking er nauðsynleg allri framþróun lífs. Þröngsýnn og ein- sýnn fræðimaður sér þó stundum skemmra en reynd- ur, gamall og ófag- lærður maður. íslendingar eiga bæði gamalt fólk með mikla visku og þekkingu án sértækrar fræði- legrar og hefðbundinnar menntun- ar og aldraða með langa reynslu og mikla fræðilega menntun. Þeg- ar þessum auði er safnað saman Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi og hann vel nýttur renna upp vænlegir tímar. Þó að sumt gamalt fólk sé lasburða og geti illa nýtt hæfileika sína vonum við að þjóð- in þurfi ekki sifellt og endalaust að naga sig I handabökin án að- gerða og framkvæmda og segja: Ó, hvað væri nú gott að nýta hæfi- leika, þekkingu og reynslu aldr- aðra. í riti sínu Um ellina segir Clceró þegar vinir hans hafa sagt hvað ellin virðist honum léttbær sakir frábærrar visku hans: „Ég held, vinir mínir, að þið dásamið það sem í raun er alls ekki vanda- samt; þeim sem ekki hafa tök á að áorka neinu sér til farsældar í líf- inu, er sérhvert aldursskeið þung- bært; þeim sem á hinn bóginn leita lífsins gæða innra með sér, verður ekkert það vand- meðfarið sem lög- mál lífsins hefur í för með sér.“ (Um ellina í þýðingu Kjartans Ragnars). Ellin hefur mörg andlit, jafn- mörg og fjöldi aldraðra. Höldum áfram að spyrja með gagnrýni: Er eitthvað í okkar valdi sem getur bætt líðan okkar? Þórir S. Guðbergsson „íslendingar eiga bæði gamalt fólk með mikla visku og þekk- ingu án sértækrar fræðilegrar og hefðbundinnar menntunar og aldraða með langa reynslu og mikla fræðilega menntun. Þegar þessum auði er safnað saman og hann vel nýttur renna upp væn- legir tímar.“ Fagnaðarerindið Kvótakerfi Skelfilegar fréttir eru þetta sem berast frá Hrísey. Á maður virki- lega eftir að sjá þar sömu afleið- ingcuriar af kvótakerfinu eins og við lentum í á Þorskafirði? Húsin verðlaus og í eyði og enginn nema fuglinn fljúgandi telur að hægt sé að hafa þar búsetu, sagði Sveinn gamli, sem flosnaði upp frá Þorskafirði vegna kvótabrasks. Var ekki Davíð búinn að lofa end- urskoðun á fiskveiðikerfinu? Og hvað er hann að gera þessi ungi sjávarútvegsráðherra? Stendur hann bara með LÍÚ og boðar fagn- aðarerindið um kvótakerfi íslend- inga úti í löndum? Væri ekki nær að líta sér nær og sjá um að öll landsbyggðin flytti ekki á suðvesturhornið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum? Bamaskólamir hér á svæðinu yf- irfullir af flóttamannabörnum og húsnæðisvandinn hreint ótrúleg- ur. Fasteignasalarnir hafa ekki annað að gera en setja miða inn um lúgur Reykvíkinga til þess að bjóða aðstoð sína frítt við að verð- leggja íbúðir því að þeir hafa ekki lengur neinar eignir til að bjóða. Of seint að lækka fasteingagjöid Já, Sveinn minn. Ekki nóg með það að þeir sem eru svo vitlausir að láta glepjast og selja húsin sin, glaðir, á ok- urverði era hús- næðislausir dag- inn eftir og verða að borga enn hærra okur- verð fyrir annað hús. Ekki alveg eins glaðir. Ein- ar K. þingmaður Vestfjarða boðar auknar ráðstöf- unartekjur á landsbyggðinni. Lækkun fasteignagjalda vegna hmns markaðverðs úti á landi, lækkun húshitunarkostnaðar, jöfnun námskostnaðar og lagfær- ingu á vegum. Til hvers? Fyrst stjómin lagfærir ekki kvótakerfið sem er undirstaða velferðar á ís- landi þá fæst einfaldlega enginn til þess að búa úti á landi. Veistu það, Svana min, að þetta er nú sem betur fer ekki alveg eins svart og við höld- um. Ég heyrði í út- varpinu í morgun, og margir aðrir, já margir, að Þing- eyringar væru búnir að fá at- vinnu við að svara í síma hjá stórfyr- irtæki. Og það era alls konar hug- búnaðarfyrirtæki að hasla sér völl úti á landsbyggð- inni. Það gæti kannski verið hið besta ráð að setja allt fiskvinnslu- battaríið á tölvu- námskeið og í stað þess að verka fisk, sætu allir með tölvur og tól. Ég er margbúinn að heyra að við séum fremstir meðal þjóða hvað hugbúnað snertir. Austfirðingar í álið hinir í hugbúnað Og Svana og Sveinn lögðu höfuð- ið í bleyti. Vestfirðingar, Hrísey- ingar og fleiri sem höfðu farið illa út úr kvótakerfmu færa allir að vinna við hugbúnaðarfyrirtæki. Austfirðingar myndu að sjálfsögðu fara í álið og sökkva Eyjabökkum, en það er bara ekki nóg. DV grein- ir frá þvi að þrír fulltrúar frá World Wildlife Fund hafi fengið þær upplýs- ingar frá Norsk Hydro að hagkvæmasta stærð nýs álvers væri 240 þúsund tonn, ekki 120 þúsund tonn eins og Landsvirkj- un segir í sínum arðsem- isútreikningum. Þar með dugar fyrirhuguð Fljóts- dalsvirkjun hvergi. - Þá er bara að virkja Kára- hnjúka til viðbótar. Eða hvað? Nú hefur Nils Gíslason á Akureyri fundið upp og er að hanna nýja gerð af vindmyllum. Mun ódýr- ari en þær útlensku. Já, hvað með vindmyllm'? Væri ekki hægt að setja upp fjöld- ann allan af vindmyllum á Austur- landi, nóg er rokið á íslandi? Hvað segja náttúruvemdarsinnar við því? Færi þá ekki fyrir brjóstið á þeim sjónmengun? Og svo hefur það heyrst að sjaldgæfir fuglar lentu stundum í vindmyUuspöðun- um en þeir farast raimar líka við raforkumannvirki. Og þá er eftir ein leið enn, að setja upp virkjun á borð við Kröflu. Eftir þessar ráð- stafanir myndu menn una glaðir við sitt þarna úti á landsbyggðinni. Hinir flyttu á mölina. Ema V. Ingólfsdóttir „Já, hvað með vindmyllur? Væri ekki hægt að setja upp fjöldann allan af vindmyllum á Austurlandi, nóg er rokið á íslandi? Hvað segja náttúruverndarsinnar við því? Færi þá ekki fyrir brjóstið á þeim sjónmengun?“ Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur I IVIeð og á móti Listaháskóli íslands í Hafn- arfjörð? Þann 10. september sl. var Listahá- skóli íslands settur f fyrsta sinn. Fyrir löngu var ákveöið að skóiinn fengi inni í svonefndu SS-húsi á Laugar- nestanga. Nemendur og kennarar hafa verið misjafnlega ánægðir með að- stöðuna þar og því hafa umræður vaknað um að finna skólanum nýtt húsnæði. Hafnfirðingar hafa sýnt áhuga á að bjóða skólanum aðstöðu f bænum og hefur sá áhugi m.a. vakiö athygli menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Almennur áhugi meðal bæjarbúa „Ég held að það hljóti að vera metnaður hvers bæjarfélags að hafa sem fjölbreyttastar stofnanir í sínu samfé- lagi. Listahá- skóli á auðvitað alveg eins mik- ið erindi til Hafnarfjaröar eins og annað. í sjálfum sér hafa Hafnfirðingar ekki haft af miklu að státa þegar opinberar þjónustustofn- anir eru annars vegar. Hitt er svo aftur annað mál hvernig semst hugsanlega um þessa liluti og hvað sveitarfélagið er tilbúið að leggja til i þeim etoum. Ég þykist vita að menn séu tilbúnir að skoða það í fullri alvöru en í sann- leika sagt hefur ekki farið fram nein umræða af alvöru um þessi mál í bæjarkerfinu. Þetta er því enn óskoðað mál en hugmyndin er engu að síður góð og ekki vafi á því að það er almennur áhugi meðal margra bæjarbúa að fá stofnun eins og Listaháskólann til bæjarins." Á heima \ Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi F-list- ans í Hafnarfirðf. höfuðborginni „Listaháskóli á hvergi heima nema í höfuðborginni. Mennta- stofnun á borð við listaháskóla Kolbrún Bergþórs- dóttir blaðamaður. hlýtur að þurfa að vera í stöð- ugum tengslum og samstarfi við stærstu söfn landsins, sýn- ingarsali og Há- skólann og þessar stofnan- ir er að finna í Reykjavík. Hug- myndir manna um að flytja skólann í annað bæj- arfélag era út í hött en vissulega skil ég sjónarmið Hafnfirðinga sem vilja fá svo finan skóla í sinn bæ. Ég skora á borgarstjóra að beita sér í þessu máli og gefast ekki upp enda á það ekki að líðast að æösta menntastofnun á sviði lista og menningar hrökklist burt úr borginni. Listaháskólanum fylgir fjölbreytt mannlíf og af því veitir svo sannarlega ekki í Reykjavík, Það vekur furðu mína að jafngáfaður maður og Bjöm Bjarnason skuli taka undir hug- myndir manna um að flytja skól- ann til Hafnarfjarðar. Mér dettur helst i hug að hann sé að stríða borgarstjóra með þessu. Ef menn eru ekki sáttir við húsakost skól- ans á Kirkjusandi hljóta að vera til aðrar og betri lausnir en flutn- ingur til Hafnarfjarðar." -aþ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.